Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008

Gleðilegt nýtt ár.

Ég vil óska bloggvinum svo og lesendum öllum gleðilegs nýs árs og farsældar á því næsta.

Gangið varlega inn um gleðinnar dyr og munið að áfengi og flugeldar fara aldrei saman,notið hanska og hlífðargleraugu og fylgið leiðbeiningum á flugeldapökkunum.


Líður vel.

Mætti í vinnuna í morgunn og mikið var gaman að hitta vinnufélagana aftur eftir jólafrí og var ég að vinna við að pakka og strikamerkja sandpappír og svo flúurljósahengi,svo er unnið á morgunn og svo 5 daga frí en mér var gefið frí á föstudaginn.

Bauð konunni og frænda mínum í hangikjöt í kvöld og eldaði ég það sjálfur og gekk það vel enda þetta ekki erfiutt og voru þau mjög ánægð með matinn,þau dóu allavega ekki.

Svo eru það bara áramótin en meira um þau í næstu færslu.


Jólin.

Þá er segja frá hvernig ég hafði það um jólin en ég hef bara hvílt mig og sofið mikið.

Á aðfangadag fórum við nafnar til stjúpa míns á Kleppsveginum um kl hálf 4 og hittum Rósu,Bigga og litlu krakkana þeirra um 5 leytið en Bjarnheiður Guðrún(3) vildi hjálpa afa sínum við að skreyta jólatréð og var gaman að horfa á það.

Ég hafði fengið rauðvín í jólagjöf frá vinnunni sem ég gaf stjúpa mínum en kom svo í ljós að var óáfengt svo ég fékk fyrsta glasið en ´´eg hafði aldrei drukkið rauðvín áður,hvorki óáfengt né áfengt(drekk hvorki bjór né vín)en eitthvað fór í sósuna svo að vínið kom að einhverju gagni.

Kl hálf 7,var sest að borðum og borðaður hamborgarahryggur og hnetusteik og svo ís á eftir og voru allir saddir á eftir,eftir uppvaskið settust allir niður og Rósa systir las á pakkana og Bjarnheiður afhenti öllum með bros á vör.

Þegar allir voru búnir að fá sína pakka voru þeir opnaðir og fékk ég DVD diskinn 10 bestu,bækurnar Ofsi(Einar Kárason)og Íslensk knattspyrna(Víðir Sigurðson),Mamma Mia á DVD,diskana með Rúnari Júl og Bubba Morthens auk Ragga Bjarna og kvartaði ég ekki enda fékk ég allt sem ég bað um.

Síðustu 2 dagar hafa farið í mikinn svefn og gláp á fótbolta,veikindin eru að syngja sitt síðasta er ég að hlaða batteríin fyrir 2 vinnudaga en svo er aftur 5 daga pása með vonandi góðum áramótum en ekkert verður keypt af flugeldunum þetta árið frekar en 10 seinustu ár því ég þarf að nota aurana í eitthvað nytsamara en flugelda,horfi bara á aðra skjóta eins og venjulega.

En búið í bili-meira seinna,gleðilega jólarest.


Kanski á morgunn.

Þar sem ég er frekar þreyttur eftir veikindin(Er enn með þetta) kemur næsta færsla kanski á morgunn enda af nægu að taka.

Ég vil þakka allar jólakveðjurnar í commentakerfinu.

Eigið gleðilega jólarest.


Gleðileg jól.

Bloggsíðan óskar bloggvinum og svo lesendum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.´

Eigið ljúfa jólahátíð.

                              KV:Magnús Korntop


Dagurinn í dag.

Í dag er það vinnan í fyrsta sinn í heila viku en það eru bara 2 vinnudagar eftir fram að jólum og ætla ég að klára þá því svo er ég kominn í 5 daga frí og svo eru bara aðrir 2 vinnudagar milli jóla og nýárs sem sagt 4 vinnudagar eftir af árinu,ótrúlegt.

Ég er samt ekki alveg orðinn góður af flensunni en ég má bara ekki við fleiri kauplausum dögum því eins og ég sagði þá kemur 5 daga frí og get þá jafnað mig endanlega.

Eftir vinnu ætla ég bara að slappa af og horfa á tv og hlaða batteríin en annars er ekkert að frétta af mér þannig lagað en læt þetta gott heita í bili.


ZZZZZZ

Ég vil bara bjóða fólki góða nótt og eigið góða drauma.


Rólegur dagur.

Þessi dagur verður bara í rólegri kantinum,slappað af og horft á tv,svo um 6 leytið kemur Aileen og ætlum við að pakka inn jólagjöfum og tala saman og kanski kenni ég henni NFL en það er eins og fólk veit mín uppáhaldsíþrótt.

Á morgunn er vinnudagur en eins og bloggvinir og lesendur hafa lesið þá hef ég verið veikur alla vikuna en ætla að mæta þessa tvo daga sem eftir eru fram að jólum.

Annars bara allt í góðum gír hérna og sé ekki ástæðu til annars.


EVRÓPUSAMBANDIÐ?JÁ TAKK.

Ég er einlægur stuðningsmaður þess að við Íslendingar göngum í ESB og ættum í raun að vera kominn þangað inn fyrir löngu síðan.

Kostir: Vextir lækka,matarverð lækkar,stöðugur gjaldmiðill, kvótakerfið dautt og það sem mestu máli skiptir er að einkavinavæðing sjálfstæðisflokksins væri úr sögunni.

Galli: Sjávarútvegsstefna ESB en hana hlýtur að vera hægt að semja um.

Fullveldið:Við töpum því ekkert.

Sjálfstæðið: Ekki heldur.


Sorglegt.

Var að lesa rétt í þessu að um 800 fjölskyldur hefðu leitað til Fjölskylduhjálpar íslands vegna matvælaaðstoðar.

Ef við gefum okkur að þetta sé að í einhverjum tilvikum kjarnafjölskylda(þ.e hjón með 2 börn)og restin einstæðir foreldrar.öryrkjar og ellilífeyrisþegar og aðrir sem minna mega sín þá gætu þetta verið vel á 3ja þúsund manns.

Það er sorgleg staðreynd og þessu verður að útrýma með öllum tiltækum ráðum sem til eru.


Næsta síða »

Um bloggið

Korntop

Höfundur

Magnús Paul Korntop
Magnús Paul Korntop

Hér er á ferðinni lífsglaður náungi með sterkar skoðanir og segi ég þær umbúðarlaust,
Mín helstu áhugamál eru sport,söngur en einnig eru mér hugleikin málefni þeirra
sem minna mega sín.

Ég vil taka það fram af gefnu tilefni að ég áskil mér ALLANN RÉTT til að eyða commentum sem innihalda skítkast,eða fjalla ekki um bloggefnið sjálft,verði fólk ekki við þessu verður lokað á commentakerfið.

Spurt er

Hvernig líst þér á komandi vetur?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

33 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • ...ingurinn_eg
  • Ólafur Stefánson.
  • ...lautur_bill
  • ...ngverjaland
  • ...land_415050

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband