11.3.2008 | 01:06
Hæhæ.
Þá er loksins komið að bloggi hér á síðunni en ég hef eytt helginni í að finna aftur bloggvini sem duttu út þegar ég hreinsaði til um daginn og hef fengið suma til baka en nokkrir eru eftir og mun ég reyna að endurheimta þá á næstu 2-3 dögum.
Fyrir þá sem eru að koma inn aftur ætla ég að stikla á stóru yfir það sem er í gangi hjá mér þessa dagana en það er aðallega það að ég fékk vinnu í gegnum AMS(Atvinna með stuðningi)í BYKO og byrjaði í starfskynningu 11 feb og stóð hún í viku og stóðst ég hana og er núna á 3gja mánaða reynslutíma en einhvernveginn hef ég það á tilfiningunni að það sé fyrirsláttur því allir verkstjórar og yfirmenn eru mjög ánægðir með mig og líta á mig sem framtíðarstarfsmann en bíðum þar til 18 mai til að sjá hvort innsæið bregðist mér eður ei.
Ég tek Ferðaþjónustu fatlaðra til og frá vinnu svo ekki verð ég rekinn fyrir mætingu,ég geri það sem mér er sagt að gera og sumir tala um að ég vinni of hratt og lít ég á það sem hrós svo að ekki verð ég rekinn fyrir ástundun.
Mín vinna fellst í því að pakka hlutum í poka setja strikamerki og setja það svo í stórann poka,einnig er ég í því að setja miða á spraybrúsa,setja í kassa,loka,líma fyrir og raða á bretti og líður mér mjög vel enda fantavel tekið,útlendingarnir þarna eru algerir snillar enda hörkuduglegir og duglegri en margur íslendingurinn og eftir að ég tók af skarið og kynnti mig fyrir þeim þá á ég orðið nýja kunningja,aðallega Pólverja en einnig Letta(hann spilar handbolta með ÍR) og Serbi sem gengur undir nafninu Bambi enda um 2 metra sláni þar á ferð.
Einnig er ég enn í Hljómsveitinni Hraðakstur Bannaður og syng sem aldrei fyrr og erum við að fara að spila á árshátíð Fjölmenntar í apríl.
Ein mikil breyting hefur orðið síðan ég hóf störf í Byko en hún er sú að tankurinn er gersamlega tómur um 11 leytið og minnir mjög á þegar títuprjón er stungið á blöðru og þess vegna blogga ég minna en áður enda skiptir ekki máli hvort ég sé númer 1 eða 400 á vinsældalista mbl bloggara.
En læt þetta gott heita í bili en býð endurheimta bloggvini velkomna í hópinn á ný.
Meira blogg fljótlega-Farið varlega.
KV:Korntop
Um bloggið
Korntop
Spurt er
Tenglar
Mínir tenglar
- Átak. Fréttir.
- Berserkir/Víkingur. Upplýsingar.
- Bubbi Morthens. Tónlist.
- Fjölmennt. Fróðlegt.
- Formúla 1 Sport.
- Fótbolti.net Sport
- Golf. Sport.
- Handbolti. Sport.
- Henný Bloggsíða.
- HSÍ. Sport.
- IFSA-WPC: Sport.
- ÍR-körfubolti. Sport.
- KKÍ. Sport.
- KSÍ. Sport.
- NBA. Sport.
- NFL. Sport.
- RÚV. Fréttir.
- Síminn. Upplýsingar.
- Sport. Sport.
- SSR. Upplýsingar.
- Strætó. Upplýsingar.
- Söngstrumpurinn. Tónlist.
- Textavarp. Fréttir.
- TR. Fréttir.
- Vísir.is. Fréttir.
- Þroskahjálp. Fréttir.
- Ösp. Sport.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 205421
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
33 dagar til jóla
Eldri færslur
- Mars 2012
- Nóvember 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Bloggvinir
- annakr
- agustolafur
- brjann
- eddaagn
- ellasprella
- georg
- ipanama
- gudruntora
- zeriaph
- gudnim
- harhar33
- heidathord
- helgadora
- krummasnill
- holmdish
- hogni
- inaval
- jensgud
- jonhalldor
- nonniblogg
- jorunn
- katlaa
- katja
- kolbrunb
- lillagud
- lindalinnet
- birtabeib
- margretsverris
- olofk
- omarragnarsson
- ragjo
- rannveigh
- rosaadalsteinsdottir
- ruth777
- marzibil
- amman
- ollasak
- stebbifr
- fugla
- saedishaf
- stormsker
- skinogskurir
- lady
Athugasemdir
Þú átt eftir að venjast vinnunni betru, þá bverður þú ekki eins þreyttur.
Ég vinn með Pólskri stúlku og er hún hreint afbragðs vinnukraftur, samviskusöm, vandvirk og dugleg!
Bestu kveðjur.
Rúna Guðfinnsdóttir, 11.3.2008 kl. 10:15
Skoða síðuna þína alltaf þegar ég get. Mér er líka sama hvort þú ert númer 1 eða 400 í vinsældum. Það er ekki alltaf spurning um magn skrifa heldur gæði.
Gangi þér vel
Anna Kristinsdóttir, 11.3.2008 kl. 10:50
Gangi þér vel í vinnuni Magnús minn.
Kristín Katla Árnadóttir, 11.3.2008 kl. 13:20
Sæll og blessaður. Takk fyrir þennan pistill. Mikil jákvæðni og bjartsýni les ég úr pistlinum. Frábært. Guð blessi þig Magnús minn. Kær kveðja frá hjara veraldar.
Rósa Aðalsteinsdóttir, 11.3.2008 kl. 14:04
Flott hjá þér, gangi þér vel.
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 11.3.2008 kl. 15:52
Kíki oft á síðuna þína en kvitta ekki oft.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 19:51
Sæll ljúfur,þú ert að gera góða hluti og það er gott að heyra hvað þér gengur vel í vinnunni,ég hef unnið með erlendum starfsmönnum og eru þeir,margir hverjir mjög góðir starfskraftar og eins og eru líka margir sem eru bara að láta sér að leiðast og nenna ekki að vinna,það er á báða bóga Magnús minn,alveg eins með okkur íslendingana.kv.linda
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 11.3.2008 kl. 22:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.