Ýmislegt.

Í dag byrjaði ég að vinna frá 12-5 en mér hefur alltaf fundist ég geta unnið lengur en 4 klst á dag frá því ég byrjaði að vinna í BYKO og eina leiðin til fá úr því skorið er að láta reyna á það ég get þá alltaf bakkað aftur,allavega í kvöld er ég pínu þreyttur sem er eðlilegt.

það sem fer mest í mig þessa dagana er þessi bölvaði hiti sem verður þess valdandi að maður dottar í vinnunni og virðist maður ekkert fá við það ráðið,frekar óhugnanleg tilfining.

Heyrði að ég hefði komið í mogganum á laugardaginn var en ræðu sem ég flutti á ráðstefnu um atvinnumál á Hótel sögu var breytt í viðtalsform en það er gott að koma í einum mest lesna fjölmiðli landsins endrum og sinnum enda er ég ofboðslega frægur.Hehehehe.

Í morgunn var ísbjörn skotinn á Þverárfjalli í Skagafirði eftir að hafa verið á ferli í einhvern tíma en einhver þoka var á svæðinu og því lítið annað hægt en að skjóta dýrið,því miður.

Ég hef komist að því að íslendingar ættu að vera skyldugir að eiga 3 skambyssur og búðareigendur 4 sama hvað "Hermanninum"og Dómsmálaráðherranum Birni Bjarnasyni finnst um það,með skyldueign á byssum gætum við búið til lítið "Vilta vestrið" en ég myndi nota mínar byssur t.d í að drita niður þessa bölvuðu máva sem sveima yfir öllum til hrellingar og skapraunar,eigandi byssu mætti ekki vera yngri en 20 ára svo það sé á hreinu.

Þá er bullinu lokið í bili-nú bíður bólið og svo vinna á morgunn,hafið það gott elskurnar og góða nótt.

                                               KV:Korntop


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Innlitskvitt, mér finnst þú vera að standa þig vel í vinnunni.

Ásdís Sigurðardóttir, 3.6.2008 kl. 23:58

2 Smámynd: Linda litla

Smá leiðrétting Magnús minn, ísbjörninn var á Þverárfjalli en ekki Tindastól.

Gangi þér vel í vinnunni og hafðu það gott.

Linda litla, 4.6.2008 kl. 00:03

3 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Íslendingar að klaga yfir hita... ég er ekki alveg að ná þessu.

Skemmtileg færsla.  

Gunnar Helgi Eysteinsson, 4.6.2008 kl. 08:29

4 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Takk Linda mín,Þverárfjall var þar það,var bara orðinn ansi þreyttur í gærkvöldi þegar færslan var skrifuð en ég leiðrétti þetta í snatri.

Magnús Paul Korntop, 4.6.2008 kl. 08:48

5 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Magnús minn. Hörku fínn pistill hjá þér.

Gaman að heyra að þér gengur vel í vinnunni.

Guð veri með þér.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 4.6.2008 kl. 15:58

6 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Flottur og kraftmikil pistill.  Frábært að þú ert með húmorinn í lagi.  Það bendir til að þú ráðir við það að vinna svona mikið.

Jón Halldór Guðmundsson, 4.6.2008 kl. 20:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Korntop

Höfundur

Magnús Paul Korntop
Magnús Paul Korntop

Hér er á ferðinni lífsglaður náungi með sterkar skoðanir og segi ég þær umbúðarlaust,
Mín helstu áhugamál eru sport,söngur en einnig eru mér hugleikin málefni þeirra
sem minna mega sín.

Ég vil taka það fram af gefnu tilefni að ég áskil mér ALLANN RÉTT til að eyða commentum sem innihalda skítkast,eða fjalla ekki um bloggefnið sjálft,verði fólk ekki við þessu verður lokað á commentakerfið.

Spurt er

Hvernig líst þér á komandi vetur?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 205420

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

33 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • ...ingurinn_eg
  • Ólafur Stefánson.
  • ...lautur_bill
  • ...ngverjaland
  • ...land_415050

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband