Færsluflokkur: Tónlist
16.5.2009 | 22:32
Is it true?
Nú í kvöld fór fram í Moskvu söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva og er óhætt að segja að Jóhanna Guðrún og aðrir sem þátt tóku fyrir hönd íslands hafi staðið sig vel og verið landi okkar til sóma enda lenti framlag íslands í 2 sæti en um 140 stigum á eftir Noregi sem vann með fáheyrðum yfirburðum og hlaut 357 stig en við 218.
Ég skrifaði fyrr í kvöld að fluttningurinn hafi verið dapur og hörmulegur og var það gert til að skapa smá skammir frá ykkur.
Staðreyndin er hins vegar sú að Jóhanna gerði þetta fum og hnökralaust og var sér og öllum til sóma.
Áhugaleysi mitt á þessari keppni hefur verið vegna þess að besta lagið er ekki að vinna eins og áður fyrr en það var svo sannarlega besta lagið sem vann í ár og mun ég örugglega fá meiri áhuga á næsta ári.
Til hamingju Jóhanna-til hamingju íslenska þjóð.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
16.5.2009 | 20:15
Dapurt.
Hörmungarframmistaða hjá Jóhönnu,þetta var ámátlegt og alger hörmung.
Með þessari dellu endum við á botninum í 25 sæti nema GUÐ verði oss góður.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 20:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.10.2008 | 10:29
Týr góðir.
Í gærkvöldi fórum við Aileen á Týs tónleikanna á Nasa og skemmtum okkur konunglega en upphitunarböndin voru mjög góð fyrir utan eitt sem var alger hryllingur.
Þetta byrjaði allt uppúr klukkan 10 með því að hljómsveitin Perla steig á svið og gerðu fína hluti,á eftir þeim kom Dark Harvest og voru líka góðir og í báðum böndunum var söngurinn skiljanlegur og góðar melódíur.
Þriðja bandið var Mammút og var greinilegt að þau höfðu tekið miklum framförum síðan í mai er við spiluðum með þeim á Organ sáluga og var gott að fá kvensöngvara svona til tilbreytingar gott band Mammút og eru nýbúin að gefa út disk sem ég á og er mjög góður og áheyrilegur.
Þá var komið að tímaskekkju kvöldsins,Hardcorebandið Severed Crouth stigu á svið og framreiddu death metal ofan í áheyrendur í um 1 klst en bara lítill hópur virtist fíla þetta eitthvað,fyrir okkur Aileen var þetta algert pain,kvöl og pína og það var engu líkara á tímabili en að djöfullinn sjálfur væri kominn á staðinn og það endaði með því að Aileen fór út og fékk sér frískt loft en ég gat ekkert farið því þá hefðum við misst af borðinu sem við höfðum.
Þegar þessari skelfingu lauk og gestir búnir að jafna sig stigu TÝR á svið og spiluðu flest sinna bestu laga og voru hreint út sagt geeeeeeeðveikir,allir berir að ofan og kyrjuðu drápur og annað efni ofan í gesti á frábæran hátt enda söng ég hástöfum og skammaðist mín ekki fyrir það enda mikill aðdáandi þjóðlagatónlistar eins og þeir vita sem þekkja mig best.
En semsagt ágætis kvöld að öllu leyti nema þetta hardcore dauðarokk hefði alveg mátt missa sig eða enda tónleikana, þarna voru hljómsveitir eins og Perla og Dark Harvest og eiga þær framtíðna fyrir sér.
Ætla að enda þetta á viðlaginu úr Orminum langa:
Glymur dansur í höll,
sláið í ring.
Glaðir ríða Noregsmenn,
Til hildarting.
KV:Korntop
Tónlist | Breytt 8.10.2008 kl. 04:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
4.10.2008 | 06:13
Helgin.
Helgin hófst í gær með því að ég fór í Kringlunna með þeim feðgum Ottó og Ottó Bjarka að sækja miða á ABBA sýninguna sem verður í Og Vodafone höllinni 8 nóvember,síðan borgaði ég sjónvarpspakkann minn,fór í banka að taka út pening og bauð svo litla kút í mat á Mc Donalds.
Þaðan fór ég í Austurbergið og var kynnir á leik ÍR og Haukar U(yngri,ungir)sem við unnum 33-28.
Í dag er það svo bikarúrslitaleikur KR og Fjölnis á Laugardalsvelli klukkan 4 og ætla ég að vona að Fjölnir vinni þennann bikar,alltaf gaman að fá ný nöfn á bikara og gildir þá einu hvort um sé að ræða íslands eða bikarmeistaratitil.
Um kvöldið Ætlum við Aileen að sjá færeysku hljómsveitina TÝR á NASA við Austurvöll en þeir gerðu lagið "Ormurinn langi" geysivinsælt fyrir um 4 árum eða svo,en tónleikarnir hefjast klukkan 22(10) og standa til klukkan 1.
Sunnudeginum verður eytt í leti fyrir framan sjónvarp enda nægt sportefni í boði s.s NFL svo eitthvað sé nefnt.
Er að spá í að endurvekja liðinn "Fréttir vikunnar" hér á síðunni enda var vikan sem senn er á enda ekki viðburðarsnauð en nóg um það í bili,gangið hægt inn um gleðinnar dyr um helgina og farið vel með ykkur elskurnar.
KV:Korntop
Tónlist | Breytt s.d. kl. 06:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
5.9.2008 | 09:12
Söngurinn er málið.
Í gærkvöldi fór ég í Ölver að taka þátt í keppni sem heitir Singing bee og í gær átti það að vera BYKO vs Húsasmiðjan,svo fór nú að húsasmiðjuliðið lét ekki sjá sig á meðan BYKO liðið mætti og þekkti ég engan frá BYKO því þarna voru komnir einstaklingar frá mörgum deildum en maður kynntist þeim fljótt svo það bjargaðist,en þetta er karókíkeppni svo að ég er á heimavelli ef svo má segja.
Þegar tími var kominn þá sungum við nokkur lög upp á grínið og líka til að æfa röddina og kynnast innbyrðis,en áheyrnarprufur verða á laugardaginn og eru 10 keppendur og 6 komast áfram í úrslitaþátt sem tekinn verður upp á Skjá 1 með fullum sal af fólki og nú er bara stefnan að vera á meðal 6 efstu og komast í þennann þátt en þó það takist ekki þá er það ekki heimsendir,ég get þó sagt eftir á að ég hafi reynt.
Ég hef ekki leyfi til að segja hvernig mér gekk í prufunum því í dag verður komið með samning til mín þar sem kveður á um þagnareið keppenda sem þýðir að ég má ekki undir neinum kringumstæðum segja úrslit eða neitt þvíumlíkt,en þessar reglur eru settar af Skjá 1 og ég virði þær auðvitað.annað væri fásinna.
Hvað mig varðar þá er ég á meðal þessara 10 keppenda og ef ég kemst í upptökuþáttinn sem keppandi(Verð í sal annars)þá er það algjör bónus,ég ætla ekki að setja neina pressu á mig fyrirfram heldur njóta þess sem mér finnst skemmtilegast að gera.
FYLGIST MEÐ SINGING BEE Á SKJÁ 1.
KV:Korntop
Tónlist | Breytt 8.9.2008 kl. 09:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
22.10.2007 | 12:03
DJ Korntop.
Á laugardagskvöldið var haldið ball á vegum Átaks í Sjónarhólshúsinu Háaleitisbraut 13(4 hæð) og var þetta fyrsta ballið sem Átak heldur og er ekki ofsögum sagt að hnútur hafi verið í maganum því ég sem var bæði forsprakki og er formaður skemmtinefndar hafði sagt að ef 25 manns mættu væri það fínt í byrjun en mætingin fór fram úr björtustu vonumþví um 50 manns mættu og skemmtu sér vel enda erum við sem stóðum að þessu alveg í skýjunum og alveg klárt mál að þetta verður reglulegt hér eftir,kanski ekki alltaf ball eingöngu því við í skemmtinefndinni höfum nóg af hugmyndum upp í erminni og munum skjóta þeim út þegar það á við,næst er það ball og bingó en aftur að ballinu.
Þarna mætti ég með útvarpið mitt og 4 brennda diska en skrifaði nöfnin á lögunum á blað svo auðveldara væri að sjá hvað ég var að spila,það átti að vera 80´s þema en ég var líka með nýjustu lögin eins og International með Páli Óskari og fengu þau að fljóta með öllum til ánægju enda var haft á orði að ég væri best geymdur í diskóbúrinu og er það líklega rétt hjá þeim sem það sögðu.
Skemmtinefnd var sett á laggirnar til að efla fjárhag félagsins því hann er vægast sagt bágborinn svo mér datt í hug á sínum tíma að stofna skemmtinefnd og fá með mér gott fólk til að vinna með og allur ágóðinn rennur til félagsins eðlilega og t.d varð hagnaður af ballinu um 30 þúsund svo að betra start var ekki hægt að fá.
Einnig var þarna sjoppa með gos og sælgæti,kaffi og kökur á hlægilegu verði og aðgangseyrir á ballið var ekki nema 500 krónur.
Hvað við gerum næst kemur í ljós en það er gaman að geta skemmt þeim sem minna mega sín því það er margsannað að fatlaðir eru ánægðir ef það er gert eitthvað fyrir þá og ég get ekki beðið eftir næsta balli.
En ekki meira í bilMeira síðar-KV:Korntop Fjöryrki.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 15:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Um bloggið
Korntop
Spurt er
Tenglar
Mínir tenglar
- Átak. Fréttir.
- Berserkir/Víkingur. Upplýsingar.
- Bubbi Morthens. Tónlist.
- Fjölmennt. Fróðlegt.
- Formúla 1 Sport.
- Fótbolti.net Sport
- Golf. Sport.
- Handbolti. Sport.
- Henný Bloggsíða.
- HSÍ. Sport.
- IFSA-WPC: Sport.
- ÍR-körfubolti. Sport.
- KKÍ. Sport.
- KSÍ. Sport.
- NBA. Sport.
- NFL. Sport.
- RÚV. Fréttir.
- Síminn. Upplýsingar.
- Sport. Sport.
- SSR. Upplýsingar.
- Strætó. Upplýsingar.
- Söngstrumpurinn. Tónlist.
- Textavarp. Fréttir.
- TR. Fréttir.
- Vísir.is. Fréttir.
- Þroskahjálp. Fréttir.
- Ösp. Sport.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
266 dagar til jóla
Eldri færslur
- Mars 2012
- Nóvember 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Bloggvinir
-
annakr
-
agustolafur
-
brjann
-
eddaagn
-
ellasprella
-
georg
-
ipanama
-
gudruntora
-
zeriaph
-
gudnim
-
harhar33
-
heidathord
-
helgadora
-
krummasnill
-
holmdish
-
hogni
-
inaval
-
jensgud
-
jonhalldor
-
nonniblogg
-
jorunn
-
katlaa
-
katja
-
kolbrunb
-
lillagud
-
lindalinnet
-
birtabeib
-
margretsverris
-
olofk
-
omarragnarsson
-
ragjo
-
rannveigh
-
rosaadalsteinsdottir
-
ruth777
-
marzibil
-
amman
-
ollasak
-
stebbifr
-
fugla
-
saedishaf
-
stormsker
-
skinogskurir
-
lady