Skandall.

Héraðsdómur Reykjavíkur.Ja hérnahér,þá er enn einn skandallinn í nauðgunardómum kominn í ljós en Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði erlendann mann af ákæru um nauðgun þrátt fyrir að áverkar á konunni sýndu ótvírætt að um nauðgun hefði verið að ræða.

Nú hjálpaði það ekki til að konan var drukkin þegar þessi verknaður á að hafa gerst og mundi því ekki alla málavexti en málfluttningur konunnar var að öðru leyti mjög góður en ég spyr í framhaldinu:
Ef koma upp gloppur eða veilur í málfluttningi fólks eins og gerist í þessu tilfelli eiga þá ekki gögn lækna á bráðadeild Landsspítala að vega þyngra?

Eins og ég hef oft bent á í þessum reiðibloggum mínum um dómskerfið á íslandi þá held ég að tími sé nú kominn til að stokka upp þetta ónýta dómskerfi og koma okkur inn í nútímann,því fyrr-því betra.
                                 KV:Korntop


mbl.is Sýknaður af ákæru fyrir nauðgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Signý

Allar gloppur og veilur í málflutningi fólks er látið falla þeim ákærða í hag, þar sem að það er kominn vafi í frásögnina strax og maður man ekki hlutina. Gerir mann brjálaða....

Signý, 5.7.2007 kl. 17:59

2 identicon

Hefði þá kannski ekki verið klókt af Lögreglu að boða hana í skýrslutöku eitthvað fyrr en 10 dögum eftir að atburðurinn átti sér stað?

Indriði (IP-tala skráð) 5.7.2007 kl. 18:03

3 Smámynd: Ragnheiður

Góður pistill Maggi, afar góður og alls ekki of harðorður

Ragnheiður , 5.7.2007 kl. 18:44

4 identicon

REKUM DÓMARANA! Þeir eru jú í vinnu hjá okkur.

Hægt er að senda póst á

heradsdomur.reykjavikur@tmd.is

hér fyrir neðan eru mín mótmæli:

Til þess er málið varðar:

Ég mómæli hér með eindregið og afdráttarlaust úrskurði í máli Héraðsdóms Reykjavíkur, þann 5. júlí 2007 í máli nr. S-839/2007:

Ákæruvaldið

(Hulda Elsa Björgvinsdóttir fulltrúi)

gegn

A

(Sveinn Andri Sveinsson hrl.)

Mér blöskrar niðurstaða dómsins svo að ég óska eindregið eftir því að dómarar í málinu verði settir af og fái ei setu í Héraðsdómi Reykjavíkur aftur. Mér þykir það augljóst að þau hafa enga getu eða dug til að dæma í þessu máli og til þess að koma í veg fyrir önnur afglöp í starfi, finnst mér það eina rétta í málinu að víkja þeim frá.

Drífa Ármannsdóttir

kt. 110274-5059

Drífa Ármannsdóttir (IP-tala skráð) 5.7.2007 kl. 18:48

5 Smámynd: svarta

Maður er bara orðlaus

svarta, 5.7.2007 kl. 19:33

6 Smámynd: Þarfagreinir

Þetta er hræðilegur dómur, hvernig sem á það er litið.

Það er löngu orðið ljóst að það þarf að endurskoða nauðgunarlöggjöfina hérna, og lögreglan mætti alveg bæta sig; taka skýrslur miklu fyrr, eins og Indriði bendir á.

Þarfagreinir, 5.7.2007 kl. 19:43

7 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Það liggur við að þetta væri svipað og ef einver myndi ræna banka og slippi við dóm vegna þess að eingin í bankanum sagði ; Þú mátt þetta ekki.

Georg Eiður Arnarson, 5.7.2007 kl. 23:55

8 Smámynd: K Zeta

Ég las dóminn í heild sinni og það eru svo mörg göt að dómarar hafa lítið val nema sýkna.  Réttarkerfið er nú þannig að það verður að vera sönnun á broti til að hægt sé að dæma menn í fangelsi.  Ef við léttum á sönnunarbyrðinni þá verðum við að spyrja okkur hversu marga saklausa við viljum setja í fangelsi til að ná fleiri sekum?  Eigum við ekki öll drengi eða frændur sem við viljum ekki ranglega dæmda?

K Zeta, 5.7.2007 kl. 23:59

9 identicon

Sammála Zeta. Dómararnir verða af fylgja lagabókstafnum. Styð þennan dóm heilshugar.

Emil Ólafsson (IP-tala skráð) 7.7.2007 kl. 12:57

10 Smámynd: Þarfagreinir

Ég á engan frænda sem hefur ráðist inn á ókunnuga konu á kvennaklósetti með þeim hætti sem lýst er í dómnum, svo ég viti, Zeta ... veit ekki með þig.

Þarfagreinir, 11.7.2007 kl. 15:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Korntop

Höfundur

Magnús Paul Korntop
Magnús Paul Korntop

Hér er á ferðinni lífsglaður náungi með sterkar skoðanir og segi ég þær umbúðarlaust,
Mín helstu áhugamál eru sport,söngur en einnig eru mér hugleikin málefni þeirra
sem minna mega sín.

Ég vil taka það fram af gefnu tilefni að ég áskil mér ALLANN RÉTT til að eyða commentum sem innihalda skítkast,eða fjalla ekki um bloggefnið sjálft,verði fólk ekki við þessu verður lokað á commentakerfið.

Spurt er

Hvernig líst þér á komandi vetur?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

243 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • ...ingurinn_eg
  • Ólafur Stefánson.
  • ...lautur_bill
  • ...ngverjaland
  • ...land_415050

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband