Sorgarsaga.

Árið 1999 hóf ég nám í söng við fullorðinsfræðslu fatlaðra og kynntist þar stelpu sem ég varð alveg hreint ofbofslega hrifinn af og hugsaði um hana daginn út og daginn inn(látum nafnið liggja milli hluta).

Örlögin höguðu því þannig að við byrjuðum saman á Þorláksmessu árið 2000 og var ég meðvitaður um veikleika hennar og eins og með nafnið þá nefni ég þá ekki hér en á þessum tíma missti ég móður mína og eftir að hún komst í gegnum það þá vissi ég að þetta yrði gott samband eða svo hélt ég.

Við trúlofuðum okkur 10 nóv 2002og gekk sambandið vel næstu 4 árin en þá fóru að koma brestir sem rekja má til veikleika hennar en um það má lesa í gamalli færlu frá 31/5 2007.

En þann 4 mai 2007 fékk ég uppsögn sem kom mér og öðrum gersamlega í opna skjöldu og öðrum vinum mínum líka.

Það er loksins núna sem ég opna mig eftir þetta að einhverju viti og tilfingalega er mjög erfitt að skrifa þetta en mér fannst afar klaufalega að þessu staðið og hef í raun aldrei verið samur eftir og ljóst að ég missti góða tengdforeldra fyrir ekkert,slíku er afar erfitt að kyngja.

Síðar þetta ár eða um miðjan júní þá byrjaði ég með annari stelpu og erum við enn saman en það er alveg ljóst að hún kemur ekki í stað minnar fyrrverandi en þó hefur hún reynst mér mjög vel eini gallinn er sá að foreldrar hennar sem eru af gamla skólanum þola mig ekki og líta á mig sem glæpamann en ég hef ekkert gert þeim né öðrum svo ég viti til.

Undanfarið hef ég verið afar leitandi og viðurkenni það alveg að það eru nokkrar konur sem ég er hrifinn af og er ein þeirra bloggvinkona mín og vinkona til um 30 ára auk nokkurra annara en þá kemur spurningin:Er grasið grænna hinum megin?

Ég get ekki neitað því að ég hef tilfinningar eins og aðrir en þessi sambandsslit með minni fyrrverandi hafa nánast eyðilagt mig og er ég langt frá því að vera sá sem ég var,hef ég m.a reynt að stytta mér aldur en auðvitað gagnast það engum en ég er mjög bitur út í hvernig að sambandsslitunum var staðið og það er bara vegna þess að sú núverandi þekkir inn á mig og nær að halda mér í skefjum en hversu lengi tekst henni það?
Tíminn leiðir það í ljós.

En ég vildi skrifa þessa sorgarsögu þó tilfinngalega erfitt væri til að koma þessum kafla lífs míns á prent og líður mér aðeins betur á eftir.

Ég hef beðið með að skrifa þetta vegna mikilla tilfinga og þess andlega skaða sem ég hef orðið fyrir enda missti ég gott fólk fyrir akkúrat ekki neitt og svo eru foreldrar minnar núverandi í nöp við mig og þola mig ekki þó við ætlum að halda áfram en erfitt verður það en ég trúi á himnaföðurinn í mínum vanda.

Hvað hefur fólk að segja um þetta?-Þakka lesturinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Solla Guðjóns

Já þetta er ekki skemmtilegt. Sambandsslit eru alltaf erfið ég tala nú ekki um þegar veikindi eru líka í spilinu.

Ég vona að þér auðnist hamingja.Maður má ekki vera of kappsamur að finna sér maka....einhvern tíma á réttu aungabliki blasir lukkan við manni og BINGO

Solla Guðjóns, 4.3.2009 kl. 12:44

2 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég segi eins og búkolla hlustaðu á hjartað þitt elsku vinur. vonandi færðu hamingjuna aftur en þetta er sorgarsaga sem þú deilir með okkur.

Kristín Katla Árnadóttir, 4.3.2009 kl. 13:05

3 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Tilfiningalega séð var mjög erfitt að skrifa þetta og ég táraðist við færsluna en mér sýnist að hamingjan sé mér ekki hliðholl.

Ég er mjög reikandi og hugsandi en vonandi lagast þetta.

Magnús Paul Korntop, 4.3.2009 kl. 13:15

4 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Þetta var einlæg og hjartnæm færsla Magnús.  Það er erfitt fyrir utanaðkomandi að gefa ráð í svona kringumstæðum og ætla ég því ekki að gera það.  Ég óska þér hinsvegar góðs í þeim ákvörðunum sem þú tekur.  Bestu kveðjur

Sigrún Jónsdóttir, 4.3.2009 kl. 14:48

5 identicon

Maggi horfðu björtum augum á framtíðina - sambandslit eru alltaf erfið - nú styttist í sumarið og fótboltinn byrjar grasið grænkar - lömbin fæðast - og kýrnar fara að spóka sig á túnum bæanda út um allt land - þannig að það er allt bjart framundan

kv

Bjössi (IP-tala skráð) 4.3.2009 kl. 15:15

6 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Þessi sambandsslit hafa sett sitt mark á mig varanlega og mun ég aldrei verða samur eftir.

Magnús Paul Korntop, 4.3.2009 kl. 15:34

7 identicon

Maggi rífa sig upp og horfa björtum augum á framtíðina

kv

Bjössi (IP-tala skráð) 4.3.2009 kl. 15:57

8 identicon

Leiðinlegt að heyra - En vonandi rífur þú þig uppúr þessum ósköpum. Lífið er of stutt til að sóa því!

 Gangi þér allt í haginn!

Aðalsteinn Grímsson (IP-tala skráð) 4.3.2009 kl. 16:29

9 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Það hefur verið mjög erfitt að rífa sig upp úr þessu og það mun taka langann tíma að komast yfir þetta fyrir utan það að ég hef byrgt þetta inn í mér,líka er sálrænt mjög dapurt að foreldrar minnar núverandi skuli nánast afgreiða mig sem glæpamann bara vegna þess sem gerðist í fortíðinni en ég hef aldrei lamið konur en ég veit í raun ekki hvað ég á að gera en vonandi birtir til en eins og ég sagði áður að þá var tilfiningalega erfitt að skrifa þetta.

Ég þakka allar uppörvanir og allt pepp það hjálpar mikið til.

Magnús Paul Korntop, 4.3.2009 kl. 17:26

10 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Taktu einn dag í einu Magnús minn....bara einn dag í einu....hættu að hugsa um það sem var einu sinni...hugsaðu um daginn í dag og það sem þú hefur og horfðu á sjálfan þig í spegli og segðu við hann sem blasir við þér...Ég elska þig :0) og gerðu þetta á hverjum degi og hugsaðu og haldu þér við daginn í dag....knús kveðjur á þig vinur og mundu einn dag í senn :0)

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 4.3.2009 kl. 21:10

11 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Nei Magnús svarið er nei, ég get ekki ýmindað mér að grasið sé grænna hinu megin, í viðbót við það sem aðrir hér á undan eru búnir að hvísla að þér.

 Ég er búinn að upplifa þetta líka og jú þetta er vont við skildum sossum þrisvar, en núna síðast Magnús fór þetta ekki eins ílla í mig enda orðinn vanur, þú getur alveg haldið áfram að hafa samband við tengdaforeldra þína fyrrverandi ef þau hafa ekkert á móti því og þú ættir að skoða mjög vel hvort þín fyrverandi væri til í að halda vinskap ykkar lifandi því að það getur hjálpað þér mjög mikið að heyra í henni og vita um hennar hagi, þetta hjálpaði mér mjög mikið.

Einn dag í einu Magnús og ekki eyða orkunni þinni í að velta þér uppúr því sem ekki verður breytt, þess í stað hugsa jákvætt tala við núverandi konu þína um hvernig þér líður og þið vinnið í því saman.

Það var snjallt af þér að tjá þig hér um þetta sem sagt létta á hjarta þínu og ræða málin fá aðrar hliðar og byrja að byggja upp.

Hlustaðu á hjarta þitt, þetta er vinna.

Gangi þér vel

Högni Jóhann Sigurjónsson, 4.3.2009 kl. 22:16

12 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Við erum nefnilega ágætis vinir og foreldrar hennar líka,það er hinsvegar hvernig að þessu var staðið sem fer í mig.

Magnús Paul Korntop, 4.3.2009 kl. 23:39

13 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Ég skil þig, en býst við því Magnús að nánast allar aðferðir séu slæmar og líklega vestar eru þær, hvernig sem þær eru, þegar maður veit ekki annað enn að allt sé í besta lagi. Það er margt sem við gerum og höldum að við séum að gera það á besta veg en sjáum svo eftir á að við hefðum átt að gera það á annan hátt.

Ef þú tekur öll ráðin hér að ofan og skoðar þau og talar við þína konu um málið og Magnús það er ekkert að því að gráta á meðan þið talið saman og svo vinnið þið ykkur saman út úr þessu.

Það eitt að þú tjáir þig hér segir að þú ert í raun sterkur og fullur vilja til að vinna þig út úr þessu og þú getur það.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 5.3.2009 kl. 09:34

14 identicon

Sæll. Það er gott að þú skildir opna þig svona og ég vona að allt gangi í haginn hjá þér.

En ég má til með að blóta fj**** snjónum. Ég var á árshátíð og datt í spariskónum fyrir utan Broadway vegna hálku sem þar myndaðist. 

Snautaðu snjór!

Leifur Páll (IP-tala skráð) 6.3.2009 kl. 07:16

15 identicon

Leifur, ertu alltaf að fljúga á hausinn?

Aðalsteinn Grímsson (IP-tala skráð) 6.3.2009 kl. 08:42

16 identicon

Gangi þér vel

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 6.3.2009 kl. 09:56

17 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Magnús grasið er ekki grænna hinu megin, og meðan núverandi þykir vænt um þig og þekkir inn á þig, þá er það traust samband, hvað sem foreldrum hennar finnst, enda ertu ekki trúlofaður þeim!!, láttu þau liggja á milli hluta, enda held ég að þau muni sætta sig við þig ef þetta samband heldur.  Traust vinátta og gagnkvæm virðing er besta sambandið, ástin kviknar svo út frá því.  Gangi þér vel vinur minn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.3.2009 kl. 10:44

18 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Magnús! Eins og ég var búinn að taka undir með þeim sem að ofann skrifuðu þá vil ég taka undir með Ásthildi, lestu það vel líka því að þarna eru atriði sem skipta verulega mikklu máli.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 6.3.2009 kl. 11:06

19 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Gangi þér vel Magnús minn .Taktu einn dag í einu ,það er sárt að gang í gegn um svona mál ,en þau leysast alltaf ,af sjálfu sér .

 Kveðja Óla.

Ólöf Karlsdóttir, 7.3.2009 kl. 00:30

20 Smámynd: Guðni Már Henningsson

Stattu þig strákir!!!! Ekkert er óyfirstíganlegt.

Guðni Már Henningsson, 7.3.2009 kl. 13:02

21 Smámynd: Ragnheiður

Þú færð alveg frábær ráð hérna frá frábæru fólki, geymdu þau og lestu þegar þér líður ekki nógu vel. Við verðum fyrir áföllum í lífinu, það er óhjákvæmilegt og við ráðum ekki við það. Það eina sem við ráðum er hvernig við tökumst á við áföllin.

Hafðu það gott kallinn minn.

Ragnheiður , 7.3.2009 kl. 14:50

22 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Magnús þú átt alla mína samúð,en það er sagt einnig hér á undan einn dag i einu/svo kveðjur og góðar óskir/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 7.3.2009 kl. 23:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Korntop

Höfundur

Magnús Paul Korntop
Magnús Paul Korntop

Hér er á ferðinni lífsglaður náungi með sterkar skoðanir og segi ég þær umbúðarlaust,
Mín helstu áhugamál eru sport,söngur en einnig eru mér hugleikin málefni þeirra
sem minna mega sín.

Ég vil taka það fram af gefnu tilefni að ég áskil mér ALLANN RÉTT til að eyða commentum sem innihalda skítkast,eða fjalla ekki um bloggefnið sjálft,verði fólk ekki við þessu verður lokað á commentakerfið.

Spurt er

Hvernig líst þér á komandi vetur?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

33 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • ...ingurinn_eg
  • Ólafur Stefánson.
  • ...lautur_bill
  • ...ngverjaland
  • ...land_415050

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband