Allt að gerast.

Margt hefur gerst hjá mér seinustu dagana,eins og ég sagði frá fyrir um viku síðan spila ég ásamt hljómsveit minni á árshátíð Fjölmenntar og síðan á Organ ásamt Blikandi stjörnum,Mammút og reykjavík og gekk mjög vel,síðan voru vortónleikar skólans s.l mánudag og var ég annar tveggja kynna auk þess sem ég söng 2 lög með bandinu mínu og gekk það mjög vel.

Lenti í heldur neyðarlegu en um  leið spaugilegu atviki s.l fimmtudag en mér lá svo á að fara út í bíl að ég gleymdi lyklunum heima og til að bæta gráu ofan á svart voru varalyklarnir líka heima svo ég varð að hringja í lásasmið og fá hann til að opna fyrir mig hurðina og það kostaði mig 6000 krónur en þetta kennir mér að flýta mér hægar næst og athuga hvort allt sé á sínum  stað.

Þann sama dag fékk ég þau gleðitíðindi að ég yrði fastráðinn hjá Norrvík en Norrvík er samheiti yfir öll fyrirtæki sem eigandinn á en þau eru nokkur og geri ég samning varðandi fastráðninguna strax í næstu viku og ér ég að vonum mjög ánægður með þetta og hjálpar mér fjárhagslega verulega auk þess sem maður hefur eitthvað að gera á daginn annað en að hanga heima og gera ekki neitt og nú er það mitt að sanna mig þarna.

En nóg í bili elskurnar-meira fljótlega.

                                   KV:Korntop


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dísa Dóra

Till lukku með vinnuna

Dísa Dóra, 10.5.2008 kl. 17:40

2 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

Til hamingju með vinnuna

Svanhildur Karlsdóttir, 11.5.2008 kl. 09:57

3 identicon

Til hamingju með fastráðninguna, gangi þér vel.

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 11.5.2008 kl. 13:35

4 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Til hamingju með vinnuna

Gunnar Helgi Eysteinsson, 11.5.2008 kl. 18:47

5 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Til hamingju með fastráðninguna Maggi minn!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 15.5.2008 kl. 14:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Korntop

Höfundur

Magnús Paul Korntop
Magnús Paul Korntop

Hér er á ferðinni lífsglaður náungi með sterkar skoðanir og segi ég þær umbúðarlaust,
Mín helstu áhugamál eru sport,söngur en einnig eru mér hugleikin málefni þeirra
sem minna mega sín.

Ég vil taka það fram af gefnu tilefni að ég áskil mér ALLANN RÉTT til að eyða commentum sem innihalda skítkast,eða fjalla ekki um bloggefnið sjálft,verði fólk ekki við þessu verður lokað á commentakerfið.

Spurt er

Hvernig líst þér á komandi vetur?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

265 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • ...ingurinn_eg
  • Ólafur Stefánson.
  • ...lautur_bill
  • ...ngverjaland
  • ...land_415050

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband