Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007

Góður dagur.

Fór í sund með Dagbjörtu og Emil í Laugardalslaugina og þvílíkur fólksfjöldi,vá,en þegar veðrið er eins og það hefur verið seinustu vikuna að þá flykkist fólk í sundlaugarnar en þessu fylgir mikið kynferðislegt áreiti því eins og gefur að skilja að þá er mikið af kvenfólki þarna ekki síður en körlum og geisla þær af kynþokka,svo miklum að ég á í eilífu stríði við sjálfan mig og er ég örugglega ekki sá eini sem svo ástatt er um,mér finnst reyndar ekkert mjög þægilegt að vera úti í svona miklum hita vegna mígrenis og höfuðverkja en nú veit ég hvernig það er að vera á sólarströnd.

Eftir sundið fórum við Dagbjört í Nettó Mjóddinni þar sem hún lánaði mér fyrir mjólk og þvíumlíku og síðan fór Dagbjört heim en ég tók taxa heim til mín með matinn og síðan hef ég eytt restinni af kvöldinu í að sofa því ég svaf frekar lítið í nótt.

En ég læt þetta gott heita í bili en blogga aftur fljótlega.
                         KV:Korntop


Latur.

Í dag ætla ég ekki að gera neitt nema kíkja í sund með Dagbjörtu, síðan á að versla aðeins í Nettó smávegis annars ætla ég að taka það rólega um helgina,fara í boð hjá Ottó svo er það auðvitað Copa America(Suður Ameríkukeppnin í knattspyrnu)allavega 4 leikir sem ég ætla að sjá en SÝN sýnir alla leikina beint.

En ég blogga aftur í dag en eigið góðan dag gott fólk.
                            KV:Korntop


Konugreyið hitti ekki.

Ætlaði konan ekki bara að kála eiginmanninum fyrir framhjáhald?
Það skyldi þó aldrei vera?

mbl.is Höfuðverkurinn stafaði af byssukúlu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er stopp.

Neyðist kanski til að taka bloggfrí á morgunn og næstu daga,talvan fylgir engum skipunum,stundum dettur maður út af síðum,get ekki commentað eða neitt,þetta er hvimleiður andskoti og pirrar mig svolítið því það eru margar færslur á bloggsíðum sem mig langar að commenta á en get ekki en vonandi þarf ég ekki að taka frí frá bloggi en vonandi er þetta bara tilfallandi vesen á netinu.

Bölvað netið.

Hef verið að reyna að commenta á bloggsíðum en ekkert kemst inn,fæ bara eins og síðan finnist ekki,eru fleiri að glíma við þetta vandamál eða er ég bara einn með þetta vandamál?
Þar sem ég get ekki commentað geta þá einhverjir sagt mér hvað sé í gangi.

                                 KV:Korntop


Skelfilegt hundsdráp.

Þetta er alveg með lífsins ólíkindum,hvernig getur nokkur maður gert svona lagað?hvað þá unlingar?maður verður hreint lamaður þegar  maður heyrir um svona,er fólk virkilega svona illgjarnt við dýr?Ég trúi því ekki,ég vona svo sannarlega að þessum mönnum verði refsað með þyngstu refsingu sem hægt er að fá fyrir svona lagað.
          KV:Korntop

mbl.is Meint hundsdráp kært til lögreglunnar á Akureyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hér og þar.

Bara láta ykkur vita að ég hef opnað bloggið mitt á blog/central síðunni aftur og þar mun ég rífa kjaft um allt sem skiptir máli og verð kanski hvassari þar en hér,á blog/central síðunni er einnig lítið um sorasíður eins og hér hér virðist allt vera leyfilegt sem ég hef hinsvegar ekki fundið fyrir á Blog/central.

Hvað um það,ég mun líka halda áfram hér með þetta blogg á mbl og fer ekkert nema að síðunni verði lokað.

Annars er ekkert að frétta í augnablikinu en ég kem með blogg fljótlega.
 Slóðin á hitt bloggið er http://Blog.central.is/korntoppurinn
                             KV:Korntop


Ekki skal gefist upp.

Heyrði utan af mér fyrr í kvöld að þeir Geiri á Goldfinger og eigandi Bóhem ætluðu að kæra bann á einkadansi til dómstóla því þeir telja þetta bann óréttlátt á alla vegu og þyki hart að þeim vegið.

Ég hinsvegar styð þetta bann heilshugar vegna þess að með einkadansinum er niðurlæging viðkomandi kvenna alger og það verður að stöðva.
Og er það ekki rétt hjá mér?Eru þessar vesalings stúlkur flestar komnar hingað í gegnum mannsal?

STÖÐVUM EINKADANS Á SÚLUSTÖÐUM Í EITT SKIPTI FYRIR ÖLL.
                                  KV:Korntop


Hvað er réttlæti?

Spyr sá sem ekki veit,en það virðist ekki vera sama hver er greinilega nú hefur Emil Tölvutryllir lent í því að síðunni hans hér var lokað af mogganum vegna síendurtekinna brota á reglum og það vitum við sem lásum bloggið hans að þar var mikið hatur á femínistum og kvenfrelsi í gangi og tjáði hann þá skoðun sína ítrekað,margt annað sem hann skrifaði var miður fallegt enda uppsker maður eins og maður sáir.

En hér á mbl blogginu þrífast síður sem ganga enn lengra og er um beint skítkast að ræða en stjórnendur mbl bloggsins gera ekkert í þeim málum heldur leyfa viðkomandi bloggurum að halda áfram með sín skítköst á mann og annann.

Í ljósi þessa hef ég ákveðið að opna gömlu síðuna mína á blog/central aftur en hætti þó ekkert hér enda verð ég að rífa kjaft hér til að hleypa öllu upp.LoL

Vissulega var rétt að loka síðu Emils en ég spyr:
Á ekki jafnt yfir alla að ganga?


BK alvöru matsölustaður.

Einn er sá matsölustaður í Reykjavík sem margir koma á til að borða en það er BK kjúklingur á Grensásvegi 5.

Ljóst er að þetta er geysivinsæll staður enda þjónustan og lipurðin slík að maður hefur sjaldan orðið vitni að öðru eins.

Á matseðlinum er allt frá kjúkling til nacho´s og kennir ýmissa grasa enda mæta á BK margir af sterkustu mönnum landsins svo sem 4x sterkasti maður heims(Magnús Ver Magnúson)og margir fleiri.

Ég kem þarna oft til að borða og finnst alltaf jafn skemmtilegt að koma þarna,sérstaklega kem ég þarna þegar ég er að búa mig undir tónleika með bandinu mínu og það bregst ekki að ég kem stressaður inn en þegar ég kem út að þá finn ég ekki fyrir stressi svo róandi er þessi staður.

Ég hvet alla til að koma á BK og prófa matinn hjá Halla og félögum og ég garentera að þið verðið ekki svikin af því.
                              KV:Korntop


Næsta síða »

Um bloggið

Korntop

Höfundur

Magnús Paul Korntop
Magnús Paul Korntop

Hér er á ferðinni lífsglaður náungi með sterkar skoðanir og segi ég þær umbúðarlaust,
Mín helstu áhugamál eru sport,söngur en einnig eru mér hugleikin málefni þeirra
sem minna mega sín.

Ég vil taka það fram af gefnu tilefni að ég áskil mér ALLANN RÉTT til að eyða commentum sem innihalda skítkast,eða fjalla ekki um bloggefnið sjálft,verði fólk ekki við þessu verður lokað á commentakerfið.

Spurt er

Hvernig líst þér á komandi vetur?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 205420

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

33 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • ...ingurinn_eg
  • Ólafur Stefánson.
  • ...lautur_bill
  • ...ngverjaland
  • ...land_415050

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband