List án landamæra.

Sæl öll.

Í gær var sett í Ráðhúsi Reykjavíkur listahátíð Listar án landamæra og er þetta 4 árið í röð sem hún er haldin og fer því að vera árlegur viðburður en hátíðinni er ætlað að leiða saman fatlaða og ófatlaða einstaklinga í listsköpun í hinum ýmsu listformum(leiklist,myndlist,tónlist osfrv),
Á setnigunni kenndi ýmissa grasa,Lilja Pétursdóttir lék á hljómborð,en svo hófst hin eiginlega dagskrá með því að Ágúst Guðmundson kvikmyndagerðarmaður og formaður bandalags íslenskra listamanna(BÍL) setti hátíðina Bjarney Erla Sigurðardóttir spilaði áhljómborð hið kunna íslenska þjóðlag Sofðu unga ástin mín,Hörður Gunnarson flutti ljóð eftir sjálfan sig,Jón Ragnar Hjálmarson flutti nýtt rapplag,Linda Rós Pálmadóttir og Heiða Eiríksdóttir fluttu 2 lög og Elísabet Jökulsdóttir flutti nokkrar örsögur,kynnar voru þau Ólafur Sævar Aðalsteinson og Unnur Ösp Stefánsdóttir og stóðu sig vel og var Ólafur alveg fantagóður.
Næstu 2 vikurnar eða svo mun vera nóg um að vera ogætla ég að tiltaka hér nokkur atriði en of langt mál er að telja allt upp.
Í kvöld fer fram stuttmyndakeppni sérdeilda framhaldsskólanna í sal 2 í Háskólabíói.

Á morgunn laugardag mun verða framinn gjörningurinn "Tökum höndum saman" á reykjavíkurtjörn og er ætlunin að mynda hring í kringum tjörnina og að allir hópar verði með í þessu,hefst þessi gjörningur kl 1 en gangan sjálf kl 2,hvet ég alla sem þetta kunna að lesa til að mæta á þetta atriði en höfundur þessa gjörnings er kjarnakonan Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir.
Eftir gjörninginn fara svo allir á geðveikt kaffihús og handverkssýningu í Hinu húsinu en það stendur frá kl 12 -17.

Þann 30 apríl er leiklistakvöldið og erþað geggjuð stemming alltaf,þann2 mai er ljóðakvöld á Hressó,8 mai eru rokktónleikar á Domo Þingholtsstræti og dagin eftir menningarkvöld Átaks,og  svo ekki sé nú talað um allar myndlistasýngarnar sem eru á nokkrum stöðum m.a Norræna húsinu,þessari hátíð verður svo slitið þann 16 mai þegar Fjölmennt og List á landamæra halda sameiginlega lokahátíð(Þetta er árshátíð Fjölmenntar).

Ljóst er á öllu þessu að dagskráratriðin eru mörg og af margvíslegum toga við allra hæfi og hvet ég sem flesta til að mæta á þessa viðburði.

Stjórn Listar án Landamæra skipa eftirtaldir:Magnús Korntop fyrir Átak,Friðrik Sigurðson fyrir Þroskahjálp,Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir fyrir ÖBÍ,Bentína Björgólfsdóttir,Kristinn Ingvarson fyrir Hitt húsið og María Hildiþórsdóttir fyrir Fjölmennt,framkvæmdarstýra okkar hefur verið nú í 2 ár Margrét M Norðdahl og hefur hún stýrt þessu af myndarskap,stundum eru menn ekki sammála um leiðir en það leysist allt.

Við viljum þakka öllum styrktaraðilum sem styrktu þessa hátíð með einum eða öðrum hætti kærlrga fyrir,án þeirra væri þetta ekki hægt svo einfalt er það.

Netfang okkar er list án landamaera.blog.is og síminn er 691 8756 vonast til að sjá ykkur sem flest á þessari hátíð.

                           KV;Magnús Korntop


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Takk Emil,þetta er bara það sem gefið er út í bæklingnum.

Magnús Paul Korntop, 27.4.2007 kl. 11:51

2 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Hefur bara gleymst,það getur alltaf gerst.

Magnús Paul Korntop, 27.4.2007 kl. 17:57

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hæ nýji bloggvinur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.4.2007 kl. 18:58

4 Smámynd: Agný

Velkominn í bloggheima

Agný, 2.5.2007 kl. 14:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Korntop

Höfundur

Magnús Paul Korntop
Magnús Paul Korntop

Hér er á ferðinni lífsglaður náungi með sterkar skoðanir og segi ég þær umbúðarlaust,
Mín helstu áhugamál eru sport,söngur en einnig eru mér hugleikin málefni þeirra
sem minna mega sín.

Ég vil taka það fram af gefnu tilefni að ég áskil mér ALLANN RÉTT til að eyða commentum sem innihalda skítkast,eða fjalla ekki um bloggefnið sjálft,verði fólk ekki við þessu verður lokað á commentakerfið.

Spurt er

Hvernig líst þér á komandi vetur?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

33 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • ...ingurinn_eg
  • Ólafur Stefánson.
  • ...lautur_bill
  • ...ngverjaland
  • ...land_415050

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband