Íbúðarmál fatlaðra í ólestri.

Hef verið að velta fyrir mér íbúðarmálum fatlaðra undanfarið og þá aðallega sambýlum og þar sem ég hef nú verið á nokkrum ráðstefnum á vegum Þroskahjálpar um þau mál þá ætti ég nú að vera kominn með marktæka skoðun á þessum málum og ætla ég að segja þær hér í nokkrum orðum.

Herbergjasambýli eru að mínu mati úr sér gengin og minna mjög á gamla tímann,þröng herbergi með sameiginlegri stofu og í flestum tilfellum starfsmenn sem halda einhvernveginn að þeir ráði yfir íbúum,var á einu slíku sjálfur og upplifði þetta akkúrat svona það eina sem vantaði var rimlar fyrir gluggum svo það minnti á fangelsi, stór orð enn samt sönn því miður.

Hvað á að koma í staðinn?

Fyrir nokkrum árum var byrjað að að breyta systemi sambýla og taka upp sambýli með íbúðarkjarna,þ.e.a.s. sambýli með kanski 4-5 íbúðum og starfsmenn til aðstoðar en á slíkum sambýlum lærir einstaklingurinn hvernig á að reka íbúð,þvo,elda osfrv og verða því tilbúnir að búa í eiginn íbúð ef að kallið kemur og vil ég meina að þetta sé framtíðin.

Nú eru einhverjir mér vafalaust ósammála og segja að herbergjasambýli megi ekki hverfa alveg því ekki geti allir farið í íbúðarsambýli vegna þess að margir séu það fatlaðir að þeir geti það ekki og er það rétt en þeim þarf að fækka til muna.

Samantekt:

Herbergjasambýli eru barn síns tíma,þau voru fyrsta skrefið í því að losa fólk frá Kópavogshæli(Að mig minnir) og reyndust flestum mjög vel en er að marga mati lokaðar einingar því mikil þögn hefur ríkt á herbergjasambýlum og eru að mínu mati tímaskekkja.

Sambýli með íbúðarkjarna er það sem koma skal og hófst það ferli fyrir um áratug eða svo þar þroskast fólk hraðar og lærir betur að takast á við lífið og tilveruna og eru mun frjálsari og ánægðari með lífið einhvernveginn.

Ég hvet því Ríkið og þar til bær yfirvöld að verja meira fjármagni í byggingu á íbúðarsambýlum um leið og ég vonast til að eftir um áratug heyri herbergjasambýli sögunni til.

                                           KV:Korntop


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Solla Guðjóns

bara að kasta á þig knúsi og  inn í daginn.

Solla Guðjóns, 12.3.2008 kl. 10:18

2 Smámynd: Anna Kristinsdóttir

Góður pistill,

Anna Kristinsdóttir, 12.3.2008 kl. 12:43

3 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Mjög góður pistill Magnús minn.

Kristín Katla Árnadóttir, 12.3.2008 kl. 14:18

4 Smámynd: Ragnheiður

Herbergjasambýli er bara glötuð hugmynd, ekki vissi ég að þú hefðir verið á svoleiðis ?

Það á að bera virðingu fyrir fötluðum eins og ófötluðum og búa almennilega að þeim.

Góður pistill Maggi

Ragnheiður , 12.3.2008 kl. 16:11

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Flottur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.3.2008 kl. 17:34

6 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Eru sérfræðingar í búsetumálum fatlaðra mér virkilega sammála um að svona eigi sambýlin að þróast?Ég hlýt þá að hafa svona líka þekkingu á þessum málaflokki úr því enginn andmælir en ég vona svo heitt og innilega að svona þróist íbúðarmál fatlaðra á næstu árum.

Magnús Paul Korntop, 12.3.2008 kl. 17:55

7 identicon

tad sem tu tarft er ad fa fina ibud 'a godum stad

Ólafía Ingibjörg Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 22:09

8 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Ég fæ góða íbúð Imma en í þessum pistli er ég að hugsa um fatlaða í heild og hvað mér finnst að og hvernig hægt sé að bæta úr því.

Magnús Paul Korntop, 12.3.2008 kl. 22:37

9 Smámynd: Linda litla

Já það vantar íbúðir fyrir marga. Fatlaða, geðfatlaða, heimilislausa og marga fleiri, það þarf að gera ýmislegt í þessu þjóðfélagi okkar.

Linda litla, 12.3.2008 kl. 23:06

10 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Já Linda:Svo maður nú ekki tali um geðfatlaða,heimilislausa og aðra þá hópa sem virkilega þurfa brýna hjálp í sínum húsnæðisvandræðum og það helst í gær.

Magnús Paul Korntop, 12.3.2008 kl. 23:30

11 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Magnús minn. Magnaður pistill. Nauðsynlegt að berjast fyrir þá sem minna mega sig. Þetta fólk á rétt á manneskjulegu lífi eins og allir aðrir. Og svo ertu stundum að hugsa um að hætta að blogga. Ég mótmæli því. Við þurfum baráttumenn eins og þig.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 13.3.2008 kl. 01:39

12 identicon

Sammála þér Maggi minn.Góð færsla

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 13.3.2008 kl. 09:01

13 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Sæl Móðir í hjáverkum: Já þessi mál sem snúa að búsetu fatlaðra hafa alltaf og munu alltaf verða vandamál.

Rósa:Já þeir sem minna mega sín þurfa oft talsmenn og þar sem ég er félagi í Átaki(Félag fólks með þroskahömlun)og þessi mál eru á okkar könnu enda eitt af baráttumálum okkar og auðvitað berst ég fyrir þessu sjálfsagða máli.

Hvað það varðar að ég hugsi stundum um að hætta að blogga þá kemur eitthvað yfir mann sem lýsir sér í bloggleiða eða þannig einnig veit maður ekkert um hvað á að blogga um en margir hafa beðið mig um að blogga um málefni fatlaðra og er það bara ágætis áskorun því þar er ég á heimavelli og get sagt það sem mér finnst.

Skralli: Takk fyrir það.

Magnús Paul Korntop, 13.3.2008 kl. 09:15

14 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 13.3.2008 kl. 16:19

15 identicon

Góðir punktar hjá þér Maggi og er ég innilega sammála þér er varðar íbúðakjarnana.

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 13.3.2008 kl. 21:02

16 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Magnús minn. áfram að berjast fyrir þeim sem minna mega sín. Guð launar fyrir öll góð verk og það að berjast fyrir rétti þeirra sem minna mega sín er svo fallegt. Hjartans þakkir.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 13.3.2008 kl. 21:42

17 identicon

Ef vel ætti að vera ætti einstaklingurinn að fá að búa þar sem hann vill og ríkið ætti að þjónusta viðkomandi þar sem hann býr.Ibuðakjarnar er u ekki endilega lausn heldur sparnaður fyrir ríkið nokkrir einstaklingar með allf of fáa starfsmenn sem síðan flosna upp úr starfi vegna álags.Eg sé fyrir mér einn einstaklingur með 5 aðstoðamenn sem skipta á milli sín sólarhringnum.

Jón (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 10:40

18 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Magnús minn...ég vil minna á að eldri borgarar búa margir í þessum svokölluðu herbergjasambýlum og er starfsfólk margt (ekki allir sem betur fer)  frekar eins og fangaverðir heldur en þjónustufólk eins og það er ráðið til. Það er sárt að horfa uppá öryrkja, fatlaða sem ófatlaða, svo og gamla fólkið okkar, vera algerlega upp á náð og miskun okkar hinna komið. Betur má ef duga skal Magnús minn Korntop og gott er að eiga málvara eins og þig sem talar tæpitungulaust um þessi mál.

Ég á sjálf dóttur sem er öryrki og bíður og bíður og bíður eftir íbúð fyrir sig og drengina sína tvo...enginn endir virðist vera á þeirri bið sem nú hefur tekið 3 ár!!!

Bestu kveðjur og heilsanir til þín! 

Rúna Guðfinnsdóttir, 14.3.2008 kl. 13:54

19 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég á son sem er einhverfur og það er ein af mörgum ástæðum yfir að ég bý áfram í Svíþjóð.... say no more

Gunnar Helgi Eysteinsson, 14.3.2008 kl. 21:05

20 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð. ekki er það meðmæli með íslenska heilbrigðiskerfinu að fólk býr erlendis vegna þess að þjónustan hér heima er léleg eða engin. Innlegg Gunnars kemur mér ekkert á óvart.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 14.3.2008 kl. 22:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Korntop

Höfundur

Magnús Paul Korntop
Magnús Paul Korntop

Hér er á ferðinni lífsglaður náungi með sterkar skoðanir og segi ég þær umbúðarlaust,
Mín helstu áhugamál eru sport,söngur en einnig eru mér hugleikin málefni þeirra
sem minna mega sín.

Ég vil taka það fram af gefnu tilefni að ég áskil mér ALLANN RÉTT til að eyða commentum sem innihalda skítkast,eða fjalla ekki um bloggefnið sjálft,verði fólk ekki við þessu verður lokað á commentakerfið.

Spurt er

Hvernig líst þér á komandi vetur?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

32 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • ...ingurinn_eg
  • Ólafur Stefánson.
  • ...lautur_bill
  • ...ngverjaland
  • ...land_415050

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband