Hvaða bull er þetta?

Ég hef verið að hugsa um svolítið er tengist jólunum og undirbúningi þeirra og það er eftirfarandi:

Núna um miðjan nóvember hóf Létt-Bylgjan að spila jólalög á stangli og síðan hefur það aukist dag frá degi,síðan er kveikt á oslóartrénu 30 nóv(Fyrsti sunnudagur í aðventu) og svo byrjar RÚV að spila jólalög 1 des(að mig minnir),fyrir mig ofl því ég veit að ég tala fyrir hönd margra er þetta alveg gersamlegaglórulaust og allt of snemmt en hvernig var þetta fyrir um 20 árum eða svo?Skoðum það aðeins.

Þeir eldri af bloggvinum mínum og lesendum síðunnar muna þá tíð þegar kveikt var á oslóartrénu á bilinu 10-15 des(fór eftir hvaða dag sunnudagurinn lenti) og jólalög fóru ekki í spilun fyrr en upp úr 6 des.

Þeir sem muna enn lengra aftur og þá líklega fyrir mína tíð muna eftir því að fyrsti vísir að komu jólanna kom með rauðum eplum sem fylltu vit viðskiptavina sinna ætli þetta hafi ekki verið um 1940-50(þeir sem vita þetta mega leiðrétta mig).

En aftur að því hvernig þessu er háttað í dag,í dag heyrast auglýsingar sem glymja látlaust um "gylliboð" hér og þar og ruglar sérstaklega börnin svo í ríminu að engu tali tekur,einnig eru jólasveinar orðnir fyrr á ferðinni en samkvæmt laginu góða á fyrsti sveinkinn að koma til byggða 12 dögum fyrir jól og ekki deginum fyrr.

Endirinn á öllu þessu er sá að ég vil að hlutirnir verði færðir til baka um 20-25 ár eða svo,kveikt verði á jólatrjám á opinberum stöðum eins og Austurvelli ekki fyrr en á bilinu 10-15 des og ekki megi byrja að spila jólalög fyrr en 6 des því eins og staðan er núna þá er maður kominn með upp í kok af jólalögum vegna ofspilunnar.

Ég veit að einhverjir þarna úti eru mér sammála og aðrir ósammála og það verður þá bara að hafa það,þessu bulli verður að linna og það sem allra fyrst.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

jólalög og auglýsingar um gyllitilboð eru allof snemma á ferðinni. ætti að byrja um 10.des

Bjössi (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 07:39

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég er bara algjörlega sammála þér, eins og skrifað út úr mínu hjarta, synir mínir tveir sem eru 20 og 26 ára eru líka þessarar skoðunar.  Kveðja

Ásdís Sigurðardóttir, 4.12.2008 kl. 08:01

3 Smámynd: Solla Guðjóns

Ég er mjög hlynnt því að aðventan sé ljósum prýdd og fallleg jólalög hljómi.Aðventan er falllegur tími í skammdeginu.

En þetta auglýsingaskrum mætti alveg missa sig...það er alveg rétt hjá þér að þetta er að rugla og æsa upp bæði börn og fullorðna.

Solla Guðjóns, 4.12.2008 kl. 10:40

4 identicon

Sammála þér

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 11:15

5 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Skrítið en ég man ekki hverær nákvæmlega þetta allt var fyrir 20 árum. Ég hlusta  lítið sem ekkert á útvarp svo ég tek nú ekki eftir þessu nú orðið.

Ég man bara að á fyrstu jólum sonar míns sem er þrítugur núna voru náttúrulega ekki auglýsingar í sjónvarpinu á jólunum. Hann var 9 mánaða og elskaði auglýsingar. Þegar engar voru á jólunum steypti hann hnefunum þegar ekki komu auglýsingar á sínum tíma , sleppti sér frá sófaborðinu sem hann studdi sig alltaf við  og æpti önga en það þýddi auglýsingar hjá honum.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 4.12.2008 kl. 13:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Korntop

Höfundur

Magnús Paul Korntop
Magnús Paul Korntop

Hér er á ferðinni lífsglaður náungi með sterkar skoðanir og segi ég þær umbúðarlaust,
Mín helstu áhugamál eru sport,söngur en einnig eru mér hugleikin málefni þeirra
sem minna mega sín.

Ég vil taka það fram af gefnu tilefni að ég áskil mér ALLANN RÉTT til að eyða commentum sem innihalda skítkast,eða fjalla ekki um bloggefnið sjálft,verði fólk ekki við þessu verður lokað á commentakerfið.

Spurt er

Hvernig líst þér á komandi vetur?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

32 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • ...ingurinn_eg
  • Ólafur Stefánson.
  • ...lautur_bill
  • ...ngverjaland
  • ...land_415050

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband