Færsluflokkur: Bloggar

Ferðasaga.

Sælt veri fólkið,þá er komið að því að segja ferðasöguna brá bandaríkjunum en af nógur er að og verður stiklað á stóru eða því helsta sem gerðist í þessari frábæru ferð,njótið vel.

Ég lagði af stað þann 29 nóvember með leigubíl á BSÍ og tók flugrútuna á flugstöð Leifs Eiríksonar og var kominn þangað um 2 leytið,var snöggur í gegnumlýsingunni enda enginn á undan mér svo að þegar henni var lokið hafði ég 3 klst fyrir sjálfan mig en gerði þó ekkert annað en kaupa íslenskr nammi handa fólkinu úti og vatn handa mér að drekka.

Kl 5 fór vélin í loftið og tók flugið um 6 klst,eftir að lent var á BWI flugvellinum í Baltimore tók við þetta venjulega vegabréfaskoðun í tvígang og svo hitti ég pabba og Carolyn sem tóku á móti mér og nú tók við 5 tíma keyrsla til Elkins í V Virginíufylki.

Þegar komið var heim til þeirra um miðnætti að þeirra tíma(Ísland er 5 tímum á undan)var ég svo þreyttur að ég hafði vart orku til að koma töskunum upp stigann en það hafðist með herkjum og eftir það var farið að sofa og svaf ég í 13 klst en í raun tók það mig 2-3 daga að jafna mig eftir ferðalagið.

Þann 2 des var farið í messu í einni af baptistakirkjunum í bænum en þær eru nokkrar í Elkins en söfnuðurinn er frekar lítill(ca um 30 manns bæði svartir og hvítir og er presturinn sérstaklega góður og fyndinn ræðumaður),síðar um daginn var sérstök þakkargerðarmáltíð til að ég fengi að upplifa eina slíka en þetta var í fyrsta sinn var á slíkri máltíð og samanstóð af kalkún og ýmsu meðlæti.

Næstu dagar fóru í afslöppun og horfa á bæði NFL og College fótbolta auk ýmissa leikja á gsn leikjastöðinni,einnig létu þau mig opna nokkra pakka því í þeim voru föt sem þau höfðu pantað úr King size og pössuðu þau öll,ég pantaði mér líka smávegis m.a leðurjakka sem kostaði á endanum um 35 dollara en ég fataði mig algerlega upp í ferðinni.

Þann 7 des var komið að hápunkti ferðarinnar þegar ég,pabbi og Larry lögðum af stað til Washington DC til að sjá NBA leik á milli Washington Wizzards og Phoenix suns í Verizon Center sem Phoenix unnu örugglega en bara það að vera á staðnum var mikil og sterk upplifun og klárt mál að ég reyni að komast á annann leik seinna.

Þann 10 des var haldið til Clarksburg að kaupa jólagjafir og keypti ég allar gjafirnar á hlægilegu verði enda verðlagið í bandaríkjunum með afbrigðum hlægilegt og eftir verslunarferðina var haldið á Chinabuffet að raða í sig góðum mat en ekki í fyrsta sinn sem ég kom þarna inn.

12 des var jólatrénu smellt upp og öllu skrauti bæði inni og úti það eina sem mér finnst við skreytingar kanans er hversu mikið er af hvítum ljósum en inn á milli sá maður glitta í blandaða liti eins og við þekkjum héðan en þeir skreyta mikið úti og sumir í óhófi.

Fór á jólasýningu í lest og fór öll familían og fjallaði sýningin um þegar Crinch stal jólunum og skemmtu allir sér mjög vel þó mér hafi fundist hún svona lala,einnig var farið á sýningu í American Mountain Theatre og var hún mjög góð.

Undirbúningur jólanna í bandaríkjunum er ekkert ósvipaður og hér en - stress,það er akkúrat ekkert stress hjá kananum eitthvað sem við gætum lært af þeim.

23 des var farið í kirkju og svo kom familían í mat til pabba og fékk skinku og með því og svo var setið og spjallað,einnig fékk ég eina gjöf  frá pabba og Carolyn en það var digitalmyndavél og tók smátíma að læra á hana en kann það núna og verður myndum skotið inn við tækifæri.

Á Aðfangadag var farið til Chad í veislu og fengum við tortillur ofl,á jóladag var svo stór dagur eðlilega en við vorum komin til Donnu og Larry um hálftíu að morgni til að opna pakkana og borða morgunmat og er ákveðin regla á hlutunum,fyrst opna hundarnir og stelpurnar sína pakka,svo er borðað og svo opnum við fullorðna fólkið okkar pakka og kenndi ýmissa grasa í þeim,síðan var haldið heim en aftur vorum við komin um kvöldið í kvöldmat en þá var borðað spaghetti eitthvað annað en maður er vanur hér en svona er þetta hjá minni familíu.

Síðasti dagurinn fór í að pakka og gera klárt og þann 27 var keyrt til Baltimore og þar kvaddi ég pabba og Carolyn með söknuði en eftir situr minningin um lærdómsríka ferð og skemmtilega þrátt fyrir veikindi í upphafi ferðar en heim kom ég í 10 stiga frost en þessi ferð verður varðveitt í minningunni.

                                 KV:Korntop

 

 

 

 


Blogg á ný.

Jæja kæru bloggvinir og aðrir lesendur,þá er komið að því að blogga á ný eftir um viku frí vegna þreytu og annara mála en nú verður hafist handa á ný og verða fyrstu 2 bloggin ,ferðasagan og annálar,bæði það sem gerðist í fréttum og líka í mínu persónulega lífi og er af nógu að taka en fylgist með,sjón er sögu ríkari.

                        KV:Korntop


Kominn heim.

Sæl öll.

Þá er maður nú kominn heim úr þessari frábæru ferð til bandaríkjanna og er ekki ofsögum sagt að ég lærði heilmikið í þessari ferð og klárt mál að ég hefði ekki viljað missa af þessari ferð.

Hápunkturinn var að sjálfsögðu NBA leikurinn sem ég fór á og þvílík upplifun,VÁ!!!

Lenti í Keflavík kl 6´10 en það var 40 mínútum á undan áætlun og var flugið gott,tók 4 tíma og 50 mínúturen áður hafði ég  ekið frá Elkins V Virginíu til Baltimore og sá akstur tók 5 tíma en ég er kominn heill heim og það er fyrir öllu.,ferðasagan kemur fljótlega,kanski á morgunn.

 

Þakka allar kveðjurnar og vináttuna sem þið sýnduð mér með öllum commentunum,þið eruð æðisleg.

            KV:Korntop


Gledileg jol.

Eg oska bloggvinum minum,odrum lesendum svo og landsmonnum ollum gledilegra jola og faraeldar a komandi ari.

                       Magnus Korntop


UPPLIFUN!!!!!!!

Jaeja,tha er madur kominn til baka af leiknum og thvilik upplifun thetta var,vid logdum af stad i gaer fra Elkins Vestur Virginiu,eg,pabbi og Larry a bilnum hans Larrys en Chad komst ekki med okkur sokum veikinda.

Vid okum til Moorfield,bordudum thar og heldum svo afram til Manasas thar sem vid gistum,kl 4;30 heldum vid af stad a leikinn sem byrjadi kl 7 i Verizon Center hollinni og fengum vid frabaer saeti svo vid saum mjog vel.

Leikurinn sjalfur var aldrei spennandi thvi Phoenix voru klassa betri allann timann og leiddu allann leikinn en stadan i leikhlei var 60-55 fyrir suns.

3. leikhluti  var svo alger eign Phoenix og hittu their nanast ur ollum skotum sinum og atti wizzards engin svor vid godum leik suns og eftir 3 leikhluta var stadan 100-76 fyrir gesina i suns enda var formsatridi ad klara leikinn og lauk honum 122-107 fyrir suns.

Mig skortir eiginlega lysingarord til ad lysa thessari miklu upplifun en ordid gedveikt gaman a kanski best vid.

Eftir leikinn forum ad borda og svo a Super 8 hotelid og okum svo heim i morgunn en eg gleymdi ohreinu fotunum i herberginu svo vid thurftum ad snua vid en shit happens.

Thessi ferd var mikil upplifun eins og eg sagdi og alveg klart ad eg stefni a annann leik i nba i framtidinni ef gud lofar en nu er ad horfa college og nfl fotboltann i dag og morgunn en nu er nog komid i bili.

Thar til naest farid vel med ykkur elskurnar,thad geri eg.

                               KV:Korntop

 


Frettir af kallinum.

Sael oll,hef verid ad berjast vid hostakost seinustu daga og hef verid med slaemann hausvverk i dag og legid fyrir bara en thetta lidur hja,thad er a kristaltaeru.

Amorgunn forum vid 4,eg,pabbi,Larry og Chad til DC ad sja leik i NBA milli Washington Wizzards og Phoenix Suns og thid getid rett ymindad ykkur hvad eg hlakka til enda sed marga leiki heima live en ekkert jafnast a vid ad vera a stadnum og aetla eg ad njota thessarar ferdar i botn,thad getid thid hengt ykkur uppa.

Hef pantad mer fot i gegnum King Zise og hef sloppid otrulega vel med verdid thi i kaupunum er ledurjakki ofl sem ekki er haegt ad fa heima nema a randyru verdi.

Eg blogga naest thegar eg kem til baka fra DC og tha faid thid skyrslum thad hvernig ferdin gekk og hvernig upplifun leikurinn var.

En thar til naest farid vel med ykkur elskurnar,thad geri eg.

                          KV:Korntop


Bandaríkin,here I come.

Jæja bloggvinir og lesendur góðir,þá eru ekki nema 7 tímar í brottför til bandaríkjanna en flugvélin með mig innanborðs fer í loftið kl 16´55 og er lening í Baltimore kl 23´15(18´15 að þeirra tíma) og er ekki laust við að töluverður spenningur sé í gangi(Mér líður eins og litlum krakka að bíða eftir jólunum)og verður mikið gert sér til skemmtunnar í þessari mánaðarlöngu ferð,t.d verður farið á leik í NBA í körfubolta(Washington Wizzards-Phoenix Suns),farið í messu í baptistakirkju,verslað og margt fleira.

Ég mun blogga meðan ég er úti eins mikið og við verður komið en dagskráin er þétt ogskemmtileg en einnig hlakka ég til að sjá hvernig undirbúningur jólanna fer fram en þeir halda bara uppá 25 des svo að upplifunin verður skrýtin en þroskandi,en ég fer út ekki bara til að hitta pabba heldur einnig til að þroska mig og upplifa önnur jól en ég hef gert í 41 ár auk þess sem ég fá snjó á jólunum en ekki hefur verið mikið um hann hér hjá okkur undanfarin 5 ár,eilíf rigning alltaf.

Ég óska bloggvinum mínum og lesendum öllum góðs undirbúnings jólanna og skemmtilegs desembermánaðar með öllu því sem honum fylgir,einnig óska ég öllum gleðilegra jóla.

Ég kem svo aftur 28 desember og sýni ykkur fljótlega eftir það myndirnar sem teknar verða í ferðinni.

En hafið það gott ekskurnar og farið vel með ykkur.

                  KV:Korntop


Fjöryrkjar hittu Félagsmálaráðherra.

Í morgunn hittust Fjöryrkjar á Kaffi parís í létt spjall og um kl hálf 12 hittum við hæstvirtan Félagsmálaráðherra Jóhönnu Sigurðardóttur og afhentum henni undirskriftarlistann sem gekk á bloggsíðu Ásdísar og 4300 manns skrifuðu undir en ljóst er að gera þarf mikinn skurk í málum örorku og ellilífeyrisþega.

Mætt voru:Ásdís,Heiða,Ingunn,Arna,Linda,Ragnhildur og undirritaður í góðum gír,og mæli ég eindreigið með því að við hittumst oftar og gerum eitthvað skemmtilegt.

Einnig finnst mér spurning hvort Baráttusamtökin Fjöryrkjar verði ekki endanlega stofnuð og stofnfundur ákveðinn fljótlega og litist mér á annaðhvort Ásdísi eða Heiðu sem formanmn samtakanna en ég myndi eigna mér hugmyndina að formlegri stofnun félagsins,ljóst er að fleiri eru í sömu sporum og við og því ekki vanþörf á að við látum í oss heyra,hvernig líst ykkur annars á þessa hugmynd stelpur?

En vonandi hitti ég þessar Fjöryrkjaskvísur sem oftast,getum skiptst á um að hittast og spjallað um eitt og annað,alla vega langar mig að kynnast þeim stöllum sem voru þarna í morgunn betur.

Nú er boltinn farinn að rúlla og látum hann ekki stöðvast strax,baráttan fyrir auknu réttlæti okkur til handa er hafin fyrir alvöru.

              KV:Magnús Korntop Fjöryrki.


Fjöryrkjar hitta félagsmálaráðherra hæstvirtan .

Í fyrramálið kl 11´30 í Hafnarhúsinu 4 hæð, fjöryrkjar ætla að hittast á Kaffi París kl 10 og þramma síðan til fundar við Jóhönnu.

Vonast til að sjá mikið af blaða og fréttamönnum á þessum viðburði en sjáumst semsagt í fyrramálið fjöryrkjar góðir og stöndum saman í eitt skipti fyrir öll.

                         KV:Korntop Fjöryrki.


Blessun.

Þar sem ég hef verið góður og spakur á bloggsíðunni undanfarið hefur verið ákveðið að ég skuli vera blessaður um eilífð og megi hönd hins alvalda guðs vaka yfir mér og bloggsíðu minni um aldir alda,mér þykir vænt um ykkur hjörðin mín.

                       KV:Korntop hinn blessaði.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Korntop

Höfundur

Magnús Paul Korntop
Magnús Paul Korntop

Hér er á ferðinni lífsglaður náungi með sterkar skoðanir og segi ég þær umbúðarlaust,
Mín helstu áhugamál eru sport,söngur en einnig eru mér hugleikin málefni þeirra
sem minna mega sín.

Ég vil taka það fram af gefnu tilefni að ég áskil mér ALLANN RÉTT til að eyða commentum sem innihalda skítkast,eða fjalla ekki um bloggefnið sjálft,verði fólk ekki við þessu verður lokað á commentakerfið.

Spurt er

Hvernig líst þér á komandi vetur?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

106 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • ...ingurinn_eg
  • Ólafur Stefánson.
  • ...lautur_bill
  • ...ngverjaland
  • ...land_415050

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband