Commentakerfi lokað frá og með mánudegi.

Ég hef ákveðið að loka commentakerfinu frá og með mánudegi ef commentum fjölgar ekki,það eru mér vonbrigði að þurfa að gera það en þegar ég fer í yfirreið yfir bloggsíður bloggvina þá eru um og yfir 20 comment á flestum færslum,ég tel mig ekki vera með verra blogg eða verri mál en aðrir,gott dæmi er mál málanna í dag,nýr meirihluti í Reykjavík,er búinn að sjá nokkur blogg um þetta mál í dag með um 20 commentum en nánast enginn commentar um mál hjá mér og nú hef ég ákveðið að loka commentakerfinu frá og með mánudegi,eftir sem áður getur fólk lesið bloggið mitt,það verður áfram opið og lokar ekkert.

Ég nota commentakerfið til að sjá hver commentar svo ég geti commentað til baka og líka svo ég sjái hver heimsækir síðuna og einnig er gestabók sem fólk getur skrifað í.

Ég geri mér fyllilega grein fyrir því að fólk ræður hvort það commentar hérna en mér finnst ég verðskulda skoðanir fólks og það er það sem ég er að leita eftir,einnig þykir mér þátttaka ykkar í skoðanakönnunum dapurleg en nóg af væli í bili.
                              KV:Korntop

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þröstur Unnar

Ef þú ert að blogga til þess að fá athugasemdir, þá verður þú að skrifa um mál sem fólk vill lesa um, og skrifa á þann hátt að það veki eftirtekt og sé svaravert.

Fyrir mitt leiti blogga ég til þess að blogga, annað er aukaatriði.

Þröstur Unnar, 11.10.2007 kl. 22:57

2 Smámynd: Signý

Sammála síðasta ræðumanni

Friður á jörð! 

Signý, 11.10.2007 kl. 23:07

3 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Þú mátt ekki ætlast til þess að aðrir skilji eftir comment ef þú gerir það ekki sjálfur,en ég er sammála hinum tveim.

María Anna P Kristjánsdóttir, 11.10.2007 kl. 23:10

4 Smámynd: Óskar Þorkelsson

ok

Óskar Þorkelsson, 11.10.2007 kl. 23:10

5 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Kvitt!

Sunna Dóra Möller, 11.10.2007 kl. 23:16

6 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Commentakerfið er opið enn um sinn en ég fylgi bara mínu prinsipi.

Þröstur:
Ég bloggaði um málið í dag eins og það lá fyrir á þeim tímapunkti svo einfalt er það.

María:
Ég hef commentað mikið á öðrum síðum undanfarið um ólíklegustu mál.

Magnús Paul Korntop, 11.10.2007 kl. 23:29

7 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

uss uss

Einar Bragi Bragason., 11.10.2007 kl. 23:33

8 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Þú hefur ekki skilið eftir comment á síðunni hjá mér,það er allt í lagi ég er bara að benda þér á að við skiljum ekki alltaf eftir comment ég heimsæki síðurnar en commentera ekki alltaf.

María Anna P Kristjánsdóttir, 11.10.2007 kl. 23:36

9 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Ég hvet þig til að loka ekki á comment.

María Anna P Kristjánsdóttir, 11.10.2007 kl. 23:39

10 Smámynd: Ragnheiður

ég er enn sömu skoðunar og síðast um kommentalokun. Takk fyrir öll kommentin hjá mér Maggi minn.

Ragnheiður , 11.10.2007 kl. 23:44

11 identicon

Már Högnason (IP-tala skráð) 12.10.2007 kl. 05:39

12 identicon

Nei,nú fara í hönd veislutímar í blogg og commentafærslum.Nú skal halda á miðin ,því þeir fiska, sem RÓA. Gangi þér vel drengur..

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 12.10.2007 kl. 07:34

13 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ég hvet þig til að loka ekki kommentakerfinu!

Ég held að við höfum mörg upplifað það að vera spæld yfir að fá ekki komment og ég er alveg sammála því að fólk sem les bloggin hér mætti vera duglegra að kommenta eða bara kvitta fyrir innlitið.

Kveðja, Greta Björg.  

Greta Björg Úlfsdóttir, 12.10.2007 kl. 10:54

14 Smámynd: Jens Guð

  Athugasemdakerfið er eitt það skemmtilegasta við bloggið.  Það er gaman þegar umræðan verður heit og fjörug á athugasemdakerfinu. 

  Ég er ekki viss um að rétta aðferðin til að fá umræðu í gang sé að setja sig sérstaklega í stellingar fyrir það.  Margar af mínum bloggfærslum fá afar dræm viðbrögð í athugasemdakerfinu.  Ég fæ kannski 2000 heimsóknir einn daginn en bara 3 - 4 athugasemdir.  Annan dag fæ ég kannski innan við 1000 heimsóknir en 200 athugasemdir. 

  Oft fer fjörleg umræða í gang þegar ég á síst von á.  Til að mynda skrifaði ég fróðleik um lagið House of the Rising Sun.  Ég reiknaði ekki með umræðu um það.  En "kommentum" rigndi inn með mörgum góðum viðbótar fróleiksmolum um lagið. 

  Sjálfur kíki ég daglega á 20 - 30 bloggsíður.  Á þeim bloggrúnti skil ég eftir "komment" á kannski 2 - 3 stöðum.  Það er helst í þeim tilfellum þegar ég get bætt við einhvern fróðleik eða leiðrétt misskilning eða rangfærslu.  Einnig ef ég er mjög ósammála einhverju.   

Jens Guð, 12.10.2007 kl. 11:59

15 Smámynd: Jón Ragnarsson

Besta blogg ever!!!!!!!

Jón Ragnarsson, 12.10.2007 kl. 17:04

16 Smámynd: Gísli Ásgeirsson

Þetta er sennilega kommentafýla.

Gísli Ásgeirsson, 12.10.2007 kl. 17:09

17 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Ég veit alveg hvernig þér líður. Stundum langar mann að heyra aðeins frá fólki, bara svo maður fái smá staðfestingu á því að fólk hafi skoðun á því sem maður er að segja. Í gær fékk ég um 1300 flettingar en bara eina eða tvær athugasemdir. En það er bara ekkert sem maður getur gert í því. Fólk skilur eftir athugasemdir ef það vill það, annars ekki. Og það er ástæðulaust að reyna að vera fyndinn eða breyta skrifum sínum til að laða að fólk. Maður á fyrst og fremst að blogga fyrir sjálfan sig. Annars er auðvitað hægt að skrifa um nauðganir, fóstureyðingar og pólitík. Þá kemst umræðan af stað, en þá fær maður líka tröllin inn á síðurnar. 

Kristín M. Jóhannsdóttir, 15.10.2007 kl. 16:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Korntop

Höfundur

Magnús Paul Korntop
Magnús Paul Korntop

Hér er á ferðinni lífsglaður náungi með sterkar skoðanir og segi ég þær umbúðarlaust,
Mín helstu áhugamál eru sport,söngur en einnig eru mér hugleikin málefni þeirra
sem minna mega sín.

Ég vil taka það fram af gefnu tilefni að ég áskil mér ALLANN RÉTT til að eyða commentum sem innihalda skítkast,eða fjalla ekki um bloggefnið sjálft,verði fólk ekki við þessu verður lokað á commentakerfið.

Spurt er

Hvernig líst þér á komandi vetur?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 205420

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

33 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • ...ingurinn_eg
  • Ólafur Stefánson.
  • ...lautur_bill
  • ...ngverjaland
  • ...land_415050

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband