Loksins pistill.

Þá er haustið að ganga í garð með öllu því sem tilheyrir eins og lauf falla af trjánum,skólar byrja,inniíþróttir eins og hand og körfubolti hefjast á ný osfrv,semsagt allt eins og það á að vera.

Sumarið hjá mér hefur verið ágætt fyrir utan allann hitann sem var í sumar og gat af sér höfuðverk og annað vont stuff,en það sem ég gerði mest af í sumar var að sjá fótboltaleiki í Landsbankadeildinni og á ég eftir að fara á nokkra leiki í viðbót.

Skólinn byrjar svo aftur hjá mér á fimmtudaginn og þá fer bandið mitt af stað aftur eftir of langt frí,en söngur er ekki það eina sem ég ætla að nema í vetur því þann 23 september byrja ég í Málaskólanum Mími og ætla að sækja 9 vikna námskeiðkeið(18,kennslustundir)í rússnesku,já þið lesið rétt og svo verður kanski þýska numin á sama hátt eftir áramót og er ætlunin að vera svokallað"mellufær"í báðum tungumálum en það þýðir fyrir þá sem ekki vita að geta bjargað sér þó ekki væri nema og kostar námskeiðið 29 þús en svo borgar stéttarfélagið á móti mér.

Einnig verð ég enn viðloðandi handboltann hjá ÍR í vetur en ég er orðinn einn af "pennum"ÍR síðunnar auk þess sem, ég kynni væntanlega leiki liðsins eða hjálpa til á annann hátt.

Þetta er svona það helsta sem sem ég geri í vetur og mun ég láta vita hér hvernig rússneskunámið gengur enda um geysierfitt tungumál að ræða.

                                      Spassiba:Korntop


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Þú er ótrúlegur Magnús!!!!/dugnaðurinað koma þessu öllu i framkvæmd/vildi að ég hefði þennan dugnað /Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 31.8.2008 kl. 10:36

2 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Það verður nóg að gera hjá þér. Ég ætti líka að læra rússnesku því ég er oft innan um fólk sem talar hana.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 31.8.2008 kl. 12:04

3 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Komdu með mér í Mími Jórunn,við gætum þá hjálpast að.Mámið hefst 23 sept og enn hægt að sækja um að ég best veit.

Magnús Paul Korntop, 31.8.2008 kl. 13:15

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Rosalegur kraftur í þér strákur. Gangi þér vel í náminu og öllu öðru sem þú tekur þér fyrir hendur. 

Ásdís Sigurðardóttir, 31.8.2008 kl. 14:09

5 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður.

Magnað hjá þér og þú verður flottur í rússnesku og þýskur.

Vertu Guði falinn

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 31.8.2008 kl. 19:09

6 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

MySpace and Orkut Heart Glitter Graphic - 5Innlitskvitt og knús kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 31.8.2008 kl. 20:30

7 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Mér líst vel á þetta hjá þér

Hólmdís Hjartardóttir, 1.9.2008 kl. 11:24

8 Smámynd: Linda litla

Mér þykir þú ekki ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur Magnús. Ég ætla nú bara að fara í fjarnám og ráðast á enskuna, svo ég verði meira en mellufær í henni hehehe og er reyndar að spá í að fara í íþróttir líka, þá verð ég að skila inn x mörgum t.d. sundtímum. Ég ákvað að skella mér í þetta svo ég drullist til að hreyfa mig eitthvað og ef að ég skila ekki öllum þeim tímum sem ég á að skila þá fell ég auðvitað í faginu og ekki vil ég það hehehe

Hafðu það gott og gangi þér vel með rússneskuna.

Linda litla, 1.9.2008 kl. 12:50

9 Smámynd: www.zordis.com

Góður ..... rússneskan er sjarmerandi og ákveðinn kraftur sem fylgir málinu!  Gangi þér vel!!!

www.zordis.com, 1.9.2008 kl. 20:15

10 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Ég ætti að taka þig til fyrirmyndar Magnús Korntop, og gera eitthvað af viti, eitthvað annað en að fara í vinnuna og heim aftur!

Þú ert frábær og vona ég að tumgumálanámið gangi vel.

Kvejur og heilsanir.

Rúna Guðfinnsdóttir, 1.9.2008 kl. 21:01

11 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Flott hjá þér Magnús. Da

Sigrún Jónsdóttir, 2.9.2008 kl. 01:07

12 identicon

eg vill óska þer góðs gengis í þessu námi og söngnámskeiðinu

Anna Sveinlaugsdóttir (IP-tala skráð) 2.9.2008 kl. 01:28

13 identicon

Þú ert duglegur Maggi

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 2.9.2008 kl. 19:31

14 Smámynd: Solla Guðjóns

Hæjjjjjj kallinn minn.Gaman að heyra.......Ferðu svo ekki bara að syngja á rússnessku......

Skemmtilegar tilvitnanirnar hér að neðan.

Knús á þig.

Solla Guðjóns, 2.9.2008 kl. 21:21

15 Smámynd: Guðrún Vala Elísdóttir

Bara að láta vita að ef þig eða einhvern lesanda vantar náms- og starfsráðgjöf þá veiti ég hana á vegum Símenntunarmiðstöðvarinnar á Vesturlandi, viðkomandi algjörlega að kostnaðarlausu.

Guðrún Vala Elísdóttir, 3.9.2008 kl. 16:49

16 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Rússnesku? Vaá það er snilld!

Það er eftirsóknarvert að hafa kunnáttumann í rússnesku eftir alla opnun til þessa lands. Til lukku!

Edda Agnarsdóttir, 4.9.2008 kl. 18:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Korntop

Höfundur

Magnús Paul Korntop
Magnús Paul Korntop

Hér er á ferðinni lífsglaður náungi með sterkar skoðanir og segi ég þær umbúðarlaust,
Mín helstu áhugamál eru sport,söngur en einnig eru mér hugleikin málefni þeirra
sem minna mega sín.

Ég vil taka það fram af gefnu tilefni að ég áskil mér ALLANN RÉTT til að eyða commentum sem innihalda skítkast,eða fjalla ekki um bloggefnið sjálft,verði fólk ekki við þessu verður lokað á commentakerfið.

Spurt er

Hvernig líst þér á komandi vetur?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

21 dagur til jóla

Nýjustu myndir

  • ...ingurinn_eg
  • Ólafur Stefánson.
  • ...lautur_bill
  • ...ngverjaland
  • ...land_415050

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband