Bloggfærslur mánaðarins, október 2008
14.10.2008 | 04:56
Heppni.
Já,ekki er annað hægt að segja en að heppnin hafi verið á mínu bandi í því umróti sem hefur verið á fjármálamörkuðum undanfarið sem leiddi til falls bankakerfisins á íslandi.
Þannig er mál með vexti að ég átti hlutabréf í FL Group í mörg ár(25)að mig minnir en vegna bágrar fjárhagsstöðu minnar í fyrra þá ákvað ég að selja bréfin og fékk gott verð fyrir þau sem komu sér vel.
Nokkrum mánuðum eftir sölu bréfanna fór að halla undan fæti hjá FL Group og er eiginlega farið á hausinn enda nánast allt eigið fé uppurið en Stoðir sem keyptu reksturinn stendur höllum fæti og engin leið að vita hvernig þessi kreppa endar.
En semsagt: Mín heppni var að selja bréfin áður en allt fór í bál og brand því þrengingunum núna kem ég bara vel út en ég finn líka til með þeim sem hafa misst allann sinn ævisparnað hverfa á einu bretti og vonandi fer þessum hremmingum fólks að linna svo fólk geti farið að lifa lífinu lifandi á ný.
KV:Korntop
13.10.2008 | 04:53
Rasistahugsanir.
Það er greinilegt eftir seinustu færslu að fólk er hrætt eða hreinlega þorir ekki að rökræða við mig og því ætla ég að skerpa aðeins á innflytjendaumræðunni og alhæfa ýmislegt því skoðanir mínar virðast vera skoðanir margra annara.
Ég alhæfi að hvergi í neinum flokki á íslandi er að finna jafnmikla rasistahugsun og hjá Frjálslyndaflokknum eða hluta hans því auðvitað eru ekki allir með þessar skoðanir sem betur fer en þó fólk í lykilstöðum og nægir þar að nefna nöfn Jóns Magnússonar(Þingflokksformanns)og Magnúsar Þórs Hafsteinssonar(Varaformanns)en þeir tveir leiða hóp fólks sem vill enga innflytjendur og skiptir þá engu hvort þeir eru löglegir eða ólöglegir.
Þessir menn tala um hreinan kynstofn og sjá innflytjendum allt til foráttu og minnir málflutningur þeirra á austuríska hægrimenn og nýnasista sem upphefja nasista og Hitler í ríkum mæli.
Hvað mig varðar þá skiptir ekki máli hvort viðkomandi innflytjandi er gulur,svartur eða hvítur því fyrir mér er þetta fólk sem á sama rétt og við hin,svo einfalt er það.
Það eina sem virðist mega laga er að þegar fólk kemur frá A.Evrópu þá mætti kanna sakaferill þeirra og senda þá til baka,einnig mætti kanna hvort vegabréf sé ófalsað eða ekki en í þessu tilfelli er ég að tala um fólk frá Litháen sem virðist eingöngu komnir hingað til að hefja glæpastarfsemi í formi eiturlyfjasölu og skyldra glæpa,einnig er lítill hluti pólverja sem kúgar hér landa sína með því að krefjast gjalds til að fá að vera í friði,en sem betur fer þá eru langflestir innflytjendur og flóttamenn gott fólk sem hefur látið gott af sér leiðaÞetta ættu rasistarnir í FF sem tala hvað mest gegn innflytjendum að hafa í huga áður en þeir dæma þetta fólk sbr komu flóttafólksins frá palestínu þar fer örugglega gott fólk sem eiga örugglega eftir að reynast góðir þegnar.
Ég skora á fólk að commenta hér,annað er gunguháttur.
Burt með rasmismann á íslandi.
KV:Korntop
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 04:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.10.2008 | 23:55
Frjálslyndi flokkurinn út á túni.
Fyrir um 12 árum stofnaði Sverrir Hermannson Frjálslynda flokkinn og var kvótakerfið og svokallað brottkast aðalástæða þess að flokkurinn var stofnaður og er ég stuðningsmaður flokksins í þéim efnum enda kvótakerfið handónýtt.
En þar með er stuðningi mínum við þennann flokk lokið því á undanförnum 2-3 árum hafa þeir menn komið í flokinn sem hafa lítið annað gert en að ala á úlfúð og sundurlyndi í flokknum og þar fara fremstir í flokki Jón Magnússon og Magnús Þór Hafsteinson sem hafa með óbilgirni sinni hrakið gott fólk úr flokknum og nægir þar að nefna brotthvarf Margrétar Sverrisdóttur úr flokknum eins og frægt varð á sínum tíma.
Einnig virðist persónuleg óvild í garð Kristins H Gunnarsonar frv þingflokksformanns flokksins engann enda ætla að taka og endaði það með því að Jón er nú þingflokksformaður flokksins út á hótanir og óbilgirni eina saman.
En það sem ég ætla að ræða hér er stefna flokksins í i innflytjendamálum og keyrði sú stefna um þverbak þegar Magnús Þór Hafsteinson varaformaður flokksins og bæjarfulltrúi á Akranesi gerði mál úr því þegar 6 ´palenstínskar flóttakonur með ung börn komu á Akranes fyrir tilstuðlan Rauða krossins(Að mig minnir) og þá kastaði fyrst tólfunum enda gott mál að fá flóttamenn til landsins enda er valið úr hverjir fara hvert og tekur það ferli langann tíma en það skiptir ekki máli hjá Frjálslyndum,allir flóttamenn eru eins sama hvaðan þeir koma.
Fyrir mér er koma innflytjenda gott mál enda lærum við þá aðra menningu og siði og það eina sem mætti gera þegar innflytjendur koma hingað til lands er að viðkomandi sýni sakarvottorð og að allir pappírar séu í lagi og ef allt er í lagi þá er ekkert til fyrirstöðu en allt er þetta erfiðleikum háð vegna Schengen svæðisins.
En semsagt: Ég er eins ósammála Frjálslynda flokknum í málefnum innflytjenda eins og hægt er að vera,stefna þeirra í þessu efni er fjandsamleg og að mínu mati og margra annara á svona "rasistaháttur"ekki heima í nútíma þjóðfélagi en alla vega eiga innflytjendur ekki upp á pallborðið hjá Jóni Magnússyni og félögum og held ég að þessi flokkur ætti að snúa sér að kvótakerfinu og ekki síst að bjarga því sem bjargað verður í þeirri kreppu sem nú skellur af fullum þunga á land og þjóð.
KV:Korntop
Stjórnmál og samfélag | Breytt 13.10.2008 kl. 08:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
10.10.2008 | 23:00
Áskorun.
Til Geirs H Haarde um að víkja seðlabankastjórunum í hvelli og hefja lækkun stýrivaxta hið fyrsta í 6-7%,það gengur ekki til lengdar að stýrivextir sem eru þeir hæstu í heiminum hér á landi eða 15,5%.
Einnig vil ég skora á Geir H Haarde að fara í mál við Gordon Brown vegna þeirra aðgerða sem Brown beitti sem leiddu til falls kaupþings í stað þess að vera með þetta diplómatabull sýnkt og heilagt,gjöldum líku líkt,það er mín skoðun.
KV:Korntop
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
10.10.2008 | 08:14
Hugmynd.
Hvað finnst bloggvinum og lesendum síðunnar um þá hugmynd að Ísland segi upp sjálfstæði sínu og gerist annað hvort hluti af Noregi, verði 51 fylkið í bandaríkjunum eða bara bretum?
Málið er nefnilega það að íslensk stjórnvöld virðast gersamlega ófær um að taka skynsamlegar og einfaldar ákvarðanir án þess að klúðra málunum eins og gerst hefur seinustu daga.
Að mínu mati ættum við að tilheyra Noregi og engum öðrum því það voru jú norðmenn sem fyrst sigldu hingað undan ofríki Haralds Hárfagra og byggðu þessa eyju ekki satt?
það er því sama víkingablóðið sem rennur um æðar íbúa beggja landa.
MUNIÐ AÐ KJÓSA Í KÖNNUNINNI.
KV:Korntop
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
9.10.2008 | 00:02
Ljóð.
Eftirfarandi ljóð fannst á vegg á klósetti í Danmörku á íslensku eftir því sem sagan segir og hljómar svona:
Hér er ró og hér er friður,
Hér er gott að setjast niður.
Losa sig við þunga þanka,
þar til einhver fer að banka.
Þá er mál og manna siður,
að standa upp og sturta niður.
Ók höfundur.
KV:Korntop
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.10.2008 | 04:37
Eitthvað.
Víst ertu Korntop bloggari klár,
með bloggsíðu eina þá bestu.
Biðjum fyrir honum í veikindum sínum,
svo hann komi ferskur til baka á ný.
MUNIÐ AÐ KJÓSA Í KÖNNUNINNI.
KV:Korntop
Ljóð | Breytt s.d. kl. 09:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
7.10.2008 | 10:24
Aftur flensa.
Þá er það klárt,mér hefur slegið niður af flensunni og eru það skelfilegar fréttir og er maður að verða brjálaður,sífelldur hósti en svona er þetta en ég fer þó út að versla í Bónus því það fer að verða matarlaust í kotinu.
Í gær var erfiður dagur í íslenskum stjórnmálum er sett voru neyðarlög um islenska fjármálakerfið sem gefur Fjármálaeftirlitinu víðtækar heimildir til að yfirtaka að hluta eða öllu leyti banka og fjármálastofnanir og er ég hlyntur þessum lögum og í kjölfarið er ég á því að nú þurfi að lækka hér stýrivexti hraatt enda eru þeir í dag þeir hæstu í heiminum hér á landi 15,5% og breyta gengisstefnunni strax en krónan hefur verið látin fljóta síðan 1991 að mig minnir og helst ætti að gera þetta með handafli en klárt er að peningamálastefna Sjálfstæðisflokksins er gjaldþrota og eins gott að pólitíkusar og embættismenn geri sér grein fyrir því og grípi strax í taumana.
Ég kem með skoðanakönnun rétt strax og nú kjósa allir.
KV:Korntop
6.10.2008 | 09:32
Þetta fylgir.
Núna er hvasst og regnið dynur,
og laufblöðin fjúka út um allt.
En fólkið æpir og stynur,
Þarf ég að fá þetta margfalt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
5.10.2008 | 10:29
Týr góðir.
Í gærkvöldi fórum við Aileen á Týs tónleikanna á Nasa og skemmtum okkur konunglega en upphitunarböndin voru mjög góð fyrir utan eitt sem var alger hryllingur.
Þetta byrjaði allt uppúr klukkan 10 með því að hljómsveitin Perla steig á svið og gerðu fína hluti,á eftir þeim kom Dark Harvest og voru líka góðir og í báðum böndunum var söngurinn skiljanlegur og góðar melódíur.
Þriðja bandið var Mammút og var greinilegt að þau höfðu tekið miklum framförum síðan í mai er við spiluðum með þeim á Organ sáluga og var gott að fá kvensöngvara svona til tilbreytingar gott band Mammút og eru nýbúin að gefa út disk sem ég á og er mjög góður og áheyrilegur.
Þá var komið að tímaskekkju kvöldsins,Hardcorebandið Severed Crouth stigu á svið og framreiddu death metal ofan í áheyrendur í um 1 klst en bara lítill hópur virtist fíla þetta eitthvað,fyrir okkur Aileen var þetta algert pain,kvöl og pína og það var engu líkara á tímabili en að djöfullinn sjálfur væri kominn á staðinn og það endaði með því að Aileen fór út og fékk sér frískt loft en ég gat ekkert farið því þá hefðum við misst af borðinu sem við höfðum.
Þegar þessari skelfingu lauk og gestir búnir að jafna sig stigu TÝR á svið og spiluðu flest sinna bestu laga og voru hreint út sagt geeeeeeeðveikir,allir berir að ofan og kyrjuðu drápur og annað efni ofan í gesti á frábæran hátt enda söng ég hástöfum og skammaðist mín ekki fyrir það enda mikill aðdáandi þjóðlagatónlistar eins og þeir vita sem þekkja mig best.
En semsagt ágætis kvöld að öllu leyti nema þetta hardcore dauðarokk hefði alveg mátt missa sig eða enda tónleikana, þarna voru hljómsveitir eins og Perla og Dark Harvest og eiga þær framtíðna fyrir sér.
Ætla að enda þetta á viðlaginu úr Orminum langa:
Glymur dansur í höll,
sláið í ring.
Glaðir ríða Noregsmenn,
Til hildarting.
KV:Korntop
Tónlist | Breytt 8.10.2008 kl. 04:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Um bloggið
Korntop
Spurt er
Tenglar
Mínir tenglar
- Átak. Fréttir.
- Berserkir/Víkingur. Upplýsingar.
- Bubbi Morthens. Tónlist.
- Fjölmennt. Fróðlegt.
- Formúla 1 Sport.
- Fótbolti.net Sport
- Golf. Sport.
- Handbolti. Sport.
- Henný Bloggsíða.
- HSÍ. Sport.
- IFSA-WPC: Sport.
- ÍR-körfubolti. Sport.
- KKÍ. Sport.
- KSÍ. Sport.
- NBA. Sport.
- NFL. Sport.
- RÚV. Fréttir.
- Síminn. Upplýsingar.
- Sport. Sport.
- SSR. Upplýsingar.
- Strætó. Upplýsingar.
- Söngstrumpurinn. Tónlist.
- Textavarp. Fréttir.
- TR. Fréttir.
- Vísir.is. Fréttir.
- Þroskahjálp. Fréttir.
- Ösp. Sport.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 205420
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
33 dagar til jóla
Eldri færslur
- Mars 2012
- Nóvember 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Bloggvinir
- annakr
- agustolafur
- brjann
- eddaagn
- ellasprella
- georg
- ipanama
- gudruntora
- zeriaph
- gudnim
- harhar33
- heidathord
- helgadora
- krummasnill
- holmdish
- hogni
- inaval
- jensgud
- jonhalldor
- nonniblogg
- jorunn
- katlaa
- katja
- kolbrunb
- lillagud
- lindalinnet
- birtabeib
- margretsverris
- olofk
- omarragnarsson
- ragjo
- rannveigh
- rosaadalsteinsdottir
- ruth777
- marzibil
- amman
- ollasak
- stebbifr
- fugla
- saedishaf
- stormsker
- skinogskurir
- lady