Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2009

ÁSKORUN.

Hér með skora ég á Hæstvirtan forsætisráðherra að segja af sér áður en að hún gengur að landinu dauðu.

Allir sem lesa fréttir vita hvernig staðan í þjóðfélaginu er en fyrir þá sem ekki vita að þá eru það ESB og ICESAVEreikningarnir sem er í forgangi hjá þessari ríkisstjórn og það gerir það að verkum að sú skjaldborg sem setja átti um heimilin í landinudregst sífellt meira á langinn og skilur eftir sig sviðna jörð.

Það þýðir á mannamáli að skuldir heimila hrannast upp og fólk flýr land í bílförmum og er það skelfilegt ástand g þessu verður að breyta og verður það best gert með því að núverandi ríkisstjórn víki enda sannað mál að hún veldur ekki hlutverki sínu og við taki hér þjóðstjórn.

Í því ljósi þess og með almannahagsmuni í huga hvet ég þig Jóhanna Sigurðardóttir til að segja af þér svo að skaðinn verði ekki meiri en orðinn er þú reyndir en þinn tími er einfaldlega búinn,svo einfalt er það.

MUNIÐ KÖNNUNINA-KJÓSIÐ.


Hvaða læti?

Nei Aðalsteinn,hér er þagað þunnu hljóði yfir atburðum líðandi stundar.

Það stórsér á mér eftir svipuhöggin og er að drepast í únliðunum eftir handjárnin auk hinnar miklu pressu sem samfylkingin setti á mig eftir að hafa talað "of frjálslega"um hlutina.

Jóhönnu líkaði það ekki og bannaði mér að tala um hlutina ég er semsagt sama ofurvaldi seldur og vinstri grænir.

NÝ SKOÐANAKÖNNUM-NÚ KJÓSA ALLIR.


Hvað kemur næst?

Nú vilja Björgólfsfeðgar fá helming skulda sinna í Nýja kaupþingi felldar niður en það eru um 3 miljarðar sem varð til er þeir keyptu Landsbankann.

Heyrðu: Fengu þeir ekki landsbankann á tombóluverði?Þeir hafa haft allann þennann tíma til að borga og úr því þeir gátu það ekki þá á bara að láta þá gossa.

Ef Nýja Kaupþing fellir niður skuldir Björgólfsfeðga um helming þá eru það svik við heimilin og almenning í þessu landi.


NEI.

Ég neita að borga Icesave reikningana,það er skuld sem ég stofnaði ekki til heldur óreiðumenn og þá á að handtaka og láta þá borga.

Ríkisstjórnin eru eins og hræddar kanínur,þora ekki að gera neitt vegna hræðslu við þessa glæpamenn sem komu miljörðum á miljörðum ofan undan  og svo á almenningur í þessu landi að borga brúsann eftir þetta voðaverk að koma landinu á kaldann klaka.

KEMUR EKKI TIL NOKKURRA MÁLA-ALÞINGI Á AÐ FELLA ÞENNANN SAMNING.

ÉG NEITA AÐ BORGA.

KJÓSIÐ Í KÖNNUNINNI UM ÞETTA MÁL.


Um bloggið

Korntop

Höfundur

Magnús Paul Korntop
Magnús Paul Korntop

Hér er á ferðinni lífsglaður náungi með sterkar skoðanir og segi ég þær umbúðarlaust,
Mín helstu áhugamál eru sport,söngur en einnig eru mér hugleikin málefni þeirra
sem minna mega sín.

Ég vil taka það fram af gefnu tilefni að ég áskil mér ALLANN RÉTT til að eyða commentum sem innihalda skítkast,eða fjalla ekki um bloggefnið sjálft,verði fólk ekki við þessu verður lokað á commentakerfið.

Spurt er

Hvernig líst þér á komandi vetur?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

33 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • ...ingurinn_eg
  • Ólafur Stefánson.
  • ...lautur_bill
  • ...ngverjaland
  • ...land_415050

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband