Sorg.

Nú rétt í þessu var ég að frétta að einn ástsælasti tónlistarmaður íslands fyrr og síðar Rúnar Júlíusson hafi látist í nótt úr hjartaáfalli.

Rúnar varð íslandsmeistari í knattspyrnu árið 1964 og átti sæti í íslenska landsliðinu og var einn besti knattspyrnumaður landsins á þessum árum.

Hann var í Hljómum frá 1963-1970 er hann stofnaði Trúbrot en seinna var hann í Ðe lúnlí blú bojs og GCD auk þess sem hann rak eigin danshljómsveit.

Rúnar Júlíusson var einn afkastamesti tónlistarmaður landsins og liggur ógrynni laga eftir hann og stendur íslenski tónlistarheimurinn fátækari eftir.

Árið 1976 stofnaði Rúnar Júlíusson Plötuútgáfuna Geimstein og er hún elsta plötuútgáfa landsins með samfellda sögu.

Ég þekkti Rúnar mjög vel en árið 2003 vorumvið saman í Dublin og þar kynntist ég honum mjög vel og þar sungum við saman 2 lög,einnig spilaði hann með hljómsveit minni á gamla Gauk á Stöng og svo fyrir 3 mánuðum tæpum(20 sept s.l) spilaði hann á 15 ára afmæli +Ataks á Grand Hótel við góðar undirtektir.

Ég votta Eiginkonu hans Maríu Baldursdóttur og börnum hans Baldri og Júlíusi mínar dýpstu samúðarkveðjur.

Mín hinstu orð til þín vinur eru á þessa leið:Hvíl þú í friði vinur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Já, ég var sleginn þegar ég las þetta.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 5.12.2008 kl. 12:12

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þetta er mjög sorglegt, mikið held ég að eigi eftir að verða gaman í himnaríki, Villi Vill og Pétur Kristjáns líka farnir og svo ótal margir aðrir, ætli það verði ekki djammað á himnum um jólin.

Ásdís Sigurðardóttir, 5.12.2008 kl. 12:21

3 Smámynd: lady

já þetta var sorglega frétt og sertaklega fyrir Jólin ég hugsa mikið um þá þegar Jólin eru ,þá sem hafa misst ástvini sína,en lífið heldur áfram,en samt þetta sló mig þegar ég sá fréttina,en elsku Magnús minn óska þér innilega góða helgi kv þín vinkona Ólöf

lady, 5.12.2008 kl. 12:25

4 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Sigrún Jónsdóttir, 5.12.2008 kl. 14:13

5 identicon

Leiðrétting

Rúnar átti engann landsleik í fótbolta hann var einu sinni valinn í landsliðið en varð að afboða, hann var á tónleikaferðalagi með HLJÓMUM.

en hann spilaði einn pressuleik

bjössi (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 15:31

6 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Sæll Bjössi: Því er jafnan haldið fram að Rúnar Júlíusson hafi verið í landsliðinu á þessum árum en þú veist þetta betur en ég enda búinn að vinna hjá KSÍ og KRR en ég vissi af þessu með afboðunina vegna einmitt spilamennsku með Hljómum. en takk fyrir þessar upplýsingar.

Jórunn: Já svona fréttir slá mann kaldann.

Ásdís: Já mikill gleðskapur í himnaríki og ekki gleyma Jóni Páli og Hauk Morthens auk fjölda annara.

Ólöf: Ég óska þér einnig góðrar helgar kæra vinkona.

Magnús Paul Korntop, 5.12.2008 kl. 16:18

7 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Alltaf sorglegt þegar gefandi fólk hverfur frá okkur.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 5.12.2008 kl. 16:40

8 identicon

Blessaður Korntop!

Já, það er mikill missir af Rúna Júl. Sannkallaður rokkkóngur Íslands og eðal töffari.

Kv

Addú

Addú (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 17:47

9 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Sæll Korntop og takk fyrir að bjóða mér bloggvináttu......þetta er sorglegt með Rúnar, hann hafði svo sannarlega mikil áhrif á Íslenskt tónlistarlíf.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 5.12.2008 kl. 17:57

10 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður

Mikil eftirsjá af Rúnari Júlíussyni sem fór alltof fljótt.

Megi almáttugur Guð styrkja fjölskyldu hans sem nú á um sárt að binda.

Vertu Guði falinn.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 6.12.2008 kl. 00:11

11 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Kær kveðja.

Jón Halldór Guðmundsson, 7.12.2008 kl. 01:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Korntop

Höfundur

Magnús Paul Korntop
Magnús Paul Korntop

Hér er á ferðinni lífsglaður náungi með sterkar skoðanir og segi ég þær umbúðarlaust,
Mín helstu áhugamál eru sport,söngur en einnig eru mér hugleikin málefni þeirra
sem minna mega sín.

Ég vil taka það fram af gefnu tilefni að ég áskil mér ALLANN RÉTT til að eyða commentum sem innihalda skítkast,eða fjalla ekki um bloggefnið sjálft,verði fólk ekki við þessu verður lokað á commentakerfið.

Spurt er

Hvernig líst þér á komandi vetur?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 205420

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

33 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • ...ingurinn_eg
  • Ólafur Stefánson.
  • ...lautur_bill
  • ...ngverjaland
  • ...land_415050

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband