Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

Örblogg.

Sæl verið þið,í dag byrjar starfskynningin í BYKO og líst mér svona sæmilega á hana,ekkert meira en það en ég tel 50/50 líkur á að ég standist þetta því þessu fylgja fínar hreyfingar í höndunum eins og t.d með límband sem ég á bara afar erfitt með en auðvitað legg ég mig fram en ef ég fæ ekki þessa vinnu þá verður bara fundin önnur vinna fyrir mig annarsstaðar en að sjálfsögðu mun ég leggja mig 100% fram og gera mitt besta,meira er ekki hægt að fara fram á en starfskynningin stendur í eina viku frá 13-15.

Eftir starfskynninguna ætla ég í Mjóddina að sækja nýja debetkortið mitt og svo fer ég beint á BK að borða eitthvað og er bara haldið heim eða kanski bara hangið í bænum,hver veit.?

Annars er þetta nú meiri dellan í borginni  og ætti Vilhjálmur Þ Vilhjálmson að sjá sóma sinn og segja af sér og mun ég blogga um það hér síðar í dag eða kvöld.

En nú er nóg komið í bili.

                                        KV:Korntop


Sunnudagur.

Dagurinn í dag hefur bara verið góður,fór með konunni og vini okkar í afmæli í Víkurásinn og var það mjög gott afmæli og mikið rætt og spjallað,síðan var bara farið heim og slappað af enda byrjar starfskynningin hjá BYKO á morgunn og stendur alla vikuna frá 13-15 og svo eftir vikuna kemur í ljós hvort ég fái vinnuna eður ei og er ég pínu stressaður fyrir þessa starfskynningu en ekki þýðir annað en að gera sitt besta og betur verður víst ekki gert.

Eftir starfskynninguna á morgunn þá ætla ég á BK að borða og svo fer ég í Austurbergið að aðstoða við leik ÍR og Selfoss sem frestað var s.l föstudag vegna veðursins sem gekk yfir landið og olli miklu tjóni þannig að nóg verður að gera á morgunn og alla næstu viku.

Hef lúmskt gaman af að sjá fólk commenta og velta sér uppúr því hvort ég hætti að blogga eða ekki og m.a.s. kom einhver sem kallar sig Fröken M og saði"Nei Korntop,þú mátt ekki hætta að blogga"og svo vill umrædd ekki neina bloggvini en mér þætti vænt um að fá að vita hverjir eru að commenta hjá mér en það er bara mitt próses,en svo að það er á hreinu þá er staðan hvort ég hætti að blogga eftirfarandi: EF ÉG HÆTTI AÐ BLOGGA ÞÁ VERÐUR LÁTIÐ VITA AF ÞVÍ EN ÉG ER ENN AÐ VELTA ÞESSU FYRIR MÉR OG ÁKVÖRÐUN LIGGUR EKKI FYRIR FYRR EN MEÐ HAUSTINU,en bloggið mitt hlýtur að vera gott fyrst ókunnugt fólk sem ekki eru bloggvinir vilja ekki að ég hætti að blogga,en einnig er inni í myndinni að ég fari yfir á vísis bloggið en ég er með síðu þar en mér finnst þessar auglýsingar hérna á mbl blogginu algerlega ótækar og eyðileggja síðurnar að mínu mati og ég er greinilega ekki einn um þá skoðun.

En nóg í bili,heyrumst síðar.

                                         KV:Korntop


Hitt og þetta.

Fór í gær á kaffi Mílanó að hitta manninn sem sér um mín mál hjá AMS(Atvinna með stuðningi)og fengum okkur kaffi og ræddum aðeins saman um allt á milli himins og jarðar,og fórum svo þaðan í lagerdeild BYKO og hittum verkstjórana sem verða yfir mér ef allt gengur upp í starfskynningunni,þeir útskýrðu fyrir mér það sem ég ætti að gera og leist mér bara vel á það en smá tölvukunnáttu er krafist sem snýr að því að búa til strikamerki og miða sem sýnir að efnið sé hættulegt en hvort tveggja er ákveðið ferli en er ekkert svo flókið,eins kemur fólk úr hæfingarstöðinni Dalvegi og verð ég með ábyrggð gagnvart þeim líka að allt sé klárað fái ég vinnuna en eins og ég sagði þeim í gær þá geri ég mitt besta og betur get ég ekki gert gagnvart þeim,allavega hlakka ég mikið til að byrja í starfskynningunni á mánudaginn,það er alveg á kristaltæru.

Í gær gekk mikið óveður yfir landið með öllu því brambolti sem því fylgdi en Samhæfingarstöðin Skógarhlíð var virkjuð frá kl 4-miðnættis og voru um 400 útköll skilst mér þegar upp var staðið en þessu er víst ekki lokið þegar þetta er skrifað því að það á víst eftir að koma annar hvellur með rigningu í nótt og fyrramálið en mikið er ég orðinn þreyttur á þessu óveðri sýnkt og heilagt og svo gæti farið að svona verði þetta út mars(ÚÚÚFFFFFFFFFF)þannig að ekki mun sjá fyrir endann á þessu veðri á næstunni því eftir einn hvellinn þá kemur bara annar en þetta var víst dýpsta lægð vetrarins og þær verða víst ekki dýpri þennann veturinn.

Aðeins vegna þess sem ég sagði í vísunni og áréttaði í færslunni í gær þá er ég að hugsa um að hætta þessu bloggeríi en það er langt í endanlega ákvörðun,ég myndi þá ekki hætta fyrr en í haust en samt veit maður aldrei,kanski hætti ég fyrr og kanski hætti ég ekki neitt en tíminn sker úr um það,gaman að sjá fólk vera að velta því fyrir sér hvort ég hætti eður ei,einn bloggvinur segir í commenti"það er alveg bannað að hætta að blogga"og annar stingur upp á að blogga einu sinni í viku til að fólk fái ekki fráhvarfseinkenniLoL,gaman að þessu en þetta er að velkjast og gerjast í höfðinu á mér en bíðum og sjáum hvað setur.

En nóg í bili,skrifa meira seinna í dag kanski ef tími gefst en farið vel með ykkur í dag.

                                          KV:Korntop


Föstudagur.

Sæl verið þið.

Ætla að byrja á að þakka viðbrögð við vísunni sem ég setti hér inn í gær en efni hennar var um það hvort ég myndi hætta að blogga eða ekki en sannleikurinn í því máli er að ég er að velta því alvarlega fyrir mér að hætta þessu en er langt því frá kominn á leiðarenda með það en endirinn á umræddri vísu gefur til kynna að ég haldi áfram og kanski verður það niðurstaðan,kanski hætti ég og kanski ekki en tíminn leiðir það í ljós,ég er allavega ennþá hér á blogginu.

Nú er enn einn óveðursdagurinn í aðsigi og nú er rigning í spilunum semsagt:slabb slabb veður og örugglega erfitt að ganga en það þarf ALVÖRU RIGNINGU til að losna við þennann snjó en ætli flestir séu nú ekki orðnir hundleiðir á þessari ófremdartíð sem hefur herjað á okkur meira og minna í vetur?

Ég fyrir mitt leyti er kominn með upp í kok af þessu helv.... veðri og er örugglega ekki einn um það,er á leiðinni á kaffihús til að ræða hvernig þetta verður með starfskynninguna sem hefst á mánudaginn.

Í kvöld er fyrirhugaður handboltaleikur milli ÍR og Selfoss í Austurbergi og það get ég sagt að við ÍR-ingar ætlum okkur sigur á heimavelli og ekkert annað,sorry bloggvinir mínir á og frá selfossi(Ásdís,Heiða,Valgeir)en menn halda með sínu liði en ég mun skrifa um hann hér í kvöld ef hann verður því ekki er víst að selfyssingar komist yfir Hellisheiði eða Þrengsli sökum ófærðar og veðurs,vonum samt að þeir komist.

Að lokum vil ég minnast á einn hlut,hvaða skrípaleikur er þetta eiginlega?hversvegna er sett auglýsing á bloggsíðurnar án þess að láta vita af því fyrirfram?Þær skyggja á hluta af síðunum og t.d sjást ekki skoðanakannanir né annað fyrir auglýsingunni og ég hvet stjórnendur mbl bloggsins eindreigið til að fjarlægja þessar auglýsingar héðan burt áður en skaði hlýst af.

En nóg komið í bili,farið varlega í þessu veðri og verið heima við ef nokkur kostur er og ekki fara út að nauðsynjalausu.

                                       KV:Korntop


Útleið?

Ákvörðun nú vanda skal,
verður skaðinn bættur?
kanski á ég ekkert val,
Er korntoppurinn hættur?

Ekki er það vitað enn,
fólk um það má veðja.
Ég segi það við konur og menn,
kanski mun ég kveðja.

Bloggið bjargar degi oft,
og fyrir það vil ég þakka.
kanski úr mér er allt loft,
kanski er best að pakka.

Líklega ég þrauki enn,
og les áfram minn mogga.
En eins og aðrir bloggarar,
ég held áfram að blogga.

                                            KV:Korntop



Snjókorn falla.

Mikið rosalega snjóaði í nótt,ég hef bara ekki séð annað eins hér í langann tíma,halda hefði mátt að jólin væru að koma en þau eru liðin en þetta hefði verið fínn jólasnjór en það er greinilega þorri og þá á víst að vera mikill snjór og kalt enda jú miður vetur samkvæmt árstíðinni.

Sá í nótt snjóinn falla af þakinu í blokkinni þar sem ég er og féll þetta eins og snjóflóð eða svona í litlum hengjum,þetta hef ég aldrei séð fyrr og mér brá soldið en tilkomumikið var þetta.

Aðeins útaf vinnunni,þá er þetta starfskynning óborguð og svo er það bara metið bæði með hagsmuni mína og fyrirtækisins hvort ég verði starfsmaður BYKO eða ekki en það sakar ekki að prófa þetta því önnur störf eru líka til sem hentað gætu ágætlega en tíminn leiðir það í ljós og vil ég þakka hamingjuóskirnar um vinnunna og er ég ánægður með það en sjáum hvað setur.

En í dag ætla ég bara að vera heima og chilla mér því það er víst spáð hvassviðri og stormi og því algerlega tilgangslaust að vera að fara eitthvað út að óþörfu,kærastan m.a.s. hringdi áðan og sagðist frekar koma annað kvöld vegna veðursins og skil ég hana bara mjög vel,ég knúsa hana bara enn meira annað kvöld,skynsemin er jú best í þessu.

En gott í bili,læt heyra frá mér seinna í dag kanski en í guðana bænum farið vel með ykkur elskurnar og ekki fara út að nauðsynjalausu því bílar festast leikandi í svona tíð og helst ættu menn að skilja bílinn eftir heima og nota strætó ef þess er kostur.

Farið vel með ykkur elskurnar-það geri ég.

                           KV:Korntop


Gott síðdegi.

Fór í viðtal hja AMS í dag og útkoman úr því var sú að ég á að mæta í starfskynningu á lagernum í BYKO á manudaginn kl 1 og á hún að standa í 1 viku og svo verð ég bara að sjá hvað kemur út úr því,ég er allavega bjartsýnn á að þetta gangi upp ég verð að vona það ekki rétt?

Eftir viðtalið fór ég á BK og svo í sund og var bara að koma heim fyrir um 20 mínútumeftir góðann dag.

Varðandi íbúðarmálin þá er ég með 3 stig en það er sami stigafjöldi og ég var með þegar ég kom hingað og er í forgangi en einnig spilar einelti inn í líka en einhvern tíma tekur þetta vissulega en vonandi fer  þetta að detta inn fljótlega,einnig vona ég að dóttir þín fái íbúð fljótlega Rósa mín en ekkert er leiðinlegra en vera á götunni.

Enn snjóar úti og ekkert lát á honum sýnist mér en vonandi sér nú brátt fyrir endann á þessu kuldakasti svo maður geti farið að labba aftur því ætla ég að gerast kræfur og panta rigningu og vona ég að veðurguðirnir verði við þeirri pöntun og sendi rigningu fljótlega.

Ég læt þig pottþétt vita Ásdís þegar og ef við spilum á Selfossi,engin hætta á öðru en það gerist vonandi sem fyrst.

en nóg í bili-eigið ánægjulegt kvöld,það ætla ég að hafa.

                                        KV:Korntop


Dagurinn í dag.

Í dag er enn kalt og ekki fyrirséð hvenær þessu kuldakasti lýkur en mikið vona ég að þessu fari að ljúka en vonandi kemur alvöru rigning og tekur þennann fjandans snjó burt.

Fer í viðtal hjá AMS(Atvinna með stuðningi) klukkan 3 í dag þá verður væntanlega farið yfir það hverskonar vinnu 200+ kg maður eins og ég geti unnið en ekki eru það störf við að sækja kerrur langar leiðir því margir vina minna sem eru mun léttari hafa gefist upp við það.

Hljómsveitaræfingin í gærkvöldi gekk vel og var talað um að fara jafnvel í æfingabúðir á Selfoss og halda tónleika þar í kjölfarið ekki yrði það verra því ég á nokkrar bloggvinkonur á Selfossi og þær koma örugglega að horfa á ef þær hafa tíma enda hellingur af nýjum lögum á prógrammi.

Er aftur að sækja um íbúð því þessi sem ég er í er aðeins 34 fm2 og ekki hægt að henda manni í músarholur og þ.a.l. miklir vankantar á íbúðinni og vonandi kemst ég að fljótlega en umsóknin var metin til 3 gja stiga og er það bara fínt því þá kemst maður fyrr að það vil ég allavega meina en ég læt ykkur fylgjast með bloggvinir góðir.

En bara stutt færsla til að láta vita af sér en blogga kanski síðar í dag en farið vel með ykkur elskurnar-það geri ég.

                                               KV:Korntop


Enn kalt.

Í dag er enn pínu kalt enn það þýðir ekkert að væla yfir því heldur bara  að dúða sig betur til að verjast kuldanum því ekki vill maður veikjast enn eina ferðina held að ég sé búinn að fá nægann skammt af veikindum í bili og þarf ekki annann takk fyrir.

Þessi þriðjudagur er ekkert ósvipaður öðrum þriðjudögum,ætla í Kringluna að sækja miðana á Jesús er kúl(ég ætla að bjóða konunni á sýninguna) og fer svo á Subway að borða áður en ég fer í skólann í einkatíma í söng og svo hljómsveitaræfingu,svo er það bara handboltaleikur í kvöld og bara næsheit.

Skipti um bankaútbú í gær og lenti á góðum þjónustufulltrúa og nú er bara að standa við það sem ég lofaði henni en ég setti nokkra hluti í beingreiðslu og bara allt í góðu með það.

Annars er ég bara í góðum gír og líður bara vel,andlega í góðu jafnvægi enda allt á góðri leið og nokkrir hlutir að ganga vel pósetívt en það eru hlutir í farvatninu sem ganga bara sinn gang.

En ætla að fara að brenna diska fyrir hljómsveitarmeðlimi í Hraðakstur Bannaður fyrir æfinguna í dag svo menn geti hlustað á löginn svo undirleikarar geti lært grip og fleira.

En farið vel með ykkur í dag-það geri ég.

P.S. Ekki borða yfir ykkur af saltkjöti og baunum í kvöld.

                                     KV:Korntop

 


Kalt.

Mikið andskoti er kalt úti,vá,en ég ætla nú samt að fara smá út  því ég þarf að skipta um útibú úr Laugavegi í Mjóddina og ætla ekkert að láta kuldann stoppa það.

Var annars vakandi langt fram á nótt yfir Superbowl en þar urðu einhver óvæntustu úrslit í sögu ameríska ruðningsins.

Er bara annars nokkuð góður í dag og í góðum gír þótt syfjan sé dálítil.

Bara stutt í bili en blogga kanski seinna í dag en það er smá ritstífla og kanski ég fái bara gröfu til að losa um hana en meira blogg síðar í dag.

                                                   KV:korntop


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Korntop

Höfundur

Magnús Paul Korntop
Magnús Paul Korntop

Hér er á ferðinni lífsglaður náungi með sterkar skoðanir og segi ég þær umbúðarlaust,
Mín helstu áhugamál eru sport,söngur en einnig eru mér hugleikin málefni þeirra
sem minna mega sín.

Ég vil taka það fram af gefnu tilefni að ég áskil mér ALLANN RÉTT til að eyða commentum sem innihalda skítkast,eða fjalla ekki um bloggefnið sjálft,verði fólk ekki við þessu verður lokað á commentakerfið.

Spurt er

Hvernig líst þér á komandi vetur?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

236 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • ...ingurinn_eg
  • Ólafur Stefánson.
  • ...lautur_bill
  • ...ngverjaland
  • ...land_415050

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband