Færsluflokkur: Bloggar

Frekar down en ekkert alvarlegt.

Í dag hef ég eytt deginum í að leggja mig og horfa á fótbolta á SÝN og þá sérstaklega Man United og Arsenal sem endaði 4-0 fyrir united og horfði frændi minn á part af leiknum með mér og ræddum við um allt á milli himins og jarðar og einkum útskýrði ég fyrir honum vinnuna mína,kaupið og hvað ég fengi út úr TR auk þess sem hann lánaði mér 5000 krónur,takk fyrir það frændi sæll.

um 1 leytið í dag fékk ég þær slæmu fréttir að hljómsveitin Papar væru hættir eftir 22 ára starf og hef éf verið virkilega down yfir því einfaldlega vegna þess að ég þekkti þá persónulega,ég söng með þeim á sínum tíma 3svar,þeir gáfu mér texta með írskum lögum og gáfu mér ýmis ráð til að vera betri söngvari og í raun má segja að þeir eigi sinn þátt í því hvað varð úr mér sönglega séð og fæ ég þeim seint fullþakkað fyrir allt það sem þeir gerðu fyrir mig og hef ég alltaf verið papafíkill síðann og á allt með þeim,en núna yljar maður sér bara yfir lögum þeirra og gömlum minningum en vonandi sér maður þá á sviði fljótlega,einnig vona ég að óútgefin dvd diskur með þeim komi út svo við sannir papaaðdáendur fáum eitthvað til að eiga til minja um þessa frábæru hljómsveit þar sem alltaf var pakkfullt á böllum með þeir,þakka ykkur fyrir papar kæru vinir fyrir frábærar böll og hjálp í gegnum árin.

Á morgunn er það bara áframhaldandi hvíld og rólegheit en svo næstu nótt er það stjörnuleikur NBA sem ég annað hvort horfi á eða tek upp og læt það ráðast hvernig ég er stemmdur en nú þarf maður að breyta lífsvenjum eftir að ég fékk vinnuna en ég hef ákveðið að vinna alla daga frá 11-15 en á mánudaginn byrjar fyrsta heila vinnuvikan eftir að ég var fastráðinn þarna og nú er það bara mitt að sýna mig og sanna því aðrir gera það ekki.

En nóg í bili af hripi en pára hér eitthvað bull á morgunn ykkur til skemmtunnar en farið vel með ykkur elskurnar.

                                               KV:Korntop


Fínn dagur á enda.

Vinnudagurinn í dag var frekar léttur,raðaði í um 10 kassa og kláraði það og þá var klukkan um 2 og þá gekk einn af verkstjórunum framhjá og galaði upp"eigið þið til pökkunarverkefni fyrir nýliðann" og kom Lena niður með kassa af tommustokkum sem þurfti að setja á strikamerki og er það smá nákvæmnisvinna en ég held að ég hafi skilað henni mnokkuð vel,allavegana kom Lena niður að athuga hvort ég væri að gera rétt og fann ekkert athugavert svo að ég er að gera eitthvað rétt.

Þessi lena er dóttir eins verkstjórans og náum við einkar vel saman og er stundum að segja mér hvað sé næst og einnig segir hún mér hvernig best sé að gera það og svo leiðbeinir hún mér líka hvernig á að raða á brettin og er það fínt en einnig segir hún mér hvað sé illa séð eins og t.d að tala í síma í vinnutíma nema það sé nauðsynmlegt,en  er mér nokk sama þótt hún segi mér fyrir verkum þótt hún sé ekki verkstjóri en hún veit alveg hvað hún er að gera,fín stelpa þessi Lena og gaman að kynnast henni.

Árshátíð fyrirtækisins er annað kvöld á Broadway og fer ég ekki þangað enda þekki ég engann og það bíður bara betri tíma að kynnast vinnufélögum svo ég hef ekki miklar áhyggjur af því.

Svo í kvöld kom Aileen og horfðum á Gettu betur,tókum smá Trivial og kjöftuðum saman og var þetta gott kvöld í alla staði en hún er mjög happy yfir því að kallinn sé kominn út á almennann vinnumarkað og það er ég að sjálfsögðu líka.

Helgin verður bara tekin rólega og safnað kröftum fyrir næstu viku en þá er fyrsta heila vinnuvikan mín í mörg ár á almennum vinnumarkaði og ætla ég að glápa á sportið og blogga nokkur blogg og hafa það bara næs og kúl.

En hafið það gott elskurnar og njótið helgarinnar í botn-það ætla ég að gera.

                                                 KV:Korntop


Sæl og blessuð öll.

þá er runninn upp fyrsti dagurinn eftir fastráðninguna í BYKO og ýmislegt sem þarf að gera eins og venjulega þegar menn byrja í nýrri vinnu.

Fyrst og fremst er að gera svokallaðann TR samning vegna vinnunnar en ég voða lítið hvað það er en ég verð betur upplýstur um það síðar í dag,eina sem ég veit jú er að ég ætla að skipta skattkortinu 50/50 og svo veit ég að TR borgar vinnuveitanda mínum 3/4(75%) launa minna til baka án þess að það skerði mig á nokkurn hátt,en ég ætla að standa mig í þessari vinnu og gera mitt besta,betur get ég ekki gert,allavega verð ég ekki rekinn fyrir mætingu því ég fer að öllum líkindum með Ferðaþjónustunni þannig að það mál á að vera leist,ég sótti allavega um hana og líklega fæ ég hana.

Ég sé ekki eftir þeirri ákvörðun að hafa stokkið á þetta dæmi og ég fann það í gær að þegar ég var með Ipodinn minn í eyrunum þá jókst vinnuhraðinn til muna og ég gerði færri mistök en þau gerir maður af og til svo einfalt er það.

Svo í kvöld kemur konan til mín og er ætlunin að hlusta á tónlist setja efni í báðar tölvurnar okkar og spila Trivial og bara hafa gaman en nú er nóg komið í bili,eigið góðan dag elskurnar og farið vel með ykkur,það geri ég.

                                             KV:Korntop

 


Tilkynning um ákvörðun.

Dagurinn í dag hefur verið viðburðaríkur í meira lagi svo ekki sé nú meira sagt,fyrst ræddi ég við aðilann sem kom mér í starfskynninguna í BYKO um áhyggjur mínar af þeim hlutum sem ég nefndi í færslunni í gær og sagði hann að þær væru eðlilegar,ég sagði honum að ég hefði bloggað um þær og hvaða viðbrögð ég hefði fengið frá ykkur elskurnar.

síðan hélt ég áfram að vinna og kom hann svo aftur kl 3 og bað mig að koma upp sem ég gerði auðvitað og þar var fyrir forstjóri fyrirtækisins sem útskýrði fyrir mér eitt og annað sem ég hafði haft áhyggjur afen þær áhyggjur voru með öllu óþarfar.

En þarna bauð hann mér að gerast fullgildur starfsmaður á samningi til 3 gja mánaða og meta stöðuna eftir það og í ljósi þess sem útskýrt hafði verið fyrir mér þá ákvað ég að fara að ráðum þeim sem þið bloggvinir og lesendur góðir gáfuð mér í commentum í gærkvöldi og í dag og þiggja þetta starf,það hjálpaði mér mikið að sjá stuðninginn frá ykkur og það létti ákvörðunina mjög og fæ ég aldrei fullþakkað ykkur hjálpina við þessa erfiðu ákvörðun sem var á borðinu,takk fyrir þetta gott fólk,þið eruð yndisleg.

En semsagt:Ég er orðinn fastráðinn starfsmaður BYKO til næstu 3gja mánaða en ég verð þarna nokkuð lengur en það geri ég ráð fyrir nema til komi fellibylurLoL,en nú er bara að standa sig og vera í liðinu.

                             KV:Korntop


Hvað á ég að gera?

Starfskynningin í BYKO gekk svona lala í dag,átti að vinna til kl 5 en var algjörlega búinn á því kl 4 svo ég yfirgaf svæðið og fór að fá mér að borða á BK,það sem ég er að velta fyrir mér núna er hvort ég eigi að taka þessa vinnu eða ekki,ekki það að þessi vinna sé eitthvað leiðinleg eða erfið,þvert á móti þá er þetta skemmtilegt starf en vinnuúthald lítið enda ekki unnið síðan á Reykjalundi´93 og sumarvinnu í skógrækt nær árlega frá ´83-´97 auk þess sem ég er hræddur við að lenda í tvísköttun oþh fyrir utan að hrapa í tekjum en ég ætla að ráðfæra mig við þann sem kom þessu í kring auk þess sem ég ræddi þetta við konuna mína áðan og hvatti hún mig til að taka þetta starf í 3 mánuði og sjá svo til og það getur alveg eins orðið lendingin að taka þessa vinnu en eitthvað þarna er að plaga mig því ég hef áhyggjur af að hlutirnir sem ég þarf að semja um klúðrist og í því vil ég ekki lenda.

Kæru bloggvinir og aðrir lesendur,hvað finnst ykkur að ég eigi að gera?ég hef ekkert vinnuúthald,er hræddur um að lenda utangarðs í hópnum(ég er félagsvera að eðlisfari)og ég er hræddur um að þetta reynist mér ofviða.eru þetta óþarfa áhyggjur og á ég þar með að kýla á þetta eða á ég að bakka út og hætta við,verið svo væn að hjálpa mér í þessu.

                                                 KV:Korntop

 


Er það ekki bara?

Þetta blogg er algert meistaraverk sem sýnir svo ekki verður um villst að eigandinn er alger snillingur í bloggsíðugerð og mættu aðrir af honum læra í efnisvali og uppbyggingu,stöku kvartanir um commentsleysi er kanski líka merki um að vekja athygli á síðunni og þó að "hótanir" um að loka síðunni vegna þess hve fáir commenta komi stundum upp á yfirborðið þá er ekkert mark á þeim "hótunum"takandi því ekki loka ég síðunni hvað sem gerist og ekki hætti ég að blogga því þá er eitt af áhugamálum mínum farið.

En það er alveg á kristaltæru að efnisval á þessari frábæru síðu er betra en hjá hjá mörgum öfgafemínistanum sem tjáir sig um allann fjandann án þess að vita haus né sporð á efninu en blaðra bara tómt rugl og þvælu og eru sumir þeirra ofarlega á vinsældarlista bloggara hér á mbl og ekki skil ég af hverju því það eru mun betri blogg sem eru hér en fá ekki hljómgrunn og eins er sumt blogg þessara öfgafemínista mjög einhæf og lítt brúkleg en svo eru aðrir femínistar hér sem eru málefnanlegir og er gaman að lesa en ég nefni engin nöfn því þetta er mín skoðun og fólk má vera mér ósammála,til þess er leikurinn gerður ekki satt?

Ég vil meina að þetta blogg fjalli um allt á milli himins og jarðar og víða stigið niður fæti enda topppenni á ferðinni,það eina sem kanski er að er að eigandinn mætti vera hvassari í skoðunum en hann hefur það í heiðri að gæta orðalags og særa ekki blygðunarsemi nokkurar manneskju.

En semsagt:Eigandi síðunnar er snillingur og gerir allt til að vekja athygli á síðunni og sjálfum sér,athyglisþörf hans er mikil og sterk og mun hann halda því áfram meðan þessi síða er við lýði,skoðanir hans munu birtast hér eftir sem hingað til og ekkert skafið af því.það er á hreinu því ef þessi síða hættir þá deyr sterk rödd og því þarf þessi snilldarbloggsíða að lifa áfram um ókomna tíð mér og ykkur til skemmtunnar kæru bloggvinir og aðrir lesendur.

En nú er ég búinn að upphefja sjálfann mig og búinn að losa smá um og líður mér betur á eftir, vonandi fenguð þið ekki klígju við lesturinn en þá er bara að drekka vatn en hafið það gott elskurnar og megi GUÐ blessa bæði snillinginn mig og ykkur.

                                KV:Korntop

                                     


Hvað næst gerist veit nú enginn.

Er ekki að nenna þessu,er á báðum áttum hvort ég

 

eigi að halda þessu áfram eða ekki,vil helst að þeir

 

sem koma hingað inn skilji eftir sig annaðhvort

 

 

comment eða skrifi í gestabók og kjósi í

 

skoðanakönnunum sem ég kem með og ég hef

 

ákveðið af ef fólk sem sjaldan commentar sýni

 

sig ekki þá hendi ég þeim út eða loka hreinlega

 

síðunni,svo einfalt er það bara einu sinni.

                      KV:Korntop


Kvöldblogg.

Fyrsti dagur starfskynningar var í dag og gekk vel og held ég að þetta sé vinna sem gaman er að vinna,í dag var ég að raða í kassa,setja miða sem sýnir að varan sé hættuleg,skrifa svo niður vörunúmer og loka svo kassanum með límbandi.

Einnig var farið með mig í tölvuna til að sýna mér hvernig vörunúmer er fundið og þarf að skanna allt inn og gekk það líka vel,semsagt góður dagur í starfskynningunni en enn eru 4 dagar eftir og margt sem ég á eftir að reyna örugglega.

Eini gallinn við þessa vinnu er að það er allt of mikið labb og er ég að spá í að taka Ferðaþjónustuna ef ég fæ vinnuna en það kemur í ljós síðar.

Mikið er ég óhress með hversu fáir commenta á bloggin mín og ef það heldur áfram þá neyðist ég til að henda þeim sem aldrei commenta á síðuna burt,ok,ég ræð engu um það hverjir commenta en ég vil biðja þá sem finnst íþyngjandi að vera bloggvinir mínir að eyða mér út af síðum sínum og þetta endar bara með því að ég legg niður laupana hér á mbl og hætti og færi annað,er það málið?Nei ég bara spyr,eins er staðan varðandi skoðanakannanir,en það eru líka sumir hér sem commenta reglulega og er ég ánægður með það en ef heldur fram sem horfir þá ýtir það bara undir að ég loki síðunni.

Að endingu smá um atburði dagsins:Vilhjálmur Þ Vilhjálmson ætlar að sitja áfram sem borgarfulltrúi og viðhalda þessum skrípaleik,er ekki kominn tími á að manngarmurinn segi af sér og annar taki við,maðurinn er svo rúiinn trausti að engu lagi er líkt,gefa þarf sjálfstæðismönnum frí frá völdum því þau hafa þeir haft OF LENGI.

                                                    Bless í bili.

                                                       KV:Korntop 


Örblogg.

Sæl verið þið,í dag byrjar starfskynningin í BYKO og líst mér svona sæmilega á hana,ekkert meira en það en ég tel 50/50 líkur á að ég standist þetta því þessu fylgja fínar hreyfingar í höndunum eins og t.d með límband sem ég á bara afar erfitt með en auðvitað legg ég mig fram en ef ég fæ ekki þessa vinnu þá verður bara fundin önnur vinna fyrir mig annarsstaðar en að sjálfsögðu mun ég leggja mig 100% fram og gera mitt besta,meira er ekki hægt að fara fram á en starfskynningin stendur í eina viku frá 13-15.

Eftir starfskynninguna ætla ég í Mjóddina að sækja nýja debetkortið mitt og svo fer ég beint á BK að borða eitthvað og er bara haldið heim eða kanski bara hangið í bænum,hver veit.?

Annars er þetta nú meiri dellan í borginni  og ætti Vilhjálmur Þ Vilhjálmson að sjá sóma sinn og segja af sér og mun ég blogga um það hér síðar í dag eða kvöld.

En nú er nóg komið í bili.

                                        KV:Korntop


Sunnudagur.

Dagurinn í dag hefur bara verið góður,fór með konunni og vini okkar í afmæli í Víkurásinn og var það mjög gott afmæli og mikið rætt og spjallað,síðan var bara farið heim og slappað af enda byrjar starfskynningin hjá BYKO á morgunn og stendur alla vikuna frá 13-15 og svo eftir vikuna kemur í ljós hvort ég fái vinnuna eður ei og er ég pínu stressaður fyrir þessa starfskynningu en ekki þýðir annað en að gera sitt besta og betur verður víst ekki gert.

Eftir starfskynninguna á morgunn þá ætla ég á BK að borða og svo fer ég í Austurbergið að aðstoða við leik ÍR og Selfoss sem frestað var s.l föstudag vegna veðursins sem gekk yfir landið og olli miklu tjóni þannig að nóg verður að gera á morgunn og alla næstu viku.

Hef lúmskt gaman af að sjá fólk commenta og velta sér uppúr því hvort ég hætti að blogga eða ekki og m.a.s. kom einhver sem kallar sig Fröken M og saði"Nei Korntop,þú mátt ekki hætta að blogga"og svo vill umrædd ekki neina bloggvini en mér þætti vænt um að fá að vita hverjir eru að commenta hjá mér en það er bara mitt próses,en svo að það er á hreinu þá er staðan hvort ég hætti að blogga eftirfarandi: EF ÉG HÆTTI AÐ BLOGGA ÞÁ VERÐUR LÁTIÐ VITA AF ÞVÍ EN ÉG ER ENN AÐ VELTA ÞESSU FYRIR MÉR OG ÁKVÖRÐUN LIGGUR EKKI FYRIR FYRR EN MEÐ HAUSTINU,en bloggið mitt hlýtur að vera gott fyrst ókunnugt fólk sem ekki eru bloggvinir vilja ekki að ég hætti að blogga,en einnig er inni í myndinni að ég fari yfir á vísis bloggið en ég er með síðu þar en mér finnst þessar auglýsingar hérna á mbl blogginu algerlega ótækar og eyðileggja síðurnar að mínu mati og ég er greinilega ekki einn um þá skoðun.

En nóg í bili,heyrumst síðar.

                                         KV:Korntop


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Korntop

Höfundur

Magnús Paul Korntop
Magnús Paul Korntop

Hér er á ferðinni lífsglaður náungi með sterkar skoðanir og segi ég þær umbúðarlaust,
Mín helstu áhugamál eru sport,söngur en einnig eru mér hugleikin málefni þeirra
sem minna mega sín.

Ég vil taka það fram af gefnu tilefni að ég áskil mér ALLANN RÉTT til að eyða commentum sem innihalda skítkast,eða fjalla ekki um bloggefnið sjálft,verði fólk ekki við þessu verður lokað á commentakerfið.

Spurt er

Hvernig líst þér á komandi vetur?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

110 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • ...ingurinn_eg
  • Ólafur Stefánson.
  • ...lautur_bill
  • ...ngverjaland
  • ...land_415050

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband