Örorkubætur.

Það hefur lengi verið vitað að örorkubætur eru of lágar á Íslandi og ljóst að það þarf að hækka örorkubætur og lægstu laun verulega svo að við sem erum á lágum launum eigum möguleika á að láta enda ná saman og hreinlega að lifa í þessu landi.

Hef tekið eftir því við blogglestur undanfarið að það eru margir 75% öryrkjar hér á mbl blogginu svo þeir vita um hvað ég er að tala en ljóst er að núverandi fyrirkomulag er fjandsamlegt öryrkjum í mörgum atriðum og ætla ég að rekja nokkur þeirra hér en vil þó taka það fram að veit ekki alla veikleikana og því eins og í færslunni um búsetumál fatlaðra þá vil ég að þið segið mér í kommenntakerfinu hvað ykkur finnst að og ef ég gleymi einhverju.

1. Mér þykir fáránlegt að við séum að borga skatt af þessum lúsarlaunum því þessi fjárhæð sem við fáum er LANGT undir fátæktarmörkum.
Lausn á þessu er að HÆKKA skattleysismörk í um 130 þús en skattaprósentan hefur ekki fylgt launaþróun í MÖRG ár og tími til kominn að breyta því.

2. Það að öryrki megi ekki vinna neitt án þess að bætur skerðist er alveg ÓTRÚLEG þröngsýni hjá Tryggingarstofnum og eru þeir fljótir að refsa öryrkjum fyrir það eitt að drýgja tekjur sínar,nú veit ég að margir eru í vinnu á góðum launum en samt verður að stöðva þessa þröngsýni.

Lausn.
Leyfa ætti öryrkjum að vinna fyrir um 100 þús á mánuði án þess að bætur skerðist.

3. Öryrkjar eins og aðrir verða ástfangnir og hafa kanski hug á að fara alla leið og gifta sig en ef það gerist þá hrynja bæturnar sérstaklega hjá konunni,ég hef gott dæmi um þetta því móðir mín heitinn var gift stjúpa mínum í 27 ár og þurfti hún oft að eiga við TR vegna greiðslna á ýmsu sem hún átti rétt á en alltaf kom sama svarið en það var að þar sem mamma var gift þá ÁTTI stjúpfaðir minn að sjá um hana,mér kæmi ekkert á óvart að svona væri ástatt um fleiri.

Lausn.
Að sjálfsögðu eiga öryrkjar að fá að gifta sig og lifa lífinu eins og aðrir,annað er mannréttindarbrot á HÆSTA stigi og það á EKKI að þekkjast að steinar séu settir í götu okkar með það,það sama á við um barneignir.

Ég hef hér farið yfir ýmsa hluti sem betur mættu fara og klárt mál  að mikið verk er óunnið en það sem ég vil sjá er eftirfarandi hluti lagaða:

1: Örorkubætur og lægstu laun verði hækkuð uppí 200 þús allavega svo að við getum lifað í þessu landi,ég vil fá hærri bætur og borga jafnmikið og aðrir en ekki dreginn í dilk eins og kindur í réttum að hausti.

2: Skattleysismörk verði hækkuð svo að ekki þurfi að borga skatt af þessum lágu launum.

3: Það á að vera skýlaus krafa að öryrkjar geti gift sig og eignast börn á þess að TR grípi inn í og skerði bætur,þetta er spurning um mannréttindi og jafnrétti.

Sjúklingar eigi SKÝLAUSAN rétt á endurgreiðslu lækniskostnaðar allt að 75% ef það er kveðið á um slíkt ennig ætti lyfjaverð að vera lægra svo að öryrkjar og sjúklingar geti leyst þau út.

Ég vil að endingu minna á undirskriftarsöfnum hjá bloggvinkonu minni http://asdisomar.blog.is en það er þarft framtak hjá henni.

Nú spýtum við öll í lófana fyrir bættum hag láglaunafólks og öryrkja einnig vil ég benda á skoðanakönnunina á þessari síðu.
Meira síðar-KV:Korntop


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þarft umræðuefni hjá þér maggi og ég er innilega sammála þér í flestu, en allt kostar þetta víst. vonum að það verði nú að gert eitthvað í þessu þótt ekki væri nema að hækka skattleysismörkin.

kveðja

emil     

Emil Tölvutryllir (IP-tala skráð) 18.10.2007 kl. 01:21

2 identicon

Ég veit ekki, hvað þarf, til að hreyfa við STJÓRNVÖLDUM.Nú er GÓÐÆRI og lag að Laga.Því þeir hafa svo oft borið fyrir sig. "ÞJÓÐFÉLAGIÐ hefur ekki efni á því vegna bágrar stöðu ríkissjóðs".Nú ætla ég að hneyksla alla sem lesa þetta enn GLEYMIÐ ÞVÍ EKKI.Það eru fleiri en 3-20 EINSTAKLINGAR sem taka sitt eigið líf vegna þessara aðstæðna.Þú ert ekki lengur manneskja ,þú ert baggi á þjóðfélaginu. ef þú ferð svo mikið sem fram á það lifa með REISN.Hvað myndi þjóðin segja Ef að svo mikið sem 3 til 4 einstaklingar SAMEINUÐUST og tækju sitt líf frammi fyrir ALÞJÓÐ. TIL þess eins að leggja málstaðnum lið. Ég er sjálfur öryrki og þekki vel til hjá sjálfum mér og fjölda fólks sem er í þvílíkum hörmungaraðstæðum að sjálfum manni finnst ekkert að hjá sjálfum sér.SJÁLFSVÍG ER HÖRMUNG FYRIR ÞANN SEM FREMUR.     ÖLL  SKYLDMENNI, VINI, KUNNINGJA OG VINNUFÉLAGA.þEGAR VERÖLDIN VERÐUR SVÖRT AF MANNAVÖLDUM ER EKKI VON Á GÓÐU.                    

Á  ÉG  AÐ GÆTA BRÓÐUR MÍNS ?????????.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 18.10.2007 kl. 01:43

3 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Get tekið undir þetta allt hjá þér, sjálfur er ég svo lánsamur að njóta hesta heilsu, en svíður óréttlætið og ósanngirnin og hef séð afleiðingar þess að festast í fátækragildru. Stundum eins og fólk gleymi því oft hvað það er mikilvægt fyrir öryrkja og veikt fólk að hafa efni á því að gera sér dagamun eins og annað fólk til að efla lífsandann og baráttuþrekið. Geðsjúklingur fastur í leigðri herbergiskompu, jafnvel yfirgefinn af flestum nær tæplega bata við slíkar aðstæður og er líklegur til að þurfa að leggjast inn aftur, jafnvel taka sitt eigið líf þegar öll sund virðast lokuð þegar fjárhags og félagsaðstæður eru ömurlegar. Veit um alltof mörg dæmi um akkúrat það, margir hefðu átt góðan möguleika á bata ef að stuðningur og skilningur hefði verið fyrir hendi.

Tel samt að það væri skynsamlegt að hafa þak á því hvað fólk mætti vera með miklar tekjur til að teljast þurfa á fjárstuðningi að halda. Það er óþarfi að vel stætt eða jafnvel stórefnað sé að grynnka á sjóðum ætluðum fólki sem sannanlega þarf á því að halda, þakið yrði samt að vera nokkuð hátt, kannski ef að örykinn er með um 500.000 á mánuði í fastar tekjur ætti hann að bjargast ágætlega, síðan náttúrulega ef aðstæður breyttust hjá viðkomandi og hann félli í tekjum gæti hann sótt um örörkubætur aftur.

Georg P Sveinbjörnsson, 18.10.2007 kl. 02:12

4 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Sæll Þórarinn:

 Já því miður er það nú þannig að margir telja best að taka sitt eigið líf og er það nöturleg tilhugsun sem verður að koma í veg fyrir.

Sæll Georg:

Er sammála þér í þessu,öryrkinn verður að fá að drýgja tekjur sínar og ef hann fer of hátt í tekjum þá eðlilega fellur hann út úr kerfinu en það eru bara ekki svo margir svo ég viti sem geta sagst vera með háar tekjur,en ég var bara að grunnlaun og taldi mig vera nokkuð sanngjarnan í því hvað öryrkinn mætti vinna fyrir mikið.

Magnús Paul Korntop, 18.10.2007 kl. 02:28

5 Smámynd: Ragnheiður

Heyr Heyr !

Ragnheiður , 18.10.2007 kl. 08:03

6 Smámynd: Huld S. Ringsted

Góður pistill hjá þér og svo sammála þér, það er skammarlegt hvernig komið er fram við öryrkja hér á landi og ætti að vera krafa allra að stjórnvöld fari að bæta hag þeirra, það veit enginn hvernig morgundagurinn kemur til með að vera því ættu allir landsmenn að rísa upp og krefjast úrlausna!

Ég er búin að skrifa á listann hjá Ásdísi. 

Huld S. Ringsted, 18.10.2007 kl. 08:48

7 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Algjörlega sammála þér. Velkominn í bloggvinahópinn minn

Ragnhildur Jónsdóttir, 18.10.2007 kl. 10:59

8 Smámynd: Óskar Þorkelsson

miðað við gengi ríkissjóðs þá ættu skattleysismörk að fara í minnst 180 þ.

Óskar Þorkelsson, 18.10.2007 kl. 12:03

9 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Þú ert oft með góðar hugmyndir, en ég held því miður á vitlausum grunni.  Ég hvet þig til að skrifa þetta upp, jafnvel setja undirskriftalista á stað og senda svo á einhvern sem getur gert eitthvað í málinu.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 18.10.2007 kl. 12:28

10 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Þetta eru mínar hugmyndir en ég veit ekki hvaða grunni þú edrt að tala um,ef einhver getur bætt þessar hugmyndir þá er það fínt ef þú ert að tala um Lausnirnar Nanna að þá veit ég vel að ég er á ystu nöf með þær en ég er einfaldlega MJÖGöryrki sem er orðinn þreyttur á aðgerðarleysi stjórnvalda og vil sjá róttækar breytingar.
Er ekki alveg að skilja hvað þú meinar með að skrifa þetta upp og varðandi undirskriftarlista að þá er einn þegar í gangi og við skulum leyfa honum að vera óáreittum.

Magnús Paul Korntop, 18.10.2007 kl. 12:37

11 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Sko, ætlaði ekki að móðga þig.  Ef þú tókst því þannig biðst ég afsökunar.  Var að reyna benda þér á að þennan texta geturu sent á mail hjá opinberum aðilum sem geta  gert eitthvað í málinu.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 18.10.2007 kl. 12:41

12 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Við í Átaki(Félag fólks með þroskahömlun)höfum svo sannarlega farið og talað við ráðherra og það allt og við verðum að berjast fyrir okkar sjálfsögðu réttindum og munum gera það.
Þú móðgaðir mig ekkert en þessar hugmyndir eru mínar og það veit mitt samstarfsfólk í baráttunni og löngu tímabært að ég opinberi þær hér og ef einhver getur barnað þessar hugmyndir þá er það fínt.

Magnús Paul Korntop, 18.10.2007 kl. 12:52

13 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Þá er það bara frábært:)  stendur þig vel.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 18.10.2007 kl. 13:12

14 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Sæll Magnús. Það er alveg ljóst að við eigum samleið. Við Heiða Björk ýttum þessu úr vör en viljum fá sem flesta með okkur. Við erum öll öryrkjar á mismunandi hátt og mjög þarft að hafa sem fjölbreyttastann hóp þegar við afhendum listana.  Ég ætla í dag að senda póst á alla ráðherra og þingmenn og væri ekki gott ráð að ef þú hefur tíma til að þú sendir á öll ráðuneyti og aðstoðarmenn ráðherra.  Veistu hvort hægt er að finna póstfang á Trst. umboðin hjá sýslumönnum um allt land?  Heiðar er búin að senda á öryrkjabl. og Sigurstein, Bylgjuna og Fréttabl. Ég sendi á Visi í gær. Vert í bandi. Kveðja Ásdís

Ásdís Sigurðardóttir, 18.10.2007 kl. 14:34

15 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Sæl Ásdís.

Ég skal tala við mitt fólk hjá Átaki og bið formanninn um að senda póst því hún er með allan póstlistann.

Já við eigum svo sannarlega samleið í þessum málum og löngu kominn tími á aðgerðir.

Ef þú villt spjalla við mig um þetta eða bara ræða daginn og veginn og kynnast mér betur þá er msn-ið mitt eftirfarandi:
kraftakall@gmail.com
Emailið mitt er korntop1@simnet.com

Magnús Paul Korntop, 18.10.2007 kl. 14:46

16 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Innlitskvitt er bæuin að skrifa undir - takk fyrir þitt innlegg.

Edda Agnarsdóttir, 18.10.2007 kl. 16:36

17 identicon

Sammála þér Maggi. Ég er búin að skrifa undir. Gott að fá þig í hópinn þú ert öflugur.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 18.10.2007 kl. 16:44

18 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Takk fyrir það Birna,sameinuð stöndum við en sundruð föllum við,svo einfalt er það.

Magnús Paul Korntop, 18.10.2007 kl. 17:19

19 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Sammála.Góður pistill.

María Anna P Kristjánsdóttir, 18.10.2007 kl. 21:11

20 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Sammála . kv.

Georg Eiður Arnarson, 18.10.2007 kl. 22:24

21 identicon

Burt með öryrkja og láglaunafólk

Eiríkur (IP-tala skráð) 19.10.2007 kl. 01:09

22 Smámynd: Ingunn Jóna Gísladóttir

Sæll Magnús. Frábær pistill hjá þér, sé að hörkukonurnar Heiða og Ásdís eru búnar lesa þetta. Baráttan heldur áfram, hópurinn stækkar hratt á blogginu. Velkominn í bloggvinahópinn minn,

Ingunn Jóna Gísladóttir, 19.10.2007 kl. 13:00

23 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Eiríkur.

Ertu virkilega á móti þeim sem minna mega sín?

Sé svo að þá ert þú rasisti.

Sæl Ingunn og þakka þér fyrir að gerast bloggvinkona mín en það er alveg rétt sem þú segir að þessar hörkukonur Ásdís og Heiður eiga heiður skilinn fyrir þennann magnaða undirskriftalista og viðbrögð fólks hér á blogginu erú ótrúleg en ég ætla nú að eigma mér smáhlut í þessari BILTYNGU öryrkja og láglaunafólks með þessum skrifum mínum og þar með opnað málið upp á gátt.

Magnús Paul Korntop, 19.10.2007 kl. 15:24

24 Smámynd: Ingunn Jóna Gísladóttir

Sæll Magnús

Þú átt alveg heiður skilið fyrir þína pistla, þeir eru mjög góðir 

Ingunn Jóna Gísladóttir, 19.10.2007 kl. 15:52

25 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Jú Magnús minn. ´Þú ert sko ekta fjöryrki eins og ég og við fleiri.

Ásdís Sigurðardóttir, 19.10.2007 kl. 16:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Korntop

Höfundur

Magnús Paul Korntop
Magnús Paul Korntop

Hér er á ferðinni lífsglaður náungi með sterkar skoðanir og segi ég þær umbúðarlaust,
Mín helstu áhugamál eru sport,söngur en einnig eru mér hugleikin málefni þeirra
sem minna mega sín.

Ég vil taka það fram af gefnu tilefni að ég áskil mér ALLANN RÉTT til að eyða commentum sem innihalda skítkast,eða fjalla ekki um bloggefnið sjálft,verði fólk ekki við þessu verður lokað á commentakerfið.

Spurt er

Hvernig líst þér á komandi vetur?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 205420

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

33 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • ...ingurinn_eg
  • Ólafur Stefánson.
  • ...lautur_bill
  • ...ngverjaland
  • ...land_415050

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband