26.1.2009 | 17:25
Dánarfregnir og jarðarfarir.
Ríkisstjórnin lést í dag,banamein hennar var gunguháttur og óstjórn.
Jarðarförin verður auglýst síðar,blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeir sem vilja minnast hennar er bent á Davíð Oddsson.
En enn og aftur koma spádómar mínir fram en ótrúlegt hvað allt er að rætast í spádómum sem var í upphafi bara til gamans gert en nú fagnar þjóðin og njótum þess.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
25.1.2009 | 22:10
1-10.
Nú riðar Ríkisstjórnin til falls og hefur í raun verið slegin í gólfið í hnefaleikahringnum og dómarinn byrjaður að telja niður.
Semsagt:Eins og í hnefaleikunum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
25.1.2009 | 09:02
Höfuð lagt í bleyti.
Er að spá í að fara í framboð í næstu þingkosningum og er svona að velta fyrir mér hvar ég eigi mest heima nema hvað að ég myndi ekki fara á lista hjá Sjálfstæðisflokknum það er á tæru enda spillingin allsráðandi þar á bæ.
Ég er hrifinn af Samfylkingunni vegna evrópuumræðunnar og vegna þess hverju þeir hafa fengið áorkað fyrir minnihlutahópa.
Ég styð Frjálslynda í kvótaumræðunni og íslandshreyfinguna vegna þess að ég er á móti virkjunum og svo koma klárlega ný framboð eins og venjulega í kosningum.
Ef það gerist að ég fari í framboð á þá ekki vísann stuðning hjá ykkur elskurnar?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
25.1.2009 | 01:14
Nei,andsk.....
Nú er mér öllum lokið.
Af hverju eru stjórnvöld svona heyrnar og skilningslaus?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 05:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.1.2009 | 02:47
Staðreyndir.
Ég spáði fyrr í mánuðinum að allt yrði geggjað,skoðum það aðeins.
Kosningar í vor=kosið 9 mai,kanski fyrr,sá spádómur hefur því ræst.
Geir H Haarde verður ekki formaður Sjálfstæðisflokksins eftir landsfund hans í mars=gengur eftir.
Mótmælin fara úr böndunum og allt geggjað=Komið fram og gekk eftir.
Ég spái því að ríkisstjórnin verði farin innan 10 daga en hvernig stjórn verður mynduð veit ég ekki en hallast að starfsstjórn vinstri manna.
Ég óska Geir H Haarde góðs bata.
Takk fyrir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
22.1.2009 | 22:26
Er það málið?
Utanþingsstjórn sem myndi stjórna fram að kosningum?
Kýlum á það.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (29)
22.1.2009 | 00:41
Skipun til stjórnvalda.
Ég krefst þess að þessi óstarfhæfa ríkisstjórn með gunguna og afneitunarsinnann Geir H Haarde sem forsætisráðherra fari frá sem allra fyrst,ég krefst kosninga í lok apríl og að vinstri stjórn taki við að þeim loknum.
TAKK FYRIR.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
21.1.2009 | 00:28
Hugsanlegt.
Ég mun skrifa annálana þrjá og svo lokar síðan í einhvern tíma en mun þó commentera hjá þeim sem hafa commenterað hjá mér.
En ekki meira í bili.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
19.1.2009 | 11:13
Superbowl.
Í gærkvöldi og nótt voru úrslitaleikir Ameríku og Þjóðardeildar spilaðir og voru báðir afar fjörugir og spennandi.
Í þjóðardeild léku Arizona Cardinals og Philadelphia Eagles og svo virtist sem heimamenn í Cardinals ætluðu að keyra yfir Eagles liðið því staðan í hálfleik var 24-6 Cardinals í vil.
Í seinni hálfleik vöknuðu gestirnir í eagles til lífsins svo um munaði og skoraði næstu 19 stig og voru komnir yfir 24-25,en þá vöknuðu heimamenn af værum blundi og skoruðu snertimark og tóku svo 2gja stiga tilraun sem gekk og staðan orðin 32-25 sem urðu lokatölurnar sem þýðir að öskubuskuævintýri Arizona Cardinals heldur áfram en þetta lið er frægt fyrir að skrapa botninn í deildinni.
Í Ameríkudeildinni mættust Pittsburgh Steelers og Baltimore Ravens en þessi lið voru saman í riðli og var þetta þriðji leikur þeirra á tímabilinu en þarna mættust 2 bestu varnir deildarinnar og því ljóst að eitthvað léti undan.
Heimamenn í Steelers komust í 13-0 en þá kom snertimark frá Ravens og staðan skyndilega orðin 13-7,staðan í leikhlé var svo 16-7.
Í seinni hálfleik var spennan mikil enda Ravens frægir fyrir að komast inn í sendingar svo að allt gat gerst,Ravens minkuðu muninn í 16-14 og allt á suðupunkti.
Þegar rúmar 3 mín voru til leiksloka komst Troy Polomalou inn í sendingu frá John Flacco(leikstjórnanda Ravens)og skilaði því í endamarkið,staðan orðin 23-14 sem urðu lokatölurnar.
Undir lokin átti sér stað óhugnanlegt atvik þegar hlaupari Ravens og varnarmaður Steelers ráku hjálmana saman á fullri ferð og lágu báðir,það endaði með því að Ravensmaðurinn var borinn útaf og síðast þegar fréttist var allt í lagi með hann en báðir fengu heilahristing en um hálftímastopp var á leiknum en sem betur fer fór betur en á horfðist.
Það verða því Arizona Cardinals og Pittsburgh Steelers sem mætast í Superbowl sem fram fer í Tampa sunnudaginn 1 febrúar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
16.1.2009 | 22:52
Þá vitum við það.
Samkvæmt grein sem birtist í fréttablaðinu í síðustu viku kemur fram að það er ekki fræðilegur möguleiki á að Jesús hafi fæðst þann 25 desember árið 0 og fyrir því liggja ýmsar skýringar og skulu 1-2 nefndar hér.
Samkvæmt stjörnufræðingum þá gefur staða himintungla ekki rétta mynd af fæðingardegi frelsarans því staða himintungla eins og biblían greinir frá á á hún eingöngu við um 17 júní en þetta hafa stjörnufræðingar fundið út með útreikningum en hins vegar var fæðingin færð til dimmasta skammdegis en það að Jesús hafi fæðst 25 desember virðist ekki rétt,einnig má spyrja sig að því hvað fjárhirðar eru að gera með kindur sínar í desember.
Ég styð þessa kenningu stjörnufræðinganna,en hvað segið þið bloggvinir og aðrir lesendur?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Um bloggið
Korntop
Spurt er
Tenglar
Mínir tenglar
- Átak. Fréttir.
- Berserkir/Víkingur. Upplýsingar.
- Bubbi Morthens. Tónlist.
- Fjölmennt. Fróðlegt.
- Formúla 1 Sport.
- Fótbolti.net Sport
- Golf. Sport.
- Handbolti. Sport.
- Henný Bloggsíða.
- HSÍ. Sport.
- IFSA-WPC: Sport.
- ÍR-körfubolti. Sport.
- KKÍ. Sport.
- KSÍ. Sport.
- NBA. Sport.
- NFL. Sport.
- RÚV. Fréttir.
- Síminn. Upplýsingar.
- Sport. Sport.
- SSR. Upplýsingar.
- Strætó. Upplýsingar.
- Söngstrumpurinn. Tónlist.
- Textavarp. Fréttir.
- TR. Fréttir.
- Vísir.is. Fréttir.
- Þroskahjálp. Fréttir.
- Ösp. Sport.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.9.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 205696
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
105 dagar til jóla
Eldri færslur
- Mars 2012
- Nóvember 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Bloggvinir
-
annakr
-
agustolafur
-
brjann
-
eddaagn
-
ellasprella
-
georg
-
ipanama
-
gudruntora
-
zeriaph
-
gudnim
-
harhar33
-
heidathord
-
helgadora
-
krummasnill
-
holmdish
-
hogni
-
inaval
-
jensgud
-
jonhalldor
-
nonniblogg
-
jorunn
-
katlaa
-
katja
-
kolbrunb
-
lillagud
-
lindalinnet
-
birtabeib
-
margretsverris
-
olofk
-
omarragnarsson
-
ragjo
-
rannveigh
-
rosaadalsteinsdottir
-
ruth777
-
marzibil
-
amman
-
ollasak
-
stebbifr
-
fugla
-
saedishaf
-
stormsker
-
skinogskurir
-
lady
Myndaalbúm
Nýjustu færslurnar
- Vaðið blint í fréttirnar, að vanda
- Lokamót. Mosó og Bakkakot, 9.september 2025
- Ivermectin er notað af milljörðum manna um allan heim og Copilot ráðleggur það endalaust. Ivermectin Drepur lirfur og aðra sníkjudýrategundir Þetta er eitthvað sem ég hef verið að skoða.
- Hinir smærri alltaf rændir.
- 'Verndum börnin' ... Umfram allt verndum börnin ...