Baráttusigur.

Í kvöld fór fram í Austurbergi leikur á milli ÍR og Selfoss og ekki er ofsögum sagt að um furðulegan og farsakenndan leik var að ræða enda margt skrýtið sem gerðist í leiknum.

Í fyrri hálfleik voru Selfyssingar betri aðilinn og leiddu í leikhléi með einu marki 10-11,markvarsla jacek Koval í fyrri hálfleik var í lagi,7 skot(2 víti) en ÍRliðið virtist ekki finna sig í fyrri hálfleik.

Í seinni hálfleik færðist heldur betur líf í leikinn og komu ÍR-ingar til baka í byrjun og jöfnuðu 13-13,en þá skiptu Selfyssingar um gír og breyttu stöðunni í 15-20 og um 15 mín eftir og öll sund virtust lokuð,sóknarleikurinn gekk illa á þessum kafla og voru strákarnir að misnota dauðafæri einn á móti einum.

En þá kom Daníel Thorsteinson í markið í staðinn fyrir Koval og byrjaði á að verja 2 skot á þýðingarmiklum augnablikum og strákarnir unnu boltann í kjölfarið,varnarleikurinn varð betri og sóknin gekk betur og á skömmum tíma breyttist staðan úr 15-20 í 21-21 og allt gat gerst og stutt eftir en þegar um 5 mín voru til leiksloka gerðist uppákoma sem á ekkiáð sjást en ÍR skoraði mark sem allir nema dómarar og tímaverðir sáu og eftir mikla reikisstefnu var markið ekki skráð og Selfoss fór í sókn og skoruðu en viljinn verður mönnum oft að vopni og þegar stutt var eftir komst ÍR yfir 24-23 og sigraði svo leikinn 25-24 en 26-24 samkvæmt mínu blaði og annara en 2 góð stig í hús.

Frammistaða okkar ÍR-inga var ekkert til að hrópa húrra fyrir en markverðirnir voru samtals með 14 bolta varða(Koval 8/2víti varin og Daníel Thorsteinson 6)og skipti innkoma hans sköpum,einnig var Davíð Georgson drjúgur með 13 mörk.

Um Selfyssinga er það að segja að þeir léku vel í 40 mínútur en þeim var hent útaf ótt og títt enda í meira lagi grófir og fengu 3 þeirra rautt og hefðu átt að fá þau fleiri að mínu mati.

ÍR lék einfaldlega illa í þessum leik en að uppskera sigur og leika illa er styrkleikamerki en ÍR fékk 2 stig og ekki grátum við það.
Dómarar leiksins voru vægast sagt slakir og réðu lítið sem ekkert við verkefnið,voru í smáatriðunum allann leikinn en þessum leik vilja þeir áreiðanlega gleyma sem fyrst.

Mörk ÍR:Davíð Georgson 13/8 víti,Sigurjón Björnson 4,Brynjar Steinarson 3,Ólafur Sigurjónson 2,Kristmann Dagson 2,Ísleifur Sigurðson 2.

                                   KV:Magnús Korntop


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Kveðja frá Selfossi.

Ásdís Sigurðardóttir, 13.10.2007 kl. 00:12

2 identicon

Sæll Magnús. Hef kíkt reglulega á síðuna þína og líkar vel það sem ég sé.Fín síðan þín

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 13.10.2007 kl. 11:37

3 identicon

Til hamingju með sigurinn, vona að ykkur gangi vel í 1 deildinni í vetur.

Emil Tölvutryllir (IP-tala skráð) 13.10.2007 kl. 12:08

4 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Góð síðan þín Magnús eigðu góðan dag.

Kristín Katla Árnadóttir, 13.10.2007 kl. 12:17

5 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Mig vantar comment frá ÍR-ingum,leikmönnum og forráðamönnum.

Magnús Paul Korntop, 13.10.2007 kl. 13:00

6 identicon

Þetta er flott grein hjá þér Maggi þú heldur áfram á sömu braut að skrifa  góða pistla um leikinna

Haukur L (IP-tala skráð) 13.10.2007 kl. 20:15

7 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

til hamimgju Maggi.kv.linda

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 13.10.2007 kl. 22:04

8 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

átti  reyndar að vera til HAMINGJU(ekki hamimgju) Maggi.kv.linda

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 13.10.2007 kl. 22:06

9 Smámynd: Katrín Vilhelmsdóttir

Kveðja úr Breiðholtinu, kv Kata

Katrín Vilhelmsdóttir, 13.10.2007 kl. 22:54

10 identicon

Kveðja frá næstum því á Selfossi (bý rétt fyrir utan) Hehe

Bryndís R (IP-tala skráð) 13.10.2007 kl. 22:54

11 Smámynd: Ragnheiður

Ég er ekki leikmaður ÍR en ég var að setja þig á nýja msnið mitt...

Ragnheiður , 14.10.2007 kl. 11:06

12 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Innlitskvitt og hamingjuóskir með sigurinn!

Edda Agnarsdóttir, 14.10.2007 kl. 11:07

13 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Til hamingju með sigurinn.

María Anna P Kristjánsdóttir, 14.10.2007 kl. 23:32

14 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Til hamingju með sigurinn

Ég á marga ættingja á Selfossi

Margrét St Hafsteinsdóttir, 15.10.2007 kl. 01:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Korntop

Höfundur

Magnús Paul Korntop
Magnús Paul Korntop

Hér er á ferðinni lífsglaður náungi með sterkar skoðanir og segi ég þær umbúðarlaust,
Mín helstu áhugamál eru sport,söngur en einnig eru mér hugleikin málefni þeirra
sem minna mega sín.

Ég vil taka það fram af gefnu tilefni að ég áskil mér ALLANN RÉTT til að eyða commentum sem innihalda skítkast,eða fjalla ekki um bloggefnið sjálft,verði fólk ekki við þessu verður lokað á commentakerfið.

Spurt er

Hvernig líst þér á komandi vetur?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 205420

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

33 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • ...ingurinn_eg
  • Ólafur Stefánson.
  • ...lautur_bill
  • ...ngverjaland
  • ...land_415050

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband