Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2010

Skýrslan.

Jæja,þá er hún komin út þessi margumtalaða skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis og eftir að hafa farið yfir hana á hundavaði þá er eitt sem slær mann en kemur ekki á óvart og það er það að enginn vill taka ábyrgð á gerðum sínum og er það alveg með hreinum ólíkindum,þvílíkur skamdall.

Að mínu mati að þá eru allir sem störfuðu og gengdu ábyrgðarstörfum í bönkunum,ráðherrar,þingmenn,útrásarvíkingar ofl sem ábyrgð eiga að taka á hruninu og ætti því samkvæmt öllu að "hreinsa" til eftir þetta fólk og koma því þannig fyrir að svona græðgi og spilling í þjóðfélaginu endurtaki sig ekki.

Ég vil að eftirfarandi verði gert og ekki seinna en í gær:

Eignir frystar og fangelsisdómar ekki undir 10 árum(Reynslulausn ENGIN)mætti vera lengri,þá kanski lærir þetta hyski vonandi hvernig á að haga sér í þessu landi.

Ég hef ekki lesið allar blaðsíðurnar 2600 til að komast að þessari niðurstöðu en eftir að hafa fylgst með fjölmiðlum að þá hefur það hjálpað mér að komast að þessari niðurstöðu,allir sem þátt tóku í dansinum kringum gullkálfinn eiga að skammast sín,þetta fólk hefur misst allt traust,hafa notað peninga okkar illa og ber að dæma samkvæmt því.

Ætlar enginn að tjá sig hérna?

 

 

 

 


1-2.

Sökum óvæntra anna við eitt og annað kemur færslan um skýrsluna annaðhvort á morgunn eða miðvikudaginn.

Þessi skýrsla er töluvert flókin en skilaboðin skýr,ég vonast eftir að fólk skammi mig eða samsinni mér vegna þess að svona er málið vaxið.


Á næstunni.

Jæja,þá hef ég meðtekið rannsóknarskýrslu Alþingis og líst vel á það sem þar kemur fram.

Ég mun innann 3gja daga skrifa mína skoðun ,þar mun einnig koma fram hvað mér finnst að eigi að gera við þetta glæpahyski.

En sjáumst aftur fljótlega.

PLÍS:Kjósið í könnuninni,þið sem það eigið eftir.


Í gerjun.

Sæl öll,vildi bara láta vita að blogg um skýrslu Alþingis er á teikniborði og vil ég aðins átta mig á henni áður en bloggið um hana kemur hér en það er klárt að ég hef mínar efasemdir og munu þær ásamt öðrum skoðunum mínum um þetta mál flæða hér mjög fljótlega.

Munið könnunina-góðar stundir.


Páskar.

Síðan óskar lesendum sínum svo og landsmönnum öllum gleðilegra páska og biður fólk um að borða páskaegg í gríð og og erg og hafa það gott það ætla ég að gera.

MUNIÐ AÐ KJÓSA Í KÖNNUNINNI.


Um bloggið

Korntop

Höfundur

Magnús Paul Korntop
Magnús Paul Korntop

Hér er á ferðinni lífsglaður náungi með sterkar skoðanir og segi ég þær umbúðarlaust,
Mín helstu áhugamál eru sport,söngur en einnig eru mér hugleikin málefni þeirra
sem minna mega sín.

Ég vil taka það fram af gefnu tilefni að ég áskil mér ALLANN RÉTT til að eyða commentum sem innihalda skítkast,eða fjalla ekki um bloggefnið sjálft,verði fólk ekki við þessu verður lokað á commentakerfið.

Spurt er

Hvernig líst þér á komandi vetur?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

33 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • ...ingurinn_eg
  • Ólafur Stefánson.
  • ...lautur_bill
  • ...ngverjaland
  • ...land_415050

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband