Leiðindi.

Í gær gerðust þau leiðinlegu tíðindi að við Dagbjört hættum saman eftir 7 ára samband(þar af trúlofuð í 5 ár)Frown en þegar málið er skoðað þá þarf þetta ekki að koma á óvart.
Ég hef verið að hugsa um að slíta þessu s.l 2 mánuði vegna veikinda og vandamála hennar sem skulu hér rakin að einhverju leyti.

Síðustu 2 ár hefur Dagbjört lent í ýmsu,í fyrra þá hætti hún við að fara með okkur erlendis og lét okkur ekki vita af því fyrr en 3 dögum áður en við fórum,tók hana langann tíma að ná sér eftir þennann langa andlega rússíbana,síðan núna í febrúar þá hætti hún í vinnunni án þess að láta mömmu sína vita(Mamma hennar vissi þetta ekki fyrr en forstjórinn hringdi í hanaShocking)og svo er hún að ganga í gegnum lyfjabreytingar sem skila víst afar takmörkuðum árangri enn sem komið er.

Eins og ég sagði áðan þá hef ég verið að hugsa þetta í 2 mánuði þannig að þessi slit koma í sjálfu sér ekki á óvart en aðdragandi slitanna hefði mátt vera annar,t.d frétti ég það frá þriðja aðila að Dagbjört hefði verið hringlaus síðan á mánudaginn var og svo spyr hún mig í gær hvort við getum ekki bara verið vinirShocking,ef hún hefði talað við mig fyrr og að þetta hefði t.d verið sameiginleg ákvörðun eða einhverjar skýringar gefnar þá væri þetta ekki svona sárt en það þýðir ekkert að væla þetta neitt því lífið heldur áfram.
Það er alltaf sárt þegar sambandslit verða,það er klárt mál og það verður að vinna rétt úr því en það eru fleiri fiskar í sjónum svo að það verður haldið í veiðitúr bráðlegaCool.


Sem betur fer er nóg að gera hjá mér bæði List án landamæra,hljómsveitin mín og stjórnarseta í handboltadeild ÍR,einnig á ég góða vini sem geta hjálpað mér að komast yfir þetta.

Ég vona sannarlega að Dagbjört komist yfir þessi vandamál sín og geti lifað góðu lífi.

En nóg af leiðindum í bili,ég verð jákvæðari næst.
                           KV:Korntop


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Leiðinlegt að heyra.  Vona að þið komist bæði yfir þetta og getið verið góðir vinir í framtíðinni..

Jenný Anna Baldursdóttir, 5.5.2007 kl. 11:45

2 Smámynd: Ólafía Ingibjörg Sverrisdóttir

mer þykir þetta leitt

Ólafía Ingibjörg Sverrisdóttir, 5.5.2007 kl. 20:27

3 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Já Emil,kanski var þetta það besta í stöðunni en atburðarásin hefði mátt vera önnur,takk fyrir góðar uppörvanir kæru vinir.

Magnús Paul Korntop, 5.5.2007 kl. 22:30

4 identicon

Þú átt alla mína Samúð Maggi minn og ég er sammála hvernig þetta atvikaðist er leiðinlegt en þetta er það sem búast mátti við svo sem fyrir okkur sem þekkjum ykkur. Vertu bara sterkur og vonandi getið þið verið vinir þegar fram líða stundir.

Alvilda Gunnhildur Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 5.5.2007 kl. 22:49

5 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Svona lagað er alltaf mjg sárrt. Samúðarkveðjur.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 5.5.2007 kl. 23:25

6 Smámynd: Ragnheiður

Æ kallinn minn, leiðinlegt að heyra þetta. Bestu kveðjur til þín og óskir um að þú jafnir þig á þessu.

Ragnheiður , 5.5.2007 kl. 23:39

7 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Takk fyrir góðar óskir elskurnar,ég kemst yfir þetta en það tekur tíma,líklega loka ég á hana og hennar fólk en það verður erfitt.

Magnús Paul Korntop, 6.5.2007 kl. 02:42

8 identicon

Maggi minn.

Ekki taka neinar stórar ákvarðanir í sambandi við Dagbjörtu eða fjölskyldu hennar næstu dagana. Einbeittu þér bara að sjálfum á næstunni og svo eftir einhvern tíma geturðu kannski byrjað að eiga aftur samskipti við þetta fólk sem hefur verið þér svo ótrúlega gott og allt viljað fyrir þig gera.

Gott að það er mikið að gera hjá þér, það hjálpar.

Bestu kveðjur frá Edinborg

Hlökkum til að fá þig í heimsókn! 

Rósa (IP-tala skráð) 6.5.2007 kl. 09:48

9 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Takk systir sæl,ég hlakka líka til að koma til ykkar,varðandi það hvernig þetta fólk hefur reynst mér þá hefur það reynst mér ótrúlega vel en sárindin eru bara meiri en svoen tímann tek í að ákveða svona stórt.

Magnús Paul Korntop, 6.5.2007 kl. 10:58

10 Smámynd: Ólöf

Svona er alltaf erfitt og sárt. Og ég sendi þér samúðarkveðjur.

Ólöf , 6.5.2007 kl. 12:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Korntop

Höfundur

Magnús Paul Korntop
Magnús Paul Korntop

Hér er á ferðinni lífsglaður náungi með sterkar skoðanir og segi ég þær umbúðarlaust,
Mín helstu áhugamál eru sport,söngur en einnig eru mér hugleikin málefni þeirra
sem minna mega sín.

Ég vil taka það fram af gefnu tilefni að ég áskil mér ALLANN RÉTT til að eyða commentum sem innihalda skítkast,eða fjalla ekki um bloggefnið sjálft,verði fólk ekki við þessu verður lokað á commentakerfið.

Spurt er

Hvernig líst þér á komandi vetur?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 205420

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

33 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • ...ingurinn_eg
  • Ólafur Stefánson.
  • ...lautur_bill
  • ...ngverjaland
  • ...land_415050

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband