Bið.

Bara láta vita að seinkun verður á annálum um einhverja daga enda mikil vinna við gerð þeirra.

Eins er ég ekki hress með að ekki skuli fleiri commentera á spá mína um árið 2009,getur það virkilega verið að enginn sé mér ósammála eða þori hreinlega ekki að segja skoðun sína.

Á þriðjudagsmorgunn á ég von á heimsókn frá Félagsbústöðum varðandi millifluttningsumsókn mína og vonandi er það mál að hreyfast eitthvað en hvar ég lendi kemur bara í ljós en líklega yfirgef ég Breiðholtið sem yrði bara hið besta mál en sjáum hvað setur í því.

Helgin hefur verið undirlögð af sporti og þá helst NFl þar sem óvænt úrslit urðu í 3 af 4 leikjum í úrslitakeppninni og er þetta ein jafnasta úrslitakeppni í manna minnum.

Leikirnir á sunnudaginn eru Arizona-Philadelphia og Pittsburgh-Baltimore en sigurvegarar þessara leikja mætast svo í Superbowl sem fram fer í Tampa 1 feb.

En bless í bili-kem aftur seinna þegar ég hef eitthvað að segja.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Gangi þér allt í haginn /Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 12.1.2009 kl. 16:43

2 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Ég var þér sammála. Fannst þetta allt líklegt og snilld hjá þér.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 12.1.2009 kl. 19:07

3 Smámynd: Sædís Hafsteinsdóttir

Gangi þer vel kallinn.og reyndu bara að koma í geðigeislann,veitir ekki af að fa góðan mann í hverfið

Sædís Hafsteinsdóttir, 12.1.2009 kl. 21:47

4 identicon

Ég er ekki sammála þessum spádóm að neðan að fullu.

Það væri best fyrir Ísland að skipta um kennitölu, slíta stjórnmála og viðskiptasambandi við öll lönd og stunda sjálfsþurftarbúskap hérna. við höfum allt til alls. Svo förum við að bora eftir olíu og verðum rík og böðum okkur í olíu kvölds og morgna.

Þegar að Arabar og Norðmenn verða búnir sem sína olíu, koma þeir grátandi til okkar og við seljum nýju olíuna dýrt.

Reyndar eigum við að verðlauna Færeyinga þannig, að hver færeysk fjölskylda fær 80 lítra af díselolíu á mánuði í 10 ár.

Aðalsteinn Grímsson (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 17:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Korntop

Höfundur

Magnús Paul Korntop
Magnús Paul Korntop

Hér er á ferðinni lífsglaður náungi með sterkar skoðanir og segi ég þær umbúðarlaust,
Mín helstu áhugamál eru sport,söngur en einnig eru mér hugleikin málefni þeirra
sem minna mega sín.

Ég vil taka það fram af gefnu tilefni að ég áskil mér ALLANN RÉTT til að eyða commentum sem innihalda skítkast,eða fjalla ekki um bloggefnið sjálft,verði fólk ekki við þessu verður lokað á commentakerfið.

Spurt er

Hvernig líst þér á komandi vetur?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 205420

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

33 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • ...ingurinn_eg
  • Ólafur Stefánson.
  • ...lautur_bill
  • ...ngverjaland
  • ...land_415050

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband