Superbowl.

Í gærkvöldi og nótt voru úrslitaleikir Ameríku og Þjóðardeildar spilaðir og voru báðir afar fjörugir og spennandi.

Í þjóðardeild léku Arizona Cardinals og Philadelphia Eagles og svo virtist sem heimamenn í Cardinals ætluðu að keyra yfir Eagles liðið því staðan í hálfleik var 24-6 Cardinals í vil.

Í seinni hálfleik vöknuðu gestirnir í eagles til lífsins svo um munaði og skoraði næstu 19 stig og voru komnir yfir 24-25,en þá vöknuðu heimamenn af værum blundi og skoruðu snertimark og tóku svo 2gja stiga tilraun sem gekk  og staðan orðin 32-25 sem urðu lokatölurnar sem þýðir að öskubuskuævintýri Arizona Cardinals heldur áfram en þetta lið er frægt fyrir að skrapa botninn í deildinni.

Í Ameríkudeildinni mættust Pittsburgh Steelers og Baltimore Ravens en þessi lið voru saman í riðli og var þetta þriðji leikur þeirra á tímabilinu en þarna mættust 2 bestu varnir deildarinnar og því ljóst að eitthvað léti undan.

Heimamenn í Steelers komust í 13-0 en þá kom snertimark frá Ravens og staðan skyndilega orðin 13-7,staðan í leikhlé var svo 16-7.

Í seinni hálfleik var spennan mikil enda Ravens frægir fyrir að komast inn í sendingar svo að allt gat gerst,Ravens minkuðu muninn í 16-14 og allt á suðupunkti.

Þegar rúmar 3 mín voru til leiksloka komst Troy Polomalou inn í sendingu frá John Flacco(leikstjórnanda Ravens)og skilaði því í endamarkið,staðan orðin 23-14 sem urðu lokatölurnar.

Undir lokin átti sér stað óhugnanlegt atvik þegar hlaupari Ravens og varnarmaður Steelers ráku hjálmana saman á fullri ferð og lágu báðir,það endaði með því að Ravensmaðurinn var borinn útaf og síðast þegar fréttist var allt í lagi með hann en báðir fengu heilahristing en um hálftímastopp var á leiknum en sem betur fer fór betur en á horfðist.

Það verða því Arizona Cardinals og Pittsburgh Steelers sem mætast í Superbowl sem fram fer í Tampa sunnudaginn 1 febrúar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Solla Guðjóns

Heyrðu toppurinn minn ég ætla að setja þig ofar á vinalistann minn ......mér tekst nefnilega aldrei að kíkja nema rétt efst á hann ..........og nú færir ég þi upp svo ég ná í skottið á þér

Solla Guðjóns, 19.1.2009 kl. 18:53

2 Smámynd: Sædís Hafsteinsdóttir

VÁ Ertu áhugamaður um superbowl hihihi

Sædís Hafsteinsdóttir, 20.1.2009 kl. 12:19

3 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Hæ hæ.  Ég er bara rétt að segja sæll vertu...ég er ekkert í boltanum svo ég segi....megi besta liðið vinna!!!  Kveðjur til þín félagi!

Rúna Guðfinnsdóttir, 20.1.2009 kl. 15:11

4 Smámynd: www.zordis.com

Skemmtilega ruddaleg íþrótt! Megi sá besti vinna með eða án heilahrinstings ... Ótrúlega mikill ruddaskapur í þessu.

www.zordis.com, 20.1.2009 kl. 20:15

5 identicon

hey annar  vinnur!

BLOGGER (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 00:42

6 identicon

Arizona Cardinals og Pittsburgh Steeler ..

það er   Pittsburgh Steeler sem  ..

superbol

BLOGGER (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 00:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Korntop

Höfundur

Magnús Paul Korntop
Magnús Paul Korntop

Hér er á ferðinni lífsglaður náungi með sterkar skoðanir og segi ég þær umbúðarlaust,
Mín helstu áhugamál eru sport,söngur en einnig eru mér hugleikin málefni þeirra
sem minna mega sín.

Ég vil taka það fram af gefnu tilefni að ég áskil mér ALLANN RÉTT til að eyða commentum sem innihalda skítkast,eða fjalla ekki um bloggefnið sjálft,verði fólk ekki við þessu verður lokað á commentakerfið.

Spurt er

Hvernig líst þér á komandi vetur?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 205420

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

33 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • ...ingurinn_eg
  • Ólafur Stefánson.
  • ...lautur_bill
  • ...ngverjaland
  • ...land_415050

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband