Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009

Glæsilegt.

Þar sem þetta er ein  af seinustu færslunum hér á þessari síðu vil ég aðeins segja nokkur orð um kosningarnar s.l laugardag.

Fyrir það fyrsta:Glæsilegur sigur vinstri manna yfir auðvaldi og spillingu.

Evrópusinnar unnu góðan þingmeirihluta og eiga að starfa saman eftir kosningar.

Samfylkingin og Vinstri Grænir eiga helst ekki að vinna saman eftir kosningar því ágreiningur er það mikill og nægir þar að nefna evrópu og virkjanamál.

Ég var með mikinn áróður um að fólk kysi samfylkinguna á facebook og skammast ég mín ekkert fyrir það enda flokksbundinn þar.

Halda á eina atkvæðagreiðslu um ESB aðild,fara á í aðildarviðræður´

og sjá hvað við fáum út úr því og leyfa þjóðinni að kjósa um það og segi þjóðin nei við aðild þá auðvitað sættum við okkur við það evrópusinnar.


Ekki meira.

Þá er komið að endastöð í bili,ég hef ákveðið að loka síðunni  og ekki víst að ég komi til baka aftur svo einfalt er það.

Áhuginn er ekki til staðar og þá er ekki til neins að halda þessu áfram því miður og mun þessi lokun taka gildi n.k mánudag.

Ég vil þakka bloggvinum mínum og öðrum lesendum fyrir comment og annað seinustu 2 árin.

Bless og takk fyrir mig.

Munið að kjósa Samfylkinguna á morgunn.

ÁFRAM ÍR OG ÁFRAM VALUR.

Farið vel með ykkur.

 

 


Örblogg.

Eigandi síðunnar kýs Samfylkinguna á morgunn,
Eigandinn er að verða rauðari og rauðari og er nær því að gerast valsari en nokkru sinni.
Endilega kjósið í könnuninni þið sem eigið það eftir.


Nú er mér næstum öllum lokið.

Hvaða helvítis brengl er í kjósendum?Ætla virkilega 27,3 % landsmanna að kjósa þennann spillta ófögnuð yfir sig?

Ég held að þeir ættu að ranka við sér og hugsa sig tvisar um áður en þeir kjósa þennann ófögnuð yfir sig.

Spenna.

Í kvöld fer fram oddaleikur KR og Grindvíkinga í DHL höll þeirra KRinga og er alveg á tæru að loft er lævi blandið og spennan mikil,.

Ég ætla að mæta á staðinn og vera hlutlaus því þarna eru tvö langbestu lið landsins að spila oddaleik um íslandsmeistaratitil og er það fyrst og fremst sigur fyrir körfuboltann á íslandi.

Megi betra liðið sigra.


Takið eftir.

Síðan óskar bloggvinum sínum,lesendum svo og landsmönnum öllum gleðilegra páskahátíðar.

Farið varlega í páskaeggjaáti á morgunn og eigið góðann og skemmtilegann páskadag.

Eigandi síðunnar.

 


Jæja.

Góðann daginn á þessum yndislega degi sem er enn ein sönnun þess að vorið sé komið og er það vel.

Dagurinn í dag fer í að versla aðeins,þvo þvott og svona auk þess sem Grindavík-KR spila leik 4 á Stöð2 sport klukkan 4 og er ráðgert að horfa á hann.

Færslan í gær um að ég vildi verða krossfestur var bara grín og hafði ég lúmskt gaman af því enda tók henni enginn alvarlega.

Minni á skoðanakönnunina.


Plííííííís.

Krossfestið mig.

Ég vil verða krossfestur við hátíðlega athöfn á Austurvelli klukkan 8 í kvöld.

Er einhver til í að krossfesta mig á þessum stað á þessum tíma?

Takk fyrir.


Endurtekið efni.

Enn og aftur stunda sjallar málþóf á alþingi.

Sýnir þetta svo ekki verður um villst að gefa verður íhaldinu gott og langt frí og atkvæði greitt Samfylkingunni er atkvæði greitt fyrir velferð og hagsæld í landinu.


Skandall.

Enn og aftur eru þingmenn sjálfstæðisflokksins með málþóf til að tefja þingstörf og koma í veg fyrir að mál nái fram að ganga á hinu háa alþingi.

Mikið helvíti fer þetta í taugarnar á mér,það hlýtur að vera hægt að stoppa þetta með einhverjum hætti og koma málinu í gegn.

Eigum við nú ekki að skora á þessi veslings grey að hætta þessu rugli eða vera heima hjá sér?

Ræði þetta mál betur síðar en með þessum orðum er baráttan fyrir "vinstra vori"hafin hér á síðunni.

Andskotist til að commentera hér og kjósa í könnuninni,annars verð ég reiður.


Næsta síða »

Um bloggið

Korntop

Höfundur

Magnús Paul Korntop
Magnús Paul Korntop

Hér er á ferðinni lífsglaður náungi með sterkar skoðanir og segi ég þær umbúðarlaust,
Mín helstu áhugamál eru sport,söngur en einnig eru mér hugleikin málefni þeirra
sem minna mega sín.

Ég vil taka það fram af gefnu tilefni að ég áskil mér ALLANN RÉTT til að eyða commentum sem innihalda skítkast,eða fjalla ekki um bloggefnið sjálft,verði fólk ekki við þessu verður lokað á commentakerfið.

Spurt er

Hvernig líst þér á komandi vetur?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

20 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • ...ingurinn_eg
  • Ólafur Stefánson.
  • ...lautur_bill
  • ...ngverjaland
  • ...land_415050

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband