Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007

Snörtur.

Ég vil í upphafi þessa pistils vara við því að rangfærslur geta leynst og stafa þær af þekkingarskorti og vona ég að fólk virði það við mig og leiðrétti mig þá bara í commentakerfinu,til þess er það.

Á Norðausturhluta landsins er starfrækt Knattspyrnufélagið Snörtur og eru félagsmenn þess dreifðir allt frá Raufarhöfn í austri og til Akureyrar í vestri en aðsetur snartar er á Kópaskeri og þar er hinn frægi heimavöllur liðsins en hann heitir Dúddavöllur og tekur slatta af áhorfendum.

Ég rakst á Snartarsíðuna gegnum ksí í fyrra þar sem ég las mótmælabréf  þar sem færslu liðsins í riðil með nær eintómum austfjarðarliðum var harðlega mótmælt sem endaði með því að Snörtur hætti við þátttöku á íslandsmótinu enda hefði kostnaðurinn vegna þátttökunnar orðið gífurlegur og við því mega landsbyggðafélög ekki.

Ég fór að fylgjast með þessari síðu og mjög fljótlega sá ég að það voru 2 menn (Baldur og Hnikarr) héldu starfinu gangandi og var alveg ótrúlegt að fylgjast með dugnaði þeirra og áræðni og ég segi það fullum fetum hér að mörg "Stóru"liðanna hér fyrir sunnann gætu ýmislegt lært af þeim félögum.

Fljótlega var ákveðið að vera með í deildarbikarnum og var árangurinn þar framar vonum enda örugglega besta lið Snartar frá upphafi líklega þar á ferð.

Í dag eru að mig minnir 5 stjórnarmenn og er gaman að fylgjast með hvernig þeir skipuleggja tímabilið og allt í kringum það og þá þrautseigju og þolinmæði sem til þarf svo maður tali nú ekki um viljann og er þar formaðurinn(Óli Jón)fremstur í flokki en aðalvandamálið er það hversu dreifðir menn eru og svo eru þarna sjómaður,löndunarmaður og þar eftir götunum.

Eftir að hafa fylgst með þessu félagi í rúmt ár er ljóst að þarna er á ferðinni rísandi félag sem getur bara stefnt uppávið,forsvarsmenn félagsins eru stórhuga og þjálfarinn(Atli)einnig,úrslit sumarsins hafa ekki verið uppörvandi en leikmenn hafa tekið því með jafnaðargeði enda ungt lið að árum og þegar reynslan kemur þá er gott að eiga svona úrslit í pokahorninu en ég vil meina að eftir ca 2-3 ár að þá eigi Snörtur að geta barist í toppbaráttu 3 deildar en þar til er það reynslubankinn og þolinmæðin sem gildir á næstu misserum og árum.

Ég vona að Snerti gangi vel í framtíðinni og því er ábyrrgð leikmanna og stjórnarmanna mikil,ég sem stuðningsmaður liðsins vona að árangurinn fari að batna það er svo mikilkvægt að hafa eitthvað að berjast fyrir.

Síðan óskar Snerti alls hins besta í framtíðinni.ÁFRAM SNÖRTUR.
                                     KV:Korntop


Halló.

Helgin var róleg hjá mér,eyddi megninu af laugar og sunnudeginum í að horfa á íslandsmótið í golfi þar sem úrslit í karlaflokki réður ekki fyrr en á síðustu holu,úrslit í kvennaflokki voru ívið öruggari en íslandsmeistarar í golfi árið 2007 eru Björgvin Sigurbergson gk(4 sinn)og Nína Björk Geirsdóttir GKJ(Í fyrsta sinn).

Aileen kom til mín í gærkvöldi og kenndi mér á nýja Ipodinn minn og er alveg á kristaltæru að hann verður mikið notaður þegar ég fer að labba meira í þeirri viðleitni að missa nokkur kg til viðbótar.

Á eftir er ég að fara niður í Félagsbústaði að sækja lyklana að nýju íbúðinni á Írabakkanum og svo á bara að halda því áfram að taka það rólega.

Hafið það gott í dag elskurnar.
                                KV:Korntop


Frábært hjá Emil Hallfreðsyni.

Emil Hallfreðson leikmaður Lyn í Noregi er orðinn leikmaður Reggina í ítölsku A-deildinni á Ítalu og er hann fyrsti íslendingurinn sem spilar í þessari frábæru deild sem talin er ein af 4 bestu deildum evrópu en hann var bara nýkominn til Lyn og svo stutt hafði hann verið í herbúðum Lyn að þeir voru ekki búnir að greiða honum laun.

Síðan óskar Emil Hallfreðsyni alls hins besta á ítalíu í vetur.
                                        KV:Korntop

1-0 fyrir Gorbatsjov.

Allt er þetta rétt sem Meistari Gorbatsjov sagði á þessum blaðamannafundi þegar hann gagnrýndi heimsvaldastefnu Bandaríkjanna.

Ég held að Bandarísk stjórnvöld ættu nú að byrja á því að taka til í mannréttindamálum heima fyrir áður en þeir fara að blanda sér í mannréttindamál annarsstaðar,annars er þetta dæmigert fyrir Bush greyið,hanner búinn að klúðra öllu í forsetatíð sinni á þessum 8 árum sem hægt er að klúðra.


Ferðasaga.

Þá er loksins komið að ferðasögunni frá Edinborg,njótið vel.

það var mikill ferðahugur í okkur frændum þegar Aileen keyrði okkur á Bsí,þar keypti Maggi miðana fyrir okkur í rútuna í Leifsstöð.

Þegar þangað var komið tók við þetta venjulega,innritun og vegabréfaskoðun,eftir það fór ég í Elko og keypti mér IPOD en svo biðum við í rúma 2 klst eftir brottför,flugið út var ekkert alltof þægilegt fyrir mig enda stór 200 kg maður á ferð og ekki hægt að taka handfangið upp svo að ég var settur á Saga Class en þar var jafnvel en þrengra um mig en allt hafðist þetta nú,maturinn í flugvélinni var heldur af ömurlegri gerðinni og er það alveg á kristaltæru að flugvélamaturinn verður sífelt verri og verri með hverri ferðinni sem ég fer og er ég örugglega ekki einn um þessa skoðun.

Þegar komið var til Glasgow tók við löng ganga að vegabréfaskoðuninni og svo hittum við þær mæðgur Rósu og Bjarnheiði Guðrúnu,fengum okkur kók og sú litla fékk að hlaupa aðeins um.

Þegar við komum út úr flugstöðinni sýndi Rósa okkur hvar bíllinn hefði keyrt á flugvallarbyggingunni í hryðjuverkaárásinni á Glasgowflugvöll rúmlega viku áður og heimtaði ég mynd af mér með staðinn í baksýn.

Tókum leigubíl á lestarstöðina og tókum lest til Edinborgar sem tók um 50 mínútur,þegar þangað var komið tókum við annann taxa á Gilmore Place en þar var gistiheimilið Avaron sem við ætluðum að gista á næstu vikuna en það átti eftir að breytast því fyrstu nóttina gat Maggi ekki sofið fyrir hrotunum í mér og fékk að gista hjá Rósu og Bigga sem eftir var vikunnar og hafði ég því herbergið útaf fyrir migLoL,gerðum ekkert þennann fyrsta dag nema fá okkur að borða á ítölskum veitingastað og í göngunni heim á gistiheimili hófust vandræði mín sem vöruðu alla ferðina og kom eiginlega í veg fyrir að hægt væri að sjá eitt og annað auk þess sem úthaldið var ekki mikið sökum líkamsþyngdar minnar en verið er að gera eitthvað í því en þegarég kom heim á gistiheimili kom í ljós að ég var með blöðru á fætinum akkúrat þar sem þú stígur niður og önnur á hliðinni og það þýddi pilluát,sárabindi og sótthreinsandi spray en þetta fór sama dag og haldið var heim til íslands aftur.

Á Laugardeginum var haldið á Princessstreet að versla svolítið og var fyrst haldið í MHV plötubúðina þar sem  keyptir voru dvd diskar með tónleikum ýmisskonar og cd diskar til brenna auk þess sem Monthy Phythonsafnið var keypt,svo var haldið í búð sem heitir The pride of Scotland og er ekkert ósvipað Rammagerðinni hér nema þessi er mun ódýrari,þar var keypt pottlok,handklæði,spil og nokkrir bolir,og voru gerð góð kaup,daginn eftir þurfti ég að fara þangað aftur og aftur var farið í MHV og keyptir fleiri diskar til að brenna og svo í The pride of Scotland því hlutir höfðu gleymst og þar var afgreiðslumaður sem sá mig daginn áður og vildi afgreiða mig sjálfur og fannst mér það fyndið,um hvöldið var farið á veitingastaðinn Howie´s og fengið sér að borða,og þar smakkaði ég Haggis í fyrsta skipti en fyrir þá sem ekki vita hvað Haggis er þá er það einhverskonar slátur mjög gott.

Frá mánudegi til Miðvikudags vorum við á pollwarth Teras þar sem þau búa Rósa,Biggi og Bjarnheiður og spjölluðum þar saman og spiluðum kana,á þriðjudeginum fórum við á North Bridge þar sem farið var á kaffihús og ýmislegt keypt.

Á fimmtudagsmorgninum vaknaði ég eftir 3 tíma svefn um 4´45 og fórum út rétt fyrir kl 6 en Rósa þurfti að fara til Glasgow í búð og fór því með okkur inn í flugstöð og kvaddi okkur svo við vegabréfaskoðunina,þegar kom að gegnumlýsingunni pípaði þegar ég kom í gegn og var ég ransakaður hátt og lágt en ég hafði engar áhyggjur því þetta var bara venjulegt eftirlit em Maggi skemmti sér konunglega yfir þessu og hló mikið,eftir langt og leiðinlegt labb að hliðinu var seinkunn á vélinni um 1 klst svo við sátum bara kyrrir,flugið heim var betra en á leiðinni út og nú var hægt að taka handfangið upp og engin vandræði.

Þessi ferð var mjög skemmtileg enda átti ekki að skoða mikið heldur aðallega að vera samvistum við Rósu og Bjarnheiði en Bigga sáum við aðeins á kvöldin en hann er að vinna lokaverkefni í sambandi við nám sitt gervigreind á tölvum,ég notaði hinsvegar tækifærið og lagði á minnið hin ýmsu kennileiti því þarna ætla ég aftur og þá í betra formi en í þessari ferð en þá verður sko verslað og skoðað eins og íslenskra ferðamanna er siður.

Við nafnar þökkum ykkur Bjarnheiður,Rósa og Biggi kærlega fyrir samveruna þessa viku og hlökkum til að sjá ykkur að 2 mánuðum liðnum,TAKK FYRIR OKKUR.

                       KV:Korntop


Svar við klukki.

1.Söngvari hljómsveitarinnar Hraðakstur bannaður.

2.Hárið mitt er dökkt.

3.Augun eru brún.

4.Ástarmálin í biðstöðu.

5.Ég elska skota og íra.

6.Ég elska að syngja þjóðlagatónlist frá ýmsum löndum(Skosk,írsk og færeysk t.d)

Ég á toppvini.

Ég hef sterkar skoðanir og segi þær umbúðalaust hvort sem fólki líkar betur eða verr.

                      KV:Korntop


Hvað skal gera?

Er að spá í að skrifa ferðasöguna og 2-3 aðra pistla og taka mér svo langt bloggfrí,einnig íhugaði ég að loka síðunni en á ekki von á að það gerist því svo margir af vinum og kunningjum auk fjölskyldumeðlima lesa þetta blogg en ótrúlega margir af gömlum fjölskylduvinum og kunningjum hafa rambað hingað inn og er það bara fínt en ég kem með ferðasöguna innann 2 daga hvort sem myndir verða komnar eður ei.

Að öðru,ég hef ákveðið að lesa ekki seinustu Harry Potter bókina þar sem ég veit hvernig hún endar og finnst mér höfundurinn hafa farið út af sporinu við skrif bókanna en ég hélt að þetta væru bækur fyrir börn og unglinga en ekki fullorðna en frá og með bók 4 fara söguhetjur að deyja ein af annari en ég þarf ekki að lesa seinustu bókina,það neyðir mig enginn til þess þó ég sé mikill Harry potter aðdáandi.

                       KV:Korntop

 

 


Tafir á ferðasögu.

Vegna mikillar þreytu hefur ekki gefist tími til að ská ferðasöguna en hún kemur fljótlega,er einnig að bíða eftir myndum frá systur minni sem teknar voru í ferðinni,en vonandi leiðist ykkur ekki biðin eftir sögunni.

                                    Kv:Korntop


Kominn heim.

Jæja elskurnar,þá er ég kominn heim en ferðasaga bíður til morgunns sökum þreytu og einnig er beðið eftir myndum sem systa tók í gegnum digital,fæ þær sendar í msn bráðlega,en treynið biðina.

                   Korntop.


Edinborg.

Sæl öll.

Þá er nú að segja aðeins af sér en hér er gaman að vera og margt að sjá og skoða en ekki var kastalinn skoðaður  sökum úthaldsleysis en bætt verður úr því að ári því þá verð ég vonandi í betra formi og úthaldi en í dag.

Ætla að skoða safn á morgunn sem er geymir sögu Skotlands en saga landsins spannar yfir 5000 ár og því mikið að sjá og skoða sem tengist sögu þessa mergjaða lands en fólk hér er mjög vingjarnlegt og tilbúnir að aðstoða ef þörf krefur ekkert ósvipað og heima.

Læt þetta duga í bili,hafið það gott elskurnar meira síðar.

                               KV:Korntop


Næsta síða »

Um bloggið

Korntop

Höfundur

Magnús Paul Korntop
Magnús Paul Korntop

Hér er á ferðinni lífsglaður náungi með sterkar skoðanir og segi ég þær umbúðarlaust,
Mín helstu áhugamál eru sport,söngur en einnig eru mér hugleikin málefni þeirra
sem minna mega sín.

Ég vil taka það fram af gefnu tilefni að ég áskil mér ALLANN RÉTT til að eyða commentum sem innihalda skítkast,eða fjalla ekki um bloggefnið sjálft,verði fólk ekki við þessu verður lokað á commentakerfið.

Spurt er

Hvernig líst þér á komandi vetur?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

33 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • ...ingurinn_eg
  • Ólafur Stefánson.
  • ...lautur_bill
  • ...ngverjaland
  • ...land_415050

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband