Týr góðir.

Í gærkvöldi fórum við Aileen á Týs tónleikanna á Nasa og skemmtum okkur konunglega en upphitunarböndin voru mjög góð fyrir utan eitt sem var alger hryllingur.

Þetta byrjaði allt uppúr klukkan 10 með því að hljómsveitin Perla steig á svið og gerðu fína hluti,á eftir þeim kom Dark Harvest og voru líka góðir og í báðum böndunum var söngurinn skiljanlegur og góðar melódíur.

Þriðja bandið var Mammút og var greinilegt að þau höfðu tekið miklum framförum síðan í mai er við spiluðum með þeim á Organ sáluga og var gott að fá kvensöngvara svona til tilbreytingar gott band Mammút og eru nýbúin að gefa út disk sem ég á og er mjög góður og áheyrilegur.

Þá var komið að tímaskekkju kvöldsins,Hardcorebandið Severed Crouth stigu á svið og framreiddu death metal ofan í áheyrendur í um 1 klst en bara lítill hópur virtist fíla þetta eitthvað,fyrir okkur Aileen var þetta algert pain,kvöl og pína og það var engu líkara á tímabili en að djöfullinn sjálfur væri kominn á staðinn og það endaði með því að Aileen fór út og fékk sér frískt loft en ég gat ekkert farið því þá hefðum við misst af borðinu sem við höfðum.

Þegar þessari skelfingu lauk og gestir búnir að jafna sig stigu TÝR á svið og spiluðu flest sinna bestu laga og voru hreint út sagt geeeeeeeðveikir,allir berir að ofan og kyrjuðu drápur og annað efni ofan í gesti á frábæran hátt enda söng ég hástöfum og skammaðist mín ekki fyrir það enda mikill aðdáandi þjóðlagatónlistar eins og þeir vita sem þekkja mig best.

En semsagt ágætis kvöld að öllu leyti nema þetta hardcore dauðarokk hefði alveg mátt missa sig  eða enda tónleikana, þarna voru hljómsveitir eins og Perla og Dark Harvest og eiga þær framtíðna fyrir sér.

Ætla að enda þetta á viðlaginu úr Orminum langa:

Glymur dansur í höll,
sláið í ring.
Glaðir ríða Noregsmenn,
Til hildarting.

                                       KV:Korntop


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Gott að þú skemmtir þér.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 5.10.2008 kl. 11:01

2 identicon

Gaman að þú skyldir hafa notið þín á tónleikunum, en Severed Crotch spiluðu nú ekki nema í um 35 mínútur eða svo, eins og öll hin upphitunarböndin (þau fengu 30 mín hvort)

Þorsteinn Kolbeinsson (IP-tala skráð) 6.10.2008 kl. 22:11

3 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Sæll Þorsteinn. Ekki skal ég rengja þig um það en á blöðunum á veggjunum stóð að Sweeted Crouth ætti 1 klst spilamensku og mér fannst þeir svo lengi á sviðinu að mér datt ekki annað í hug en að þeir hefðu nýtt allann spilatímann sinn.

Magnús Paul Korntop, 7.10.2008 kl. 08:03

4 identicon

Það er ekki Sweeted Crouth sem er ekki einu sinni orð, það er Severed Crotch.

rugl (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 13:05

5 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Severed Croutch ok,samt ömurlegt "death metal" og var alger tímaskekkja á þessum tónleikum.

Magnús Paul Korntop, 7.10.2008 kl. 14:57

6 identicon

Ég skil þig Magnús, en málið er að spilatímarnir á blöðunum miðast við hvenær hvaða band byrjar, en auðvitað fer dágóður tími í það þegar eitt band hættir og hitt fer á svið að stilla upp. Týsmenn fengu alveg 30 mín í það, þannig að það passar alveg.

Eitt þó, manni getur fundist tónlist þeirra Severed manna hundleiðinleg, en það er ekki hægt að neita því að þéttara og meira vel spilandi band er vandfundið á landinu... Bassaleikarinn er rosalegur! Mjög teknískt spilandi band, en jú, alls ekki fyrir alla.

Þorsteinn Kolbeinsson (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 23:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Korntop

Höfundur

Magnús Paul Korntop
Magnús Paul Korntop

Hér er á ferðinni lífsglaður náungi með sterkar skoðanir og segi ég þær umbúðarlaust,
Mín helstu áhugamál eru sport,söngur en einnig eru mér hugleikin málefni þeirra
sem minna mega sín.

Ég vil taka það fram af gefnu tilefni að ég áskil mér ALLANN RÉTT til að eyða commentum sem innihalda skítkast,eða fjalla ekki um bloggefnið sjálft,verði fólk ekki við þessu verður lokað á commentakerfið.

Spurt er

Hvernig líst þér á komandi vetur?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 205420

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

33 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • ...ingurinn_eg
  • Ólafur Stefánson.
  • ...lautur_bill
  • ...ngverjaland
  • ...land_415050

Af mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband