Hugleiðing og nóg framundan.

Eins og lesendur gátu lesið í seinasta pistli þá töpuðum við ÍR-ingar fyrir Víkingi í Víkinni s.l föstudag í 1.deild í handknattleik sem gaf Víkingum sæti í N1 deild karla en við ÍR-ingar sátum eftir með sárt ennið og getum í raun sjálfum okkur um kennt hvernig fór og vonandi læra menn af þessu og koma sterkari til baka næsta tímabil.

Mitt mat er það að Víkingur fer rakleiðis niður aftur ef þeir styrkja sig ekki nægilega og það sama hefði átt við ef ÍR hefði farið upp einfaldlega vegna þess að N1 deldin er OF sterk,það sjáum við bara á úrslitunum sem ÍBV og Afturelding eru að fá hjá sterku liðunum í N1 deildinni svo kanski var betra þegar öllu er á botnin hvolft að sitja eftir í 1 deild og halda áfram að byggja upp lið sem kæmi svo sterkt inn og færi í N1 deildina að ári en þar verða mörg lið og erfiðari lið í deildinni næsta tímabil heldur á þessu tímabili sem nú fer að renna sitt skeið á enda,í ár voru það aðeins FH og Víkingur sem við gátu eitthvað og Selfoss beit frá sér gegn okkur en á næsta tímabili verða það ÍBV ogAfturelding sem féllu auk þess sem Selfoss og Grótta koma mun sterkari til leiks þá eru bara ótalin Fjölnir og Völsungur þannig að deildin verður í raun erfiðari en í ár svo einfalt er það.

Nóg er að gera hjá mér þessa dagana í söngnum þessa dagana,árshátíð skólans nýlokið og List án landamæra er í fullum gangi eins og venjulega á þessum árstíma.

Í gærkvöldi var góð leiklistarhátíð í Borgarleikhúsinu og var ég dyravörður meðan fólk var að koma sér inn,síðan á fimmtudagskvöldið(1 mai) er ég að spila ásamt hljómsveit minni á Organ ásamt,Blikandi stjörnum,kvennabandinu Mammút og Reykjavík og er frítt inn svo að nú geta allir bloggvinir og aðrir lesendur séð kallinn spila,svo þann 5 mai eru vortónleikar Fjölmenntar í salnum í Kópavogi,semsagt nóg framundan hjá mér og mínu fólki.

En nóg í bili-meira þegar ég nenni.

                                  KV:Korntop


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Korntop

Höfundur

Magnús Paul Korntop
Magnús Paul Korntop

Hér er á ferðinni lífsglaður náungi með sterkar skoðanir og segi ég þær umbúðarlaust,
Mín helstu áhugamál eru sport,söngur en einnig eru mér hugleikin málefni þeirra
sem minna mega sín.

Ég vil taka það fram af gefnu tilefni að ég áskil mér ALLANN RÉTT til að eyða commentum sem innihalda skítkast,eða fjalla ekki um bloggefnið sjálft,verði fólk ekki við þessu verður lokað á commentakerfið.

Spurt er

Hvernig líst þér á komandi vetur?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

170 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • ...ingurinn_eg
  • Ólafur Stefánson.
  • ...lautur_bill
  • ...ngverjaland
  • ...land_415050

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband