Færsluflokkur: Bloggar

Hlutum velt fyrir sér.

Smá pælingar varðandi trúmál og ætla ég að vona að hinir trúuðu bloggvinir mínir geti leitt mig í allann sannleika um hið rétta og skal það  tekið fram að hér er ekki um alhæfingar að ræða heldur pælingar og vona ég að fólk saki mig ekki um guðlast.

Við höfum nokkur verið að velta fyrir okkur ýmsum hlutum er snerta biblíuna og Jesú Krist og ætla ég að taka tvö atriði fyrir sem hefur svolítið verið að velkjast um í höfðinu á okkur, annað þeirra er sú spurning hvort að Jesús hafi í raun fæðst hvítur og höfum við eiginlega fundið það út að svo sé ekki og að í raun og veru hafi hann fæðst brúnn en hafi verið gerður hvítur til að sýna yfirburði hvíta kynstofnsins en ekki vil ég alhæfa um það en þetta þykir okkur líklegt.

Hitt atriðið er sú spurning hvort María Magdalena og Jesús hafi gift sig fljótlega eftir að hann(Jesús)hafi bjargað henni(Maríu) frá því að verða grýtt af lýðnum fyrir hórdóm.

Nú er vitað(Vitnað í biblíuna)að María Magdalena fylgdi Jesú vel og dyggilega að málum og var ávallt til staðar þegar á þurfti að halda og ekki þarf annað en að vitna í atburði Dymbilvikunnar og Páskadags en þar leikur María Magdalena stórt hlutverk í því sem þar gerðist.

Eins og ég sagði þá eru þetta vangaveltur og pælingar og vona ég að bloggvinir mínir eins og Rósa,Guðsteinn eða Linda geti leitt mig í allann sannleika um þetta ef það er þá hægt.

Hér er ekki að leggja orð Drottins við hégóma eða gera lítið úr biblíunni heldur eins og ég sagði eru þetta vangaveltur um þessa hluti og vona ég að þeir sem eru trúaðir misskilji ekki þessa viðleitni mína og annara til að fá úr þessu skorið ef það er hægt.

                                   KV:Korntop

 


Enn á lífi.

Bara að láta vita af mér,mér líður vel og er í flippuðum gír eins og unglingar landsins myndu orða það en er líka að finna efni fyrir næstu færslu sem verður um baráttumál öryrkja og er svona að bræða með mér hvað það á að vera .

Vinnan gengur vel og allt er sasmkvæmt áætlun en beðuð er eftir að flytja sig um set en það á að gerast í enda apríl eða byrjun mai en núverandi lagerhúsnæði er 2500 fm2 en flytjum í 12000 fm2 með 3 öðrum fyrirtækjum sem eru í eigu sama manns en það eru Elko,Húsgagnahöllinnog hluti af Intersport og á ég ekki von á öðru en að fylgja með þangað.

En hafið það gott elskurnar og njótið dagsins.

                                       KV:Korntop

 


Íbúðarmál fatlaðra í ólestri.

Hef verið að velta fyrir mér íbúðarmálum fatlaðra undanfarið og þá aðallega sambýlum og þar sem ég hef nú verið á nokkrum ráðstefnum á vegum Þroskahjálpar um þau mál þá ætti ég nú að vera kominn með marktæka skoðun á þessum málum og ætla ég að segja þær hér í nokkrum orðum.

Herbergjasambýli eru að mínu mati úr sér gengin og minna mjög á gamla tímann,þröng herbergi með sameiginlegri stofu og í flestum tilfellum starfsmenn sem halda einhvernveginn að þeir ráði yfir íbúum,var á einu slíku sjálfur og upplifði þetta akkúrat svona það eina sem vantaði var rimlar fyrir gluggum svo það minnti á fangelsi, stór orð enn samt sönn því miður.

Hvað á að koma í staðinn?

Fyrir nokkrum árum var byrjað að að breyta systemi sambýla og taka upp sambýli með íbúðarkjarna,þ.e.a.s. sambýli með kanski 4-5 íbúðum og starfsmenn til aðstoðar en á slíkum sambýlum lærir einstaklingurinn hvernig á að reka íbúð,þvo,elda osfrv og verða því tilbúnir að búa í eiginn íbúð ef að kallið kemur og vil ég meina að þetta sé framtíðin.

Nú eru einhverjir mér vafalaust ósammála og segja að herbergjasambýli megi ekki hverfa alveg því ekki geti allir farið í íbúðarsambýli vegna þess að margir séu það fatlaðir að þeir geti það ekki og er það rétt en þeim þarf að fækka til muna.

Samantekt:

Herbergjasambýli eru barn síns tíma,þau voru fyrsta skrefið í því að losa fólk frá Kópavogshæli(Að mig minnir) og reyndust flestum mjög vel en er að marga mati lokaðar einingar því mikil þögn hefur ríkt á herbergjasambýlum og eru að mínu mati tímaskekkja.

Sambýli með íbúðarkjarna er það sem koma skal og hófst það ferli fyrir um áratug eða svo þar þroskast fólk hraðar og lærir betur að takast á við lífið og tilveruna og eru mun frjálsari og ánægðari með lífið einhvernveginn.

Ég hvet því Ríkið og þar til bær yfirvöld að verja meira fjármagni í byggingu á íbúðarsambýlum um leið og ég vonast til að eftir um áratug heyri herbergjasambýli sögunni til.

                                           KV:Korntop


Hæhæ.

Þá er loksins komið að bloggi hér á síðunni en ég hef eytt helginni í að finna aftur bloggvini sem duttu út þegar ég hreinsaði til um daginn og hef fengið suma til baka en nokkrir eru eftir og mun ég reyna að endurheimta þá á næstu 2-3 dögum.

Fyrir þá sem eru að koma inn aftur ætla ég að stikla á stóru yfir það sem er í gangi hjá mér þessa dagana en það er aðallega það að ég fékk vinnu í gegnum AMS(Atvinna með stuðningi)í BYKO og byrjaði í starfskynningu 11 feb og stóð hún í viku og stóðst ég hana og er núna á 3gja mánaða reynslutíma en einhvernveginn hef ég það á tilfiningunni að það sé fyrirsláttur því allir verkstjórar og yfirmenn eru mjög ánægðir með mig og líta á mig sem framtíðarstarfsmann en bíðum þar til 18 mai til að sjá hvort innsæið bregðist mér eður ei.

Ég tek Ferðaþjónustu fatlaðra til og frá vinnu svo ekki verð ég rekinn fyrir mætingu,ég geri það sem mér er sagt að gera og sumir tala um að ég vinni of hratt og lít ég á það sem hrós svo að ekki verð ég rekinn fyrir ástundun.

Mín vinna fellst í því að pakka hlutum í poka setja strikamerki og setja það svo í stórann poka,einnig er ég í því að setja miða á spraybrúsa,setja í kassa,loka,líma fyrir og raða á bretti og líður mér mjög vel enda fantavel tekið,útlendingarnir þarna eru  algerir snillar enda hörkuduglegir og duglegri en margur íslendingurinn og eftir að ég tók af skarið og kynnti mig fyrir þeim þá á ég orðið nýja kunningja,aðallega Pólverja en einnig Letta(hann spilar handbolta með ÍR) og Serbi sem gengur undir nafninu Bambi enda um 2 metra sláni þar á ferð.

Einnig er ég enn í Hljómsveitinni Hraðakstur Bannaður og syng sem aldrei fyrr og erum við að fara að spila á árshátíð Fjölmenntar í apríl.

Ein mikil breyting hefur orðið síðan ég hóf störf í Byko en hún er sú að tankurinn er gersamlega tómur um 11 leytið og minnir mjög á þegar títuprjón er stungið á blöðru og þess vegna blogga ég minna en áður enda skiptir ekki máli hvort ég sé númer 1 eða 400 á vinsældalista mbl bloggara.

En læt þetta gott heita í bili en býð endurheimta bloggvini velkomna í hópinn á ný.

Meira blogg fljótlega-Farið varlega.

                                                KV:Korntop


Hátt bensínverð og frábær leiksýning.

Það hefur ekki farið framhjá neinum undanfarnar vikur og mánuði að bensínverð hefur rokið upp og er að stefna í áður ókunnar hæðir hvað verð varðar en síðast þegar ég leit á bensíndælu í kvöld var líterinn kominn í 147 krónur tæpar og verð á díselolíu var í 154 krónum en fyrir ári kostaði líterinn 117 krónur og með sama áframhaldi þá rýfur bensínverð 200 króna múrinn í lok árs.

Hef ég heyrt það á konunni minni og fleirum sem reka bíl að æ erfiðara sé að halda honum gangandi vegna einmitt tíðra hækkana á bensíni sem sagt er stafa af háu heimsmarkaðsverði en staðreyndin er sú að þegar heimsmarkaðsverð lækkar þá eru bara aðrar ástæður fundnar ef ef heimsmarkaðsverð hækkar þá er hækkað umsvifalaust um 2-3 og allt upp í 5 krónur líterinn og skilst mér að það kosti orðið á annann tug þúsunda að fylla bensín á bíl það er nokkuð mikið finnst ykkur ekki?það finnst mér allavega.

Af hverju kemur ríkið ekki til móts við bifreiðaeigendur og lækkar skatta eða annað í þeim dúr til að lækka bensínverð á Íslandi?
Nei auðvitað gerir ríkið það ekki því það kemur neytendum til góða og ef eitthvað er gott fyrir neytendur þá er það þyrnir í augum ríkisins en vonandi sér ríkið að sér og spyrnir við fótum.
Vil benda ykkur á að kjósa í skoðanakönnuninni en þar er spurt hvort bensínverð sé of hátt á Íslandi segið ykkar skoðun og kjósið í könnuninni,því fleiri sem kjósa því marktækari er könnuninn. 

For með konunni í kvöld í Borgarleikhúsið  að sjá Jesús er kúl á stóra sviðinu og vorum við sammála um að sýningin hafi verið mjög góð í alla staði og leikurunum til sóma,Krummi söng Jesú með tilþrifum en að mínu mati var það frammistaða þess sem syngur hlutvert Júdasar sem vakti aðdáun mína en einnig stóð sú sem söng Maríu Magdalenu sig frábærlega en þessi uppfærsla er færð í nútímann og ætlaði að missa andlitið þegar strákur á reiðhjóli kom á sviðið í byrjun sýningar og einnig var atriðið sem gerist í Getsemanegarðinum fyndið en þar fór síðasta kvöldmáltíðin fram en þar var búið að breyta því í útihátíðarstemmingu menn drekkandi bjór,spilandi á gítar og frísbídiskum hent á milli manna en ekki ætla ég að segja of mikið um sýngu þessa en hvet ykkur bloggvinir og aðrir lesendur að kaupa miða á þessa sýningu og ég lofa að þið verðið ekki svikin af henni.

En nóg komið í bili-meira seinna og hafið það gott elskurnar.

                                       KV:Korntop


Allt er nú hægt.

Er ekki þessi bíll næsti íslandsmeistari í kafsundi?
mbl.is Bíll í Reykjavíkurtjörn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

I´m still alive.

Bara að láta vita af mér hérna,en helgin var góð en smá áföll inn á milli en enginn alvarleg þó.

Á föstudaginn fór fram frestaður leikur ÍR og Selfoss í Austurbergi og því miður tapaðist sá leikur 31-32 eftir að við höfðum verið yfir í leikhléi 18-17 en það verður að segjast eins og er að ÍR liðið var að spila oft og tíðum eins og byrjendur,varnarleikurinn var dapur og þá kemur engin markvarsla,sóknarleikurinn var tilviljanakenndur og þó að dómarar leiksins hafi dæmt nánast öll vafaatriði með selfyssingum þá er ÍR með sterkara lið en í þessum leik voru selfyssingar betri þegar á reyndi og sigruðu verðskuldað.

Á laugardaginn fóru fram bikarúrslit í meistaraflokkum karla og kvenna og í kvennaflokki sigruðu stjörnustúlkur fylki 25-20 eftir að fylkir hafði verið yfir megnið af seinni hálfleik en framtíðin er þeirra,klárlega.

Ég fór hinsvegar á úrslitaleik karla en þar áttust við Fram og Valur og það verður að segjast eins og er að framliðið var einfaldlega ekki mætt til leiks í fyrri hálfleik því allt var í handaskolum á meðan sóknarleikur,varnarleikur,markvarsla og leiðsheild var í góðu lagi hjá val enda leiddu valsmenn 16-9 í leikhléi og leikurinn í raun búinn.

Í seinni hálfleik komst Valur í 22-12 og slökuðu á eftir það og framarar komust inn í leikinn og minkuðu muninn en munurinn var einfaldlega of mikill til að Fram ætti möguleika og verðskuldaður sigur vals var staðreynd,lokatölur 30-26.

Svo virðist vera sem Fram í bikarúrslit í handbolta sé eitur í orðabók Fram því í 2 seinustu leikjum á undan leiknum um helgina(gegn KA 2004 og Stjörnunni í fyrra)hefur frömurum verið slátrað með 10 mörkum+.

Eftir leikinn var haldið heim til Sæþórs þar sem ég komst í sturtu og skipti um föt áður en krakkarnir komu en það var geðveikt partý fram eftir kvöldi og sungum við og skemmtum okkur konunglega og í gær var bara slappað af og haft það næs enda kallinn pínu þreyttur eftir allann erilinn um helgina svo að batteríin voru hlaðin í gær fyrir vinnuvikuna sem nú er hafinn,eftir leikinn á föstudaginn sagði Janis Grishanovs leikmaður ÍR og vinnufélagi minn í BYKO að ég ynni of hratt og ákvað ég samstundis að líta þetta sem hrós að bestu sort, takk Janis fyrir þetta compliment.

Næsta blogg kemur einhverntímann þegar ég hef eitthvað að segja kanski á morgunn kanski í vikulok en hafið það gott elskurnar.

                                 KV:Korntop


Seinna.

Bara að láta vita af því að bloggpásan er orðin að ótímabundnu bloggfríi,hef lítinn tíma til að heimsækja bloggsíður annara sökum tímaskorts en kíki þó á eina og eina síðu við og við og ekki er´hægt að útiloka að þetta sé fyrsti vísir að lokun síðunnar en ein og ein færsla mun þó detta inn áður en hún lokar alveg.

Eftir að ég byrjaði að vinna hefur tími til bloggs og heimsókna á bloggvinasíður minkað verulega þó áhuginn sé sá sami en ég get ekki sinnt öllu því miður og því fer ég í ótímabundið bloggfrí.

Fyrst ég er að skrifa þá verð ég að gjósa smá en mér finnst þessi trúarumræða vera farinn að tröllríða sumum bloggsíðum og svo virðist sem ekkert komist að annað en trúarblogg,fyrir mér þá er GUÐ til en ég þarf ekki að fara í kirkju til að tala við GUÐ,ég get verið hvar sem er,lokað augunum,spennt greipar og talað við hann og hann hlustar.

Eins eru nokkrir femínistahálfvitar em blogga um eitthvað sem skiptir akkúrat engu máli en eru eiginlega vinsælar út á nafnið eitt og sérog það er ansi dapurt og fyrir mér eru það einhver lélegustu bloggsíður sem ég hef séð og alger málefnafátækt á köflum,ekki ætla ég að nafngreina  þessa femínista að svo komnu máli en geri það senmnilega bráðum og þá verður nú fjör á læk.

Eitt að lokum:Ég dýrka útlendinga og segi fullum fetum að rasistar og aðrir sem eru á móti útlendingum er skíthælar og fáfróðir aular.

                                      KV:Korntop


Farinn í pásu.

Kæru bloggvinir og aðrir lesendur:

Þar sem ég er byrjaður að vinna aftur á almennum vinnumarkaði eftir langann tíma sem óhjákvæmilega kallar á breytingar hef ég ákveðið að taka mér frí yfir helgina frá bloggi en kem vonandi sprækur til baka.

Takk fyrir mig í bili-BLESS.

                              kv:kORNTOP

                                         


Útlendingahatur á Íslandi er staðreynd sama hvað hver segir.

Hef fylgst með umræðunni um útlendingahatur undanfarið og það verð ég að segja að þessi umræða er kominn út fyrir allt velsæmi og nýjasta dæmið er "Félag gegn pólverjum"sem einhverjir krakkabjánar í Keflavík stofnuðu og sögðu að þeir kynnu ekki ensku og því væri nauðsynlegt að losna við þá sem fyrst og að þeir væru óalandi og óferjandi.

Að mínu áliti er það orðið ansi hart þegar 14 ára óþroskaðir krakkagemlingar eru farnir að stofna félag gegn pólverjum og maður spyr sig eðlilega,hvað verður það næst?

Nú vill svo til að ég er að vinna með nokkrum pólverjum og það get ég fullyrt að þeir eru harðduglegir og mun duglegri en margur íslendingurinn og bara útlendingar yfir höfuð og þá gildir einu hvort um sé að ræða Thailendinga eða pólverja.

Einnig hefur borið á því að ráðist hefur verið á litháa eingöngu vegna þess að þeir kunna ekki íslensku,hvað er að sumu fólki?Nú hefur það komið fyrir að nokkrir litháar hafa verið handteknir fyrir smygl á eiturlyfjum og hafa hlotið dóma fyrir en þýðir það þá að allir litháar eru eins?Á að dæma alla litháa út frá ógæfufólki frá þessum löndum?Nei auðvitað ekki en íslendingar eru svo gjarnir á að apa allt eftir öðrum,það er bara staðreynd.

Ég hef ekkert upp á útlendinga að klaga þó að einhverjir þeirra hafi lent á glapstigu því þegar allt kemur til all þá eru þetta fólk eins og við en þeim fylgir bara önnur menning og það er það sem við þurfum á að halda,að læra menningu og siði annara þjóða en til þess að svo megi verða verður þessu gengdarlausa hatrí og úlfúð í garð útlendinga að linna.

Tökum höndum saman og stöðvum þetta útlendingahatur og komum fram við útlendinga eins og við viljum að þeir komi fram við okkur.

                                         KV:Korntop

                                       


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Korntop

Höfundur

Magnús Paul Korntop
Magnús Paul Korntop

Hér er á ferðinni lífsglaður náungi með sterkar skoðanir og segi ég þær umbúðarlaust,
Mín helstu áhugamál eru sport,söngur en einnig eru mér hugleikin málefni þeirra
sem minna mega sín.

Ég vil taka það fram af gefnu tilefni að ég áskil mér ALLANN RÉTT til að eyða commentum sem innihalda skítkast,eða fjalla ekki um bloggefnið sjálft,verði fólk ekki við þessu verður lokað á commentakerfið.

Spurt er

Hvernig líst þér á komandi vetur?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

114 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • ...ingurinn_eg
  • Ólafur Stefánson.
  • ...lautur_bill
  • ...ngverjaland
  • ...land_415050

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband