Fjölmennt.

Einn er sá skóli í Reykjavík sem hýsir fatlaða nemendur eldri en 20 ára og heitir Fjölmennt(Fullorðinsfræðsla fatlaðra)og hefur aðsetur í Borgartúni 22 en einnig er kennt á Túngötu 7 og þar eru geðfatlaðir nemendur,einnig er Fjölmennt með útibú á Selfossi og Akureyri.

Fjölmennt býður upp á námskeið af margvíslegum hætti allt frá handavinnu til söngs og eru 2 hljómsveitir við skólann,Plútó og Hraðakstur bannaður auk þessara banda eru smærri hópar sem koma fram á tónleikum skólans bæði jóla og vortónleikum en það sem ég ætla að gera hér að umtalsefni er húsnæðisvandi skólans sem er svo sannarlega ærinn og þarfnast Fjölmennt nýs húsnæðis helst í gær.

Þegar ég hóf söngnám í janúar 1999 var skólinn staðsettur í Blesugróf 27 og var alfarið í eigu ríkisins en árið 2001 gerðu Þroskahjálp og ÖBÍ með sér samning þar sem hvort félag átti helmingshlut með föstu framlagi frá ríkinu.

Frá 2003 hefur Fjölmennt verið í Borgartúni 22 og ljóst er að það húsnæði er ALLT OF LÍTIÐ og þörf á nýju húsnæði sem allra fyrst því núverandi húsnæði er fyrir löngu búið að sprengja allt utan af sér, fyrir um 2 árum að mig minnir átti Fjölmennt að fá húsnæði að Grensásvegi 12 en þegar til kom þá var ekki einu sinni byrjað að hreinsa til eftir fyrri starfsemi,húsnæðið var dæmt óhæft og hrakhólar skólans eftir húsnæði héldu áfram og ekki sér fyrir endann á þessum vanda í náinni framtíð,því miður.

Sem nemandi við Fjölmennt hef ég áhyggjur þungar af stöðu mála,sívaxandi nemendafjöldi í svona litlu húsnæði gerir bara illt verra,fjárframlag ríkisins til Fjölmenntar er of lítið enda mikið og gott starf unnið við skólann en viðvarandi húsnæðisskortur setur skólanum þröngar skorður.

Síðasta haust breytti stjórn skólans um kúrs og fékk nú nemandi bara 1 námskeið í stað tveggja áður og er þetta gert til að fleiri komist að og er það glapræði að mínu mati

Eins og ég sagði áðan þá hef ég áhyggjur þungar af stöðu mála og ljóst að leysa þarf úr þessum vanda sem fyrst,t.d vil ég að söngkenslan verði  flutt í hentugra húsnæði þar sem hljómsveitirnar geti æft markvissar án þess að raska annari kenslu en ekki eru allir sammála um það en eitthvað verður að gera það er alveg morgunljóst,ríkið hefur ætíð litið á fatlaða sem 2 og jafnvel 3 flokks persónur því og því viðhorfi þarf að breyta sem skjótast,einnig mætti auka fjárframlög til starfsemi Fjölmenntar verulega.

Fatlaðir hafa alltaf þurft að berjast fyrir sínum málum sjálfir og í þessu máli verður baráttan löng og ströng,þörfin fyrir nýju húsnæði er brýn og því fyrr sem úr rætist því betra,við munum allavega berjast fyrir þessu máli hér eftir sem hingað til.
                              KV:Korntop

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: svarta

Sammála að húnsæði Fjölmenntar er ekki við hæfi. Þið þurfið nýtt hús. Væri hægt að halda styrktartónleika? Eða er það löngu úrhelt fyrirbæri. Gangi þér vel í baráttunni. Kristín Björnsdóttir

svarta, 5.7.2007 kl. 16:30

2 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Það hefur verið rætt um í okkar hópi að halda styrktartónleika en ekkert verið ákveðið ennþá en ég ætla að stinga þessu að Ara og maríu þegar skólinn byrjar en ég hef nokkrum sinnum komið með þessa hugmynd.

Magnús Paul Korntop, 5.7.2007 kl. 17:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Korntop

Höfundur

Magnús Paul Korntop
Magnús Paul Korntop

Hér er á ferðinni lífsglaður náungi með sterkar skoðanir og segi ég þær umbúðarlaust,
Mín helstu áhugamál eru sport,söngur en einnig eru mér hugleikin málefni þeirra
sem minna mega sín.

Ég vil taka það fram af gefnu tilefni að ég áskil mér ALLANN RÉTT til að eyða commentum sem innihalda skítkast,eða fjalla ekki um bloggefnið sjálft,verði fólk ekki við þessu verður lokað á commentakerfið.

Spurt er

Hvernig líst þér á komandi vetur?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 205420

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

33 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • ...ingurinn_eg
  • Ólafur Stefánson.
  • ...lautur_bill
  • ...ngverjaland
  • ...land_415050

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband