28.12.2009 | 10:13
Landsbjörg.
Ég vil mælast til þess að almenninnir áhugamenn um flugelda kaupi þá hjá björgunarsveitunum þetta árið og stuðli að eigin öryggi og annara í leiðinni enda vinna björgunarseitirnar gott starf og veitir ekki af peningunum til að koma til hjálpar þegar næsta útkall berst.
Mér finnst íþróttafélög hafa úr nægum sjóðum að velja þegar kemur að frjálsum framlögum og því ætti að koma því þannig fyrir að björgunarsveitirnar fái einkaleyfi á sölu flugelda á íslandi.
NÝ KÖNNUN KOMIN-KJÓSIÐ
Um bloggið
Korntop
Spurt er
Hvernig líst þér á komandi vetur?
Tenglar
Mínir tenglar
- Átak. Fréttir.
- Berserkir/Víkingur. Upplýsingar.
- Bubbi Morthens. Tónlist.
- Fjölmennt. Fróðlegt.
- Formúla 1 Sport.
- Fótbolti.net Sport
- Golf. Sport.
- Handbolti. Sport.
- Henný Bloggsíða.
- HSÍ. Sport.
- IFSA-WPC: Sport.
- ÍR-körfubolti. Sport.
- KKÍ. Sport.
- KSÍ. Sport.
- NBA. Sport.
- NFL. Sport.
- RÚV. Fréttir.
- Síminn. Upplýsingar.
- Sport. Sport.
- SSR. Upplýsingar.
- Strætó. Upplýsingar.
- Söngstrumpurinn. Tónlist.
- Textavarp. Fréttir.
- TR. Fréttir.
- Vísir.is. Fréttir.
- Þroskahjálp. Fréttir.
- Ösp. Sport.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
33 dagar til jóla
Eldri færslur
- Mars 2012
- Nóvember 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Bloggvinir
- annakr
- agustolafur
- brjann
- eddaagn
- ellasprella
- georg
- ipanama
- gudruntora
- zeriaph
- gudnim
- harhar33
- heidathord
- helgadora
- krummasnill
- holmdish
- hogni
- inaval
- jensgud
- jonhalldor
- nonniblogg
- jorunn
- katlaa
- katja
- kolbrunb
- lillagud
- lindalinnet
- birtabeib
- margretsverris
- olofk
- omarragnarsson
- ragjo
- rannveigh
- rosaadalsteinsdottir
- ruth777
- marzibil
- amman
- ollasak
- stebbifr
- fugla
- saedishaf
- stormsker
- skinogskurir
- lady
Athugasemdir
Kaupa flugelda af íþróttafélögum
björgunarsveitir fá niðurfellingu af sköttum af sínum búnaði, en ekki íþróttafélögin
Bjössi (IP-tala skráð) 28.12.2009 kl. 12:52
Ég kaupi samt alltaf flugeldana af Fylki eða HK.
Aðalsteinn Grímsson (IP-tala skráð) 28.12.2009 kl. 14:53
Sammála Magga.
Þá hvet ég ykkur Bjössi og Aðalsteinn að hringja í íþróttafélögin og biðja um aðstoð næst þegar þið eruð í vandræðum á fjöllum t.d
Leifur Páll (IP-tala skráð) 28.12.2009 kl. 18:46
Nákvæmlega Leifur Páll,íþróttafélög sækja ekki fólk í nauðum statt á fjöllum,en það gera björgunarsveitir.
Magnús Paul Korntop, 28.12.2009 kl. 19:03
Ekki hef ég heyrt um það áður að björgunarsveitirnar fái niðurfellingu af sköttum á búnaði sínum. Kannski hefur það átt sér stað í einstaka tilfelli en þegar hefur verið sóst eftir þessu sem almennri reglu er svarið ávallt það sama hjá ráðamönnum þjóðarinnar: "þetta er ekki framkvæmanlegt því ekki vilja menn skapa fordæmi sem gæti orðið til þess að önnur félagasamtök færu fram á sömu ívilnanir". Því ættu menn ekki að "kasta" svona rakalausum fullyrðingum frá sér nema að geta rökstutt það og þá með marktækum DÆMUM ekki mér var sagt............... Ef ég keypti flugelda væri ekki spurning að ég keypti þá hjá björgunarsveitunum.
Jóhann Elíasson, 28.12.2009 kl. 23:38
eru björgunarsveitirnar að sinna forvarnarstörfum - starfa þau íþróttaskóla fyrir börn - taka björgunarsveitirnar þátt í uppvexti barna ykkar -
Bjössi (IP-tala skráð) 29.12.2009 kl. 07:33
Sæll Jóhann Elíasson
Hvet þig til að lesa þetta um niðurfellingu á sköttum á búnaði björgunarsveita, sem þú hefur aldrei heyrt um
http://www.landsbjorg.is/category.aspx?catID=182
Aðalsteinn Grímsson (IP-tala skráð) 29.12.2009 kl. 09:54
Jóhann hvað segir þú nú - eftir þessar upplýsingar sem Aðalsteinn hefur sett inn
Bjössi (IP-tala skráð) 29.12.2009 kl. 10:35
Þetta snýst ekki um niðurfellingu eða ekki niðurfellingu heldur að mínu mati er það málið að íþróttafélög hafa úr fleiri sjóðum aðspila og er því í lófa lagið að fjármagna starfsemi sína.
Björgunarsveitirnar reiða sig hinsvegar alfarið á sölu flugelda og því þeirra eina tekjulind og því krefst ég þess að björgunarsveitirnar fái einkaleyfi á sölu flugelda frá og með 2011.
Magnús Paul Korntop, 29.12.2009 kl. 12:08
það voru íþróttafélögin sem fyrst byrjuðu á flugeldasölu
Bjössi (IP-tala skráð) 29.12.2009 kl. 12:32
En hvað með spilakassana? Hver fær tekjur úr þeim?
Landsbjörg er aðili að Íslandsspilum, ásamt Rauða krossi Íslands og SÁÁ, og fá peninga úr spilakössunum. Ríflega 60% af tekjum sem samtökin fá af rekstri söfnunarkassanna renna beint út til björgunarsveitanna til uppbyggingar í þjálfun og kaupa á tækjabúnaði.
Ég held áfram að kaupa af íþróttafélögum og þakka þeim þeirra góða starf.
Aðalsteinn Grímsson (IP-tala skráð) 29.12.2009 kl. 12:35
Það er bara hið besta mál að stjórnvöld hafa séð að sér í þessum málum en það er mjög stutt síðan breytingar urðu og ekki má gleyma því að fullir skattar og aðflutningsgjöld hafa verið greidd af u.þ.b 94% af búnaði og tækjakosti björgunarsveitanna.
Jóhann Elíasson, 29.12.2009 kl. 14:45
Jóhann íþróttafélögin greiða fulla skatta og aðflutningsgjöld og vsk af öllum sínum búnaði
bjössi (IP-tala skráð) 29.12.2009 kl. 14:48
Sinna íþróttafélögin samskonar störfum og björgunarsveitirnar Bjössi?
Jóhann Elíasson, 29.12.2009 kl. 21:32
sinna björgunarsveitirnar samskonar störfun og íþróttafélögin Jóhann
Bjössi (IP-tala skráð) 30.12.2009 kl. 07:39
Bjössi, þegar menn eru komnir í þrot þá er gripið til þess að vera með "skæting" og svara ekki spurningum. Ef þú ætlar að fara að vera með eitthvert kjaftæði um "forvarnarstarf" íþróttafélaganna, þá skaltu sleppa því,hér á árum áður spilaði ég fótbolta og þar var það mesta sukk sem ég hef kynnst um ævina og þekki ég nokkuð til í þeim efnum. Þetta hófst strax í þriðja flokki, ekki gátum við látið sjá til okkar að við reyktum svo við fórum framhjá því með því að nota munntóbak, þá var frekar einfalt að útvega Sænskt efni en svo var það bannað og framan af gátum við fengið það en svo skrúfaðist fyrir það þannig að við notuðumst við Íslenska neftóbakið. Fljótlega hófst áfengisdrykkja, hún var ekki mikil til að byrja með en það var svo merkilegt að þegar hún hófst fyrir alvöru þá voru alltaf næg tilefni til þess að "detta í það" ýmist vorum við að fagna sigrum eða drekkja sorgum okkar vegna tapleiks. Svo ekki reyna að tala um að íþróttafélögin vinni MIKIÐ forvarnarstarf.
Jóhann Elíasson, 30.12.2009 kl. 09:01
Ég veit ekki í hvaða íþróttafélagi þú varst en ég hef starfað í 30 ár fyrir íþróttahreyfinguna og hef ekki orðið var við áfengisdrykkja sé eitthvað vandamál eða reykingar - var það áður fyrr en ekki í dag.
og þú heldur víst að enginn í drekki eða reyki í björgunarsveitunum þá ertu á rangri hillu í lífinu.
og að halda því fram að íþróttafélögin vinni ekki mikið forvarnarstarf þá eru á virkilega rangri hillu í lífinu
það segir sig sjálft að ef börn og unglingar ætla að ná langt í íþróttum þá vita þau að drykkja og reykingar er ekki það sem þau eiga að stunda
svo eitt í lokin það er ekki stutt síðan að björgunarsveitirnar fengu undanþágu á opinberum gjöldum
Bjössi (IP-tala skráð) 30.12.2009 kl. 09:20
Var einhver að tala um að það væru bara bindindismenn í björgunarsveitunum? Þessi skætingur þinn er alveg dæmigerður fyrir málflutning þinn og ég stend alveg fullkomlega við það að forvarnarstarf er ekki að "sliga" starf íþróttafélaganna. Og talandi um "hillur" í lífinu, þá sýnist mér af fullyrðingum þínum og málflutningi að þú þurfir aðeins að endurskoða þína "hillu" í lífinu.
Jóhann Elíasson, 30.12.2009 kl. 10:06
Málið er að þetta er alveg jafn mikilvæg fjáröflun fyrir íþróttafélög og björgunarsveitir.
Björgunarsveitirnar fá styrki, niðurfellingar á opinberum gjöldum, selja happdrættismiða og "björgunarkallinn" til að nefna eitthvað og því er fráleitt að halda fram að Flugeldasalan sé þeirra eina tekjulind, þó hún sé kannski ein af þeim stærstu.
Íþróttafélögin byrjuðu á flugeldasölunni og nú vilja björgunarsveitirnar vera einráð á flugeldamarkaðnum og eflaust myndu öll verð hækka uppúr öllu valdi
Og vissulega vinna íþróttafélög mikið og gott forvarnarstarf, þó það hafi kannski ekki verið í þínu tilfelli Jóhann. Athugaðu að það er að koma árið 2010 og umhverfið mikið breytt frá því þú varst í íþróttum og ég neita að sitja undir því að það sé einhver óregla tengd íþróttum.
Aðalsteinn Grímsson (IP-tala skráð) 30.12.2009 kl. 10:10
HEYR HEYR Aðalsteinn eins og talað út úr mínum munni
Bjössi (IP-tala skráð) 30.12.2009 kl. 10:12
Og þú ert ekki með minni skæting Jóhann Elíasson.
Aðalsteinn Grímsson (IP-tala skráð) 30.12.2009 kl. 10:12
Jæja,þá vitum við það,við köllum á ÍR-inga,HKmenn og Fylkismenn til að fara í björgunarleiðangra á fjöll eða þar sem snjóflóð hafa fallið,það verður ljóta vitleysan sem úr því kemur.
Hvaða æfingu eða reynslu hafa íþróttafélög í björgunarleiðöngrum þar sem ástand er ótryggt og mannslíf kanski í hættu? Svarið er þetta: ENGA,því segi ég:
Látum Björgunarsveitirnar um að selja flugelda og gefum þeim einkaleyfi á því en látum íþróttafélög um forvarnarstarf og annað sem tengist uppeldi barna.
En gaman að heyra menn rífast og skammast yfir smá hugleiðingu,meira af þessu,ég þarf að vera með meira svona í nýju ári.
Magnús Paul Korntop, 30.12.2009 kl. 10:46
það eru ábyggilega ÍR-ingar, HK-menn og Fylkismenn í björgunarsveitunum þannig að þeir geta ábyggilega hjálpað eins og aðrir
Bjössi (IP-tala skráð) 30.12.2009 kl. 11:42
Það er satt Magnús. Alltaf gaman að góðum rökræðum.
Aðalsteinn Grímsson (IP-tala skráð) 30.12.2009 kl. 13:18
Ég legg til að það verði lögð á flugelda og byssur og skotfæri sérstakt gjald. Það gjald á að vera eyrnamerkt til að syðja björgunarsveitir í þessu landi.
Hvergi í félagsstörfum á þessu landi sinna jafnmargir jafnmikilvægum störfum og björgunarfólkið okkar. Þau eiga heiður skilinn! Og tekjur af flugeldasölu!
Jón Halldór Guðmundsson, 30.12.2009 kl. 15:17
búinn að kaupa flugelda keypti þá hjá ÍR
gleðilegt ár maggi minn
Bjössi (IP-tala skráð) 31.12.2009 kl. 11:56
Gott hjá þér Bjössi minn,gleðilegt ár vinur.
Magnús Paul Korntop, 31.12.2009 kl. 12:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.