7.2.2008 | 12:08
Snjókorn falla.
Mikið rosalega snjóaði í nótt,ég hef bara ekki séð annað eins hér í langann tíma,halda hefði mátt að jólin væru að koma en þau eru liðin en þetta hefði verið fínn jólasnjór en það er greinilega þorri og þá á víst að vera mikill snjór og kalt enda jú miður vetur samkvæmt árstíðinni.
Sá í nótt snjóinn falla af þakinu í blokkinni þar sem ég er og féll þetta eins og snjóflóð eða svona í litlum hengjum,þetta hef ég aldrei séð fyrr og mér brá soldið en tilkomumikið var þetta.
Aðeins útaf vinnunni,þá er þetta starfskynning óborguð og svo er það bara metið bæði með hagsmuni mína og fyrirtækisins hvort ég verði starfsmaður BYKO eða ekki en það sakar ekki að prófa þetta því önnur störf eru líka til sem hentað gætu ágætlega en tíminn leiðir það í ljós og vil ég þakka hamingjuóskirnar um vinnunna og er ég ánægður með það en sjáum hvað setur.
En í dag ætla ég bara að vera heima og chilla mér því það er víst spáð hvassviðri og stormi og því algerlega tilgangslaust að vera að fara eitthvað út að óþörfu,kærastan m.a.s. hringdi áðan og sagðist frekar koma annað kvöld vegna veðursins og skil ég hana bara mjög vel,ég knúsa hana bara enn meira annað kvöld,skynsemin er jú best í þessu.
En gott í bili,læt heyra frá mér seinna í dag kanski en í guðana bænum farið vel með ykkur elskurnar og ekki fara út að nauðsynjalausu því bílar festast leikandi í svona tíð og helst ættu menn að skilja bílinn eftir heima og nota strætó ef þess er kostur.
Farið vel með ykkur elskurnar-það geri ég.
KV:Korntop
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
6.2.2008 | 22:27
Gott síðdegi.
Fór í viðtal hja AMS í dag og útkoman úr því var sú að ég á að mæta í starfskynningu á lagernum í BYKO á manudaginn kl 1 og á hún að standa í 1 viku og svo verð ég bara að sjá hvað kemur út úr því,ég er allavega bjartsýnn á að þetta gangi upp ég verð að vona það ekki rétt?
Eftir viðtalið fór ég á BK og svo í sund og var bara að koma heim fyrir um 20 mínútumeftir góðann dag.
Varðandi íbúðarmálin þá er ég með 3 stig en það er sami stigafjöldi og ég var með þegar ég kom hingað og er í forgangi en einnig spilar einelti inn í líka en einhvern tíma tekur þetta vissulega en vonandi fer þetta að detta inn fljótlega,einnig vona ég að dóttir þín fái íbúð fljótlega Rósa mín en ekkert er leiðinlegra en vera á götunni.
Enn snjóar úti og ekkert lát á honum sýnist mér en vonandi sér nú brátt fyrir endann á þessu kuldakasti svo maður geti farið að labba aftur því ætla ég að gerast kræfur og panta rigningu og vona ég að veðurguðirnir verði við þeirri pöntun og sendi rigningu fljótlega.
Ég læt þig pottþétt vita Ásdís þegar og ef við spilum á Selfossi,engin hætta á öðru en það gerist vonandi sem fyrst.
en nóg í bili-eigið ánægjulegt kvöld,það ætla ég að hafa.
KV:Korntop
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
6.2.2008 | 12:41
Dagurinn í dag.
Í dag er enn kalt og ekki fyrirséð hvenær þessu kuldakasti lýkur en mikið vona ég að þessu fari að ljúka en vonandi kemur alvöru rigning og tekur þennann fjandans snjó burt.
Fer í viðtal hjá AMS(Atvinna með stuðningi) klukkan 3 í dag þá verður væntanlega farið yfir það hverskonar vinnu 200+ kg maður eins og ég geti unnið en ekki eru það störf við að sækja kerrur langar leiðir því margir vina minna sem eru mun léttari hafa gefist upp við það.
Hljómsveitaræfingin í gærkvöldi gekk vel og var talað um að fara jafnvel í æfingabúðir á Selfoss og halda tónleika þar í kjölfarið ekki yrði það verra því ég á nokkrar bloggvinkonur á Selfossi og þær koma örugglega að horfa á ef þær hafa tíma enda hellingur af nýjum lögum á prógrammi.
Er aftur að sækja um íbúð því þessi sem ég er í er aðeins 34 fm2 og ekki hægt að henda manni í músarholur og þ.a.l. miklir vankantar á íbúðinni og vonandi kemst ég að fljótlega en umsóknin var metin til 3 gja stiga og er það bara fínt því þá kemst maður fyrr að það vil ég allavega meina en ég læt ykkur fylgjast með bloggvinir góðir.
En bara stutt færsla til að láta vita af sér en blogga kanski síðar í dag en farið vel með ykkur elskurnar-það geri ég.
KV:Korntop
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
5.2.2008 | 13:24
Enn kalt.
Í dag er enn pínu kalt enn það þýðir ekkert að væla yfir því heldur bara að dúða sig betur til að verjast kuldanum því ekki vill maður veikjast enn eina ferðina held að ég sé búinn að fá nægann skammt af veikindum í bili og þarf ekki annann takk fyrir.
Þessi þriðjudagur er ekkert ósvipaður öðrum þriðjudögum,ætla í Kringluna að sækja miðana á Jesús er kúl(ég ætla að bjóða konunni á sýninguna) og fer svo á Subway að borða áður en ég fer í skólann í einkatíma í söng og svo hljómsveitaræfingu,svo er það bara handboltaleikur í kvöld og bara næsheit.
Skipti um bankaútbú í gær og lenti á góðum þjónustufulltrúa og nú er bara að standa við það sem ég lofaði henni en ég setti nokkra hluti í beingreiðslu og bara allt í góðu með það.
Annars er ég bara í góðum gír og líður bara vel,andlega í góðu jafnvægi enda allt á góðri leið og nokkrir hlutir að ganga vel pósetívt en það eru hlutir í farvatninu sem ganga bara sinn gang.
En ætla að fara að brenna diska fyrir hljómsveitarmeðlimi í Hraðakstur Bannaður fyrir æfinguna í dag svo menn geti hlustað á löginn svo undirleikarar geti lært grip og fleira.
En farið vel með ykkur í dag-það geri ég.
P.S. Ekki borða yfir ykkur af saltkjöti og baunum í kvöld.
KV:Korntop
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
4.2.2008 | 14:07
Kalt.
Mikið andskoti er kalt úti,vá,en ég ætla nú samt að fara smá út því ég þarf að skipta um útibú úr Laugavegi í Mjóddina og ætla ekkert að láta kuldann stoppa það.
Var annars vakandi langt fram á nótt yfir Superbowl en þar urðu einhver óvæntustu úrslit í sögu ameríska ruðningsins.
Er bara annars nokkuð góður í dag og í góðum gír þótt syfjan sé dálítil.
Bara stutt í bili en blogga kanski seinna í dag en það er smá ritstífla og kanski ég fái bara gröfu til að losa um hana en meira blogg síðar í dag.
KV:korntop
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
3.2.2008 | 17:12
Leti.
Þar sem ég er mjög latur í dag sá segir það sig sjálft að ég nenni ekki að blogga ena ekkert í dag sem bloggandi er um en restina af deginum ætla ég að nota í svefn og hvíld fyrir stóra kvöldið í kvöld en þá er Superbowl á SÝN og stendur hann fram eftir nóttu og ætla ég að skemmta mér konunglega yfir honum með kjúlla frá BK og nammi.
Farið vel með ykkur-það geri ég.
KV:Korntop
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
2.2.2008 | 13:36
Af gefnu tilefni.
Af gefnu tilefni vil ég taka það fram að ég er ekki á leiðinni að hætta að blogga en fólk hefur verið að spyrja mig að þessu undanfarið hvort það sé á döfinni bloggvinir mínir geta því verið rólegir.
Ég tel vera fulla þörf fyrir mig hérna til að blogga um það sem skiptir máli hvort sem það er í mínu lífi eða eitthvað í daglegu lífi en hér mun ég vera áfram og rífa kjaft og tjá mig um hin ýmsu hitamál en gæta orða minna og reyna af fremsta megni að fara rétt með staðreyndir.
En semsagt:Ég er ekki að hætta að blogga á næstunni því ef að það gerist þá verður það rækilega tilkynnt og tíundaðar ástæður fyrir því maður tekur sér kanski bloggfrí í framtíðinni en maður getur opnað sig hér á blogginu og það er það besta við bloggið.
GUÐ blessi ykkur.
KV:Korntop
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
1.2.2008 | 17:51
Ég,um mig,frá mér,til mín.
í mars í fyrra færði ég mig hingað á mbl bloggið frá blog central kerfinu því flestir mínir kunningjar og vinir voru þá komin á mbl en lenti þá í umræðu sem tengdist sjálfum mér og átti að hafa farið fram á Barnaland.is og skrifaði ég færslu þar að lútandi þar sem ég hellti úr skálum reiði minnar yfir því hvernig talað var um mig,síðan kom í ljós að þessi umræða fór aldrei fram og því skrifaði ég aðra færslu þar sem ég baðst afsökunar á að hafa haft þessar konur fyrir rangri sök og missti ég bloggvináttu sumra þessara kvenna í kjölfarið og eru sumar þessara kvenna í hæstu hæðum blogglistans á mbl enda hörkubloggarar þaðr á ferð en svo virðist sem þessar konur hati mig eftir þetta sem gerðist og og það verða þær að eiga við þær sjálfar en enn og aftur harma það sem gerðist í mars í fyrra.
Eftir þetta hef ég gætt orða minna og reynt að fara rétt með staðreyndir en stundum hefur mér verið heitt í hamsi út af hlutum en passað samt að segja ekkert sem veldur sárindum,en ég get nefnt nokkur mál þar sem ég hef þurft að passa að missa ekki út úr mér eitthvað sem ég sæi eftir og gæti dregið dilk á eftir sér s.s Kárahnjúkavirkjun,femínista,strætókerfið,öryrkja og borgarmálin en þetta er bara brot af þeim málum sem ég hef tjáð mig um hér á blogginu.
Ég er ekki á móti femínistum en því miður eru til öfgafemínistar sem eyðileggja annars oft og tíðum góðan málstað(nefni engin nöfn) sem gaman er að fylgjast með,ég er hlyntur kvenfrelsi og að þær fái sömu laun fyrir sömu vinnu og karlar,það að karlmenn fái hærri laun en konur bara af því þeir eru karlmenn er tímaskekkja og henni þarf að breyta en þar fyrir utan eru konur mun oftar betur mentaðar svo einfalt er það.
Ég vil ekki að þessi síða fjalli eingöngu um mitt líf heldur vil ég getað tjáð mig og rifist og skammast um hitamál samtímans innann ákveðins ramma,mér er nokk sama hvort ég sé í hæstu hæðum blogglistans eða á botninum því að mínu mati er það aukaatriði,ég blogga því ég hef gaman af því og finnst ég hafa eitthvað að segja og læt þá verkin tala með bloggfærslu eða commenti.
Ég er ekkert öðruvísi en hver annar bloggari hér en hver kemur hér fram á eigin forsendum og gera sitt besta,ég lærði fljótt að gæta tungu minnar hér og það er ekkert verra,mér finnst gaman að blogga og lesa blogg og commenta ef ég hef skoðun á umræðuefninu hverju sinni en ef ég þekki ekki umræðuefni þá commenta ég ekki fyrr en ég hef lesið mér til um efnið.
Nú á undanförnum mánuðum hefur bloggheimurinn misst góða bloggara yfir móðuna miklu,þær Gíslínu og Þórdísi Tinnu en báðar létust þær úr krabbameini þeim válega sjúkdómi en þær voru hetjur í mínum augum og börðust gegn þessum vágesti með kjafti og klóm en urðu því miður að lúta í lægra haldi,og er stórt skarð höggvið í bloggheima við andlát þeirra,blessuð sé minning þeirra.
Þó ég segi skoðanir mínar oft umbúðarlaust og blæs stundum þá vita þeir sem þekkja mig að ég er mjög rólegur allra jafna og vil engum illt,mistök eru til að læra af og það er gott,en nóg komið í bili-meira síðar,farið vel með ykkur-það geri ég,GUÐ blessi ykkur.
KV:Korntop
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
30.1.2008 | 22:18
Bloggvinatiltekt.
Er að ráðast í bloggvinatiltekt á síðunni en það er vegna þess að það eru sumir sem ég hef engin samskipti við og einnig af því ég veit ekki hverjir af bloggvinum mínum heimsækja síðuna,sumir commenta þó reglulega og eru þeir því ekki í hættu en bloggvinalistinn er langur og því erfitt að gera sér grein fyrir hverjir lesa síðuna reglulega,eins og ég sagði þá eru nokkrir á listanum sem ég hef engin samskipti við og aðrir hafa ekki samskipti við mig og því er kanski best að rýma til.
Ef einhverjum er er hent út en vill komast inn aftur þá bara sendir viðkomandi beiðni eftir venjulegum leiðum en ég vil benda á að þetta er ekki illgirni í garð nokkurs bloggvinar heldur nauðsynleg hreinsun til að auðvelda mér að lesa blogg því að mínu mati er betra að eiga fáa en góða bloggvini.
KV:Korntop
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (28)
29.1.2008 | 23:52
Strætókerfið lélegt.
Smá blogg um strætókerfið en að mínu mati er það meingallað af ýmsum ástæðum og ætla ég að fara stuttlega yfir það sem betur mætti fara.
Tímaáætlanirnar eru alveg hreint með ólíkindum,t.d skulum við taka mjóddina sem dæmi,þar koma allir bílarnir á sama tíma en við erum að tala um leiðir 3,4,11,12 og 17 í staðinn fyrir að láta þá dreifast nei þá koma allir á sama tíma gersamlega fáránlegt.
Annað er að fullmargar leiðir hér í Breiðholti fara t.d fellin og upp og niður hjá FB og fara upp hjá Fálkaborg en á meðan fer ENGIN leið restina af Arnarbakkanum þ.e Grýtubakkann,Hjaltabakkan, írabakkann,Jörfabakkann og Kóngsbakkann þannig að fólk þarf að labba langar leiðir til að ná strætó og er það langur spölur,hvar er skynsemin spyr ég en svona mætti lengi telja um leiðirnar í borginni og yfirleytt eru leiðirnar það langar en tímaáætlun stutt þannig að oft liggur við að bílstjórar þurfi að stunda hraðakstur á götunum til þess eins að halda áætlun eitthvað sem við þurfum ekki á að halda,væri ekki betra að snúa þessu við?minka leiðirnar og lengja tímaáætlanir? T.D gengur leið 15 frá Mosfellsbæ og alla leið út á Mela,hreint ótrúlega löng leið en stutt tímaáætlun,er ekki komið að breytingum á strætó á ýmsum sviðum?Það finnst mér allavega.
Einnig finnst mér að elli ogörorkulífeyrisþegar auk barna ættu að fá frítt í strætó en það væri að mínu mati fyrsta skrefið til að auka strætófarþega í þessari borg en ef mig misminnir ekki þá hefur farþegum fækkað jafnt og þétt í langann tíma.
Annað sem ég vil koma hér að er að nú eru útlendingar ráðnir sem strætóbílstjórar og leiðir það af sér mikil vandamál t.d þegar spyrja þarf til vegar áður en farið er út úr bílnum eða þegar stigið er upp í bílinn,þá yfirleytt kann eða skilur bílstjórinn ekki ensku því hann er lithái,pólverji eða frá öðrum löndum á þessum sláðum en það ætti að vera frumskylirði að útlendir bílstjórar kunni eða skilji ensku þá á að vera skýlaus krafa okkar sem tökum strætó að það séu íslendingar sem keyri strætisvagnana.
Meira mætti segja um strætó en nú er nóg komið í bili,farið vel með ykkur elskurnar,það geri ég.
KV:Korntop
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Um bloggið
Korntop
Spurt er
Tenglar
Mínir tenglar
- Átak. Fréttir.
- Berserkir/Víkingur. Upplýsingar.
- Bubbi Morthens. Tónlist.
- Fjölmennt. Fróðlegt.
- Formúla 1 Sport.
- Fótbolti.net Sport
- Golf. Sport.
- Handbolti. Sport.
- Henný Bloggsíða.
- HSÍ. Sport.
- IFSA-WPC: Sport.
- ÍR-körfubolti. Sport.
- KKÍ. Sport.
- KSÍ. Sport.
- NBA. Sport.
- NFL. Sport.
- RÚV. Fréttir.
- Síminn. Upplýsingar.
- Sport. Sport.
- SSR. Upplýsingar.
- Strætó. Upplýsingar.
- Söngstrumpurinn. Tónlist.
- Textavarp. Fréttir.
- TR. Fréttir.
- Vísir.is. Fréttir.
- Þroskahjálp. Fréttir.
- Ösp. Sport.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
100 dagar til jóla
Eldri færslur
- Mars 2012
- Nóvember 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Bloggvinir
-
annakr
-
agustolafur
-
brjann
-
eddaagn
-
ellasprella
-
georg
-
ipanama
-
gudruntora
-
zeriaph
-
gudnim
-
harhar33
-
heidathord
-
helgadora
-
krummasnill
-
holmdish
-
hogni
-
inaval
-
jensgud
-
jonhalldor
-
nonniblogg
-
jorunn
-
katlaa
-
katja
-
kolbrunb
-
lillagud
-
lindalinnet
-
birtabeib
-
margretsverris
-
olofk
-
omarragnarsson
-
ragjo
-
rannveigh
-
rosaadalsteinsdottir
-
ruth777
-
marzibil
-
amman
-
ollasak
-
stebbifr
-
fugla
-
saedishaf
-
stormsker
-
skinogskurir
-
lady