Færsluflokkur: Bloggar
5.1.2009 | 08:35
Í gang á ný.
Er að undirbúa fyrsta annálinn af þrem og kemur hann líklega í kvöld, verður það fréttaannáll þar sem stiklað verður á stóru í því sem mér þótti merkilegast á nýliðnu ári og kennir þar margra grasa.
Annars er ég bara að fara að vinna minn fyrsta vinnudag í nýju fyrirtæki en það varð sjálfstæð eining um áramótin.
Þar sem lítið hefur verið um færslur hjá mér undanfarið er dálítið erfitt að komast í gang aftur eftir gott frí en það stendur allt til bóta.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
2.1.2009 | 22:49
Glæsilegur íþróttamaður ársins.
Nú í kvöld var Ólafur Stefánson kosinn íþróttamaður ársins af samtökum íþróttafréttamanna með fullt hús stiga eða 480 stig, næstur var kom Snorri Steinn Guðjónson með 280 stig og Margrét Lára Viðarsdóttir sem vann þennann titil í fyrra hlaut 210 stig, semsagt yfirburðasigur hjá Ólafi en um leið má í raun segja að Valur eigi 3 efstu menn í þessu kjöri.
Ólafur var ekki bara fyrilyði silfurliðsins frá ól heldur brilleraði hann með liði sínu Ciudad Real sem vann allt sem hægt var að vinna í evrópskum handbolta,m.a skoraði hann 12 mörk gegn Kiel í seinni úrslitaleiknum í Kiel.
Til hamingju Ólafur Stefánson.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
2.1.2009 | 01:42
Kominn aftur.
Jæja,þá er maður nú kominn aftur eftir nær 2gja vikna hvíld og kem því endurnærður og vel hvíldur eftir þessa góðu hvíld og mun vera duglegur við að blogga næstu daga,vikur og mánuði og bara gott mál það.
Átti góð jól og áramót og notaði þau til að jafna mig endanlega eftir veikindin sem á mér hafa dunið undanfarið og vona ég svo innilega að þau séu að baki enda búinn að taka út minn skammt af þeim.
Á mánudaginn fer ég að vinna hjá nýju fyrirtæki sem stofnað var í dag en hefur þó verið starfandi frá í mars að mig minnir en verður sjálfstæð eining innann Norrvíkur og heitir Bakkinn-vöruhótel en þá bætist Kaupás við lagerinn enda nægt pláss til (12000 fm2) til umráða.
Á næstu dögum munu koma hér annálar og eins og í fyrra verða þeir 3 talsins,Fréttaannáll þar sem ég mun fara yfir það sem mér þótti merkilegast,síðan kemur persónulegur annáll og svo sportánnáll en af nægu er að taka svo haldið ykkur fast og bíðið spennt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
31.12.2008 | 19:42
Gleðilegt nýtt ár.
Ég vil óska bloggvinum svo og lesendum öllum gleðilegs nýs árs og farsældar á því næsta.
Gangið varlega inn um gleðinnar dyr og munið að áfengi og flugeldar fara aldrei saman,notið hanska og hlífðargleraugu og fylgið leiðbeiningum á flugeldapökkunum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
29.12.2008 | 22:40
Líður vel.
Mætti í vinnuna í morgunn og mikið var gaman að hitta vinnufélagana aftur eftir jólafrí og var ég að vinna við að pakka og strikamerkja sandpappír og svo flúurljósahengi,svo er unnið á morgunn og svo 5 daga frí en mér var gefið frí á föstudaginn.
Bauð konunni og frænda mínum í hangikjöt í kvöld og eldaði ég það sjálfur og gekk það vel enda þetta ekki erfiutt og voru þau mjög ánægð með matinn,þau dóu allavega ekki.
Svo eru það bara áramótin en meira um þau í næstu færslu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
27.12.2008 | 14:00
Jólin.
Þá er segja frá hvernig ég hafði það um jólin en ég hef bara hvílt mig og sofið mikið.
Á aðfangadag fórum við nafnar til stjúpa míns á Kleppsveginum um kl hálf 4 og hittum Rósu,Bigga og litlu krakkana þeirra um 5 leytið en Bjarnheiður Guðrún(3) vildi hjálpa afa sínum við að skreyta jólatréð og var gaman að horfa á það.
Ég hafði fengið rauðvín í jólagjöf frá vinnunni sem ég gaf stjúpa mínum en kom svo í ljós að var óáfengt svo ég fékk fyrsta glasið en ´´eg hafði aldrei drukkið rauðvín áður,hvorki óáfengt né áfengt(drekk hvorki bjór né vín)en eitthvað fór í sósuna svo að vínið kom að einhverju gagni.
Kl hálf 7,var sest að borðum og borðaður hamborgarahryggur og hnetusteik og svo ís á eftir og voru allir saddir á eftir,eftir uppvaskið settust allir niður og Rósa systir las á pakkana og Bjarnheiður afhenti öllum með bros á vör.
Þegar allir voru búnir að fá sína pakka voru þeir opnaðir og fékk ég DVD diskinn 10 bestu,bækurnar Ofsi(Einar Kárason)og Íslensk knattspyrna(Víðir Sigurðson),Mamma Mia á DVD,diskana með Rúnari Júl og Bubba Morthens auk Ragga Bjarna og kvartaði ég ekki enda fékk ég allt sem ég bað um.
Síðustu 2 dagar hafa farið í mikinn svefn og gláp á fótbolta,veikindin eru að syngja sitt síðasta er ég að hlaða batteríin fyrir 2 vinnudaga en svo er aftur 5 daga pása með vonandi góðum áramótum en ekkert verður keypt af flugeldunum þetta árið frekar en 10 seinustu ár því ég þarf að nota aurana í eitthvað nytsamara en flugelda,horfi bara á aðra skjóta eins og venjulega.
En búið í bili-meira seinna,gleðilega jólarest.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
26.12.2008 | 03:48
Kanski á morgunn.
Þar sem ég er frekar þreyttur eftir veikindin(Er enn með þetta) kemur næsta færsla kanski á morgunn enda af nægu að taka.
Ég vil þakka allar jólakveðjurnar í commentakerfinu.
Eigið gleðilega jólarest.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
22.12.2008 | 23:43
Gleðileg jól.
Bloggsíðan óskar bloggvinum og svo lesendum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.´
Eigið ljúfa jólahátíð.
KV:Magnús Korntop
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
22.12.2008 | 08:59
Dagurinn í dag.
Í dag er það vinnan í fyrsta sinn í heila viku en það eru bara 2 vinnudagar eftir fram að jólum og ætla ég að klára þá því svo er ég kominn í 5 daga frí og svo eru bara aðrir 2 vinnudagar milli jóla og nýárs sem sagt 4 vinnudagar eftir af árinu,ótrúlegt.
Ég er samt ekki alveg orðinn góður af flensunni en ég má bara ekki við fleiri kauplausum dögum því eins og ég sagði þá kemur 5 daga frí og get þá jafnað mig endanlega.
Eftir vinnu ætla ég bara að slappa af og horfa á tv og hlaða batteríin en annars er ekkert að frétta af mér þannig lagað en læt þetta gott heita í bili.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
22.12.2008 | 01:26
ZZZZZZ
Ég vil bara bjóða fólki góða nótt og eigið góða drauma.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Korntop
Spurt er
Tenglar
Mínir tenglar
- Átak. Fréttir.
- Berserkir/Víkingur. Upplýsingar.
- Bubbi Morthens. Tónlist.
- Fjölmennt. Fróðlegt.
- Formúla 1 Sport.
- Fótbolti.net Sport
- Golf. Sport.
- Handbolti. Sport.
- Henný Bloggsíða.
- HSÍ. Sport.
- IFSA-WPC: Sport.
- ÍR-körfubolti. Sport.
- KKÍ. Sport.
- KSÍ. Sport.
- NBA. Sport.
- NFL. Sport.
- RÚV. Fréttir.
- Síminn. Upplýsingar.
- Sport. Sport.
- SSR. Upplýsingar.
- Strætó. Upplýsingar.
- Söngstrumpurinn. Tónlist.
- Textavarp. Fréttir.
- TR. Fréttir.
- Vísir.is. Fréttir.
- Þroskahjálp. Fréttir.
- Ösp. Sport.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
31 dagur til jóla
Eldri færslur
- Mars 2012
- Nóvember 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Bloggvinir
- annakr
- agustolafur
- brjann
- eddaagn
- ellasprella
- georg
- ipanama
- gudruntora
- zeriaph
- gudnim
- harhar33
- heidathord
- helgadora
- krummasnill
- holmdish
- hogni
- inaval
- jensgud
- jonhalldor
- nonniblogg
- jorunn
- katlaa
- katja
- kolbrunb
- lillagud
- lindalinnet
- birtabeib
- margretsverris
- olofk
- omarragnarsson
- ragjo
- rannveigh
- rosaadalsteinsdottir
- ruth777
- marzibil
- amman
- ollasak
- stebbifr
- fugla
- saedishaf
- stormsker
- skinogskurir
- lady