Baráttusigur.

nullÍ kvöld áttust við í Austurbergi ÍR og Víkingur í kaflaskiptum leik svo ekki sé meira sagt, og var oft kappið meira en forsjáinn og baráttan oft mikil.

ÍR-ingar byrjuðu betur og komust í 3-1 en þá skiptu víkingar um gír og voru komnir í 9-6 en á þessum tíma var engin vörn eða markvarsla hjá ÍR og má í raun segja að seinustu 20 mínútur fyrri hálfleiks hafi verið heldur í daprari kantinum og var staðan að loknum fyrri hálfleik 13-14 fyrir víking.

Greinilegt var á öllu að Erlendur Ísfeld þjálfari hafi haldið þrumuræðu bannaða innann 20 ára yfir leikmönnum sínum í leikhléinu því leikmenn komu hressir í síðari hálfleikinn og náðu fljótt forystunni 20-17 og á þessum kafla var vörn og markvarsla sterk og munurinn varð brátt 5 mörk 23-18 og allt leit vel út en þá var eins og stungið hefði verið í blöðru og gestirnir komust betur inn í leikinn,munurinn hélst þó þetta 3-5 m´örk þar til um 7 mín voru til leiksloka en þá var staðan 28-24 fyrir ÍR en þá virtist blaðran sprungin og gestirnir í víking minkuðu muninn í 28-26 en með mikilli seiglu tókst ÍR-ingum að landa naumum sigri 30-29 og megum við ÍR-ingar bara vel við una enda spilamennskan í heildina lala og ekkert meira en það.

Það sem ég verð að gagnrýna er varnarleikurinn allt of flöt vörn og ekki góð gegn langskyttum það sást best í kvöld að þegar stórskytta víkinga Björn Guðmundson fór loksins í gang að þá komu 4-5 mörk í beit og öll eins,þar vantar fyrst og fremst að menn tali saman í vörninni og hver vinni sitt verk því að auðveldlega má koma í veg fyrir svona mörk með því að fara út í andstæðinginn og koma við hann,ég vil heldur sjá okkar menn fá samanlagðann brottrekstur í 10-12 mín fyrir að spila vörn heldur en að engin vörn sé spiluð,þetta var vörnin,þá er það sóknin,þó við höfum skorað 30 mörk í kvöld þá get ég nú ekki sagt að um snilldar sóknarleik hafi verið að ræða,heldur voru mönnum MJÖG mislagðar hendur,boltanum var sí og æ hent í hendur víkinga sem skoruðu oft eftir slíkkar"gjafir"með hraðaupphlaupsmörkum,inn á milli sáust góð tilþrif í sókninni en betur má ef duga skal.
Brynjar Steimarson bar af í sókninni með 10 mörk.
Markvarslan var í lagi þannig lagað og varði Jacek Koval 16 skot í markinu en dapur varnarleikur kom í veg fyrir að vörðu skotin yrðu fleiri.

Hjá víkingi var ekkert í gangi og ekki þykir mér þetta merkilegt lið hjá þeim vegna þess að í rauninni vorum við að gera þá betri en þeir voru í raun og veru,vil ég meina að með eðlilegum leik okkar manna sé ÍR liðið þetta 5-7 mörkum betra þannig að leikurinn í kvöld gaf að mínu mati ekki rétta mynd af getu liðanna því ef allt er eðlilegt þá er ÍR klassa betra en þetta víkingslið og á ekki að eiga í teljandi vandræðum með það að öllu jöfnu.

N.k sunnudag kl 5 er bikarleikur í Austurbergi þegar úrvalsdeildarlið
Akureyrar kemur í heimsókn og ég segi það hreint út að ef spilamennskan verður ekki betri en í kvöld þá verður skellurinn stór
en ég tteysti Ella þjálfara,Hrappnum og strákunum til að hrista af sér slenið og standa upp í hárinu á Akureyringum og vil ég hvetja alla ÍR-inga til að mæta í Austurbergið kl 4 á sunnudaginn og hvetja strákanna til dáða.

Mörk ÍR:Brynjar Steinarson 10,Ólafur Sigurjónson 6,Davíð Georgson 4(3v),Bjartur Máni Sigurðson 3,Ísleifur Sigurðson 3,Máni Eggertson 2 og Ólafur Sigurgeirson 2.

Með ÍR kveðju:Korntop


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Svavarsson

Góð lýsing á þessum leik, þú gætir tekið þetta að þér að skrifa um leiki, til dæmis í fjölmiðla. kær kveðja Nonni frændi

Jón Svavarsson, 1.11.2007 kl. 02:44

2 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Sæll Frændi.

Þetta er mitt starf hjá ÍR og svo blogga ég um leikina hér á bloggsíðunni,en það er rétt hjá þér,þetta liggur vel fyrir mér að skrifa um þessa leiki enda kann ég allar reglur í þessu.

Magnús Paul Korntop, 1.11.2007 kl. 12:19

3 identicon

sko ef ég á að segja eins og er þá spiluðu strákarnir bara heldur illa og var þessi leikur ekkert til að vera hreykin af ... ef þeir vilja að ná langt þá þurfa þeir að rífa sig uppúr vælinu, hisja upp um sig buxurnar og spila smá almennilegan handbolta.. og ég skil ekki hvernig fullorðnir menn geta vælt um e-ð sem er rétt dæmt.. og hvernig sumir stuðningsmenn láta útúr sér við dómarana.. þetta hjálpar ÍR ekki neitt að vera betra og miklu meira umtalað lið.. ef þið skiljið hvað ég meina.. en þeta bar mín skoðun á leiknum og ég vona að ég verði ekki fyrir vonbrig'um á sunnudaginn með vælið og spilamennskuna ;):)
annars er þetta bara nokkuð gott blogg hjá þér.. þó að ég þekki þig ekki neitt, þá var samt mjög gaman að lesa þetaa :D:D

ÍR-ingur.. (IP-tala skráð) 1.11.2007 kl. 14:36

4 identicon

Flottur eins og endranær Magnús, góður pistill þó svo að leikurinn hefði mátt vera mikið betri. Ótrúlegt hvað við förum alltaf á sama plan og andstæðingurinn. Haltu þessu áfram höfðingi

Kristmann hjá ÍR (IP-tala skráð) 1.11.2007 kl. 15:54

5 Smámynd: Óskar Þorkelsson

töff að vinna víkinga.. til hamingju með það og virkilega góð grein hjá þér.

Óskar Þorkelsson, 1.11.2007 kl. 16:11

6 identicon

Þetta er flott grein hjá þér Maggi , en aftur á móti er tímasetningin á leiknum á Sunnudaginn hjá þér vitlaus leikurinn við Akureyri er klukkan 5 og leikurinn hjá ÍR 2 á móti Haukum hefur verið flítt til klukkan 1

Haukur L (IP-tala skráð) 1.11.2007 kl. 18:35

7 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Sæll ÍR-ingur.

Er ekki í aðstöðu til að dæma umrætt væl hjá þér því ég heyrði það ekki.

Sæll kristmann:

Við þurfum að fara að spila leikina eins og menn og læra að klára þá.

Sæll Óskar:

Já þetta var baráttusigur og ekkert annað,töff að vinna þennann leik.

Sæll Haukur:

Tímasetningin er um að leikurinn væri kl 4 kom frá þér en ok,ég mæti og vinn mitt verk,takk fyrir að láta mig vita af þessari breytingu.

Magnús Paul Korntop, 1.11.2007 kl. 18:58

8 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Segi nú bara eins og Nonni frændi þinn, þú ert góður íþróttafréttaritari. Keep up the good work.

Ásdís Sigurðardóttir, 2.11.2007 kl. 01:09

9 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Takk Ásdís mín,kanski maður sæki um starf á Mogganum og leggi þetta fyrir sig.

Magnús Paul Korntop, 2.11.2007 kl. 02:10

10 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Sömuleiðis Vigdís.

Magnús Paul Korntop, 2.11.2007 kl. 12:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Korntop

Höfundur

Magnús Paul Korntop
Magnús Paul Korntop

Hér er á ferðinni lífsglaður náungi með sterkar skoðanir og segi ég þær umbúðarlaust,
Mín helstu áhugamál eru sport,söngur en einnig eru mér hugleikin málefni þeirra
sem minna mega sín.

Ég vil taka það fram af gefnu tilefni að ég áskil mér ALLANN RÉTT til að eyða commentum sem innihalda skítkast,eða fjalla ekki um bloggefnið sjálft,verði fólk ekki við þessu verður lokað á commentakerfið.

Spurt er

Hvernig líst þér á komandi vetur?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 205421

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

33 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • ...ingurinn_eg
  • Ólafur Stefánson.
  • ...lautur_bill
  • ...ngverjaland
  • ...land_415050

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband