Aukum skambyssueign landsmanna.

Ég vil bara koma því hér að með skýrum hætti að mér er alvara með seinustu færslu þegar ég sagði að mér fyndist að skylda ætti alla 20 ára og eldri á íslandi til að eiga 3 skambyssur og búðareigendur ekki undir 4 byssum enda nauðsynlegt í baráttunni við búðarþjófa,en til að koma í veg fyrir algert stjórnleysi þá þurfa menn jú að hafa byssuleyf og afla sér þess áður en byssurnar eru keyptar og svo er hreint sakarvottorð líka gott mál

Við myndum vissulega ekki minka ofbeldið á íslandi nema síður væri,auk þess er mér nokk sama hvað Birni Bjarnasyni finnst um það en hann er alltaf að tala um að koma upp her á íslandi kallinn sá svo hversvegna ekki að bjóða alla 20 ára og eldri með skambyssur í sinni eigu velkomna í þennann her?Spyr sá sem ekki veit.

Með aukinni byssueign gætum við búið til "mini"Vilta vestrið þar sem lögreglumenn væru að elta allskyns þjófagengi og glæpamenn borgarbúum til skemmtunnar,Breiðholt,Árbær og grafarvogur yrðu þá svona badly neighbourhood.

Ég myndi persónulega nota mínar byssur í að drita niður þessa bölvuðu máva sem fljúga um öllum til hrellingar og stela öllu steini léttara auk þess sem þeir eyðileggja allt fuglalíf á tjörninni og víðar, mikið yrði það nú gott að vera laus við þessa máva í eitt skipti fyrir öll.

En semsagt án þess að útskýra málið frekar þá segi ég: SKYLDUM ALLA 20 ÁRA OG ELDRI TIL AÐ EIGA MINNST 3 SKAMBYSSUR TIL AÐ GERA LÍFIÐ LÉTTARA OG SKEMMTILEGRA.

                                             KV:Korntop


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda litla

Hvernig heldur þú að Ísland yrði ef að allir yfir tvítugu ættu byssur ?? Held að þú sért ekki alveg búinn að hugsa þetta mál til enda. Ég held að það sé nóg af ofbeldi og morðum á Íslandi, það væri ekki á það bætandi ef að allir væru vopnaðir.

Linda litla, 4.6.2008 kl. 22:07

2 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Ég hélt að þetta væri grín. Auðvitað væri gott að fækka mávum, en ég er hræddur um að einhverjir dóphausarnir kynnu ekki að fara með  byssur.

Ég held að byssueign auki ekki öryggi í okkar þjóðfélagi.  Hins vegar mega menn hafa byssur til að veiða mink og ísbirni fyrir vestan og gæs og hreindýr fyrir austan, en þeir verða þá að hafa hreint sakavottorð og fara á námskeið fyrst.

Jón Halldór Guðmundsson, 4.6.2008 kl. 22:36

3 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Bara hafa þetta eins og í bandaríkjunum,og skjóta bara fyrst og spyrja svo.

Magnús Paul Korntop, 4.6.2008 kl. 23:10

4 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Kvitt og kveðjur /Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 4.6.2008 kl. 23:19

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Rugl er þetta, ég er ekki sátt við svona.

Ásdís Sigurðardóttir, 4.6.2008 kl. 23:24

6 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Whoa !...Hvað með handsprengjur, jarðsprengjur á Austurvöll, vélbyssuhreiður í 10-11, pizzusendla á brynvörðum bílum í skriðdrekafylgd...........

........stoppaðu mig ef ég er að ganga of langt......

Haraldur Davíðsson, 4.6.2008 kl. 23:48

7 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Nú kom ég af stað umræðu um eitthvað sem menn geta skammað mig fyrir en dópistarnir eru undanþegnir skyldueign á byssum.

Magnús Paul Korntop, 4.6.2008 kl. 23:52

8 Smámynd: Óskar Þorkelsson

góður Maggi :)

Óskar Þorkelsson, 5.6.2008 kl. 14:45

9 Smámynd: Linda litla

"Nú kom ég af stað umræðu um eitthvað sem menn geta skammað mig fyrir"

Er það málið ?? Ertu að sækjast eftir athygli ?? Finnst mjög hallærislega að farið. 

" dópistarnir eru undanþegnir skyldueign á byssum." Hvernig ætlar þú að flokka út fólk sem er með fíknivandamál ?? Finnst þetta hljóma svolítið út í fordóma.

En þroskaheftir ?? Finnst þér að þeir mættu bera vopn ??

Linda litla, 5.6.2008 kl. 15:55

10 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Ég er  ekki sammála þér núna Maggi minn Korntop. Mér finnst það dásamlegt að við getum búið í landi þar sem byssueign er í algjöru lágmarki. Lögreglan nánast vopnlaus, þrátt fyrir harðari heiftúðugri meiðingar.

Rúna Guðfinnsdóttir, 5.6.2008 kl. 16:22

11 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Ekki þarf ég athygli nei en ég hlýt að áskilja mér rétt til að umræðum hér á minni eigin síðu hálvitalegum sem vitrænum.

Hvað varðar hvort þroskahamlaðir ættu að fá að bera byssur þá þyrftu þeir fyrst og fremst byssuleyfi og þú veist eins vel og ég Linda að 75% þeirra fengju það ekki en ég veit að sumir þroskahamlaðir einstaklingar eru með byssuleyfi og nota það til að skjóta rjúpu og gæs þegar færi gefst.

Ekki er ég með fordóma í garð dópista heldur  né annara minnihlutahópa en ég mun koma með fleiri svona hugmyndir þegar ég er í skapi til þess.

Magnús Paul Korntop, 6.6.2008 kl. 00:32

12 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Þú ert nú meiri karlinn Magnús minn

Sigrún Jónsdóttir, 6.6.2008 kl. 00:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Korntop

Höfundur

Magnús Paul Korntop
Magnús Paul Korntop

Hér er á ferðinni lífsglaður náungi með sterkar skoðanir og segi ég þær umbúðarlaust,
Mín helstu áhugamál eru sport,söngur en einnig eru mér hugleikin málefni þeirra
sem minna mega sín.

Ég vil taka það fram af gefnu tilefni að ég áskil mér ALLANN RÉTT til að eyða commentum sem innihalda skítkast,eða fjalla ekki um bloggefnið sjálft,verði fólk ekki við þessu verður lokað á commentakerfið.

Spurt er

Hvernig líst þér á komandi vetur?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 205420

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

33 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • ...ingurinn_eg
  • Ólafur Stefánson.
  • ...lautur_bill
  • ...ngverjaland
  • ...land_415050

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband