Fyrstu dagar í nýrri íbúð.

Jæja,þá er maður búinn að vera hér í nokkra daga og reyna að koma íbúðinni í stand en þónokkur vinna er eftir í því efni og tekur bara sinn tíma.

Þegar ég fór að skoða þessa íbúð fannst enginn símtengill og svo eftir fluttningana þegar við vinirnir fórum að leita fannst heldur enginn tengill svo að hringt var í Félagsviðgerðir og í sameiningu fannst tengillinn,reyndist hann þá vera lítill grár kassi en nýtt system en hvernig í fjáranum átti ég að vita það?

En semsagt síminn og talvan eru vel tengd svo nú get ég farið að segja mínar skoðanir aftur en mun gæta sanngirni og hafa heimildir fyrir því sem ég fárast út í hverju sinni,ég vonast til að ég geti átt skynsöm skoðanaskipti við fólk sem er mér ekki sammála í kommentakerfinu.

Ég komst ekki að í tónlistarskóla í vetur og er eiginlega feginn því því ég verð ekki á landinu í desember(verð hjá pabba í bandaríkjunum um jólin og kem aftur milli jóla og nýárs)svo að ég verð bara áfram í Fjölmennt og syng með bandinu mínu.

Ég ætla að setja inn nýja könnun og nú eru það íslenskar hljómsveitir sem eru fyrir valinu og sem fyrr þá vonast ég eftir þátttöku ykkar en því fleiri sem kjósa því marktækari verður könnunin, en samkvæmt seinustu könnun greiddu 74 atkæði og þar sigraði Ellý Vilhjálms með 39,2 % en nóg í bili,meira síðar.

                                   KV:Korntop


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Gaman að allt gengur vel hjá þér,og farin að geta bloggað/Kveðja Halli Gamli

Haraldur Haraldsson, 29.8.2007 kl. 00:30

2 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Gaman að lesa færslurnar þínar og heyra hvað allt virðist ganga vel. Það verður spennandi fyrir þig að fara til Bandaríkjanna, þangað hef ég aldrei komið. Spilverk Þjóðanna hafa alltaf verið í miklum hávegum hjá mér og kýs ég þá.

Rúna Guðfinnsdóttir, 29.8.2007 kl. 07:52

3 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Til hamingju með íbúðina

Georg Eiður Arnarson, 30.8.2007 kl. 09:15

4 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Til hamingju með íbúðina. Leiðinlegt að þú komst ekki í skólann í vetur. Þessir skólar eru allir svo fullir. Þú ferð bara seinna.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 30.8.2007 kl. 13:12

5 Smámynd: Margrét Annie Guðbergsdóttir

Þegar ég fór inn á bloggið skildi ég ekkert í því hvaða myndarlegi maður var búin að koma sér fyrir meðal mynda bloggvina minna. Þegar ég fór svo að athuga málið sá ég að þetta varst þú. Til hamingju með nýju íbúðina.

Margrét Annie Guðbergsdóttir, 30.8.2007 kl. 14:09

6 identicon

Til hamingju með allt sem er að gerast hjá þér núna :o)

Gaman að sjá myndina sem Rósa tók af þér úti og líka hina:o)

Hrefna

Hrefna (IP-tala skráð) 30.8.2007 kl. 14:18

7 identicon

Sæll Maggi minn

Til hamingju með íbúðina. Það er gott að vita að allt gengur vel hjá þér karlinn minn. Gangi þér vel í öllu því sem þú ert að gera. Það er greinilega nóg að gera hjá þér og það er gott mál. Áfram ÍR!!!!
kv. Halli Reynis

Halli Reynis (IP-tala skráð) 30.8.2007 kl. 18:40

8 Smámynd: Jón Svavarsson

Til hamingju með íbúðina, ertu kanski komin í íbúðina sem þú bjóst í hjá mömmu þinni?

Kær kveðja Nonni frændi 

Jón Svavarsson, 1.9.2007 kl. 12:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Korntop

Höfundur

Magnús Paul Korntop
Magnús Paul Korntop

Hér er á ferðinni lífsglaður náungi með sterkar skoðanir og segi ég þær umbúðarlaust,
Mín helstu áhugamál eru sport,söngur en einnig eru mér hugleikin málefni þeirra
sem minna mega sín.

Ég vil taka það fram af gefnu tilefni að ég áskil mér ALLANN RÉTT til að eyða commentum sem innihalda skítkast,eða fjalla ekki um bloggefnið sjálft,verði fólk ekki við þessu verður lokað á commentakerfið.

Spurt er

Hvernig líst þér á komandi vetur?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

33 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • ...ingurinn_eg
  • Ólafur Stefánson.
  • ...lautur_bill
  • ...ngverjaland
  • ...land_415050

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband