Ekki er allt sem sýnist í aðdraganda jóla.

Núna liggur það ljóst fyrir að um 2000 heimili munu þurfa á matar og fatagjöfum frá Rauðakrossinum og Mæðrastyrksnefnd þetta árið og hefur aukist um nokkur hundruð í kjölfar kreppunnar en margir hafa misst vinnuna  í kjölfar bankahrunsins.

Þetta er skelfileg staðreynd en árlega hafa örorku og ellilífeyrisþegar auk annara sem minna mega sín þegið matargjafir hjá þessum samtökum sem í ár hafa ákveðið að sameinast í þessum gjöfum til þess að sem flestir fái eitthvað og hef ég lesið að fyrir marga þá sem misstu nýverið vinnuna hafi þetta verið þung spor og er ég ekkert hissa á því.

Að mínu mati þarf að gera fólki kleift að lifa hér í þessu landi en margir eru í fúlustu alvöru að spá í að fara úr landi en það er staðreynd sem ekki verður á móti´mælt að það er fátækt á landi hér og var það löngu áður en kreppan skall á.

Ég vona innilega að sem flestir geti haldið jól á íslandi hvort sem það er með fjölskyldunni,Hjálpræðishernum eða annarsstaðar þetta er jú hátíð ljóss og friðar ekki satt?


Er allur að koma til.

Já,ég er allur að hressast af veikindunum og eftir að ég fékk íbúfenið þá minkaði kvefið töluvert,höfuðverkurinn,hitinn og hósturinn líka en ég fer ekkert út fyrr en ég verð orðinn endanlega góður að flensunni.

Aðeins af þessari sápuóperu með Reyni Traustason að þá á manngreyið að segja starfi sínu lausu því hann er búinn að gera upp á bak í formi lyga og annara afglapa.

Kem með sprengju í dag eða kvöld þar sem ég mun fjalla um aðventuna frá neikvæðum hliðum því miður-MISSIÐ EKKI AF ÞVÍ.

Þið sem eigið eftir að kjósa í ABBA könnuninni-KJÓSIÐ.

Bless í bili.


Orðið frekar þreytandi.

Æ mig aumann,ég er enn hóstandi og er að verða frekar leiður á því en konan ætlar að fá fyrir mig íbúfen 400 og sé hverju það skilar mér svo fyrir utan það að drekka næg te(en vantar sárgrætilega hunang).

Núna rétt í þessu var konan að koma með íbúfemið og nú skal þetta ganga.

Læt þetta duga í bili.


Sama ástand.

Bara að láta vita að mér líður ekkert betur núna þegar þetta er skrifað heldur en í morgunn,ég er með allann pakkann sem samanstendur af höfuðverk,hita,kvefi og hálsbólgu auk stöku hósta.

Það eina sem ég get gert er að liggja og sofa sem mest og reyna að koma einhverju ofan í mig þess á milli en erfitt var að borða í dag en hinsvegar voru áætlunarferðir á klósett til að kasta af sér vatni tíðar og verður svo væntanlega næstu daga.

Ég vil þakka bloggvinum fyrir góðar bataóskir í minn garð og kann ég að meta þetta og reyni að fara vel með mig.

Sem betur fer kom þetta yfir þegar öllu var lokið þannig að ég þarf ekki að hafa áhyggjur að tónleikum eða kaupum á jólagjöfum því hvorttveggja er liðið og get því einbeitt mér að því að fá mig góðan.

 


AAAAAAARRRRRRRGGGGGGGHHHHHHH.

Nú fer ég að verða leiður á þessum pestum sem hér gangaDevil

Ég er semsagt orðinn Sick einu sinni enn en ég hef verið hnerrandi og með nefrennsli síðan seinni partinn í dag en ætla þó samt að mæta til vinnu og sjá hvern ig það gengur,nú ef ekki þá fer ég bara heim og beint í rúmið en vonandi er þetta ekki langvinnur Devildjöfull en ég virðist ótrúlega naskur í að næla mér í allskyns pestir því þetta er sú 3/5 svo að fólk getur gert sér í hugarlund að maður sé ekki búinn að fá yfir sig nóg af þessu,það hef ég allavega.Crying

Og nú hefur hálsbólgudjöfullDevil bæst í hópinn og var það nú ekki á það bætandi.

 


Er það málið?

Hef verið að velta fyrir mér ásamt fleirum svona í aðdraganda jóla hvort það gæti verið að Jesús hafi verið brúnn en ekki hvítur.

Þessu kasta ég hér fram því að menn hafa verið að tala um þetta nokkrum sinnum og sérstaklega vegna þess að í ísrael er fólk ekki beint hvítt heldur svona brúnleitir en að hann hafi verið gerður hvítur til að sýna yfirburði hvíta mannsins.

Ég vil meina að í rauninni hafi Jesus Kristur verið brúnn en ekki hvítur og það skyldi þó aldrei vera?


Flottur dagur.

Það var góður dagur í gær enda í nógu að snúast eins og venjulega þegar  ég á í hlut enda aldrei lognmolla í kringum mig eins og bloggvinir vita.

Þetta byrjaði allt klukkan 1 í kringlunni en þar hitti ég Ottó og fengum við okkur að borða en vá hvað það var mikið af fólki þarna,ég hélt að það væru fáir á Stjörnutorgi á þessum tíma en svona er þetta bara.

Klukkan 2 hittum við Aileen en Ottó og hún keyptu jólagjafir í Skífunni sem við skiptumst á um næstu helgi og þar hitti ég Ólöfu Jónsdóttur bloggvinkonu og mikið lítur hún vel út og töluðum við saman í smátíma en það var gaman að hitta hana þarna,en fólksfjöldinn var slíkur að halda hefði mátt að það væri Þorláksmessa en ekki 12 desember,ótrúlegt en jæja,hvað um það?Áfram með smjörið,klukkan 15´30 var ég sóttur og farið með mig í sturtu og þaðan var haldið í Grensáskirkju á jólatónleika Fjölmenntar sem gengu mjög vel og mér frábærlega en þarna voru möprg góð atriði á ferðinni og enduðum á því að allir sungu saman Bjart er yfir Betlehem en breytt var um lag á síðustu stundu en upphaflega átti að syngja Sjá himins opnast hlið en það lag kunna fáir utanbókar og því var þetta góð skipting.

Eftir tónleikana var haldið í vinnugleði þar sem jólagjafir voru afhentar og þar sem ég hélt áfram að syngja og skemmti ég mér konunglega með vinnufélögunum og var kominn heim um miðnætti gjörsamlega búinn á því og er þegar þessi færsla er skrifuð enn dauðuppgefinn.

En eigið góða helgi og farið vel með ykkur.


Góð helgi framundan.

Í kvöld fór ég á jólafund Átaks,fengum góðan mat,leynigestir mættu en það voru Bergþór Pálsson,Sigga Beinteins og Grétar Örvarson og tóku þau 2 síðarnefndu 3 lög við góðar undirtektir,Kristján Sigurmundson(Hinn auðskildi eins og ég kalla hann)stóð fyrir fjöldasöng og ég var DJ og spilaði jólalög þegar dauðir tímar komu, þessum skemmtilega fundi sem um 40 manns mættu á þrátt fyrir óveður lauk um klukkan 10.

Á morgunn eru jólatónleikar Fjölmenntar í Grensáskirkju klukkan 6 og þaðan fer ég beint í vinnuna á vinnustaðagleði sem mun standa eitthvað frameftir kvöldi og ætla ég að skemmta mér rækilega við að sjá útlendingana almennilega í því.

Laugardagurinn er ekkert planaður nema um klukkan 9 verður sýndur á Stöð 2 sport El Classico á spáni þegar Barcelona mætir Real Madrid og vonandi fær Eiður að spila og helst að hann byrjaði bara inná enda er þetta með geggjaðri risaleikjum knattspyrnunnar,ekki vegna þess að þetta séu nágrannaslagur heldur er um að ræða mikinn ríg sem á sér rætur til tíma Francos en hann hyglaði Madridingum á kostnað Börsunga auk þess sem Barcelona er frá Katalóníu og þess heldur er þetta forvitnilegur leikur annað kvöld.

Sunnudagurinn er heldur ekkert planaður,bara leti og rólegheit þar sem ég ætla að hlaða batteríin oghorfa á sport allann daginn og hafa það næs.

 


Veit eigi.

Um hvað á ég að blogga næst?

Hef ekki hugmynd.


Prófum það.

Ný skilgreining á því að láta krónuna fljóta en það er mjög einföld aðferð.

Þeir sem vetlingi geta valdið mæti með krónu niður á tjörn og athugum hvort krónan fljóti.

Segi svona.LoL


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Korntop

Höfundur

Magnús Paul Korntop
Magnús Paul Korntop

Hér er á ferðinni lífsglaður náungi með sterkar skoðanir og segi ég þær umbúðarlaust,
Mín helstu áhugamál eru sport,söngur en einnig eru mér hugleikin málefni þeirra
sem minna mega sín.

Ég vil taka það fram af gefnu tilefni að ég áskil mér ALLANN RÉTT til að eyða commentum sem innihalda skítkast,eða fjalla ekki um bloggefnið sjálft,verði fólk ekki við þessu verður lokað á commentakerfið.

Spurt er

Hvernig líst þér á komandi vetur?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

104 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • ...ingurinn_eg
  • Ólafur Stefánson.
  • ...lautur_bill
  • ...ngverjaland
  • ...land_415050

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband