Færsluflokkur: Bloggar

Rólegur dagur.

Þessi dagur verður bara í rólegri kantinum,slappað af og horft á tv,svo um 6 leytið kemur Aileen og ætlum við að pakka inn jólagjöfum og tala saman og kanski kenni ég henni NFL en það er eins og fólk veit mín uppáhaldsíþrótt.

Á morgunn er vinnudagur en eins og bloggvinir og lesendur hafa lesið þá hef ég verið veikur alla vikuna en ætla að mæta þessa tvo daga sem eftir eru fram að jólum.

Annars bara allt í góðum gír hérna og sé ekki ástæðu til annars.


EVRÓPUSAMBANDIÐ?JÁ TAKK.

Ég er einlægur stuðningsmaður þess að við Íslendingar göngum í ESB og ættum í raun að vera kominn þangað inn fyrir löngu síðan.

Kostir: Vextir lækka,matarverð lækkar,stöðugur gjaldmiðill, kvótakerfið dautt og það sem mestu máli skiptir er að einkavinavæðing sjálfstæðisflokksins væri úr sögunni.

Galli: Sjávarútvegsstefna ESB en hana hlýtur að vera hægt að semja um.

Fullveldið:Við töpum því ekkert.

Sjálfstæðið: Ekki heldur.


Sorglegt.

Var að lesa rétt í þessu að um 800 fjölskyldur hefðu leitað til Fjölskylduhjálpar íslands vegna matvælaaðstoðar.

Ef við gefum okkur að þetta sé að í einhverjum tilvikum kjarnafjölskylda(þ.e hjón með 2 börn)og restin einstæðir foreldrar.öryrkjar og ellilífeyrisþegar og aðrir sem minna mega sín þá gætu þetta verið vel á 3ja þúsund manns.

Það er sorgleg staðreynd og þessu verður að útrýma með öllum tiltækum ráðum sem til eru.


Það var og.

Var að skoða allar bloggfærslur sem ég hef gert á þessu ári vegna annálanna sem ég mun gera eftir áramót og svo sannarlega var ýmislegt spaugilegt þar á ferð.

Það sem hefur verið gegnumgangandi í færslum gegnum árið er að ég hef hótað að loka síðunni svona 10 sinnum og borið við tímaleysi og mun ég ekki hóta því meir en svona eftir á að þá voru ástæður algerlega út í hött og skiljanlegt að bloggvinir hafi látið mig heyra það á árinu sökum þess.
En ég mun reyna að vera ekki með svona hótanir á næsta ári.

En það sem ég er að vinna að er að koma liðnum"Fréttir vikunnar" í gang aftur auk þess sem kjarnyrtir pistlar verða aftur á ferðinni eftir langt hlé og mun ég líklega verða hvassari í skoðunum.

Síðla árs kom ég með hugmynd að textasíðu sem tengill yrði á og er verið að vinna að þessu máli og er meira kunnáttufólk á tölvur en ég að hjálpa mér í því..

Ljóst er að margt gerðist á arinu og verða annálar því mjög ítarlegir ´æði fréttaannállin og sportannállinn.

Ég mæli með bloggvinahitting eftir áramótin.


Hugmynd.

Hef verið að velta því fyrir mér í nokkurn tíma hvort ekki sé möguleiki á bloggvinahitting eftir áramót svona til að við bloggvinirnir getum nú kynnst almennilega.

T.D væri hægt að hittast hjá einhverjum og fara svo  á skemmtistað á eftir,einnig mætti hittast á kaffihúsi og gera eitthvað eftir það.

Ég kynntist Ásdísi,Lindu,Ragnhildi ofl fyrir um ári þegar Fjöryrkjar hittu Jóhönnu Sigurðardóttur í Félagsmálaráðuneytinu.

Ég er allavega búinn að velta boltanum af stað og nú er spurningin hvort bloggvinir grípi boltann og barni hugmyndina eins og kallað er.

Það eru bloggvinir bæði á suðurnesjum og fyrir austan fjall auk borgarbúa sem mig langar að kynnast betur.

Er þetta heimsk hugmynd?


Jólin.

Jólasveinar ganga um gólf,
með með gildann staf í hendi.
Móðir þeirra sópar gólf,
og flengir þá með vendi.

Upp á hól,
stend ég og kanna.
Níu nóttum fyrir jól,
þá kem ég til manna.

Þetta er réttur texti við þetta vinsæla jólalag en þetta

Upp á stól,
stendur mín kanna er að margra mati bara bull og þvæla.

Njótið.


Ekki er allt sem sýnist í aðdraganda jóla.

Núna liggur það ljóst fyrir að um 2000 heimili munu þurfa á matar og fatagjöfum frá Rauðakrossinum og Mæðrastyrksnefnd þetta árið og hefur aukist um nokkur hundruð í kjölfar kreppunnar en margir hafa misst vinnuna  í kjölfar bankahrunsins.

Þetta er skelfileg staðreynd en árlega hafa örorku og ellilífeyrisþegar auk annara sem minna mega sín þegið matargjafir hjá þessum samtökum sem í ár hafa ákveðið að sameinast í þessum gjöfum til þess að sem flestir fái eitthvað og hef ég lesið að fyrir marga þá sem misstu nýverið vinnuna hafi þetta verið þung spor og er ég ekkert hissa á því.

Að mínu mati þarf að gera fólki kleift að lifa hér í þessu landi en margir eru í fúlustu alvöru að spá í að fara úr landi en það er staðreynd sem ekki verður á móti´mælt að það er fátækt á landi hér og var það löngu áður en kreppan skall á.

Ég vona innilega að sem flestir geti haldið jól á íslandi hvort sem það er með fjölskyldunni,Hjálpræðishernum eða annarsstaðar þetta er jú hátíð ljóss og friðar ekki satt?


Er allur að koma til.

Já,ég er allur að hressast af veikindunum og eftir að ég fékk íbúfenið þá minkaði kvefið töluvert,höfuðverkurinn,hitinn og hósturinn líka en ég fer ekkert út fyrr en ég verð orðinn endanlega góður að flensunni.

Aðeins af þessari sápuóperu með Reyni Traustason að þá á manngreyið að segja starfi sínu lausu því hann er búinn að gera upp á bak í formi lyga og annara afglapa.

Kem með sprengju í dag eða kvöld þar sem ég mun fjalla um aðventuna frá neikvæðum hliðum því miður-MISSIÐ EKKI AF ÞVÍ.

Þið sem eigið eftir að kjósa í ABBA könnuninni-KJÓSIÐ.

Bless í bili.


Orðið frekar þreytandi.

Æ mig aumann,ég er enn hóstandi og er að verða frekar leiður á því en konan ætlar að fá fyrir mig íbúfen 400 og sé hverju það skilar mér svo fyrir utan það að drekka næg te(en vantar sárgrætilega hunang).

Núna rétt í þessu var konan að koma með íbúfemið og nú skal þetta ganga.

Læt þetta duga í bili.


Sama ástand.

Bara að láta vita að mér líður ekkert betur núna þegar þetta er skrifað heldur en í morgunn,ég er með allann pakkann sem samanstendur af höfuðverk,hita,kvefi og hálsbólgu auk stöku hósta.

Það eina sem ég get gert er að liggja og sofa sem mest og reyna að koma einhverju ofan í mig þess á milli en erfitt var að borða í dag en hinsvegar voru áætlunarferðir á klósett til að kasta af sér vatni tíðar og verður svo væntanlega næstu daga.

Ég vil þakka bloggvinum fyrir góðar bataóskir í minn garð og kann ég að meta þetta og reyni að fara vel með mig.

Sem betur fer kom þetta yfir þegar öllu var lokið þannig að ég þarf ekki að hafa áhyggjur að tónleikum eða kaupum á jólagjöfum því hvorttveggja er liðið og get því einbeitt mér að því að fá mig góðan.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Korntop

Höfundur

Magnús Paul Korntop
Magnús Paul Korntop

Hér er á ferðinni lífsglaður náungi með sterkar skoðanir og segi ég þær umbúðarlaust,
Mín helstu áhugamál eru sport,söngur en einnig eru mér hugleikin málefni þeirra
sem minna mega sín.

Ég vil taka það fram af gefnu tilefni að ég áskil mér ALLANN RÉTT til að eyða commentum sem innihalda skítkast,eða fjalla ekki um bloggefnið sjálft,verði fólk ekki við þessu verður lokað á commentakerfið.

Spurt er

Hvernig líst þér á komandi vetur?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

31 dagur til jóla

Nýjustu myndir

  • ...ingurinn_eg
  • Ólafur Stefánson.
  • ...lautur_bill
  • ...ngverjaland
  • ...land_415050

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband