Færsluflokkur: Bloggar
24.6.2007 | 15:48
Leti.
Þá er kominn enn einn dagurinn og ekki vantar hlýindin ha,er að jafna mig í tánni en vinstri táin er bólginn og veit ekki hvað veldur en þetta er afar sársaukafullt og fer til læknis ef þetta lagast ekki fljótlega.
Dagurinn í gær var skemmtilegur í alla staði,byrjaði á því að skoða viðtalið sem kom við mig í Mogganum í gær og þakka ég öllum sem hafa tjáð sig hér um það viðtal.
Fór svo í afmæli til Aileenar vinkonu minnar en hún er þrítug í dag þessi elska og óska ég henni innilega til hamingju með áfangann og af því tilefni tókum við okkur saman 5(Ég,Dagbjört,Hillý,Jón Grétar og Danni) og gáfum henni 790 sænskar krónur en Aileen fer út n.k þriðjudag til Svíþjóðar að hitta vinafólk sitt þar,þetta afmæli einkenndi mikill hiti og sátum við út í garði nær allann tímann,boðið var upp á pylsur á pinnum,flatkökur,afmælisköku,ávexti ofl,á heimleiðinni kom ég við í 10/11 og keypti það sem mig vantaði,síðan var mér ekið heim oghef haft það gott síðan,legið í leti og haft það næs.
Hef ákveðið að byrja aftur með fastann lið á sunnudögum sem heitir"Fréttir vikunnar"en þar verður rifjað upp það helsta úr fréttum liðinnar viku og eru þá bloggfréttir engin undantekning,er stefnt á fyrsta pistil síðar í dag er ég hef viðað að mér nægu efni en nú er mál að linni að sinni.
KV:Korntop
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
23.6.2007 | 02:06
Erfiður riðill.
Nú fyrr í kvöld var dregið í riðla fyrir evrópumót landsliða í handknattleik sem fram fer í Noregi 17-27 janúar á næsta ári og dróst íslenska liðið með Frökkum,Slóvökum og Svíum og verður þessi riðill spilaður í Þrándheimi og fara að mig minnir 3 lið uppúr riðlinum en þetta er einhver erfiðasti riðillinn í mótinu en þegar litið er á hina riðlana þá megum við bara nokkuð vel við una held ég.
Undirritaður er þegar farinn að velta því alvarlega fyrir sér að fara til Noregs og styðja íslenska liðið en allt er þetta spurning um pening,ég ætlaði líka á HM sem var í Þýskalandi í byrjun þessa árs en maður sá hvergi auglýstar ferðir en nú verða allir tengiliðir notaðir til að þessi ferð kæmist á koppinn en það yrði mín fyrsta handboltaferð síðan ´93 þegar HM var haldið í Svíþjóð en við sjáum hvað setur.
KV:Korntop
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
22.6.2007 | 21:39
Viðtal.
Vil bara minna á að viðtalið við mig í morgunblaðinu birtist á morgunn,þar getið þið bloggvinir og lesendur góðir kynnst mér betur og séð fyrir hvað ég stend hvort sem það sé íþróttafélag,skoðanir eða annað.
KV:Korntop
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
22.6.2007 | 21:34
Enn af hraðakstri.
Enn heldur hraðakstursbylgjan áfram og virðist enginn endir ætla að verða á þessari óöld í bráð.
Nú liggja þrjú ungmenni stórslösuð eftir ofsaakstur eftir Geirsgötunni sem endaði með því 18 ökumaður missti stjórn á bíl sínum og lenti með miklum hvell á Hamborgarabúllu Tómasar.
Vonandi ná þau sér og um leið vona ég að þetta verði öðrum víti til varnaðar og að fólk aki hægar um göturnar en munum að hámarkshraði í þéttbýli er 90 km.
KV:Korntop
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.6.2007 | 23:41
Kvennalandsliðið í ham.
5-0
Þá er nýlokið leik Íslendinga og Serba í evrópukeppni kvennalandsliða og unnu íslensku stelpurnar glæstan sigur 5-0 og verð ég að segja að mér fannst hann í minna lagi slíkir voru yfirburðir "stelpnanna okkar" en þessar lokatölur þó aldeilis frábærar og efsta sæti riðilsins staðreynd.
Ég ætla ekki að rekja gang leiksins því íslenska liðið var nánast með boltann allann leikinn og fengu 16 hornspyrnur gegn 3 svo dæmi sé tekið,gaman er að sjá breiddina í íslenskri kvennaknattspyrnu því þær sem komu inná sem varamenn stóðu sig vel og veiktu liðið ekkert svo hár er styrkleiki í íslenskri kvennaknattspyrnu.
Gaman var að sjá hversu margir áhorfendur mættu á þennann leik en áhorfendamet var sett á kvennalandsleik á íslandi en 5976 mættu á leikinn og studdu "stelpurnar okkar"allann leikinn og eins og landsliðsþjálfarinn og Margrét Lára sögðu eftir leikinn þá leið þeim eins og þær væru 2 fleiri og er mikið til í því,gaman var að sjá að íslensku stelpurnar lögðu sig fram og kenndu svolítið karlalandsliðinu hvernig á að leggja sig 100%í leikinn,í kvöld voru hlutirnir gerðir af krafti og ánægju en ekki með hálfum huga eins og oft vill verða hjá karlalandsliðinu því miður,stelpurnar sýndu einnig að með samheldni og áráttu þá er ýmislegt hægt.
Hjá serbneska liðinu var fátt um fína drætti og minnti liðið langtímum saman á villtar beljur á leið til slátrunar,Vanja Stefanovic sem leikur með val hér á landi var skást í serbneska liðinu en nánast allann leikinn virtust þær ekki vita hvaða hlutverk hver hefði innann liðsins.
En semsagt frábær íslenskur sigur og efsta sætið í riðlinum tryggt í bili.
Mörk íslands.Dóra Stefánsd(3),Dóra Marí Lárusd(23),Katrín Jónsd(58),Margrét Lára Viðarsd(81),sjálfsmark(86).
KV:Korntop
Bloggar | Breytt 22.6.2007 kl. 00:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
21.6.2007 | 15:23
Heppinn að vera enn á lífi.
Þeir sem sáu Montreal kappaksturinn í kanada sáu bíl pólverjans Robert Kubica þeytast á 250-300 km hraða ag vegriði yfir brautina og á steinvegg hinummeigin og var óhugnanlegt að sjá þetta því eins og gefur að skilja var hraðinn gífurlegur.
Nú hefur komið í ljós að Kubica lifði af 75 falda þyngdaraflshröðun og er það hreint með ólíkindum en hann slapp nær ómeiddur úr þessum hildarleik en þetta sýnir meira en nokkuð annað hversu stórhættuleg þessi íþrótt er.
Robert Kubica ekur fyrir BMW Williams liðið.
KV:Korntop
![]() |
Kubica lifði af 75 falda þyngdaraflshröðun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.6.2007 | 13:55
Herðum viðurlög við Hraðakstri.
Hvað á þessi hraðakstursbylgja eiginlega að standa lengi yfir?
Persónulega finnst mér að gera ætti ökutæki upptæk og eigandinn þyrfti að borga bílinn út,fyrr læra menn ekki.
BURT MEÐ HRAÐAKSTUR AF GÖTUM OG VEGUM LANDSINS.
![]() |
Tveir sviptir ökuréttindum vegna hraðaksturs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.6.2007 | 13:50
Gott mál.
Það að konum skuli fjölga í störfum hjá ríkinu er bara hið besta mál og þá ættu þær líka að fá sambærileg laun og karlar.
Mér líst bara vel á þetta.
![]() |
Konum fjölgar í störfum hjá ríkinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.6.2007 | 00:31
Krísa í Vesturbænum.
Eftir leiki kvöldsins er ljóst að Vesturbæjarstórveldið KR á í háalvarlegum erfiðleikum inná vellinum og virðist and og stemmingsleisið algert hjá leikmönnum liðsins en í kvöld töpuðu KR-ingar fyrir nýliðum HK 0-2.
Fer þetta að verða hálf aumkunarvert hjá Kr-ingum en eftir 7 umferðir hefur liðið hlotið 1 stig og tapað 6 og markatalan 5-14,nú er samningur KR við Teit Þórðarson óuppsegjanlegur fyrstu 2 árin og er þetta einmitt annað árið en hvað geta KR-ingar gert?Næg eru vandamálin,tekst KR-ingum að leysa þau?við hér á síðunni fylgjumst grannt með.
KVKorntop
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
20.6.2007 | 14:16
Hneyksli.
Hvernig er dómskerfið á íslandi eiginlega að verða?
Héraðsdómur reykjaness dæmdi mann á unglingsaldri í 6 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðislega áreitni á 3 ára frænku sinni(þukklaði á kynfærum hennar utan fata)og sleikti kynfæri 4 ára gamallar stúlku,en hann var sýknaður af sumum ákæruliðum og bótakröfum auk þess vísað frá dómi.
Fyrir mér er þetta algert hneyksli og sýnir enn og aftur að dómskerfið er rotið og þarfnast mikilla breytinga,nú er refsiramminn fyrir svona brot 1-16 ár en sjaldan fá menn langa dóma fyrir svona lagað.
Það að sleikja kynfæri svo ungrar manneskju er afbrigðileg hegðun og jafnastáð mínu mati á við morð og á að dæmast sem slíkt kanski eru ekki allir sammála mér í þessu máli en þetta er mín skoðun.
![]() |
Skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
Um bloggið
Korntop
Spurt er
Tenglar
Mínir tenglar
- Átak. Fréttir.
- Berserkir/Víkingur. Upplýsingar.
- Bubbi Morthens. Tónlist.
- Fjölmennt. Fróðlegt.
- Formúla 1 Sport.
- Fótbolti.net Sport
- Golf. Sport.
- Handbolti. Sport.
- Henný Bloggsíða.
- HSÍ. Sport.
- IFSA-WPC: Sport.
- ÍR-körfubolti. Sport.
- KKÍ. Sport.
- KSÍ. Sport.
- NBA. Sport.
- NFL. Sport.
- RÚV. Fréttir.
- Síminn. Upplýsingar.
- Sport. Sport.
- SSR. Upplýsingar.
- Strætó. Upplýsingar.
- Söngstrumpurinn. Tónlist.
- Textavarp. Fréttir.
- TR. Fréttir.
- Vísir.is. Fréttir.
- Þroskahjálp. Fréttir.
- Ösp. Sport.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
103 dagar til jóla
Eldri færslur
- Mars 2012
- Nóvember 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Bloggvinir
-
annakr
-
agustolafur
-
brjann
-
eddaagn
-
ellasprella
-
georg
-
ipanama
-
gudruntora
-
zeriaph
-
gudnim
-
harhar33
-
heidathord
-
helgadora
-
krummasnill
-
holmdish
-
hogni
-
inaval
-
jensgud
-
jonhalldor
-
nonniblogg
-
jorunn
-
katlaa
-
katja
-
kolbrunb
-
lillagud
-
lindalinnet
-
birtabeib
-
margretsverris
-
olofk
-
omarragnarsson
-
ragjo
-
rannveigh
-
rosaadalsteinsdottir
-
ruth777
-
marzibil
-
amman
-
ollasak
-
stebbifr
-
fugla
-
saedishaf
-
stormsker
-
skinogskurir
-
lady