Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009

Spá um röð liða í Pepsí deild karla.

Hér kemur mín spá um röð liðanna 12 í Pepsídeild karla keppnistímabilið 2009 og verð að segja að hún er nokkuð frábrugðin þeim spám sem ég hef séð og eru hreinlega snarklikkaðar en hér kemur enn ein klikkaða spáin.

1. Valur
2.FH.
3.KR.
4.Keflavík.
5.Breiðablik.
6. Vestmannaeyjar.
7. Fylkir.
8. Grindavík.
9. FRAM.
10.Þróttur.
11.Fjölnir.
12. Stjarnan.


Sorrý.

Vegna mikilla anna við allt mögulegt seinustu vikuna hefur ekki gefist tími til skrifa umsögn um leik Vals og Hauka og læt það ógert að sinni enda vita allir sem vit hafa á handbolta hvernig fór.

Mun vonandi hefja þessar lýsingar á morgunn eftir KR-Fjölnir en vil þó taka fram að ef umsögn kemur ekki 2 dögum eftir leik að þá verður henni einfaldlega sleppt.

 

 


Síðar.

Haukar urðu í kvöld íslandsmeistarar í handknattleik með því að "blóðflengja" líflausa valsmenn 25-33 eftir að staða í leikhléi hafði verið 15-16.

Umsögn um leikinn kemur í nótt eða fyrramálið.


Takið eftir.

Í kvöld verður flautað til leiks 4 í úrslitaviðureign Vals og Hauka í Og Vodafone höll þeirra valsmanna að Hlíðarenda og verður flautað til leiks á þeim óvenjulega tíma 20´15.

Ég hvet ykkur til að fjölmenna á leikinn,íþróttafréttastofan verður á staðnum og kemur með frétt um leikinn síðar í kvöld.

 


Breytingar.

Eftir að hafa legið undir felld undanfarið hef ég ákveðið breytingar á síðunni frá og með deginum á morgunn að telja og lúta að því að nú verður sportið allsráðandi en handboltinn er að enda,úrslitakeppni NBA stendur sem hæst og svo hefst íslandsmótið í knattspyrnu um næstu helgi og ætla ég að sinna þessu vel í sumar og svo áfram í vetur þegar hand og körfuboltinn byrja aftur auk annarra inniíþrótta.

Þar með lýkur þjóðmálaumræðum hér en þær hafa verið litlar upp á síðkastið hvort eð er og einnig mun ég ekki lengur segja mitt álit á fólki eins og seinustu 2 færslur bera merki um en það er víst bannað því þá fer viðkomandi að brynna músum og tekur mig af vinalistum-gott hjá viðkomandi.

Þessu verður semsagt hætt en dómarar og leikmenn munu fá að heyra það í staðinn og þá bæði já og neikvætt.

En semsagt:sportsíða skal þetta vera ogekki orð um það frekar.


Frekja.

Ég vil vegna ummæla minna um Jenný Önnu og Heiðu,taka það fram að ég stend við hvert orð sem ég hef sagt um hinar afturhalssinnuðu og öfgafemínísku femínista sem tjá sig um allt milli himins og jarðar án þess að vita stundum hvað þær eru að tjá sig um.

Ég hvet alla sem vilja loka á vináttu mína hér á moggabloggi og Facebook að gera það bara,það yrði bara leiðinlegast fyrir ykkur sem það gerið.

Ragnheiður Hilmarsdóttir gerði það í dag án þess að það snerti hana neitt en ég sakna ekki fólks sem lokar vináttuni vegna þess eins að ég tjái mig um persónur,þetta er frekja á hæsta stigi en þetta sýnir bara afturhaldsöflin hér á blogginu.


Ég ræð á þessari síðu.

Hér á þessari síðu verður ekki beðist afsökunnar á neinum ummælum og allar kröfur þess efnis vísað á bug.

Ég stend við þau ummæli sem ég skrifaði um 2 konur fyrir nokkrum dögum og sé ekki eftir að hafa skrifað þau.

Mun fljótlega skrifa níðgrein um öfgafemínista en umræddar konur og fleiri tilheyra þeim hópi.

En semsagt:Engar afsökunarbeiðnum svarað-fyrr loka ég síðunni.

Reynið að skilja það aular.


Heho.

Jæja,rigning.

« Fyrri síða

Um bloggið

Korntop

Höfundur

Magnús Paul Korntop
Magnús Paul Korntop

Hér er á ferðinni lífsglaður náungi með sterkar skoðanir og segi ég þær umbúðarlaust,
Mín helstu áhugamál eru sport,söngur en einnig eru mér hugleikin málefni þeirra
sem minna mega sín.

Ég vil taka það fram af gefnu tilefni að ég áskil mér ALLANN RÉTT til að eyða commentum sem innihalda skítkast,eða fjalla ekki um bloggefnið sjálft,verði fólk ekki við þessu verður lokað á commentakerfið.

Spurt er

Hvernig líst þér á komandi vetur?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

330 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • ...ingurinn_eg
  • Ólafur Stefánson.
  • ...lautur_bill
  • ...ngverjaland
  • ...land_415050

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband