Uppgjör.

Sælt veri fólkið,þá er íslandsmótinu í handbolta lokið og eru Valsmenn íslandsmeistarar,til hamingju með það Valsmenn.

En tímabilið hjá okkur ÍR-ingum var erfitt og það vissu menn svosem fyrir mót,það var nýtt keppnisfyrirkomulag með 3 umferðum og það lið sem flest stig fengi yrði íslandsmeistari en 2 lið myndu falla og er það hátt hlutfall miðað við 8 liða deild að 25%liða skuli falla,við ÍR-ingar misstum hálft byrjunarliðið og eftir stóðu ungir strákar sem setið höfðu á bekknum en þurftu nú að taka ábyrrgð og svo sannarlega gerðu þeir það því þegar á heildina er litið munaði alveg grátlega litlu að við værum uppi á meðal þeirra bestu,tapleikur gegn HK sem átti að fara jafntefli og Stjörnuleikurinn þar sem við vorum með unninn leik en töpuðum honum,fleiri leiki mætti nefna til en ég kýs að sleppa þeim,en reynslan sem menn fengu var mikil og ekki má gleyma Þjálfurunum,Ella Ísfeld og Hrafni Margeirssyni,2 reynsluboltar sem miðluðu af þekkingu sinni svo um munaði.

Hvað tekur við?

 ÍR er ekki meðal þeirra bestu og ljóst að ekki tjáir að gráta Björn bónda heldur safna liði og sigla skútunni upp í Úrvalsdeild eins hratt og örugglega og kostur er,núverandi leikmenn þurfa að sýna þann styrk og karakter að vera áfram í félaginu en ekki flýja sökkvandi skip þá verður þetta bara erfitt því við áföll eins og þetta þroskast menn og verða betri leikmenn,
Ég man þá tíð fyrir um 20 árum þegar við ÍR-ingar rokkuðum á milli deilda,engum datt þá í hug að fara í burtu heldur tóku menn höndum saman og komu liðinu upp aftur og þannig á það að vera í dag,handknattleiksdeildin samanstendur af samhentu fólki sem vinnur gott og óeigingjarnt starf í þágu félagsins,einnig eru stjórnarmenn og starfsmenn gegnheilir ÍR-ingar sem unna félaginu hvað sem á bjátar.ég ætla því að gerast svo djarfur að skora á hvern og einn leikmann að hugsa sig tvisvar um áður en hann  flýr hið sökkvandi skip,því ábyrggð leikmanna er mikilog ættu núverandi leikmenn að sjá sóma sinn í að halda áfram amk eitt tímabil og koma handknattleiksliði ÍR aftur þangað sem það á heima meðal þeirra bestu,nóg er af ungum leikmönnum og þeirra tími kemur.

Næsta tímabil verður skemmtilegt en um leið erfitt það gera allir ÍR-ingar sér vonandi grein fyrir,það verður áfram spilaður handbolti í ÍR þrátt fyrir þetta áfall nú,tökum höndum saman, brettum  upp ermar og vinnum að því að spila á hæsta level keppnistímabilið 2008-2009 þegar nýtt íþróttahús verður vígt í Mjóddinni,
                    Áfram ÍR.
                  kv:Magnús Korntop

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þið rífið þetta bara upp ÍR ingar!!!! Mér finnst súrast að þurfa að óska Emil til hamingju með titilinn () En öðrum Valsmönnum óska ég innilega til hamingju með titilinn þið eruð vel að honum komnir !!!

Alvilda Gunnhildur Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 23.4.2007 kl. 11:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Korntop

Höfundur

Magnús Paul Korntop
Magnús Paul Korntop

Hér er á ferðinni lífsglaður náungi með sterkar skoðanir og segi ég þær umbúðarlaust,
Mín helstu áhugamál eru sport,söngur en einnig eru mér hugleikin málefni þeirra
sem minna mega sín.

Ég vil taka það fram af gefnu tilefni að ég áskil mér ALLANN RÉTT til að eyða commentum sem innihalda skítkast,eða fjalla ekki um bloggefnið sjálft,verði fólk ekki við þessu verður lokað á commentakerfið.

Spurt er

Hvernig líst þér á komandi vetur?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

33 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • ...ingurinn_eg
  • Ólafur Stefánson.
  • ...lautur_bill
  • ...ngverjaland
  • ...land_415050

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband