Færsluflokkur: Bloggar

Deja vú staða.

Er enn veikur og rúmliggjandi en "stalst"í 10-11 til að kaupa drykkjarvörur og ég get svarið það að ég fékk nærri því aðsvif enda viðbrigði að fara út í svona kulda þó ekki væri hann mikill en þetta sýnir meira en nokkuð annað að betra er að fara varlega á þessum árstíma.

Ég geri mér fullkomna grein fyrir því að þessi búðarferð gæti seinkað batanum en ef enginn getur farið fyrir mig að þá neyðist maður til að fara sjálfur og þá verður maður líka að taka afleiðingunum en einhverjar verða.

ef ég hefði ekki tölvuna hérna þá væri ég örugglega búinn að gera alla brjálaða með símhringingum,sms-um eða bara orðinn geðveikur.

Ætla að benda á góða skoðanakönnun hjá Jens Guð um besta íslenska popp/rokklagið en sú könnun er geysivel unnin og mörg góð lög að velja úr.

Ég vil bjóða nýja bloggvini velkomna hingað og vonandi eigum við góðar rökræður í commentakerfinu en ég hef eignast heila 6 bloggvini á s.l 2 dögum enn bloggvinir mínir eru mergjaðir og gaman að lesa bloggin þeirra og sum eru ótrúlega fyndin enda nánast það eina sem ég geri í þessum veikindum ef ég ligg ekki er að lesa blogg bloggvina.

En nóg komið í bili-meira síðar-farið varlega elskurnar mínar.
                                               KV:Korntop


Ævisaga Guðna Ágústssonar.

Út er að koma hjá bókaforlaginu Veröld ævisaga Guðna Ágústssonar formanns Framsóknarflokksins ef höfundur bókarinnar er Sigmundur Ernir Rúnarson fréttastjóra Stöðvar 2 með meiru.

Örugglega mun kenna ýmissa grasa í þessari bók enda Guðni litríkur persónuleiki og hefur m.a gengt ráðherraembætti.

Eitt er víst,ég verð að komast yfir hana þessa,það er alveg klárt.
Útgáfutími ævisögu Guðna Ágústssonar er í nóvember.
Meira síðar-farið varlega elskurnar.
                                       KV:Korntop


mbl.is Ævisaga Guðna Ágústssonar gefin út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvenær lærir fólk?

Hvenær ætlar fólk að hætta að keyra um eins og bavíanar án þess að valda slysum?

Það er eins og ökumenn landsins haldi að þeir séu fljótari í förum með að keyra of hratt.

Hér í Arnarbakkanum eru menn teknir á tvöföldum leyfilegum hraða og rúmlega það(70 og 68)en hámarkshraði er 30 km og að keyra Hvalfjarðargöngin er nú bara tóm della,engin furða þó banaslysin eru jafnmörg og raun ber vitni.

Gerum eitthvað rótækt til að stöðva þennann hraðakstur áður en það er um seinann.
HRAÐAKSTUR ER STRNGLEGA BANNAÐUR.
                                          KV:Korntop


mbl.is Sviptir ökuleyfi fyrir hraðakstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég er á móti stríðsrekstri.

Ég vil vegna færslunnar um Myanmar(Búrma)koma á framfæri eftirfarandi:

Það sem ég átti við er að Myanmar er spilltasta land í heimi samkvæmt ÖLLUM könnunum og mannréttindi fótum troðin,ég er þeirrar skoðunnar að refsiaðgerðir Bandaríkjanna eða SÞ skili engu,herforingjastjórnin undir stjórn Than Shwe fer sínu fram eftir sem áður og setur Aung San Suu kyi í stofufangelsi til að hún spilli ekki fyrir en að mínu mati er hún rétt kjörin sigurvegari í seinustu kosningum þar í landi en herforingjunum líkaði ekki úrslitin og settu hana í stofufangelsi.

Nú nýverið efndu munkar til fjöldamótmæla  í Yangoon(áður Rangoon)höfuðborg Myanmar en eftir nokkra daga gekk her og lögregla milli bols og höfuðs á mótmælendum og sögðust ekki líða neitt andóf.

Síðan gerist það að sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna(Ibrahim Ghambiri)fer til landsins og ræðir við leiðtoga stjórnarandstöðunnar í tvígang og þess á milli við Than Shwe sem samþykkir fund með Suu Kyi en með þeim skilyrðum þó að hún samþykki ekki refsiaðgerðir og láti af andófi gegn stjórnvöldum,enginn veit hvenær þessi fundur verður.

Ég stakk upp á því að Bandaríkin réðust inn í landið til að koma herforingjastjórninni frá og koma stjórnarandstöðunni að og taldi og tel enn að þeir geti það fyrst þeir réðust inn í Afghanistan og Írak án sýnilegs árangurs en ljóst er að það verður að koma hernum frá völdum í Myanmar með einhverjum hætti.

Ég er algerlega á móti stríði hvort sem það sé í Írak,Afghanistan eða annarsstaðar og fordæmi allt slíkt en kaninn blessaður er nú þannig þenkjandi að skipta sér af mannréttindum annarsstaðar en gleyma sínum eigin þegnum en leikur alheimslögreglu þegar það á við.

Mannréttindarbrot hvar þau eru framin verður að stöðva sama hvað það kostar en innrás erlendra herja í Myanmar á að vera algert neyðarúrræði.

það sjá allir sem það vilja sjá að stríðið í Írak hefur gersamlega mistekist og ætti að kenna George Bush og hans líkum að ráðast ekki inn í önnur lönd nema hafa einhverjar haldbærar sannanir fyrir eins og í þessu tilfelli gereyðingarvopnum og þó hafði Hans Blix farið nokkrar ferðir til Íraks til að skoða og var viss um að ekkert var af vopnum,ég held að aðalástæðan fyrir þessari innrás hafi verið að komast yfir olíuna sem þarna er.

Ég vona að ástandið í Myanmar lagist og friðsamleg lausn finnist sem allra fyrst en semsagt ég fordæmi allann stríðsrekstur í heiminum og vonast eftir að þjóðir heims geti lifað saman í sátt og samlyndi.

En nú er mál að linni-meira síðar.
                                        KV:Korntop


Enn veikindi.

Ekkert nýtt að frétta svosem af mér nema að enn er ég rúmliggjandi en ætla þó að stelast út í búð að versla aðeins inn,sérstaklega drykkjarvörur en fyrir utan það eru alger rólegheit,það besta í þessu er að bölvað kvefið er ekki komið enn og allar líkur á að ég losni við það en ekki ætla ég að fagna of snemma.

Er hálfhissa yfir að enginn skuli commenta á seinustu færslu,kanski er fólk vant mannréttindarbrotum í þessum heimshluta og er ekki mikið að kippa sér upp við það en þetta land á sér algera sérstöðu ásamt Zimbabwe(áður Rhódesía)

Ámorgunn er bikarúrslitaleikur FH og Fjölnis á Laugardalsvelli kl 14(2)og spái ég 3-1 fyrir FH.

Annars blogga ég meira kanski síðar í kvöld en hafið það gott í kvöld elskurnar.
                                KV:Korntop


Myamar,land spillingar.

Þá er það komið í ljós að Than Shwe æðsti maður herforingjastjórnarinnar í Myamar(áður Búrma)hefur loksins fallist á viðræður við Aun San Suu Kyi leiðtoga stjórnarandstöðunnar þar í landi.

Allt er nú þetta gott mál og blessað en aðvitað þurfti að setja skylirði fyrir fundinum sem felast m.a í því að hún sé ekki með refsiaðgerðum og sýni stjórninni meiri auðmýkt,það var og.

Þetta land er það spilltasta í heimi og að mínu mati ættu bandaríkjamenn að ráðast inn í landið og koma hernum frá(Þeir gátu ráðist á Írak)hví þá ekki Myamar?
Það þarf eitthvað að gerast þarna til að mannréttindi komist á en kanski tekst það aldrei.
                                   KV:Korntop


mbl.is Leiðtogi Búrma fellst á viðræður við Aung San Suu Kyi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Upp fer húsið á endanum.

Verktakar sem eru að reisa tónlistarhúsið við höfnina eru aðeins á eftir áætlun en upp fer það á endanum,þeir hafa 2 ár til að klára verkið.
                                                    KV:Korntop


mbl.is Tónlistarhúsið að komast upp úr jörðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn veikindi.

Já enn er ég veikur og það herðist bara,kvefið þó ekki komið en þessi pest er árleg og það er sama hvað ég geri,ég losna ekki undan henni en ég ligg bara fyrir og reyni að fá mig góðann því ég ætla sko ekki að missa af Þroskahjálparballinu 13 október en til þess þarf að nota höfuðið og fara vel með sig.

Er ég ekki annars nokkuð mikill vælari?

Blogga eitthvað bitastætt við tækifæri svo ég fái um 100 commentLoL
Meira síðar elskurnar,farið vel með ykkur,það ætla ég að gera.
                                           KV:Korntop


Haustpest og fleira.

Hvað haldið þið?Haldið þið ekki að ég sé kominn með pest enn einu sinni svona á haustin,þetta lýsir sér í hausverk,hósta og hnerra,bíð bara eftir að kvefið komi líka og alltaf þegar ég fæ þennann viðbjóð þá er ég rúmliggjandi allavega í viku-10 daga en ég ætla að taka því rólega næstu 3-4 daga og reyna að fá mig góðan.

Seint í gærkvöldi átti ég aldeilis skemmtilegt samtal við Ragnheiði bloggvinkonu og var sérlega skemmtilegt að tala við hana um allt milli himins og jarðar og það var eins við hefðum þekkst  í mörg ár og urðum við margs vísari hvort um annað enda ræddum við saman í nokkra tíma og tíminn bara flaug áfram.

En nú er mál að linni í bili en þeir sem vilja tala við mig á msn þá er slóðin kraftakall@gmail.com
                                           KV:Korntop


Framsókn grætur.

Jæja,þá er Framsóknarflokkurinn byrjaður sinn vanalega söng í stjórnarandstöðu þar sem allt er að fara til fjandans í íslensku samfélagi og fer Guðni Ágústson þar fremstur í flokki enda formaður flokksins.

Heyriði mig nú,þessi flokkur var við völd í 12 ár og hefur allann þann tíma til að breyta hlutunum og gera eitthvað en gerðu það ekki og koma nú í upphafi þings og væla og vola yfir því að allt sé hér á heljarþröm.

Ég veit ekki með ykkur en þetta kalla ég að henda steinum úr glerhúsi,hvað finnst ykkur?
                                        KV:Korntop


mbl.is Guðni Ágústsson varar við þenslu í atvinnulífinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Korntop

Höfundur

Magnús Paul Korntop
Magnús Paul Korntop

Hér er á ferðinni lífsglaður náungi með sterkar skoðanir og segi ég þær umbúðarlaust,
Mín helstu áhugamál eru sport,söngur en einnig eru mér hugleikin málefni þeirra
sem minna mega sín.

Ég vil taka það fram af gefnu tilefni að ég áskil mér ALLANN RÉTT til að eyða commentum sem innihalda skítkast,eða fjalla ekki um bloggefnið sjálft,verði fólk ekki við þessu verður lokað á commentakerfið.

Spurt er

Hvernig líst þér á komandi vetur?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

104 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • ...ingurinn_eg
  • Ólafur Stefánson.
  • ...lautur_bill
  • ...ngverjaland
  • ...land_415050

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband