Rökstuðningur.

Ég vil af gefnu tilefni rökstyðja hvers vegna ég vil hafa flugvöllinn áfram á Vatnsmýrinni án íbúðarbyggðar og atvinnustarfsemi.

Gefum okkur að sjúkraflugvél með alvarlega veikan sjúkling þurfi að lenda og það skipti sekúndum um líf eða dauða þá er sjúkrahús í um 5 mín fjarlægð en ef að flugvöllurinn yrði færður upp á Hólmsheiði þá væri þessi möguleiki úr sögunni auk þess sem skógræktarsvæði sem ég og aðrir byrjuðum að gera fyrir um 30 árum yrði eyðilagt og það yrði stórslys.

Þar fyrir utan á Flugvöllurinn að vera í Reykjavík og hvergi annarsstaðar,svo einfalt er það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Skil þig vel með flugvöllinn, hann á að vera þarna.

Ásdís Sigurðardóttir, 19.8.2008 kl. 18:55

2 Smámynd: Björgvin Kristinsson

Ég vil hafa flugvöllinn í Keflavík og nýja hátæknisjúkrahúsið líka. Gamli Landsspítalinn getur verið heilsugæslustöð og elliheimili enda er ansi langt frá t.d. Norðlingaholtinu niður á útkjálkann 101. Svo er líka stórsniðugt að þurrka upp svæðið milli Álftaness og Seltjarnarness og vera með millilandaflugið og Hátæknisjúkrahúsið á því landsvæði eins og var verið að tala um í útvarpinu í dag. þá væri líka tilvalið að þurrka út í leiðinni landamærin milli Reykjavíkur, Kópavogs, Álftaness og Garðabæjar og fækka aðeins í bæjar- og borgarstjórafarganinu í leiðinni.

Björgvin Kristinsson, 20.8.2008 kl. 00:44

3 identicon

Magnús þyrla getur lent fyrir utan spítalann.

Elías Guðmundsson (IP-tala skráð) 20.8.2008 kl. 09:28

4 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Ég hef ekki skoðun á stöðu flugvallarins.

Bestu kveðjur í dag.

Rúna Guðfinnsdóttir, 20.8.2008 kl. 13:46

5 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Magnús minn.

Alveg sammála þér með flugvöllinn.

Baráttukveðjur/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 20.8.2008 kl. 23:41

6 identicon

Hvað með að nota bara þyrlu? Hún getur lent allstaðar!

thg (IP-tala skráð) 21.8.2008 kl. 12:05

7 Smámynd: Valur Stefánsson

Sæll Maggi.

Ég er 100% sammála þér.  Flug með þyrlum kemur ekki í stað vængjaðra flugvéla, þyrlur geta ekki flogið eins hátt til að komast upp fyrir veður og svo eru þær langt því frá eins hraðfleigar og flugvélarnar.   Hólmsheiðin kemur aldrei í stað Reykjavíkurflugvallar þar sem hún stendur það hátt að sá völlur yrði lokaður of oft vegna veðurskilyrða.  Varðandi að flytja flug til Keflavíkur og loka Reykjavíkurvelli þá er það mjög slæmt þar sem KEF er varavöllur fyrir RK og öfugt þannig að ef RK færi þá þyrfti að velja annan varavöll fyrir KEF og þyrftu þá vélarnar mun meira eldsneyti og þyrfti þá að fækka farþegum til að hafa þyngd í aukið eldsneyti.

Sjúkraflug hefur aukist á hverju ári og get ég ekki séð hvernig ætti að loka Reykjavíkurflugvelli.   Svo ég tali nú ekki um að 60% borgarbúa vilja hafa völlinn þar sem hann er og kemur það nú í hlut nýs borgarstjóra að taka af skarið og vinna fyrir borgarbúa en EKKI þröngsýna 101 búa.

Valur.

Valur Stefánsson, 21.8.2008 kl. 12:25

8 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Þið vitið ekkert og ég ekki heldur...

Páll Geir Bjarnason, 22.8.2008 kl. 01:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Korntop

Höfundur

Magnús Paul Korntop
Magnús Paul Korntop

Hér er á ferðinni lífsglaður náungi með sterkar skoðanir og segi ég þær umbúðarlaust,
Mín helstu áhugamál eru sport,söngur en einnig eru mér hugleikin málefni þeirra
sem minna mega sín.

Ég vil taka það fram af gefnu tilefni að ég áskil mér ALLANN RÉTT til að eyða commentum sem innihalda skítkast,eða fjalla ekki um bloggefnið sjálft,verði fólk ekki við þessu verður lokað á commentakerfið.

Spurt er

Hvernig líst þér á komandi vetur?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

33 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • ...ingurinn_eg
  • Ólafur Stefánson.
  • ...lautur_bill
  • ...ngverjaland
  • ...land_415050

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband