Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
2.10.2008 | 22:44
Efnislítil stefnuræða.
Þá er stefnuræðu forsætisráðherra og ekki annað hægt að segja en að ekki hafi mikill innmatur verið í þessari stefnuræðuog ekkert sem Geir H Haarde sagði af viti og ekki var mikið verið að telja kjark í þjóðina og ég fékk það á tilfinguna sem ég hef haft lengi að ríkisstjórnin er gersamlega ráðalaus og hefur engin útspil til að bæta ástandið eða gera líf fólks bærilegra,einnig er ljóst að peningastefna sjálfstæðisflokksins er gjaldþrota og nýrra úrræða er þörf,frjálst fall krónunnar er grafalvarlegt mál en forsætisráðherra hverju sinni verður að vera kjarkaður en ekki rembast eins og rjúpan við staurinn hjakkandi í sama farinu gerandi ekki neitt,slíkt gengur einfaldlega ekki .
Steingrímur J Sigfússon talaði hinsvegar kjark í þjóðina og var ræðumaður kvöldsins enda maðurinn reyndur í pólitík en lausnirnar sem hann kom með eru vel athugunar virði en ljóst er að grípa þarf í taumanna með öllum tiltækum ráðum þótt sársaukafullar séu.
Það sem ég vil sjá er að krónunni verði sökkt,tekin upp evra og sótt um aðild að ESB eða einfaldlega tekinn upp bandaríkjadalur því eins og ég sagði áðan þá er núverandi peningamálastefna gjaldþrota og ekki viðbjargandi.
Ég gæti sagt meira en ætla að láta það ógert og leyfa ykkur bloggvinir og lesendur góðir að commenta og segja ykkar skoðun.
Bara eitt að lokum:Burt með núverandi stjórnendur Seðlabankans og fáum inn menn og konur sem kunna að stýra peningum.
KV:Korntop
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
2.10.2008 | 03:53
Takið eftir.
Klukkan 8 í kvöld verður stefnuræða forsætisráðherra á alþingi og umræður um hana og er stefnuræðunni bæði útvarpað og sjónvarpað eins og venjulega.
Ég vil hvetja alla þá sem lesa þetta blogg að leggja við hlustir og taka eftir hvaða blautum tuskum hann hendir framan í almenning og hvaða lausnir hann er með upp í erminni í því efnahagsástandi og því ástandi á fjármálamörkuðum.
Ég vil meina að hæstvirtur forsætisráðherra Geir H Haarde sé í afneitun og því verður fróðlegt að sjá og heyra hvað hann segir í stefnuræðu sinni á alþingi í kvöld.
Endilega kjósið í könnuninni þið sem ekki eruð búin.
KV:Korntop
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
22.8.2008 | 00:33
Íhugun.
Fyrst nýjum meirihluta í borginni getur ekki ekki leyst úr eigin málefnaágreiningi þá nenni ég ekki að hjálpa þessum vesalingum.
KV:Korntop
19.8.2008 | 11:03
Rökstuðningur.
Ég vil af gefnu tilefni rökstyðja hvers vegna ég vil hafa flugvöllinn áfram á Vatnsmýrinni án íbúðarbyggðar og atvinnustarfsemi.
Gefum okkur að sjúkraflugvél með alvarlega veikan sjúkling þurfi að lenda og það skipti sekúndum um líf eða dauða þá er sjúkrahús í um 5 mín fjarlægð en ef að flugvöllurinn yrði færður upp á Hólmsheiði þá væri þessi möguleiki úr sögunni auk þess sem skógræktarsvæði sem ég og aðrir byrjuðum að gera fyrir um 30 árum yrði eyðilagt og það yrði stórslys.
Þar fyrir utan á Flugvöllurinn að vera í Reykjavík og hvergi annarsstaðar,svo einfalt er það.
17.8.2008 | 21:43
Hvað myndi ég gera ef....?
Þetta finnst mér skipta öllu máli við skipulag og þjónustu við almenning í Reykjavík:
Flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni og engin byggð né atvinnustarfsemi starfrækt þar.
ENGAR VIRKJANIR.
Ókeypis fyrir ALLA í strætó.
Minka biðlista eftir leikskólaplássi(leggja meiri pening í það dæmi)
Fjölga félagslegumíbúðum í borginni almennt.
Rífa húsin á Laugavegi 4-6 en ekki byggja háhýsi.
Byggja brunarústirnar í Austurstræti og Lækjargötu í upprunalegri mynd en ekki byggja háhýsi.
Halda borgarbúum vel upplýstum um borgarmálefni.
Finna annann stað fyrir Listaháskóla.
Efla löggæslu í borginni og gera lögreglu sýnilegri.
Selja REI og/eða aðskilja það við OR.
Ég man ekki eftir fleiru í bili en þið bloggvinir og lesendur ,sérstaklega þið sem búið í borginni,endilega segið mér ef eitthvað vantar og hvort þið séuð sammála mér í þessu eður ei.
Að endingu vil ég hvetja ykkur til að kjósa í skoðanakönnuninni.
KV:Korntop
Stjórnmál og samfélag | Breytt 18.8.2008 kl. 10:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
16.8.2008 | 01:49
Sirkus.
Þá er enn einn sirkusinn hafinn í borgarstjórn Reykjavíkur enda 4 meirihlutinn að myndast í borginni og er þetta einsdæmi og birtist það í því formi að Sjálfstæðisflokkurinn beitir öllum brögðum til að komast til valda og svífst einskis í þeim efnum og hlaupa m.a í ofboði niður brunastiga til að komast hjá ágengum spurningum fjölmiðla.
Það sem eftir stendur er m.a sú spurning hver sveik hvern og hver blekkti hvern en svar við þeim spurningum verður víst seint svarað eins og öðrum.
Ég ætla ekki að rekja atburðarásina því hana þekkja allir en enn og aftur er Sjálfstæðisflokkurinn að fiska í gruggugu vatni að mér finnst og ljóst að þeir fara mjög illa með það umboð sem kjósendur gáfu þeim í seinustu kosningum og auðvitað ætti að kjósa aftur í borginni og gefa upp á nýtt því mitt mat er það að flestir borgarfulltrúar hafa misst allt traust borgarbúa og því ætti að kjósa aftur en lagabreytingu þarf víst til að kjósa megi aftur en einhvern veginn er ég á því að borgarbúar eigi að segja sitt álit.
Ég óska nýjum meirihluta góðs gengis og hann starfi út kjörtímabilið því þessum sirkuslátum verður að linna í Reykjavík.
Ég býð mig hér með fram sem borgarstjóri í Reykjavík,ástandið myndi þó allavega ekki versna,það er alveg á kristaltæru
KV:Korntop
Um bloggið
Korntop
Spurt er
Tenglar
Mínir tenglar
- Átak. Fréttir.
- Berserkir/Víkingur. Upplýsingar.
- Bubbi Morthens. Tónlist.
- Fjölmennt. Fróðlegt.
- Formúla 1 Sport.
- Fótbolti.net Sport
- Golf. Sport.
- Handbolti. Sport.
- Henný Bloggsíða.
- HSÍ. Sport.
- IFSA-WPC: Sport.
- ÍR-körfubolti. Sport.
- KKÍ. Sport.
- KSÍ. Sport.
- NBA. Sport.
- NFL. Sport.
- RÚV. Fréttir.
- Síminn. Upplýsingar.
- Sport. Sport.
- SSR. Upplýsingar.
- Strætó. Upplýsingar.
- Söngstrumpurinn. Tónlist.
- Textavarp. Fréttir.
- TR. Fréttir.
- Vísir.is. Fréttir.
- Þroskahjálp. Fréttir.
- Ösp. Sport.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 205420
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
33 dagar til jóla
Eldri færslur
- Mars 2012
- Nóvember 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Bloggvinir
- annakr
- agustolafur
- brjann
- eddaagn
- ellasprella
- georg
- ipanama
- gudruntora
- zeriaph
- gudnim
- harhar33
- heidathord
- helgadora
- krummasnill
- holmdish
- hogni
- inaval
- jensgud
- jonhalldor
- nonniblogg
- jorunn
- katlaa
- katja
- kolbrunb
- lillagud
- lindalinnet
- birtabeib
- margretsverris
- olofk
- omarragnarsson
- ragjo
- rannveigh
- rosaadalsteinsdottir
- ruth777
- marzibil
- amman
- ollasak
- stebbifr
- fugla
- saedishaf
- stormsker
- skinogskurir
- lady