Færsluflokkur: Bloggar
24.1.2009 | 02:47
Staðreyndir.
Ég spáði fyrr í mánuðinum að allt yrði geggjað,skoðum það aðeins.
Kosningar í vor=kosið 9 mai,kanski fyrr,sá spádómur hefur því ræst.
Geir H Haarde verður ekki formaður Sjálfstæðisflokksins eftir landsfund hans í mars=gengur eftir.
Mótmælin fara úr böndunum og allt geggjað=Komið fram og gekk eftir.
Ég spái því að ríkisstjórnin verði farin innan 10 daga en hvernig stjórn verður mynduð veit ég ekki en hallast að starfsstjórn vinstri manna.
Ég óska Geir H Haarde góðs bata.
Takk fyrir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
22.1.2009 | 22:26
Er það málið?
Utanþingsstjórn sem myndi stjórna fram að kosningum?
Kýlum á það.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (29)
22.1.2009 | 00:41
Skipun til stjórnvalda.
Ég krefst þess að þessi óstarfhæfa ríkisstjórn með gunguna og afneitunarsinnann Geir H Haarde sem forsætisráðherra fari frá sem allra fyrst,ég krefst kosninga í lok apríl og að vinstri stjórn taki við að þeim loknum.
TAKK FYRIR.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
21.1.2009 | 00:28
Hugsanlegt.
Ég mun skrifa annálana þrjá og svo lokar síðan í einhvern tíma en mun þó commentera hjá þeim sem hafa commenterað hjá mér.
En ekki meira í bili.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
19.1.2009 | 11:13
Superbowl.
Í gærkvöldi og nótt voru úrslitaleikir Ameríku og Þjóðardeildar spilaðir og voru báðir afar fjörugir og spennandi.
Í þjóðardeild léku Arizona Cardinals og Philadelphia Eagles og svo virtist sem heimamenn í Cardinals ætluðu að keyra yfir Eagles liðið því staðan í hálfleik var 24-6 Cardinals í vil.
Í seinni hálfleik vöknuðu gestirnir í eagles til lífsins svo um munaði og skoraði næstu 19 stig og voru komnir yfir 24-25,en þá vöknuðu heimamenn af værum blundi og skoruðu snertimark og tóku svo 2gja stiga tilraun sem gekk og staðan orðin 32-25 sem urðu lokatölurnar sem þýðir að öskubuskuævintýri Arizona Cardinals heldur áfram en þetta lið er frægt fyrir að skrapa botninn í deildinni.
Í Ameríkudeildinni mættust Pittsburgh Steelers og Baltimore Ravens en þessi lið voru saman í riðli og var þetta þriðji leikur þeirra á tímabilinu en þarna mættust 2 bestu varnir deildarinnar og því ljóst að eitthvað léti undan.
Heimamenn í Steelers komust í 13-0 en þá kom snertimark frá Ravens og staðan skyndilega orðin 13-7,staðan í leikhlé var svo 16-7.
Í seinni hálfleik var spennan mikil enda Ravens frægir fyrir að komast inn í sendingar svo að allt gat gerst,Ravens minkuðu muninn í 16-14 og allt á suðupunkti.
Þegar rúmar 3 mín voru til leiksloka komst Troy Polomalou inn í sendingu frá John Flacco(leikstjórnanda Ravens)og skilaði því í endamarkið,staðan orðin 23-14 sem urðu lokatölurnar.
Undir lokin átti sér stað óhugnanlegt atvik þegar hlaupari Ravens og varnarmaður Steelers ráku hjálmana saman á fullri ferð og lágu báðir,það endaði með því að Ravensmaðurinn var borinn útaf og síðast þegar fréttist var allt í lagi með hann en báðir fengu heilahristing en um hálftímastopp var á leiknum en sem betur fer fór betur en á horfðist.
Það verða því Arizona Cardinals og Pittsburgh Steelers sem mætast í Superbowl sem fram fer í Tampa sunnudaginn 1 febrúar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
16.1.2009 | 22:52
Þá vitum við það.
Samkvæmt grein sem birtist í fréttablaðinu í síðustu viku kemur fram að það er ekki fræðilegur möguleiki á að Jesús hafi fæðst þann 25 desember árið 0 og fyrir því liggja ýmsar skýringar og skulu 1-2 nefndar hér.
Samkvæmt stjörnufræðingum þá gefur staða himintungla ekki rétta mynd af fæðingardegi frelsarans því staða himintungla eins og biblían greinir frá á á hún eingöngu við um 17 júní en þetta hafa stjörnufræðingar fundið út með útreikningum en hins vegar var fæðingin færð til dimmasta skammdegis en það að Jesús hafi fæðst 25 desember virðist ekki rétt,einnig má spyrja sig að því hvað fjárhirðar eru að gera með kindur sínar í desember.
Ég styð þessa kenningu stjörnufræðinganna,en hvað segið þið bloggvinir og aðrir lesendur?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
13.1.2009 | 09:01
Já,ok.
Ég er sjálfskoðuð sál,
ég er sannleikans mál.
ég er opinn sem útsprungið blóm.
Ég er heilsandi hönd,
og mig heft´engin bönd,
því ég hugs, ekki um veraldarhjóm.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
12.1.2009 | 01:19
Bið.
Bara láta vita að seinkun verður á annálum um einhverja daga enda mikil vinna við gerð þeirra.
Eins er ég ekki hress með að ekki skuli fleiri commentera á spá mína um árið 2009,getur það virkilega verið að enginn sé mér ósammála eða þori hreinlega ekki að segja skoðun sína.
Á þriðjudagsmorgunn á ég von á heimsókn frá Félagsbústöðum varðandi millifluttningsumsókn mína og vonandi er það mál að hreyfast eitthvað en hvar ég lendi kemur bara í ljós en líklega yfirgef ég Breiðholtið sem yrði bara hið besta mál en sjáum hvað setur í því.
Helgin hefur verið undirlögð af sporti og þá helst NFl þar sem óvænt úrslit urðu í 3 af 4 leikjum í úrslitakeppninni og er þetta ein jafnasta úrslitakeppni í manna minnum.
Leikirnir á sunnudaginn eru Arizona-Philadelphia og Pittsburgh-Baltimore en sigurvegarar þessara leikja mætast svo í Superbowl sem fram fer í Tampa 1 feb.
En bless í bili-kem aftur seinna þegar ég hef eitthvað að segja.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
9.1.2009 | 00:12
2009.
Ætla að spá fyrir um nýhafið ár í þessari færslu og er þetta mín tilfinning en byrjum á þessu sem er bara til gamans gert en þó mikill undirtónn.
Ég spái því að fyrri hluti árs verði þrunginn spennu og allt verður gersamlega geggjað og ekkert skrýtið.
Mótmælin munu fara úr böndunum og verður ekkert ólíkt 1949 þegar Ísland gekk í NATÓ en þá varð allt kreisí á Austurvelli þar sem lögreglan beitti táragasi,eitthvað svipað ef ekki verra mun gerast núna vegna þess einfaldlega að fólk er reitt og vill að þeir sem stjórnuðu útrásinni og stjórnvöld auk Fjármálaeftirlitsins og bankastjórar Seðlabankans axli ábyrggð og víki en meðan að það gerist ekki munu mótmælin magnast og verða að faraldri.
Ég eins og svo margir bíða spenntir eftir landsfundi Sjálfstæðisflokksins vegna evrópuumræðunnar og verði evrópusinnar undir á fundinum mun Samfylkingin slíta stjórnarsamstarfinu og þá verður kosið,verður það um apríl-mai og síðan verður mynduð vinstri stjórn þriggja flokka en Frjálslyndir munu þurkast út.
Kosið verður í embætti hjá Sjálfstæðisflokknum og mun"Bláa höndin" sem er armur Davíðs Oddssonar líða undir lok og mun Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir verða næsti formaður.
Kosið verður um aðildarviðræður að ESB og eftir að við höfum séð hvað sé í boði munum við kjósa aftur og nú um aðild að sambandinu.
Persónulega vil ég frekar taka upp bandaríkjadal heldur en evruna einfaldlega vegna þess að dollarinn er sterkari en tíminn leiðir það í ljós.
Bankastjórar munu hætta á árinu og bankar sameinaðir í hagræðingarskyni.
Nova og Tal fara á hausinn einfaldlega vegna þess að það er ekki pláss fyrir 4 símafyrirtæki í 330 þúsund manna eyju,en mörg fyrirtæki á ýmsum sviðum munu fara í þrot á árinu.
Í árslok verður semsagt öðruvísi umhorfs en nú í upphafi árs
Svona spái ég árinu 2009.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
6.1.2009 | 20:11
Ææææææ.
Þar sem ég er með tannpínu og á erfitt með að einbeita mér að alvöru færslu þá tefst gerð annálana í einhvern tíma og vona að fólk virði mig fyrir það.
Annálarnir koma um leið og ég get einbeitt mér að gerð þeirra enda um gríðarlega vandasamt verk að ræða en vonandi koma þeir í lok þessarar viku og um helgina.
Einnig mun ég birta spádóma mína um nýhafið ár og kennir þar ekki mikillar bjartsýni en best að segja sem minnst.
Annars er ég að öðru leyti í góðum gír og lifi bara lífinu lifandi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Um bloggið
Korntop
Spurt er
Tenglar
Mínir tenglar
- Átak. Fréttir.
- Berserkir/Víkingur. Upplýsingar.
- Bubbi Morthens. Tónlist.
- Fjölmennt. Fróðlegt.
- Formúla 1 Sport.
- Fótbolti.net Sport
- Golf. Sport.
- Handbolti. Sport.
- Henný Bloggsíða.
- HSÍ. Sport.
- IFSA-WPC: Sport.
- ÍR-körfubolti. Sport.
- KKÍ. Sport.
- KSÍ. Sport.
- NBA. Sport.
- NFL. Sport.
- RÚV. Fréttir.
- Síminn. Upplýsingar.
- Sport. Sport.
- SSR. Upplýsingar.
- Strætó. Upplýsingar.
- Söngstrumpurinn. Tónlist.
- Textavarp. Fréttir.
- TR. Fréttir.
- Vísir.is. Fréttir.
- Þroskahjálp. Fréttir.
- Ösp. Sport.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
31 dagur til jóla
Eldri færslur
- Mars 2012
- Nóvember 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Bloggvinir
- annakr
- agustolafur
- brjann
- eddaagn
- ellasprella
- georg
- ipanama
- gudruntora
- zeriaph
- gudnim
- harhar33
- heidathord
- helgadora
- krummasnill
- holmdish
- hogni
- inaval
- jensgud
- jonhalldor
- nonniblogg
- jorunn
- katlaa
- katja
- kolbrunb
- lillagud
- lindalinnet
- birtabeib
- margretsverris
- olofk
- omarragnarsson
- ragjo
- rannveigh
- rosaadalsteinsdottir
- ruth777
- marzibil
- amman
- ollasak
- stebbifr
- fugla
- saedishaf
- stormsker
- skinogskurir
- lady