Geggjuð helgi.

Á föstudagskvöldið fórum við Aileen,Lillý,Kári og Ottó á Rammíslenskt jólahlaðborð og var það mjög gaman og verður örugglega endurtekið að ári en sjáum hvað setur í þeim efnum.

Ég borðaði kanski einum of mikið og endanði á klóinu um nóttina en það var mér að kenna en eftir matinn söng Gylfi Ægisson nokkur laga sinna við góðar undirtektir og keyptum við öll diskinn með honum en hann heitir Perlur Gylfa Ægissonar.

Á laugardagskvöldið var ég í keflavík í innflutningspartýinu hjá Emil og þar einnig vel tekið á því í átinu og var DJ og át vel af matnum og var kominn heim um kl 1 en Beggi keyrði mig heim en Anna kærastan hans var hjá vinkonu sinni í Innri Njarðvík og fór svo með okkur heim.

Í gær var svo afmæli hjá Sigga Andra á Grillhúsinu og enn var vel tekið á því í átinu þannig að ég er búinn að borða fyrir næstu viku(segi svona) en það er alltaf gaman í afmælum Sigga Andra,mikill brandarakall þar á ferðinni.

Vikan fer í vinnu,undirbúning jólanna og jólatónleika skólans sem eru á föstudagskvöldið.

Þetta er það sem hefur verið að gerast hjá mér og er á döfinni.

Meira seinna.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt og ljúfar yndislegar kveðjur á fallegum ljúfum vetrakvöldi

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 9.12.2008 kl. 00:04

2 Smámynd: Solla Guðjóns

Vá þvílík helgi hjá þér.Alltaf svo gaman að fara út að borða hitta vini og gleðjast.

Knús á þig kallinn

Solla Guðjóns, 9.12.2008 kl. 01:45

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ásdís Sigurðardóttir, 9.12.2008 kl. 06:54

4 identicon

Betra að borða ekki yfir sig!

Ég get þó lítið sagt, fór á jólahlaðborð í vinnunni minni og sat á toilettinu í 4 daga á eftir.

Leifur Páll (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 06:55

5 identicon

Sæll Magnús Korntop!

Bjössi ÍR benti mér á þessa síðu. Ég hef einstaklega gaman að blogginu þínu, og sérstaklega af einbeittri gagnrýni þinni gegn ástandinu í þjóðfélaginu. Kæmi mér ekki á óvart ef þú yrðir sá mest lesni á Moggablogginu. Ég vona að þú haldir ótrauður áfram og látir ekki auðvaldsmenn og óreiðumenn hafa áhrif á þig.

Með kærri jólakveðju, og von um áframhaldandi blogg

Aðalsteinn Grímsson (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 11:49

6 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Vá,en gaman að heyra hvað mikið er að gerast hjá þér. Leiðinlegt samt að þér varð illt í maganum. Gangi þér vel á .

Jórunn Sigurbergsdóttir , 9.12.2008 kl. 19:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Korntop

Höfundur

Magnús Paul Korntop
Magnús Paul Korntop

Hér er á ferðinni lífsglaður náungi með sterkar skoðanir og segi ég þær umbúðarlaust,
Mín helstu áhugamál eru sport,söngur en einnig eru mér hugleikin málefni þeirra
sem minna mega sín.

Ég vil taka það fram af gefnu tilefni að ég áskil mér ALLANN RÉTT til að eyða commentum sem innihalda skítkast,eða fjalla ekki um bloggefnið sjálft,verði fólk ekki við þessu verður lokað á commentakerfið.

Spurt er

Hvernig líst þér á komandi vetur?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 205420

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

33 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • ...ingurinn_eg
  • Ólafur Stefánson.
  • ...lautur_bill
  • ...ngverjaland
  • ...land_415050

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband