Snörtur.

Ég vil í upphafi þessa pistils vara við því að rangfærslur geta leynst og stafa þær af þekkingarskorti og vona ég að fólk virði það við mig og leiðrétti mig þá bara í commentakerfinu,til þess er það.

Á Norðausturhluta landsins er starfrækt Knattspyrnufélagið Snörtur og eru félagsmenn þess dreifðir allt frá Raufarhöfn í austri og til Akureyrar í vestri en aðsetur snartar er á Kópaskeri og þar er hinn frægi heimavöllur liðsins en hann heitir Dúddavöllur og tekur slatta af áhorfendum.

Ég rakst á Snartarsíðuna gegnum ksí í fyrra þar sem ég las mótmælabréf  þar sem færslu liðsins í riðil með nær eintómum austfjarðarliðum var harðlega mótmælt sem endaði með því að Snörtur hætti við þátttöku á íslandsmótinu enda hefði kostnaðurinn vegna þátttökunnar orðið gífurlegur og við því mega landsbyggðafélög ekki.

Ég fór að fylgjast með þessari síðu og mjög fljótlega sá ég að það voru 2 menn (Baldur og Hnikarr) héldu starfinu gangandi og var alveg ótrúlegt að fylgjast með dugnaði þeirra og áræðni og ég segi það fullum fetum hér að mörg "Stóru"liðanna hér fyrir sunnann gætu ýmislegt lært af þeim félögum.

Fljótlega var ákveðið að vera með í deildarbikarnum og var árangurinn þar framar vonum enda örugglega besta lið Snartar frá upphafi líklega þar á ferð.

Í dag eru að mig minnir 5 stjórnarmenn og er gaman að fylgjast með hvernig þeir skipuleggja tímabilið og allt í kringum það og þá þrautseigju og þolinmæði sem til þarf svo maður tali nú ekki um viljann og er þar formaðurinn(Óli Jón)fremstur í flokki en aðalvandamálið er það hversu dreifðir menn eru og svo eru þarna sjómaður,löndunarmaður og þar eftir götunum.

Eftir að hafa fylgst með þessu félagi í rúmt ár er ljóst að þarna er á ferðinni rísandi félag sem getur bara stefnt uppávið,forsvarsmenn félagsins eru stórhuga og þjálfarinn(Atli)einnig,úrslit sumarsins hafa ekki verið uppörvandi en leikmenn hafa tekið því með jafnaðargeði enda ungt lið að árum og þegar reynslan kemur þá er gott að eiga svona úrslit í pokahorninu en ég vil meina að eftir ca 2-3 ár að þá eigi Snörtur að geta barist í toppbaráttu 3 deildar en þar til er það reynslubankinn og þolinmæðin sem gildir á næstu misserum og árum.

Ég vona að Snerti gangi vel í framtíðinni og því er ábyrrgð leikmanna og stjórnarmanna mikil,ég sem stuðningsmaður liðsins vona að árangurinn fari að batna það er svo mikilkvægt að hafa eitthvað að berjast fyrir.

Síðan óskar Snerti alls hins besta í framtíðinni.ÁFRAM SNÖRTUR.
                                     KV:Korntop


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Magnús. Ég vil byrja á því að þakka þér hlý orð í minn garð og til míns félags. Ég hef verið að velta því fyrir mér í þó nokkurn tíma hver þessi Magnús sé sem alltaf kommentar baráttu orðum til okkar á síðunni annað slagið enn aldrei komist að því fyrr enn nú. Það er náttúrulega frábært þegar einhver bláókunnugur maður (eða kona ef því er að skipta) tekur upp á því að fylgjast með og halda með liði í 3.deild karla sem er í botnbaráttunni þar. Frábært allveg hreint. Og því langar mér að þakka þér fyrir þennan góða pistil og kvetja þig til að halda áfram að fylgjast með okkur. Nú það er einn heimaleikur eftir á Dúddanum og væri magnað að sjá þig þar og veit ég að ég get tekið frá fyrir þig heiðurssæti í stúkunni (sem myndi þá vera steinn í "Kleifinni") Leikurinn er þriðjudaginn 14 ágúst næstkomandi og er hann á móti Vinum Nunna.

 kv.

Óli Jón Gunnarsson formaður knattspyrnudeildar Snartar á Kópaskeri

Óli Jón Gunnarsson (IP-tala skráð) 31.7.2007 kl. 17:33

2 identicon

Mjög ánægður með þennan pistil hjá þér Magnús!

Jónsi (IP-tala skráð) 31.7.2007 kl. 19:55

3 identicon

Þakk hlý orð í minn garð og Snartar. Haltu áfram að kommenta! Alltaf gaman að sjá að menn eru að fylgjast með.

Baldur, fyrrverandi formaður.

Baldur (IP-tala skráð) 31.7.2007 kl. 23:35

4 identicon

Eitt enn. Það eru engar rangfærslur í greinninni (sem ég tók eftir).

Langar í gamni að benda þér á að við Snartarmenn erum hálfpartinn með lið í utandeildinni hér fyrir sunnan, þó liðið beri ekki Snartar nafnið. Ég var að telja það saman að með Metró (b-riðli) leika um 7-9 fyrrverandi leikmenn Snartar, ásamt auðvitað mönnum sem ekki hafa spilað fyrir Snört. Þarna eru nöfn sem þú þekkir eins og Hnikarr, Hjörvar, Snævar, Danni, Halldór Svavar, ég , Hróar og fleiri.

Við erum meira að segja efstir í riðlinum :)

Kv. Baldur

Baldur (IP-tala skráð) 1.8.2007 kl. 00:00

5 identicon

Tek undir þau góðu orð félaga minna hjá Snerti.

Ómar Gunnarsson 

Morri (IP-tala skráð) 1.8.2007 kl. 00:03

6 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Ég vissi þetta með Metró liðið og gaman að sjá það,en eins og þið sjáið þá er ÍR merkið á síðunni minni sem þýðir að ég er ÍR-ingur aðallega en tek Snört svona með í framhjáhlaupi því ég þekki það bara sem leikmaður í fót og handbolta að þá höfum við þurft að berjast og hafa fyrir öllu sem við höfum áorkað því baráttan og ódrepandi vilji til að starfa fyrir félagið sitt skiptir öllu fyrir andann og móralinn í félagi manns og það er akkúrat þetta sem gleður mig að sjá hjá Snerti að menn séu nánast tilbúnir að deyja fyrir félagið,uppbygging tekur tíma og ef hún fær að þróast og halda áfram verður Snörtur í toppbaráttu´3 deildar eftir um 2-3 ár og ef einhverjir af þessum Metróleikmönnum koma til baka er það bara vatn á myllu ykkar.

Magnús Paul Korntop, 1.8.2007 kl. 00:32

7 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Gleymdi að ég get því miður ekki tekið þessu boði Óli Jón því ég á afmæli þennann dag og stend auk þess í fluttningum þannig að ég á það bara inni,þið vinnið bara þennann leik og hljótið 3 stig en það er leikur á morgunn gegn Hömrunum og það þarf að klára þann leik fyrst,Já Baldur ég held áfram að kommenta hjá ykkur þegar það á við.

Magnús Paul Korntop, 1.8.2007 kl. 00:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Korntop

Höfundur

Magnús Paul Korntop
Magnús Paul Korntop

Hér er á ferðinni lífsglaður náungi með sterkar skoðanir og segi ég þær umbúðarlaust,
Mín helstu áhugamál eru sport,söngur en einnig eru mér hugleikin málefni þeirra
sem minna mega sín.

Ég vil taka það fram af gefnu tilefni að ég áskil mér ALLANN RÉTT til að eyða commentum sem innihalda skítkast,eða fjalla ekki um bloggefnið sjálft,verði fólk ekki við þessu verður lokað á commentakerfið.

Spurt er

Hvernig líst þér á komandi vetur?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

249 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • ...ingurinn_eg
  • Ólafur Stefánson.
  • ...lautur_bill
  • ...ngverjaland
  • ...land_415050

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband