24.2.2008 | 22:32
Legið undir felldi.
Eins og Þorgeir Ljósvetningagoði fyrir um 1000 árum en margir hafa hvatt mig til að færa mig héðan og svo eru líka margir sem finnst að ég eigi að vera hér áfram og ekki vera að láta þessar auglýsingar angra mig og því er legið undir felldi og málin vegin og metin.
Takk fyrir commentin hér í færslunni á undann hjálpa mér vissulega til að komast að niðurstöðu,einnig vil ég biðja ykkur um að kjósa í skoðanakönnuninni en spurningin tengist jú máli sem er ofarlega á baugi í umræðunni þessa daganna.
En nóg í bili,meira seinna.
KV:Korntop
Bloggar | Breytt 25.2.2008 kl. 08:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
24.2.2008 | 00:06
Hættur?kanski.
Já,það getur verið að ég sé hættur hér á mbl en ekki alveg víst og kemur ýmislegt til en það sem er aðalástæðan fyrir því er sú að nú er komin auglýsing á bloggið sem er þess valdandi að á sumum síðum getur maður ekki tekið þátt í skoðanakönnunum hjá viðkomandi bloggara en ef maður vill losna við auglýsinguna af síðuni þarftu að borga 300 krónur fyrir mánuðinn sem gerir 3600 krónur á ari,hvaða helvítis bull og þvæla er þetta eiginlega?
Ef ég hætti þá mun ég að sjálfsögðu láta ykkur bloggvinir og aðrir lesendur vita hvert ég fer en ég er með nokkrar síður hér og þar og fer væntanlega á einhverja þeirra ef af verður en svo getur nú líka farið að ég verði kyrr en það eru 50/50 líkur en málið er að ég stofnaði ekki bloggsíðu hér á mbl til að borga fyrir auglýsingar en hvað finnst ykkur bloggvinir góðir?
En vonandi sjá umsjónarmenn mbl bloggsins að sér og hætta þessari auglýsingadellu.
KV:Korntop
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
23.2.2008 | 18:31
Smá vísukorn.
Villi hann er heljarfýr,
með spilltum mönnum vil ég telj´ann.
Enda er hann ekki dýr,
ætli sjálfstæðisflokkurinn vilji selj´ann?
Höfundur:Korntop
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
23.2.2008 | 04:18
Skoðanir sagðar öðruvísi.
Vilhjálmur áfram oddviti sjálfstæðismanna og svo borgarstjóri eftir rúmt ár=Valdagræðgi og frekja.
Félag gegn Pólverjum=Tímaskekkja
Ummæli Þorbergs Aðalsteinssonar í "Utan vallar"í gærkvöldi í garð þriggja þjálfara sem neituðu að taka að sér að þjálfa handboltalandsliðið=Óheppileg og illa ígrunduð.
Kvótakerfið=Sjávarbyggðir lagðar í auðn.
Fjöryrkjar=Alvöru fólk.
Alvöru femínistar=Málefnanlegir og hægt að rökræða við þá.
Öfgafemínistar=Á röngum stað á röngum tíma.
Þessi bloggsíða=Með betri bloggsíðum hér á mbl.
KV:Korntop
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
20.2.2008 | 01:40
Furðulegur vinnudagur,hljómsveitaræfing og fundur.
Vinnudagurinn var furðulegur í meira lagi og ekkert að gera í þess orðs fyllstu merkingu,kláraði verkefnið frá deginum áður en svo var bara ekkert pökkunarverkefni svo ég var sóttur rúmlega 3 og fór í skólann en var sagtað svona yrði vikan svo ég skyldi búa mig undir það en gott að vera á fullu kaupi til kl 5 án þess að gera handtak en svona gerist víst þótt á lager sé.
Fór í einkatíma í söng og svo á hljómsveitaræfingu í kjölfarið og æfðum m.a eitt nýtt lag,Syndir holdsins-lifi ljósið úr Hárinu auk annara laga og gekk æfingin bara vel.
Etir æfinguna keyrði konan mig á BK þar sem ég borðaði með Johny og svo fórum við á Stjórnarfund hjá Átaki þar sem ég þurfti að útskýra gjörning fyrir starfsmanni og stjórnarmönnum Átaks en sá gjörningur verður í tengslum við List án landamæra og verður gjörningurinn auglýstur síðar en svona leið dagurinn hjá mér í dag og er ég dauðuppgefinn eftir hann en ánægjulega þó.
En nóg af bullinu í bili-meira bull síðar.
KV:Korntop
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
19.2.2008 | 00:35
Paparnir hættir.
Þær sorgarfréttir bárust á visir.is s.l laugardag að stórhljómsveitin Papar væru hættir eftir 22 ár í bransanum og verður þeirra sárt saknað úr hinum íslenska tónlistarheimi enda frábær hljómsveit þar á ferð.
Paparnir voru stofnaðir í Vestmannaeyjum á því herrans ári 1986 af þeim Páli Óskari Eyjólfsyni(Hljómborðsleikara) og Georg Ólafsyni(Bassaleikara)
Aðalsmerki papanna var írsk þjóðlagatónlist í bland við gamla slagara íslenska sem erlenda og var alveg sama hvar þeir spiluðu,oftar en ekki var fullt út úr dyrum og komust færri að en vildu,ég var stundum það heppinn að vera á gestalista og var yfirleytt mættur með fyrsta holli enda forréttindi að vera á papaböllum hist og her hoppandi syngjandi og gólandi.
Ég var svo heppinn að fá að syngja 3x með þessu æðislega bandi auk þess sem ég kynntist þeim persónulega og gáfu þeir mér texta með lögum og gáfu ráð og ég segi það fullum fetum að paparnir eiga sinn þátt í því hvar ég er í dag sönglega því án þeirra hefði ég verið langt í frá það sem ég er í dag og fæ ég seint fullþakkað þeim fyrir allt það sem þeir gerðu fyrir söngferil minn,takk æðislega fyrir það Palli, Georg,Eysteynn,Ingvar(Hann var söngvari þegar þeir hjálpuðu mér) Vignir,Dan og Matthíasþið kennduð mér margt og mun ég ætíð meta það.
Eins og áður sagði var þjóðlagatónlistinn allsráðandi á prógrammi papanna og diskarnir báru þess glöggt merki en diskarnir urðu 9 áður en yfir lauk,sá fyrsti kom út 1990 og sá síðasti kom út 2007 en minningarnar ylja og klárt mál að á þá verður hlustað um aldur og ævi enda áttu paparnir marga sannaáðdáendur hér á landi,blessuð sé minning þeirra en vonandi gera þeir comeback fljótlega.
Plötur Papanna: Tröllaukin tákn,Í góðum sköpum,Live á Dubliner, Risar á jörðinni,Hláturinn lengir lífið,Riggarobb,Þjóðsaga,Leyndarmál frægðarinnar og Á balli.
En semsagt: Paparnir eru hættir en eftir lifir minningin um góða hljómsveit sem fékk ólíklegasta fólk á dansgólfið en einnig diskarnir og lög papanna sem við getum hlustað á til enda veraldar.
Ég vil hér með koma á framfæri þakklæti til meðlima papanna fyrir allar ánægjustundirnar sem þið hafið gefið okkur söngþyrstum íslengum og ég veit að þið bloggvinir og lesendur góðir eru sammála mér í þessu efni.
Nú er bara að vona að mynddiskur sem koma átti út um jólin verði gefinn út og komi á markað sem fyrst svo við þyrstir papaaðdáendur getum notið þess í botn að sjá þá á balli en á þessari stundu er alls óvíst að umræddur diskur komi út. en bíðum og vonum það besta.
TAKK PAPAR.
KV:Korntop
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
17.2.2008 | 23:33
Hér er skrifað blogg.
Hef haft það frekar rólegt í dag og sofið heil ósköp en glápt á sjónvarp þess á milli og blaðrað í síma við konuna,fór svo í kvöld á BK(Hvað annað) og fékk mér að borða og tók svo annað með mér heim til að japla á meðan horft er á stjörnuleik NBA sem ég held að vesturströndin vinni með ca 15 stigum enda með betra samansett lið.
Ámorgunn byrjar svo 1. vikan í BYKO sem fastur starfsmaður og er tilhlökkunin mikil og ætla ég að gera mitt besta þarna og festa mig í sessi sem traustur starfsmaður því ef maður gerir sitt besta er ekki hægt að fara fram á meira,svo einfalt er það.
En nú hætti ég þessu bulli í bili,annað bull á morgunn.
Góða nótt gott fólk og sofið vel.
KV:Korntop
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
17.2.2008 | 00:26
Frekar down en ekkert alvarlegt.
Í dag hef ég eytt deginum í að leggja mig og horfa á fótbolta á SÝN og þá sérstaklega Man United og Arsenal sem endaði 4-0 fyrir united og horfði frændi minn á part af leiknum með mér og ræddum við um allt á milli himins og jarðar og einkum útskýrði ég fyrir honum vinnuna mína,kaupið og hvað ég fengi út úr TR auk þess sem hann lánaði mér 5000 krónur,takk fyrir það frændi sæll.
um 1 leytið í dag fékk ég þær slæmu fréttir að hljómsveitin Papar væru hættir eftir 22 ára starf og hef éf verið virkilega down yfir því einfaldlega vegna þess að ég þekkti þá persónulega,ég söng með þeim á sínum tíma 3svar,þeir gáfu mér texta með írskum lögum og gáfu mér ýmis ráð til að vera betri söngvari og í raun má segja að þeir eigi sinn þátt í því hvað varð úr mér sönglega séð og fæ ég þeim seint fullþakkað fyrir allt það sem þeir gerðu fyrir mig og hef ég alltaf verið papafíkill síðann og á allt með þeim,en núna yljar maður sér bara yfir lögum þeirra og gömlum minningum en vonandi sér maður þá á sviði fljótlega,einnig vona ég að óútgefin dvd diskur með þeim komi út svo við sannir papaaðdáendur fáum eitthvað til að eiga til minja um þessa frábæru hljómsveit þar sem alltaf var pakkfullt á böllum með þeir,þakka ykkur fyrir papar kæru vinir fyrir frábærar böll og hjálp í gegnum árin.
Á morgunn er það bara áframhaldandi hvíld og rólegheit en svo næstu nótt er það stjörnuleikur NBA sem ég annað hvort horfi á eða tek upp og læt það ráðast hvernig ég er stemmdur en nú þarf maður að breyta lífsvenjum eftir að ég fékk vinnuna en ég hef ákveðið að vinna alla daga frá 11-15 en á mánudaginn byrjar fyrsta heila vinnuvikan eftir að ég var fastráðinn þarna og nú er það bara mitt að sýna mig og sanna því aðrir gera það ekki.
En nóg í bili af hripi en pára hér eitthvað bull á morgunn ykkur til skemmtunnar en farið vel með ykkur elskurnar.
KV:Korntop
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
15.2.2008 | 23:29
Fínn dagur á enda.
Vinnudagurinn í dag var frekar léttur,raðaði í um 10 kassa og kláraði það og þá var klukkan um 2 og þá gekk einn af verkstjórunum framhjá og galaði upp"eigið þið til pökkunarverkefni fyrir nýliðann" og kom Lena niður með kassa af tommustokkum sem þurfti að setja á strikamerki og er það smá nákvæmnisvinna en ég held að ég hafi skilað henni mnokkuð vel,allavegana kom Lena niður að athuga hvort ég væri að gera rétt og fann ekkert athugavert svo að ég er að gera eitthvað rétt.
Þessi lena er dóttir eins verkstjórans og náum við einkar vel saman og er stundum að segja mér hvað sé næst og einnig segir hún mér hvernig best sé að gera það og svo leiðbeinir hún mér líka hvernig á að raða á brettin og er það fínt en einnig segir hún mér hvað sé illa séð eins og t.d að tala í síma í vinnutíma nema það sé nauðsynmlegt,en er mér nokk sama þótt hún segi mér fyrir verkum þótt hún sé ekki verkstjóri en hún veit alveg hvað hún er að gera,fín stelpa þessi Lena og gaman að kynnast henni.
Árshátíð fyrirtækisins er annað kvöld á Broadway og fer ég ekki þangað enda þekki ég engann og það bíður bara betri tíma að kynnast vinnufélögum svo ég hef ekki miklar áhyggjur af því.
Svo í kvöld kom Aileen og horfðum á Gettu betur,tókum smá Trivial og kjöftuðum saman og var þetta gott kvöld í alla staði en hún er mjög happy yfir því að kallinn sé kominn út á almennann vinnumarkað og það er ég að sjálfsögðu líka.
Helgin verður bara tekin rólega og safnað kröftum fyrir næstu viku en þá er fyrsta heila vinnuvikan mín í mörg ár á almennum vinnumarkaði og ætla ég að glápa á sportið og blogga nokkur blogg og hafa það bara næs og kúl.
En hafið það gott elskurnar og njótið helgarinnar í botn-það ætla ég að gera.
KV:Korntop
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
15.2.2008 | 08:21
Sæl og blessuð öll.
þá er runninn upp fyrsti dagurinn eftir fastráðninguna í BYKO og ýmislegt sem þarf að gera eins og venjulega þegar menn byrja í nýrri vinnu.
Fyrst og fremst er að gera svokallaðann TR samning vegna vinnunnar en ég voða lítið hvað það er en ég verð betur upplýstur um það síðar í dag,eina sem ég veit jú er að ég ætla að skipta skattkortinu 50/50 og svo veit ég að TR borgar vinnuveitanda mínum 3/4(75%) launa minna til baka án þess að það skerði mig á nokkurn hátt,en ég ætla að standa mig í þessari vinnu og gera mitt besta,betur get ég ekki gert,allavega verð ég ekki rekinn fyrir mætingu því ég fer að öllum líkindum með Ferðaþjónustunni þannig að það mál á að vera leist,ég sótti allavega um hana og líklega fæ ég hana.
Ég sé ekki eftir þeirri ákvörðun að hafa stokkið á þetta dæmi og ég fann það í gær að þegar ég var með Ipodinn minn í eyrunum þá jókst vinnuhraðinn til muna og ég gerði færri mistök en þau gerir maður af og til svo einfalt er það.
Svo í kvöld kemur konan til mín og er ætlunin að hlusta á tónlist setja efni í báðar tölvurnar okkar og spila Trivial og bara hafa gaman en nú er nóg komið í bili,eigið góðan dag elskurnar og farið vel með ykkur,það geri ég.
KV:Korntop
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Um bloggið
Korntop
Spurt er
Tenglar
Mínir tenglar
- Átak. Fréttir.
- Berserkir/Víkingur. Upplýsingar.
- Bubbi Morthens. Tónlist.
- Fjölmennt. Fróðlegt.
- Formúla 1 Sport.
- Fótbolti.net Sport
- Golf. Sport.
- Handbolti. Sport.
- Henný Bloggsíða.
- HSÍ. Sport.
- IFSA-WPC: Sport.
- ÍR-körfubolti. Sport.
- KKÍ. Sport.
- KSÍ. Sport.
- NBA. Sport.
- NFL. Sport.
- RÚV. Fréttir.
- Síminn. Upplýsingar.
- Sport. Sport.
- SSR. Upplýsingar.
- Strætó. Upplýsingar.
- Söngstrumpurinn. Tónlist.
- Textavarp. Fréttir.
- TR. Fréttir.
- Vísir.is. Fréttir.
- Þroskahjálp. Fréttir.
- Ösp. Sport.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
101 dagur til jóla
Eldri færslur
- Mars 2012
- Nóvember 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Bloggvinir
-
annakr
-
agustolafur
-
brjann
-
eddaagn
-
ellasprella
-
georg
-
ipanama
-
gudruntora
-
zeriaph
-
gudnim
-
harhar33
-
heidathord
-
helgadora
-
krummasnill
-
holmdish
-
hogni
-
inaval
-
jensgud
-
jonhalldor
-
nonniblogg
-
jorunn
-
katlaa
-
katja
-
kolbrunb
-
lillagud
-
lindalinnet
-
birtabeib
-
margretsverris
-
olofk
-
omarragnarsson
-
ragjo
-
rannveigh
-
rosaadalsteinsdottir
-
ruth777
-
marzibil
-
amman
-
ollasak
-
stebbifr
-
fugla
-
saedishaf
-
stormsker
-
skinogskurir
-
lady
Myndaalbúm
Nýjustu færslurnar
- Öryggið á oddinn. Íslenskar kaldastríðshetjur. Nikita Khrushchev og Nató
- Frost á húsnæðismarkaði ætti að lækka stýrivexti en mun ekki gera það
- ÞETTA ER NÁTTÚRULEGA ALVEG MEÐ ÓLÍKINDUM ÞETTA AFREK.......
- *CONTACT* Nú er ALHEIMS-LÖGREGLAN mætt á svæðið og hérna koma þeirra SKILABOÐ :
- Athugasemd við pistil Gandra